Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Page 16
16 DV. MjörtJt>AtiÚR 2.' JJÁNt) AR íðtó"' Spurningin Notar þú ökuljósin allan sólarhringinn þegar þú ekur? Ingvi Einarsson bilstjóri: Nei, ekki geri ég það nú, en mestallan daginn. Það er alltaf veriö að segja að þaö kosti ekkert að nota ökuljósin, en reynslan hefur sýnt mér að perur þarf að endurnýja og geymirinn endist ekki eins lengi. En það er miklu betra að nota þau. Rut Arnadóttir húsmóðir: Já, það eru alltaf ljós á bílnuin minum. Það er miklu þægilegra að nota ljós og aðrir bílstjórar ættu að gera slíkt hið sama, sérstaklega í skammdeginu. Svauur Ólafsson bifreiðasmiður: Nei, ekki i mestu birtunni. Það er slæmur ávani aö nota ekki ökuljós. Þaö veitir víst ekki af, dæinin sýna það svo ekki verðurumvillst. Rannveig Ölafsdóttir verslunarstjóri: Já, í skammdeginu geri ég það. Mér finnst vera visst öryggi í því. Aðrir bíl- stjórar ættu aö gera slíkt hið sama. Bjarni Guðnason kennari: Já, þaðgeri ég. Eg geri það í öryggisskyni. Það eru furðu margir sem gera það. Notkun* ljósa hefur aukist mjög hin síðari ár og ekki síst nú hið síöasta ár. Einar Bjarnason nemi: Já, núna geri ég það. Það er það dimmt yfir að ekki. veitir af. Aðrir bílstjórar gera það líka, yfirleitt. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur —ájólunum Guðrún Þórðardóttir hringdi: Eg er ein þeirra fjölmörgu sem horfðu á sjónvarpskvikmyndina „Hverer...” annan dag jóla. Efnis sem þessa er yfirleitt beöið meö nokkurri eftirvæntingu. Það er orö- inn árviss viöburður aö íslenskar sjónvarpsmyndir séu frumsýndar þennandag. Eg hef ekkert út á myndina sjálfa að setja, allir leikarar og starfsliö komust vel frá sínum hlutverkum, allavega frá mínu horni séð. En það er annað sem rnætti alveg missa sig og það eru þessar hvimleiðu senur þar sem blóö og viðbjóður flýtur í stríðum straumum. Þessi viöbjóður virðist vera orðinn vörumerki leik- stjórans Hrafns Gunnlaugssonar. , Þaö er eins og hann geti ekki tekið jafneinfalt verk og þetta leikrit er og gert skemmtilega mynd út frá því án þess aö koma með einhvern sóða- skap. Þetta er alveg einstaklega ósmekklegt og ætti ekki að þurfa að sjást yfir hátiðirnar. Ef Hrafn hefur gaman af þessu blóöbaði og ógeði þá getur hann búið til kvikmyndir um það efni, það væri vinsamlegt af hon- um að hlífa sjónvarpsáhorfendum við slíkri „skemmtan”, aUavega á jólahátíðinni. Það væri óskandi að við gætum fengiö einhvern hæfan leikstjóra til aö gera fallega sjónvarpsmynd sem Svenni skallapoppari sést hér á tali við skólastjórann harðskeytta. Þetta atriði er úr sjónvarpsmyndinni „Hver er..sem sýnd var annan i jólum. sýnd yrði næstu jól þar sem öliu hæfileikafólki sem ætti að geta gert alfariö aö kvikmyndagerðinni og sín- ógeöi yrði sleppt. Við höfum nóg af slíka mynd. Þá gæti Hrafn snúið sér um hugðarefnum. Sjónvarpið: SLEPPIÐ BLÓÐBAÐINU LEYFIÐ LEYNISTOÐVARNAR Það er um að gera að hlusta vel þvi að oft vill heyrast illa og jafnvel ekkert til leyniútvarpsstöðva. Norðlcndingur skrifar: A lesendasíðu DV þann 12. desem- ber birtist bréf frá mér þar sem ég vildi fá svör hjá ráðamönnum varð- andi útvarpssendingar. En ég hafði pata af því að skólakrakkar höfðu fengið lánaðan útvarpssendi hjá Pósti og síma og leyfi til útvarpssendinga hjá útvarpsstjóra. Eg var ekki nógu ánægður meö þau svör sem þar