Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. Frjálst.óhád dagblað Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNUSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: PVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Grínistar verölaunaðir Helzti kostur aflakvótastefnunnar er, að hagsmuna- aðilar eru í stórum dráttum fylgjandi henni og báðu raun- ar um hana. Þess vegna má búast við, að þeir styðji hana í verki og að afli haldist innan skynsamlegra marka. Einnig má búast við, að aflakvótastefnan lækki út- gerðarkostnað. Hún gefur útgerðarmönnum svigrúm til að draga úr olíunotkun og halda öðrum sóknarkostnaði í lágmarki. Þessi kostur er þjóðhagslega mikilvægur. Loks fylgir stefnunni, að leyfilegt er að auka enn hag- kvæmnina með því aö færa kvóta milli skipa. Sjávarút- vegsnefndir alþingis hafa þó dregið úr þessum kosti með því að setja skorður við flutningi kvóta milli verstöðva. Þrátt fyrir hina ýmsu kosti er aflakvótastefnan engin himnasending. Hún eykur hættuna á, að smáfiski verði kastað í sjóinn til að nýta aflamarkið betur. Og hún eykur hættuna á, að fiski verði smyglað framhjá vigtun og þar með framhjá kvóta. En reynslan sýnir líka, að skipulagning vandamála er alltaf tvíeggjuð. Við tilfæringar á borö við aflakvóta eru ný vandamál búin til um leið og önnur eru leyst. Og þetta gerist því fremur sem meira er kippt úr sambandi markaðslögmálum. Til dæmis virðist mönnum hætta til að gleyma, hver er hinn raunverulegi vandi, sem varð tilefni aflakvótastefn- unnar. Fiskiskipaflotinn var orðinn of stór í hlutfalli við þann afla, sem óhætt er að taka úr fiskistofnunum. Þann vanda mátti leysa með því að skipuleggja hann ekki, heldur láta hann í friði. Vandann mátti leysa með því að leyfa útgerð mestu vanskilaskipanna að verða gjaldþrota, svo sem tíökast í flestum öðrum atvinnu- vegum. Af minni togurunum er rúmlega helmingurinn annað- hvort utan sjóðakerfis, í fullum skilum við það eða næstum því í fullum skilum. Þá eru eftir 38 skip. Af þeim eru svo aftur átta, sem skulda helming allra vanskilanna. Þetta eru skipin, sem hafa verið smíðuð innanlands á síðustu þremur árum. Þeim hefur verið bætt við flotann, þótt öllum hafi verið ljóst í að minnsta kosti sex ár, að flotinn væri of stór og að nýju skipin mundu ekki bera sig. Ábyrgðina bera stjórnmálamennirnir, Fiskveiðasjóður og útgerö þessara skipa. Stjórnmálamenn verða ekki dregnir til ábyrgðar frekar en endranær. Og allra sízt verða sjávarútvegsráðherrar Framsóknarflokksins gerðir ábyrgir! „Þetta hefur lengi verið glórulaust dæmi,” sagði einn þessara útgeröarmanna í blaðaviðtali um daginn. Slík glórulaus dæmi eiga auðvitað að fá að eiga sína eðlilegu og heilbrigðu niðurstöðu í formi gjaldþrots. Fiskveiðasjóði er þetta tapað fé. Eitt skipið skuldar sjóðinum hærri upphæð en sem nemur tryggingarverð- mæti þess. En það er líka ósköp eðlilegt, að glórulaus lánastefna leiði til tjóns fyrir þennan lánveitanda eins og aðra. I stað þess að fara þessa leið, sem tíðkast í venjulegu atvinnulífi, eru sjávarútvegsráðherra og aðrir stjórn- máíamenn að gamna sér við að gefa hinum glórulausu eftir skuldirnar að meira eða minna leyti, — verðlauna skussana. Afleiðingin verður, að útgerð grínistanna leggst ekki niður. Hún mun áfram standa í vegi heilbrigðrar út- gerðar, sem getur staðið í skilum. Hún mun áfram koma í veg fyrir meiri nýtingu skipa, senti standa undir sér. « Þannig nær aflakvótastefnan ekki tilgangi sínum. Jónas Kristjánsson Varist eftirlíkingar — Stóru veöri stýrir þú, sagöi gamli skipstjórinn og veöragnýrinn yfir- gnæfði hljóöiö, því hann haföi snúist í vestrið. Það sást ekki út úr augum fyr- ir skafrenningi og ofankomu, því veöurguðirnir fyrir sunnan eru aftur byr jaðir aö skemmta sér um helgar. Þaö kyngdi niður snjó, og þeir í kaupfélaginu sögðu aö hann ætti vist