Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Síða 32
32 DV. MÁNUDAGUR 2. JANUAR1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið A/bert tapaði! Hermann Gunnarsson iþróttafréttaritari og Albert Guðmundsson fjármálaráðherra tóku nokkrar skákir i Útvegsbankanum um sl. helgi. Þar var haldið mikið skákmót en kapparnir tveir á myndinni létu sér nægja að tefla i hliðarherbergi og kepptu ekki um nein verðlaun. „Albert reyndi ýmsar nýjar byrjanir og leikfléttur hans voru afar nýstárlegar en þrátt fyrir það tapaði hann öllum þrem skákunum," sagði Hermann Gunnarsson i leikslok. Eins og sjá má á myndinni tefldu knattspyrnukapparnir með höndum en ekkifótum. . . Kvenfólk og landafræði Þaö er undarlegt þetta kvenfólk. Breytist meö aldrinum og er sjaldn- ast sjálfu sér líkt. Tiltektir kvenna myndu ekki rúmast innan heillar fræðigreinar, þær skara á einn eöa annan hátt öll sviö mannlegs lífs. Ef landafræðin ein er notuö til aö skýra fyrirbærið veröur niðurstaðan þessi: Kvenfólk á aldrinum frá 16 til 22 ára er eins og Afríka, sumir hlutar hennar eru kannaöir, aörir ekki. A aldrinum 25—35 er konan líkust Asíu, seiöandi, dul og spennandi. Þrjátíu og sex ára til fimmtugs fer hún aö minna töluvert á Ameriku. Ekkert nema tæknin. A sextugsaldrinum er hún orðin eins og Evrópa. Dálítið slitin og þreytt en þó heimsóknar viröi. Þegar hún er komin yfir sextugt er hún alveg eins og Alaska. Allir þekkja staðinn en enginn nennir aö fara þangaö. — Gefðu mér tóninn, sagði Jón Sigurbjörns- son við hundinn sem stóð á svið- inu í Gamla biói þegar íslenska óperan var að hefja æfingu fyrir skömmu. Öllum að óvör- um spangólaði hundurinn þó af öllum lífs og sál- ar kröftum: DILETTO! DV-mynd Bj.Bj. Winston Churchill og vindillinn fá sér sæti. Takið eftir hermönnunum sem allir biða eftirþviað forsætisráðherrann hendi stubbnum. Hvort er það Evrópa eða Alaska sem þarna er að skoða i búðar- glugga? Við vitum ekki hvort það er satt og seljum það þvi ekki dýrara en við keyptum. Okkur var sagt að þessi maður sem þarna situr ilausu lofti ásamt fjölskyldu sinnihefðiborðað yfir sig á jólunum og haldist á lofti i tvær klukkustundir vegna vindgangs. Sagt var að hann hefði borðað 250 laufabrauðskökur að norðan. Undarlegfasteign: Vindlastubbar Vindlastubbar þykja nú yfirleitt ekki fjárfesting sem gagn er aö nema þá aö sérstaklega standi á. Svo var um nokkra slíka stubba sem fyrir skömmu voru seldir á uppboði hjá Christies í London. Þeir seldust báöir fyrir stórfé þó annar væri ekki nema 8 sentímetra langur og hinn 6, en þeir höföu hvílt á vörum Winston Churchills endur fyrir löngu. Sá lengri (8 sm) náöi betri sölu vegna þess að Churchill hafði verið meö hann í munninum þegar hann ræddi viö Eisenhower um innrás í Frakkland 15. maí 1944. Hinn var eitt- hvaö ódýrari enda haföi breski for- sætisráðherrann reykt hann aö Eisen- hower fjarstöddum. Þaö var Michael Pertwee liöþjálfi sem tínt hafði stubb- ana upp er Churchill haföi reykt nægju sína og er líklegt aö liöþjálfinn hafi ætl- aö aö reykja þá sjálfur til enda þegar karlinn væri kominn úraugsýn. Svo varö ekki og nú eiga erfingjar Pertwees liöþjálfa fyrir mjólk og brauði næstu tvö árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.