Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 14
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 7. FEBRUAR1984. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 109., 112. og 114. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Ásbúð 89 Garðakaupstað, þingl. eign Viggós M. Sigurðssonar og Kolbrúnar Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- banka íslands, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Ölafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 10. febrúar 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 22., 29. og 33. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Kaplaskjólsvegi 91, þingl. eign Guðmundar T. Gústafssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands og Veðdeildar Landsbankans á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Kaplaskjólsvegi 89, þingl. eign Rósu Eiríku Helgadóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Laugavegi 22a, þingl. eign Reynis Guðlaugssonar o. fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 92., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Ránargötu 36, þingl. eign Lovísu Matthíasdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Olafs Axelssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 92., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Sólvalla- götu 36, þingl. eign Auðar Guðmundsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 11.30. Borgarfógeteembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Lokastíg 20A, tal. eign Sigurðar Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Lindargötu 63A, þingl. eign Margeirs Ólafssonar ofl. fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík og Olafs B. Árnasonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Laugavegi 61, þingl. eign Jóns Sigurjónssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldhcimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91 ., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Laugavegi 67A, þingl. eign Elí Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Ólafs Thoroddsen hdl. og bæjarfóget- ans í Kópa vogi á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 14.30. Boirgarfógeteembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Mánagötu 13, þingl. eign Ragnhildar Jónsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. febrúar 1984 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Þær furðulegu fregnir berast nú i fjölmiðlum að allt útlit sé fyrirað hundahald verði leyft i Reykjavik. Svikist að borgarbuum? Þær furöulegu fregnir berast nú í fjölmiölum að allt útlit sé fyrir að hundahald veröi leyft í Reykjavík. Þáttur Davíðs Oddssonar Davíð Oddsson mun halda því fram að vegna þess að staðreynd sé að mjög margir haldi hund ólöglega þá veröi að afnema bann við hunda- haldi. Eg vil minna Davíð á að marg- ir leggja bílum sínum ólöglega, aðrir brugga áfengan mjöð og enn aðrir aka gjarnan með ólöglegum hraða svo nokkur almenn afbrot íbúa borg- arinnar séu nefnd. Telur Davíö þá ekki nauðsynlegt að breyta þeim reglumlíka? Þáttur Guðrúnar Guðjohn- sen Sú kona er formaður Hundarækt- arfélags Islands og hundavinur þeirrar gerðar sem mælir með inni- lokun hunda í borgum. Um hunda- hald í Reykjavík er eftirfarandi haft eftir henni í Morgunblaðinu 24. janú- ar sl. „Sagðist (Guðrún) aöspurð ekki telja eðlilegt að efna til almennra kosninga í borginni um hvort leyfa bæri hundahald eða ekki heldur ætti borgarstjórn að ákveða það. Hún taldi engan vafa á því að hundahald með skilyrðum ætti meiri- hlutafylgi að fagna meöal borgar- búa.” Við þessa skoðun er það að athuga að þegar hundabann var sett á áriö 1924 var það gert eftir miklar um- ræður og skrif í blöðum þess tíma. Hundar fóru um götur bæjarins í flokkum og af þeim var mikið ónæði,, auk þess sóðaskapur og sýkingar- hætta. Nú þegar rætt er um takmark- að hundahald hafa fulltrúar heilsu- gæslu og fjölmargir aðrir bent á allt þetta sama og lagst gegn því að hundahald verði leyft í Reykjavík. Guðrún vill ekki almenna kosningu um þetta mál meðal borgarbúa og er svo ósvífin að fullyrða að meirihluti borgarbúa muni fylgjandi hunda- haldi í borginni. Ef Guörún er svona viss um meirihlutafylgi, hvers vegna vill