ekki aö háma upp fyren undir morgun, eða næsta dag, sem reyndist rétt. Hann var þá hættur að snjóa og suöurlág- lendið var allt ein fannbreiða, eins og gjarnan er höfö á jólakortum. Og hann var dottinn í logn aftur. En einkenni- legt var aö horfa til sjávar. Þar var enga ljósglætu aö sjá þótt komin væri vetrarvertíð, ef vertíð skyldi kalla, því hvorki var komið fiskverð, eða fiskur, þótt menn væru komnir að keipum sín- um. Togararnir eru þó farnir út og vinnan byrjuð í frystihúsunum, flest- umaðminnsta kosti. Það var dauöaþögn í þorpinu, þegar ég leit út skömmu fyrir birtingu, og virti fyrir mér vetrarríkiö, og ijósm í þorpunum og á sveitabæjunum, tindr- uðu í frostinu. Já, Island er nú einkennilegt land. Offramleiðsla í landbúnaði, en ördeyða á sjónum, eða á miðunum. Og orð eins og aflamark, sóknarmörk og tal um aflakvóta, yfirgnæfir það tal, sem áður fylgdi vetrarvertíðinni, sumsé hvort vertíðin yrði vond, eða góð, því undir því áttu menn hamingju sína og hag, sem og þjóðin, er þá mældi alvöru sína og munaö í fiskprisum, afla og grasi, öðru fremur. Ullarrörín dýrmætu Allmörg mál voru rædd um helgina. Þótt stjórnarstefnan sé klár, kvisast margt út, og fyrir kemur að ýmsar afturgálgafréttir úr stjórnkerfinu reynast réttar, því oft er í holti heyr- andi nær, — eða eins og nú mun sagt: Oft er í tréholti heyrandi nær. Menn ræddu um aflakvótann, „Þriðja skákmót Búnaðarbankans” og um sölu ríkiseigna og um ull. Mesta athygli mina, vakti að nú mun ákveðið að leggja niður Tilraunastöð- ina á Reykhólum, en þar munu hafa verið framdar tilraunir með ullarfé. Sumsé aö koma betra lagi á reyfi sauð- kindarinnar. Isienska ullin mun vera merkilegri en önnur ull í heiminum, því til skamms tíma hefur því verið haldið fram að hvert hár, eða ullarhár, væri holt að innan; væri einskonar rör, og því væru íslenskar ullarflíkur hlýrri :en aðrar flíkur úr ull, og menn höfðu uppi ýmsar spakar kenningar um þaö föðurland, sem menn gengu i hér að vetrarlagi, og um vaxandi gengi ís- lensku ullarinnar á erlendum mörkuð- um. Og þá gjaman vitnaö til þeirra miklu rörlagninga, er menn nú nefna ullariðnað til útflutnings, en forsenda þeirrar framleiðslugreinar er að sjálf- sögðu íslenska ullin, sem er í sjálfu sér rökrétt. Og á stundum verða menn reiðir í blöðunum, þegar fréttist um út- lendar „eftirlíkingar” af íslenskum ullarvörum, sem þá eru framleiddar í Asíu, eða á öðrum láglaunasvæðum ut- an Islands, og seldar sem íslensk ull. Miklar ullarverksmiðjur eru nefni- lega starfandi á Islandi núna. Ber þar hæst „Vélamar” á Akureyri, eða verk- smiðjur Sambandsins og Kaupfélags Eyfirðinga og Alafoss, en auk þess starfa mörg önnur fyrirtæki í grein- inni. Eiga hamingju sína sumsé undir hinu hola hári íslensku uilarinnar, þar sem ekkert viröist vera að varast ann- að en eftirlíkinguna, eins og það heitir á auglýsingamáli. En þótt íslenska ullin sé mikið rör, þannig séö, er það ekki andskotalaust með öllu, að búa til slíka ull, eða aö stunda ullariönaö og gæmsútun, eða með öðmm oröum þær iðngreinar er tengjast sauökindinni, því sá böggull fylgir nefnilega skammrifi, að til þess að fá íslenska ull og gærur, þá þarf á sauöfé að halda, en til þess aö unnt sé að standa undir þessari þörf, þá verður offramleiðsla á dilkakjöti, sem nemur um 3—4000 tonnum á ári. JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Og það er þama, sem óhamingjan byrjar, því þetta kjöt verður nánast að gefa til útlanda, því það selst aðeins fyrir 40—60% af kostnaðarverði. Afgangurinn veröur því að koma með útflutningsuppbótum, er nema hundr- uðum milljóna króna á ári hverju. Við verðum sumsé að rækta fé til að fá hrá- efni til þeirrar iðnvæðingar er á allt sitt undir sauðkindinni. Reiknast mér svo til, að nú um stundir sé óhjákvæmi- legt að hafa um 300 þúsund kindur á fjalli, aukalega, til þess að viss