Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 39
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. Utvarp 39 Útvarp Þriðjudagur 7. febrúar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Lög eftir Magnús Þór Sig- mundsson og Magnús Kjartans- son. 14.00 „Iliur fcngur” eftir Anders Bodelsen. Guömundur Olafsson lesþýöingusína (11). 14.30 Upptaktur. — Guðmundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónieikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslensk tónlist. Guðmundur Jónsson, Guðmundur Guðjónsson og félagar í Karlakómum Fóst- bræðrum syngja „Gunnar á Hliðarenda”, lagaflokk eftir Jón Laxdal. Guörún Kristinsdóttir leikur á píanó. / Elísabet Erlings- dóttir syngur f jögur lög eftir Ama Thorsteinson. Guörún Kristins- dóttir leikur á píanó. 17.10 Síðdcgisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjómandi: Heið- dis Norðfjörð (RUVAK). 20.00 Baraa- og unglingaleikrit: „Leynigarðurinn.” Gert eftir sam- nefndri sögu Frances H. Bumett. (Aður útv. 1961). 6. þáttur: „Ohemjulæti.” Þýðandi og leik- stjóri: Hildur Kalman. Leikendur: Sigríður Hagalin, Katrín Fjeld- sted, Rósa Siguröardóttir, Helga Gunnarsdóttir, Bryndís Péturs- dóttir, Guðmundur Pálsson, Arni Tryggvason og Bessi Bjamason. 20.40 Kvöldvaka. a. „Kitlur”, smá- saga eftir Helga Hjörvar. María Sigurðardóttir les. b. Skagfirska söngsveitin syngur. Stjómandi: Snæbjörg Snæbjamardóttir. Um- sjón: Helga Ágústsdóttir. 21.15 Skákþáttur. Stjórnandi: Guð- mundur Amlaugsson. 21.40 Utvarpssagan: „Könnuður í fimm heimsálfum” eftir Marie Hammer. Gísli H. Kolbeins byrjar iestur þýðingar sinnar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldtónieikar: Tónlist eftir Edvard Grieg. a. Holbergsvíta op. 40. Norska kammersveitin leikur; Terje Tönnesen stj. b. Sinfónía í c- moll. Sinfóníuhljómsveitin í Berg- en leikur; b. Sinfónía í c-moll. Sinfóníuhljómsveitin í Bergen leik- ur; Karsten Andersen stj. — Kynnir: Knútur R. Magnússon. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Rás 2 14—16: Gísla þáttur Loftssonar. Um- sjónarmaður að sjáifsögðu Gísli Sveinn Loftsson. 16— 17: Þjóðlagatónlist. Þáttur í um- sjá Kristjáns Sigurjónssonar. 17— 18: Frístund. Unglingaþáttur semEðvarð Ingólfsson og hans unga aðstoðarlið sjá um. Miðvikudagur 8. f ebrúar f .h. 10—12: Morgunútvarp. Umsjónar- menn Páll Þorsteinsson, Jón Olafsson, Ásgeir Tómasson. HSjónvarp c Þriðjudagur 7. febrúar 19.35 Bogi og Logi. Pólskur teikni- myndaflokkur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Skiptar skoðanir. Umræðu- þáttur í umsjón Guðjóns Einars- sonar fréttamanns. 21.25 Úþekktur andstæðingur. (The Secret Adversary). Bresk sjón- varpsmynd gerð eftir sögu Agöthu Christie. Aðalhlutverk: Francesca Annis og James Warwick. Tommy Beresford og Tuppence Cowly eru bæði í atvinnuleit þegar fundum þeirra ber saman á ný eftir fyrri heimsstyrjöid. Von bráðar býðst Tuppence verkefni sem verður upphaf dularfullra atburða og leið- ir þau Tommy í leit að leyniskjali sem gæti orðið Bretum til mesta tjóns í röngum höndum. I kjölfar þessarar myndar fylgja tíu sjón- varpsþættir um ævintýri þeirra Tommy og Tuppence. