Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 4
4 v *■/» r r* » 'rrr'rt •< ,t r» A r *t t, r\ jrfr f * /rt DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. HD £RUD SANNKALL- AÐIR BJARGVÆTTIR” —sögðu gömlu hjónin í Smálöndum er blaðamenn DV komu og mokuðu þau út úr húsi sínu , JEkki datt okkur í hug aö svona gott fólk væri enn til,” sögðu öldruðu hónin sem höfðu verið innilokuð í viku í húsi sínu vegna fannfergis, er nokkrir rösk- ir blaðamenn DV komu og mokuðu þau útigær. Eins og sagt var frá í DV í fær höfðu þau hjónin Guöjón Theódórsson og Lydía Guðjónsdóttir verið innilokuð eftir aö fennti fyrir dyrnar á húsi þeirra að Hitaveitutorgi 1 í Smálönd- um ofan viö Reyk javík. Mat og öðrum nauðsynjum höfðu ættingjar komið til þeirra, en út kom- ust þau ekki. I gær var hins vegar orðin nokkuð brýn þörf á að þau kæm- ust út því að Lydía þurfti til læknis, en hún er sjúklingur og þarf að fara reglu- legatillæknis. „Þið eruð sannkallaðir bjargvætt- ir,” sagði Guðjón við biaðamennina, en sjálfur sagöist hann ekki vera nógu heilsuhraustur til að moka snjónum frá dyrum hússins. Skaflinn fyrir dyr- unum var enda mannhæðarhár og ekki hlaupið að því fyrir mann á sjötugs- aldri að brjótast gegnum hann. „Ykkur verður launaö þetta þótt síðar verði,” sögðu hjónin er blaða- menn kvöddu þau í dyrum hússins sem þau höfðu ekki stigið fæti úr fyrir í eina viku. -SþS Blaðamenn eru að hefja moksturinn, en eins og sjá má er skaflinn fYrir dyrunum nærri mannhæðar hár. Moksturinn ernú um það bil hálfnaður og farið að sjást inn ihúsið. j dag mælir Pagfari________j dag mælir Pagfari______ídagmælir Dagfari KVENNAHÚS FYRIR SÉRÞARFIR Nú er kvenfólkið okkar búið að löggilda Hótei Vik sem exclusívt kvennahús í bænum. Hafa þær brugðið á það ráð að safna saraan öll- um sínum vandamálum, ráðgjöfum, athvörfum og f ramboðum og Innrétt- að gamla hótelhaldlð fyrir þessar sérþarfir sinar. Þetta er mlkll fram- för, bæði fyrir kvenfóiklð sjálft, svo ekki sé mlnnst á karlpenlnglnn, sem veit þá hvaða hús á að forðast þegar svo ber undir. Hins vegar lita margir eldri borgarar með söknuði til Víkur þessa dagana enda er nú öldln önnur fyrir þá sem áður lögðu leið sína á hóteilð til sérstakra stefnumóta við vinkonur og viðhöld og fengu bæði til afnota restaurant og hótelherbergi, allt eftir þvi hvað sambandið var ná- ið. Þótti þetta með rómantiskarl stöð- um í bænum fyrir bæði kynin. Veggir og rúmkytrur hefðu frá mörgu að segja ef húsakynnln leystu frá skjóð- nnnl. En nú er Hótel Vík ekki lengur felustaður fyrlr elskendur heldur virkl fyrir valkyrjur sem ætla að leggja undir sig heimlnn. Nú eru leyndarmálln orðin að vandamálum og kærustumar orðnar að einstæðum mæðrum. Jafnvel afkomendur þeirr- ar kynslóðar sem áður sötmðu kaffi á Vík og sinntu náttúrunni í takt við þarfir sfnar mæta ná á þessum sama stað til að gefa félagslega ráðgjöf og halda þar herráðsfundl um borgar- stjómarmál og Alþingi. Karhnönn- um er meira að segja meinaður að- gangur nema þá til þess að votta kvenfólkinu samúð og stuðning í baráttu þess við sterka kynlð. Svona er nú heimurinn hverfull. Meðan Hótel Vik er þannig bækl- stöð fyrir kvenfrelslsbaráttu, sem af- neitar bæði stjóramálaflokkum og rómönsum, gerist það úti á þingi að slita verður fundum í efri deild vegna forfalla og fjarvista hjá kvennaalþinglsmönnum. Mátti for- seti defldarinnar, sem einnig er kvenmaður, lýsa yfir þvi að öll mál sem á dagskrá vom og flutt af kven- fólklnu í þinginu væra tekin út af dagskrá og meira var ekkl gert þann daginn. Tvennt kemur til greina. Annað- hvort era konumar á þingi þeirrar> skoðunar að þelrra mál megí fram- vegis leysa i kvennahúsinu við Hallærisplanið, samkvæmt þeirri kenningu að sérþarflr þelrra rúmlst bara fyrir í einu húsl. Eða þá hitt að kvennaframboðsþingmenn hafi þennan sama dag verið uppteknir við að ræða myndbandavæðlngu elns og Tíminn greinir frá nú yflr helgina. Samkvæmt þelrri fréttafrásögn er stefnt að þvi að setja á stofn svokall- að „vinstra-video”, sem saman- stendur af Alþýðubandalagl, Máii og menningu, fræðslunefnd Alþýðusam- bandslns, Bandalagi jafnaðar- manna, Alþýðuflokknum og Kvenna- framboðlnu. Ef síðarl skýringin er rétt telst það auðvitað tli pólitiskra tíðinda að kvenfólk sé komlð i hóp með komm- um og öðra vinstra dóti þvi hlngað tfl hefur manni verið talln trú um að kvenfrelslsbaráttan væri hafln yfir flokkadrætti til vinstri og hægri. Ef það er hins vegar rétt að vlnstrl menn fái framvegis aðgang að Hótel Vik til að horfa á video með konum þá verður vonandi stutt í það að aftur myndlst rómantískt andrúmsloft upp um allar hæðir á því gamalfræga hóteli með útsýni yfir Hallæris- planlð. Þess er aftur á móti óskað að vldeosýningar farl ekki fram á fundartíma efrl deildar enda má þar ennþá finna nokkra hægri menn sem áhuga hafa á landsmálum þótt ekki séu þau bundin við sérþarflr af þvi tagi sem kvennahúsið og myndbönd- in bjóða upp á. Nema meiningin sé að gera efri deild að kvenmannslausu athvarfi fyrir hægri menn án sér- þarfa! Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.