ham- ingja geti þróast í útflutningi á ullar- og skinnavöru, og miðar maöur þá við rétt magn af dilkakjöti, eða hæfi- legt magn til heimabrúks. Ef slát- urkostnaðurinn einn er reiknaður af þessu aukafé, þá mun hann nema um 180 milljónum króna — og á það leggj- ast svo útflutningsbætumar á ketið, sem nema hundruðum milljóna. Af þessu sést, að það kostar nú sitt að hafa hola ull, að ekki sé nú meira sagt, og því h'tt skiljanlegt, hvers vegna ver- ið er nú að leggja niður eina tilrauna- búið í landinu, er fæst við ullarframa sauðkindarinnar Hvaðan kemur „ís/enska" ullin? Ja, spyr sá sem ekki veit. Viö laus- lega könnun á þessu máh, kemur þó margt einkennilegt í ljós. Mér hefur verið sagt að ullartekja innanlands, hafi á árinu 1982 numið um 1400 tonn- um. Þar af munu 600 tonn vera flutt án vinnslu til útlanda, aðallega til Skot- lands og Bretlands. Þá er talsvert flutt út af hespulopa, eða garni. Töluvert er Mka flutt út af söltuðum gærum og for- sútuðum, en síðarnefnda aðferöin mun nánast vera klipping og fúavöm. Sölt- uðu gærurnar og hinar forsútuðu fara í erlendar framleiðslustöðvar er búa svo til samkeppnisvörur við íslenskan ullar- og skinnaiönað. En hvað þá með hina holu ull, sem hvergi finnst nema á Islandi? Mér skilst aö við notum nú um 2300 tonn af ull til aö prjóna úr hér heima. Það er því Ijóst, að þau 800 tonn af holull, sem eftir verða í landinu, hrökkva skammt. Og hvemig er svo sá þáttur málsins leystur. Það er gjört með því að flytja inn um 1300 tonn af ástralskri ull til Islands, en sjóléiöin til Ástrahu tekur um 45 daga. Og með þessum undur- samlega hætti er unnt aö framleiða ís- lenskar uUarvörur í stórum stíl, þann- ig að menn í útlöndum geta varast eftirUkingar. Geta treyst því að hvert hár sé holt að innan, sem er og verður aðalkostur íslensku uUarinnar. Að þessum upplýsingum fengnum, þá hljótum við hér á samlagssvæðinu aö spyrja. Svarar þetta kostnaöi? Væri ekki betra að fækka fé bænda í ofbeit- inni, og hætta að framleiða 3 —4000 tonn af óseljanlegu keti tU að tryggja ullar og skinnaiönaöinn?Viö gætum þá hætt útflutningi á söltuðum og fúavörð- um gærum. Hætt útflutningi á óunninni uU — og losnað við niðurgreiðslur á því dhkakjöti fáránleikans, sem þjóðin verður nú að borga með stórar upp- hæðir í sláturkostnaði og útflutnings- bætur, þar sem það liggur fyrir að núna kemur íslenska uUin frá Ástralíu hvort eð er, og að aöeins 30—40% af þeirri ull, sem við notum í nafni hinna holu gæða, kemur af íslensku sauöfé. Og maður spyr sig: Er ekki þörf á stefnubreytingu þama? Það er til dæmis vitað, aö víða um land stunda menn sauðf járrækt, þar sem annar bú- skapur væri hentugri. Nefni ég tU að mynda Hornafjörð, þar sem bændur vilja heldur vera með fé en kýr, þótt mjólkurskortur sé, því með því móti eiga þeir auðveldara með að vinna í frystihúsinu og í sildinni á haustin. Eru þá lausir við mjaltir og missa aukinheldur ekki af sláturgróða og af öörum miklum hlunnindum. Ekki má þó skUja þessi orð þannig, að Homfirðingar séu einir um þetta, eða að þeir séu að spUa á kerfið. En eins og menn sem kaupa íslensk- ar uUarvörur í útlöndum, eru hvattir til þess að varast eftirUkingar, virðist okkur á suðurláglendinu að kominn sé tími til þess að varast eftirUkingar í búskap Uka. Sumsé aö meöan sauðkindin er einkum á gjöf í ríkisjöt- unni, fremur en í fjárhúsjötunni, að þá verði reynt aö fækka fé, einkum þar sem þessi mikla sauðfjárrækt gengur í engum takti við ullar- og skinnaverk- smiðjur landsins, eöa framleiðsluiðnað landbúnaðarins, eins og það mun nefnt á stórum stundum. Sunnudagurinn vaknaði seint í vest- an. Og hann hafði hámað upp, þótt skýjaflotar sigldu fyrir landi og Arnar- nesheiðin og vegh- í BreiðholtsjökU væru víst iUa færir, nema vel búnum bUum. Jónas Guðmundsson, rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.