þá frúin ekki fá það staðfest í al- mennri kosningu? Það kann að vera vegna þess að henni er h'ka kunnugt um þá skoðanakönnun sem leiddi í ljós að 75 prósent þeirra er tóku af- stöðu voru eindregiö á móti hunda- haldi í þéttbýli. Mér virðist ljóst aö Guðrún telur sig og sitt f ólk geta flek- að borgarfulltrúa til þess að leyfa hundahald í borginni en er jafnframt sannfærö um aö meirihluta borgar- búa fær hún aldrei til þess að kjósa yfir sig þann ófögnuð að leyfa hunda- hald í Reykjavík. Þáttur Aiberts Guðmunds- sonar Ungur piltur var fyrir nokkru vistaöur á Skólavörðustíg 9 til þess að afplána sekt f yrir að eiga ólöglega hund í Reykjavík. Fisksali nokkur brá við og greiddi sektina og pilt- inum var sleppt úr haldi. Kona Kjallarinn KRISTINN SNÆLAND RAFVIRKI nokkur var vistuö á Skólavöröustíg 9 fyrir sömu sök til að sitja af sér sekt. Albert Guðmundsson brá við og hringdi í Jón Helgason dómsmála- ráðherra og sagði honum að sér þætti leiðinlegt aö vita af konunni þama og Jóni vöknaði um augu og sleppti konunni samstundis án þess að sektin væri greidd. Um svipaö leyti var maður settur inn í sama hús til þess að sitja af sér ógreidda sekt og var sá reyndar viðbúinn að útvega sér fé til þess að greiða sektina. Það fór þó úr böndum vegna þess aö lög- reglumenn sóttu hann á heimili hans að kvöldi dags, á þeim tíma sem flestum reynist erfitt aö nálgast fé hvort sem er hjá banka eða vinnu- veitanda. Til þess að nálgast peninga baö viðkomandi maöur um leyfi til þess að fangelsun yrði frestað í einn sólarhring. Elsa Jónsdóttir, sá fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík sem sér um innheimtu sekta, neitaöi um þetta sólarhrings frí (sem nota átti til þess aö nálgast peninga sem til voru) og skýringin var sú að ef sá er skuldaði sekt væri kominn inn á heimihö að Skólavörðustíg 9 þá væri ekki hægt að sleppa honum út nema skuldin væri að fullu greidd. Skyldi Elsa ekki hafa orðið skrýtin í framan þegar Jón Helgason gerði hana svo gersamlega ómerka orða sinna? Væri ekki reisn Alberts meiri ef hann heföi einfaldlega snarað úr eigin vasa sektargreiöslu konunnar, reynst þannig jafnmyndarlegur og fisksalinn og væri reisn Alberts ekki meiri ef hann einfaldlega óskaði þess fyrir sjálfan sig að mega greiða sekt fyrir sinn eigin ólöglega hund eins og svo margir aðrir hundaeigendur í Reykjavík hafa gert? Tryggð Alberts viö hundinn er skiljanleg en á það má benda að þegar Albert eignaöist hundinn, þá var bannað að viðurlögum að halda hund í Reykja- vík. Það er óendanlega lágkúrulegt að vera borgarfulltrúi í Reykjavík en telja sig hafinn yfir þær reglur sem í gildi eru í borginni. Snautlegast er þó fyrir efnamann aö telja eftir að greiöasekt sína. Þáttur Jóns Helgasonar Ekki er þáttur Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra góður í máli þessu. 570 manns á Akureyri rituðu honum nýverið bænarskrá þess efnis að framkvæmd Hæstaréttardóms yrði frestað (ath., ekki numinn úr gildi) um sinn. Þessir 570 borgarar á Akureyri treystu því aö ná mætti samkomulagi í viökvæmu máli ef tími fengist til. Þessum tilmælum 570 manna hafnaöi dómsmálaráöherra og skýring hans birtist í blööum þar sagði m.a. „Engar réttarheimildir er aö finna fyrir handhafa fram- kvæmdavaldsins til afskipta af niöurstöðum dómstólanna.” Þetta umrædda mál varðaði fólk, a.m.k. sex manneskjur. Um svipaö leyti hringir einn maður í Jón Helga- son dómsmálaráðherra vegna hunds og einnar manneskju og þá skyndi- lega getur dómsmálaráðherra skipt sér af niðurstöðum dómstólanna. Framkoma Alberts og Jóns í hundamálinu vona ég að séu aðeins siðferðileg mistök en ekki yfirveguð fyrirlitning á íslenskum dómstólum og réttarfari. Borgarstjórn Enn meiri mistök yröu það ef borg- arstjórn guggnaði fyrir fámennum hópi sem vill hundahald í borginni. Hótun Alberts um aö flýja úr borg- inni, jafnvel til útlanda, er svo gott dæmi um ósvífni „hundavina”. Von- andi heimilar borgarstjóm ekki hundahald án undangenginnar al- mennrar atkvæðagreiðslu um málið. Þá þurfa þeir engu að kvíða sem vilja hrein torg og fagra borg. „Enn meiri mistök yrðu það ef borgar- w stjórn guggnar fyrir fámennum hópi sem vill hundahald í borginni.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.