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.20 Fréttir í dagskrárlok. Sjónvarp Sjónvarp kl. 21.25: Nýr myndaflokkur, byggður á sögum Agöthu Christie Forleikurinn er tveggja klukku- stunda löngbíómynd Vinur okkar Derrick hinn þýski og félagi hans Klein kvöddu okkur á þriðjudagskvöldið var — um stund að minnsta kosti. Við sögöum þá frá því að arftakar Derrick yrðu ensku spæj- ararnir Tommy og Tuppence sem margir þekkja er lesið hafa sögur Agöthu Christie. Við fáum að kynnast þeim í kvöld en þá byrjar sjónvarpið að sýna myndir sem byggöar eru á sögum Agöthu. Þar er nú ekki byrjað neitt smátt — hvorki meira né minna en á heilli bíómynd sem er nær tveggja klukkustunda löng. Myndin er eins konar forieikur að þáttunum tíu sem síðar verða sýndir. Myndin á að gerast eftir fyrri heims- styrjöldina og segir frá því þegar þau Tommy og Tuppence hittast aftur en 'hún hafði hjúkrað honum í stríðinu. Þau eru bæði atvinnulaus en býðst vinna sem er þegar til kemur meira en litið hættuleg. Lenda þau strax í hinum mergjuðustu málum og er mikil spenna í myndinni eins og raunar er í öllum myndum sem gerðar eru eftir sögu Agöthu Christie. Þær tíu myndir sem sýndar verða svo á þriðjudagskvöldum á næstunni eru mun styttri en þessi sem við fáum að sjá í kvöld. I þeim era þau Tommy og Tuppence gift og hafa stofnaö sina eigin spæjaraskrifstofu. Gengur mikið á hjá þeim og umhverfis þau eins og við eigum eftir að sjá. Myndimar tíu — en hver þeirra er klukkustundar löng — eru þessar: The Affair of The Pink Peari, The House Of Lurking Death, The Sunning-^ dale Mystery, The Clergyman’s Þau Tommy og Tuppence eru leikin af þeim James Warwick og Franc- escu Annis sem við þekkjum vel úr öðrum breskum myndum i sjón- varpinu. Daughter, Finessing The King, The Ambassador’s Boots, The Man In The Mist, The Unbreakable Alibi, The Case Of The Missing Lady og The Crackler. Myndin í kvöld, sem ber nafnið „The’ Secret Adversary” hefst kl. 21.25 og henni lýkur kl. 23.20. -klp- Veðrið Veðrið Norðanátt um land allt, él um norðanvert landið en víðast létt- skýjað syðra, vægt frost. Utvarp, rás 1, kl. 21.40: NÝ ÚTVARPSSAGA — „Könnudur í f imm heimsálf um” eftir Marie Hammer í þýðingu séra Gísla H. Kolbeins sem einnig les söguna Þórunn Elfa Magnúsdóttir lauk á sunnudagskvöldið lestri útvarpssög- unnar „Laundóttir hreppstjórans” sem hún hefur lesið undanfarnar vikur. Utvarpssagan sem kemur í hennar stað er „Könnuður í fimm heimsálfum” sem séra Gísli H. Kol- beins, prestur í Stykkishólmi, þýddi og les. „Sagan er eftir danska konu, Marie Hammer, sem er löngu heimsþekkt vísindakona,” sagði Gísli er við spurð- um hann um söguna. „Hún hóf vísinda- störf sín hér á Islandi fyrir um hálfri öld. Fékk hún þá styrk frá Dansk- islenska félaginu og dvaldist hér um tíma við vísindastörf. Hér fann hún fyrst skepnu sem ég nefni í sögunni „díamaura”. Marie var meðal annars fræg síðar meir fyrir rannsóknir sínar á þessari örsmáu skepnu sem sést ekki nema í smásjá. Rannsakaði hún þær hér en einnig fann hún þær hátt í Andesfjöllum og einnig i Sahara eyðimörkinni svo og víðar,” sagði Gísli. — Hver er ástæðan fyrir því að þú fórst að þýða bókina hennar á íslensku? „Eg var 1982 við rannsóknarstörf erlendis og var orðinn þreyttur á þung- um lestri og ákvað aö hvíla mig smá- stund á honum með einhverju léttara efni. Var mér þá bent á þessa bók Marie Hammer og hreifst ég mjög af henni. I bókinni segir Marie frá ýmsu sem á daga hennar hefur drifiö á f erða- lögum og við rannsóknastörf víða um heim. Hefur hún frá mörgu fróðlegu og skemmtilegu að segja,” sagði Gísli sem byrjar lestur sögunnar í kvöld kl. 21.40. -klp- Gisli H. Kolbeins — byrjar lestur á nýrri útvarpssögu i kvöld. Utvarp, rás 1, kl. 20.00: ÞÆR URÐU EKKI FRÆGAR LEIKKONUR Það hafa víst