Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. Mokað af fullum krafti og Guðjón réttir blaðamönnunum hjálparhönd. Verkinu lokið og þau Guðjón og Lydía stiga út fyrir dyr húss síns i fyrsta sinn í eina viku. flmB Glöð og ánægð veifa þau Guðjón og Lydía blaðamönnunum erþeir halda á brott. D V-myndir GVA FJÖLGUN MNGMANNA ÓÞÖRF — segja áhugamenn um stjómarskrármál f Húnavatnssýslu Talsmenn Landssamtakanna um jafnrétti og stjórnarskrá afhentu Steingrími Hermannssyni forsætisráö- herra í gær 660 undirskriftir úr Vestur- Húnavatnssýslu þar sem mótmælt er fj ölg un þingmanna. I bréfi sem forsætisráöherra var af- hent með undirskriftunum segir aö fjölgun þingmanna sé óþörf og ein- ungis til kostnaðarauka fyrir þjóöar- búiö. „Miöstýring höfuðborgarsvæðisins er nú þegar svo sterk aö þar má engu við bæta, þar eru höfuöstöövar löggjaf- ar og framkvæmdavalds, fjölmiölun- ar, fjármagns og þjónustu hins opin- bera,” segir í bréfinu. „Ef sú gjá sem þegar er mynduð. milli landsbyggðar- innar og höfuðborgarsvæðisins breikk- ar enn frekar mun þaö hafa ófyrirsjá- anlegar afleiöingar fyrir þjóöarbúiö. Viö slíku veröur aö spoma og stuðla aö farsælli búsetu þjóðarinnar í landinu öllu á jafnréttisgmndvelli. Enda er þaö ekki einkamál alþingismanna sjálfra að samþykkja slíka fjölgun, heldur þjóöarinnar.” I bréfinu segir aö þessi undirskrifta- Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra tekur við mótmælunum igær. DV-mynd GVA. söfnun sé vísbending um vilja þjóö- ekki nægjanlegt veröi undirskriftum arinnar, en ef alþingismenn telji þetta safnað um allt land. ÖEF Eskifjörður: Landburður af loðnu Frá Emll Thorarensen, fréttaritara DV á Eskifirði. Fyrsta loönan kom til Eskif jarðar 2. febrúar og síöan hefur veriö unnið stanslaust viö loðnulöndun allan sólar- hringinn og gengiö mjög vel. Jón Kjartansson kom í gærkvöldi, mánudagskvöld, með 900 tonn. Skipið fór út kl. 16 á sunnudag og lagöi af staö í land með fullfermi fyrir hádegi í gær. Sigling á miðin tekur tíu tíma. Aðrir bátar á leiö í land eru Eldborg HF og Skarðsvík SH. Alls hafa borist til Eskifjarðar um 13 þúsund tonn, með þeim afla sem bíö- ur löndunar. Fyrir áramót var landaö hér 10600 tonnum af loðnu. Aflinn hjá togurunum hefur einnig verið mjög góöur. Hólmanes landaöi 140 tonnum í gærmorgun eftir 8 daga veiöiferö og Hólmatindur kemur inn í dag meö 150 tonn eftir 8 daga. -GB EV- SALURINN Á 3. HÆÐ í FIATHÚSINU 800 FERMETRA SÝNINGARSALUR í dag seljum við m.a.: FIAT RITMO 65 '82 Kr. 210.000 FIAT 127 TOP '80 Kr. 120.000 FIAT 131 MIRAFIORI '76 Kr. 75.000 FIAT128 '76 Kr. 70.000 FIAT 127 SPECIAL '76 Kr. 65.000 MAZDA 626 1600 . . . . '81 Kr. 225.000 VOLKSWAGEN GOLF 78 Kr. 120.000 VOLKSWAGEN PLO L 78 Kr. 125.000 DAIHATSU CHARMANT. . . ‘ 79 Kr. 125.000 CHEVROLET CONCOURS. . 77 Kr. 140.000 FORD MUSTANG '66 Kr. 75.000 LANCER '76 Kr. 75.000 og margt, margt fleira. E—V SÉRKJÖR. Kjör sem erfitt er að trúa en eru staðreynd. Lánum í 3,6,9 eða jafnvel 12 mán. OPIÐ FRÁ KL. 9-19. notodir bílar HGILL * *Í9TU umbodssins VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.