birt- ust. Svona í leiöinni ætla ég að geta þess að á Akureyri hefur verið starfrækt leyniútvarpsstöð undanfarnar helgar. Þegar þessi grein birtist má búast við því að stöðin hafi veriö gerð upptæk því þessar stöövar eru s jaldnast langlíf ar. Umrædd leynistöð, „Helgarrásin”, útvarpaði aöeins um helgar, léttri dægurtónlist með alls kyns léttu ívafi í bland. Virtist vera mikið hlustaö á hana þar sem óskalög þeirra sem hringdu og báðu um kveöjur voru sí- fellt leikin. Svona framtakssemi á allt gott skil- ið. Rekstur slikra stööva getur varla á nokkurn hátt skemmt fyrir rás 1, hvaö þá rás2. Athugasemd blaðamanns: Ríkisút- varpið hefur sem stendur einkarétt á öllum útvarpssendingum. Utvarps- stjóri getur því sjálfur heimilað út- varpssendingar annarra aðila, eins og hann gerði í því tilviki sem bréfritari getur um. Þaö mætti því hugsanlega snúa sér beint til útvarpsstjóra og sækja um leyfi til útvarpssendinga þar sem hann hefur vald til að leyfa slíkar sendingar. MJÓLKIN OG MILLIUÐIRNIR Kýrin Rjómalind horfir forviða á þegar mjólkin hennar er fjarlægð og send í m jóikurbúið. Hún veit að hún á nefniiega eftir að hækka eitthvað í verði þar. 5912—4005 skrifar: I búnaðarblaðinu Frey, frá 22. nóvember síðastliönum, eru taldar upp í liðum, tölur, viðvikjandi útborgun á mjólk til bænda og 'mjólkurverð til neytenda. Eg held að við neytendur ættum að skoöa þessar tölur og kveða upp okkar dóm yfir milliliöunum. Þeir taka það sem þeim sýnist af neytend- unum og bændunum. Síöan bæta þeir við embættum og starfsliöi hjá bændasamtökunum eftir eigin geðþótta. Það er óspart hlaöiö ut- an um þennan atvinnurekstur. Að þessum málum bænda stendur svo' Sambandið.ánnokkurraafskipta. / Það er veriö að stækka bændahöll- ina, það er nýbúiö að byggja nokkur. mjólkursamlög eins og í Borgarnesi og ein risabygging í smíöum á Bitruhálsi í Reykjavík. Allt er þetta gert á sama tíma og mikill samdráttur er á fram- leiðslu bænda. Samkvæmt tölum í búnaöarblaðinu Frey segir að bændur fái nú um 64% af því verði sem neytandinn greiðir þegar mjólkin er komin í einslítra umbúðir. En milliliðirnir fá aftur 36%. Hver er hinn raunverulegi kostnaður? Sumir neytendur halda því fram að bóndinn fái meira fyrir hvern lítra en hann kosti út úr búö af því aö hann sé niðurgreiddur. Hver fær þá niður-: greiðslumar? Það þarf að útskýra fyrir fólki á einfaldan hátt en ekki flækja. Svo er bara sagt að við megum þakka fyrir þessar niðurgreiðslur. Ráðamenn hvöttu bændur til að rækta og þenja allt upp en nú er búið að kippa öllu til baka. Mjólkurbúin nýbyggðu fá ekki nógu mikið af mjólk en það gerir víst ekkert til, peningamir verða bara færðir til. Þaö má líka minnast á barlóminn í sauðfjárbændum, þeir segja að slátur- kostnaðurinn sé allt of hár, þriðja hvert lamb fer í sláturlaun. Svo er flutningskostnaöurinn allt of hár aö þeirra mati. Ekkert aðhald er í þess- um málum, engin samkeppni lengur, ekkert útboð á flutningum. Bara ein- okun á öllum sviðum. Það er enginn vafi á að þeir bændur sem í upphafi stofnuðu samvinnu- hreyfinguna myndu segja aö búið væri að snúa hlutverki bændasamtakanna við ef þeir mættu mæla. Maður vonar því að þeir fái aldrei eggin í sínar hendur. Afuröalánin eiga bændur aö fá en þeir virðast vera sinnulausir gagnvart þeim inálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.