Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Síða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 2. JANUAR1984. » •< Mighefuralla tíð langaö tilað veröa geimfari: „Draumurinn er ekki lengur svo fjariægur” —rætt við Vestur-íslendinginn Bjama Tryggvason sem valinn hefur verið tílað taka þátt f tilraunum í bandarísku geimskutlunni Bjarni Tryggvason á skrifstofu sinni. Bak vifi hann má sjá skifli, en hann hefur verifi að hjálpa skífiastökklandsiifli Kanada að bæta árangur sinn. DV-myndir Sveinn Agnarsson. 4 Sérgrein Bjama er airo dynamics efia vindaflsfræði. Hér stendur hann við vindgöng, þar sem gerflar eru ýmsar rannsóknir á áhrifum vinda. ' „Mig hefur alla tíö langað til aö veröa geimfari. Eg man aö sem krakki fylgdist ég vandlega meö fyrstu rúss- nesku geimskotunum og var ægilega spenntur þegar Sputnik var skotiö á braut umhverfis jörðu. En þar sem ég bjó i Kanada leit ég raunverulega aldrei á þetta öðruvísi en fjarlægan draum. Þegar Kanadastjórn auglýsti svo í sumar eftir geimförum var ég ekki lengi aö sækja um og nú á ég góöa möguleika á að komast út í geiminn, draumurinn er ekki lengur svo fjar- lægur." Þaö er Vestur-Islendingurinn Bjami Tryggvason sem hefur orðið, en Bjami’ er einn sex Kanadamanna, sem valdir hafa verið til aö taka þátt í tveimur tilraunum í geimskutlunni eftir tvö ár. Þetta verður í fyrsta sinn sem Kanada- menn fara út í geiminn, en af þessum sex mun einn fara í hvora ferö. Taldi mig ekki eiga mikla möguleika „Þaö var í júlí sem allt byrjaöi,”, segir Bjami. „Þá auglýstu stjómvöld eftir umsækjendum um stööu geim- fara og 4.300 sóttu um. Eg taldi mig ekki eiga mikla möguleika, hélt aö þar sem ég væri fæddur utan Kanada, myndi ég fljótlega heltast úr lestinni. Hinn 20. ágúst var mér svo tilkynnt aö ég væri einn 1800 sem valdir hefðu veriö úr, á grundvelli menntunar og starfsreynslu. Næst þurftum viö aö gangast undir læknisskoðun og skrifa stuttan pistil um hvers vegna okkur langaöiútígeiminn. I september vorum viö svo orönir aöeins 60. Þaö var rætt viö okkur alla og dómnefndin geröi okkur ljóst aö viö yröum aö geta unniö vel saman, sjálf- stæðar rannsóknir skiptu ekki eins miklu máli og hæfileikinn til að geta unnið meö öörum. En dómnefndin vildi einnig ganga úr skugga um aö viö værum verðugir fulltrúar kanadisku þjóðarinnar. Hinn 11. nóvember voru svo 19 valdir úr og viö urðum þá að gangast undir geysilega ítarlega læknisrannsókn. Hún stóö i þrjá daga og mér liggur viö aö halda aö öll líkamsstarfsemi hafi verið athuguö. Tvær nefndir töluöu síöan viö okkur og loks fyrstu helgina í desember Iá ljóst fyrir hverjir sex heföuveriövaldir. Eg man að það var hringt í mig á laugardag og mér tilkynnt um val mitt, en ég mátti engum segja tíöindin fyrr en á mánudag, er opinberlega var tilkynnt hverjir hinir sex væru. Mér fannst ákaflega erfitt aö halda þessu leyndu fyrir fjölskyldunni, ekki síst þar sem margir vissu að ég átti von á þessari örlagariku símhringingu. Kunningi minn var í heimsókn hjá mér þessa helgi og hann var sá eini, sem ég sagði fréttirnar. En á mánudag rigndi síöan heillaóskunum yfir mig. Og vinnufélagar mínir hjá Rannsókna- stofnun Kanada slógu upp veislu mér til heiöurs. Æfingar hefjast nú í janúar Æfingaprógrammið sjálft byrjar svo í janúar og veröur það tvískipt, annars vegar hin eiginlega geimfaraþjálfun, sem fer fram hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, í Houston, Texas og hins vegar vinna tengd rannsóknunum sem viö eigum að vinna aö um borð í geimferjunni. 