ekki allir tekiö eftir því að í bamaleikritinu sem nú er flutt í út- varpi á hverjum þriðjudegi eru nöfn á leikurum sem fólk þekkir frá allt öðru en afskiptum af leiklist. Má þar t.d. nefna nöfn eins og Helga Gunnars- dóttir og Katrín Fjeldsted. Helga er nú tónmenntakennari í ^»»»»»»»»»»»»»1»»»»»»)^ Við höfum nú opið lengur: Virka daga kl. 9-21. Laugardaga kl. 9-15. SIMINN ER 27022 AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 ! ^IIIIIIIIIIIIIKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII^ Kennaraháskólanum og Katrín er læknir og borgarfulltrúi í Reykjavík. Báðar hlógu dátt þegar við hringdum í þær og spurðum hvort þetta væru leik- konurnar sem nú væru að slá í gegn í útvarpinu. Sögðu þær okkur að þetta væri leikrit sem hefði verið tekið upp og flutt árið 1961 en þá voru þær 14 og 15áragamlar. Sögöust þær ekki hafa átt von á því aö þetta yrði flutt aftur nú 23 árum síðar. Oneitanlega hefðu þær samt haft lúmskt gaman af að hlusta á það aftur í útvarpinu og þá ekki síður böm þeirra og aðrir sem ekkert hefðu vitað um þetta leikhúsafrek þeirra. Sjötti þáttur leikritsins verður fluttur í kvöld og nefnist hann „Ohemjulæti”. Leikendur eru þessir: Helga Gunnarsdóttir, Katrín Fjeld- sted, Sigríður Hagalín, Rósa Sigurðar- dóttir, Bessi Bjamason, Bryndís Pétursdóttir, Guðmundur Pálsson og Ami Tryggvason. Leikstjóri er Hildur Kalman. Katrin Fjeidsted læknir og borgar- fulltrúi. Það vita víst fæstir að það er hún sem Ieikur eitt aðalhlutverk- ið i barnaleikritínu i útvarpinu i kvöld. Veðrið hér og þar Klukkan 6 í morgun: Akureyri skafrenningur —2, Bergen snjóél — 1, Helsinki snjókoma —3, Kaup- mannahöfn skýjað 1, Osló skýjað — 5, Reykjavík skafrenningur —3, Stokkhólmur skýjað —1. Klukkan 18 í gær: Amsterdam þrumuveður á siðustu klukku- stund 7, Aþena léttskýjað 10, Berlin skýjað 5, Chicago léttskýjað —12, Frankfurt rigning 8, London rign- ing á síðustu klukkustund 11, Los Angeles þokumóða 17, Luxemborg ' rigning 7, Malaga mistur 15, Miami skýjað 20, Mallorca léttskýjað 13, Montreal snjókoma —8, New York skýjað 4, Nuuk þoka í grennd —26, París rigning og súld 10, Vín skýjað 5, Winnipeg léttskýjað —17. Gengið GENGISSKRANING NR. 26 - 7. FEBRÚAR 1984 09.15 Eining KAUP SALA 1 Bandarikjadollar 29,440 29,520 1 Sterlingspund 41,665 41,778 1 Kanadadollar 23,622 23,686 1 Dönsk króna 2,9326 2^406 1 Norsk króna 3,7641 3,7743 1 Sænsk króna 3,6198 3,6297 1 Finnskt mark 5,0051 5,0187 1 Franskur franki 3,4729 3,4824 1 Belgiskur franki 0,5207 0,5221 1 Svissn. franki 13,2356 13,2716 1 Hollensk florina 9,4410 9,4667 1 V-Þýskt mark 10,6599 10,6889 1 ítölsk lira 0,01734 0,01738 1 Austurr. Sch. 1,5117 1,5158 1 Portug. Escudó 0,2151 0,2157 1 Spánskur peseti 0,1880 0 1885 1 Japanskt yen 0,12595 0,12630 1 Írsktpund 32,899 32,989 Belgiskur franki 0,5094 0,5108 SDR (sérstök 30,5928 30,6761 dráttarréttindi) Simsvari vegna gengisskráningar 22190 TOLLGENGI fyrir febrúar. '1 Bandaríkjadollar 29,640 1 Sterlingspund 41,666 1 KanadadoHar 23 749 1 Dönsk króna 2,9023 1 Norsk króna 3 7g5g 1 Sænsk króna 3,6215 1 Finnskt mark * 4 9357 1 Franskur franki 3 4402 1 Belgiskur franki 0 5152 1 Svissn. franki 13,2002 1 Hollensk florina 9,3493 1 V-Þýskt mark 10,5246 1 itölsk Ifra 0,01728 1 Austurr. Sch. -j ^g-jg 1 Portug. Escudó 0^2179 1 Spánskur peseti ’ 01865 1 Japanskt yen 0^12838 1 írskt pund 32>579 Betgískur franki . SDR (sérstök *11ráttanéttindl)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.