'Okkur veröur skipt í tvo þriggja manna hópa, sem þjálfaöir veröa í rannsóknarvinnunni. Mun annar hópur- inn vinna að rannsóknum á geimveik- inni svokallaöri, en sýki þessi gerir mjög oft vart viö sig. Þótt allir banda- risku geimfararnir séu þaulvanir flug- menn, munu um 40 prósent þeirra hafa fengiö veikina. Þessi rannsókn veröur unnin um borö í geimskutlunni í nóvember 1985. Síöari geimferöin veröur í janúar 1986 og munu rannsóknirnar þá beinast aö hönnun sjónbúnaðar fyrir vélmenni, nokkurs konar augna. Búnaöur þessi átti aö gera vísinda- mönnum kleift aö framkvæma athuganir þar sem þeir sjá ekki sjálfir til, en verða að nota vélmenni sér til hjálpar. Ef tilraun þessi ber góöan árangur má búast við aö „sjáandi” vélmenni verði notaö víöar þar sem mennsk augu eru ónothæf, svo sem við ýmis störf í kjamorkuverum. íslenska töluð úti í geimnum? Einn maöur úr hvorum hóp verður valinn til hvorrar feröar og aðrir tveir veröa síöan til vara. Hinum tveimur veröur líklega sagt upp störfum aö loknum þessum þjálfunartíma, en við erum þó aö vona aö svo veröi ekki, að þessar rannsóknir séu aðeins byrjunin á geimöld Kanada. Viö vonum auövit- aö allir aö viö fáum tækifæri til að sjá jöröina utan úr geimnum, og ef ég á einhvern tíma eftir aö sjá þá sjón máttu vera viss um aö ég mun segja nokkur orö á íslensku,” segir Bjarni brosandi. En vendum okkar kvæöi í kross, hver er Bjami Tryggvason og hvaðan er maöurinn ættaöur? Fæddur í Reykjavík „Eg er fæddur í Reykjavík,” svarar hann. .Ji’aðir minn heitir Svavar Tryggvason og er aö noröan, en móöir mín hét Sveinbjörg Haraldsdóttir og var frá Isafirði. Pabbi var sjómaður, haföi lokiö prófi frá Stýrimannaskólan- um skömmu fyrir striö og stundaö sjó- inn síöar. Ariö 1953 flutti fjölskylda mín og önnur íslensk f jölskylda svo til Kanada og fyrstu tvö árin bjuggum viö á austurströndinni, í Nova Scotia. For- eldrar mínir áttu sex böm þegar þau fluttu og þaö var því mikið átak fyrir þau aö rífa sig svona upp og halda til Kanada. Hvers vegna þau fóm hef ég eiginlega aldrei vitaö, en í Kanada voru miklir uppgangstimar fyrstu árin eftir stríð. Frá Nova Scotia lá leiðin svo til British Columbia á vestur- ströndinni. Þaö var ekki minna ferða- lag, í kilómetrum talið er um lengri vegalengd aö ræöa, en pabbi hélt aö þaö væri auðveidara aö fá vinnu sem sjómaður á Kyrrahafsströndinni. Svo reyndist þó ekki vera, og fyrst í stað vann hann almenna verkamannavinnu en um síöir komst hann aftur á sjóinn. Viö bjuggum um hríö í Kitimat, litlum bæ um 300 mílur noröur af Vancouver, en fluttum nokkrum árum síöar til Vancouver-borgar. Þar höfum viö búið síðan, og ég lít núna á Vancouver sem mínaheimaborg. Eg lagði stund á eðlisverkfræöi viö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.