Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. Andlát Guðvaröur Vilmundarson skipstjóri, Stórageröi 21 Rvík andaðist 31. janúar í Borgarspítalanum. Hann fæddist 29. 3. 1912 á Löndum í Staöarhverfi í Grindavík. Foreldrar hans voru hjónin Vilmundur Ámason og Guörún Jóns- dóttir. Hann byrjaöi sjómennsku strax um fermingaraldur og var lengst af á togurum eöa yfir 50 ár en síöustu árin starfaöi hann hjá Utgerðarfélagi Skag- firðinga á Sauöárkróki. Eftirlifandi eiginkona hans er Olafía Gyöa Odds- dóttir og böm þeirra eru fjögur. Utför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 10. febrúar kl. 3 e.h. Hörður Stefánsson veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriöju- daginn 7. febrúar kl. 15. Sigrún Gisladóttir, fyrrverandi tónlist- arfulitrúi Ríkisútvarpsins, SólvaUa- götu 33, veröur jarösungin frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Stelnunn Guðrún Guðmundsdóttir, Básenda 7, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni miövikudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Á VECUM OC VECLEYSUM Við leigjum hina frábæru PORTARO 4 hjóladrifs-jeppa á verði sem enginn getur keppt við. Smlðjuveoi «4 0 Kópavogl Simar 75400 og 78660 RITUN U<DS RITUN SAMRÖÐUN HEFTING BROT SKURÐUR LÍMING FRÁGANGUR -STENSILL NÓATÚN117 SÍMI 24250 Brynjólfur Helgi Þorsteinsson lést 30. janúar sl. Hann fæddist 22. mars árið 1900 í Garöhúsum í Höfnum. Foreldrar hans vom Þorsteinn Arnason og Gíslina Gísladóttir. Lengst af starfaði Brynjólfur í Vélsmiðjunni Hamri. Hann var kvæntur Olafíu Arnadóttur en hún lést í september sl. Utför Brynjólfs verður gerö frá Fossvogs- kirkjuídagkl. 13.30. Bryndís Elíasdóttir lést 27. janúar si. Hún var fædd á Bíldudal 2. mai 1947, dóttir hjónanna Elíasar Jónssonar og Kristrúnar Kristófersdóttur. Bryndís lauk námi frá Samvinnuskólanum 1965. Hún vann svo viö skrifstofustörf, fyrst á Bíldudal og siöar í Reykjavík. Biyndís eignaöist einn son. Utför hennar veröur gerö f rá Fossvogskirkju ídagkl. 15. Ole Nordman Olsen forstjóri lést 28. janúar sl. Hann fæddist á Isafirði 13. nóvember 1935, sonur Símonar A. Olsen og Magnúsínu Richter Olsen. Áriö 1959 stofnaði Ole rækjuverk- smiðju á Isafiröi sem hann rak til dauðadags. Utfór hans veröur gerö frá Isaf jaröarkirkju í dag kl. 14. Stelnunn Svelnbjarnardóttir andaðist í Landspítalanum 5. febrúar. Steingrímur Elnarsson sjómaöur frá Lágholti, Framnesvegi 59 Reykjavík, er látinn. Haildór Gunnarsson skipstjóri, Austurvegi 13 Isafiröi, lést í Reykjavík 5. þ.m. Ásmundur Árnason verslunarmaöur, Brekkutanga 34 Mosfellssveit, lést í Borgarsjúkrahúsinu 3. febrúar. Olafur Þorsteinsson, fyrrverandi vél- stjóri, verður jarösunginn frá Foss- vogskapellu miövikudaginn 8. febrúar kl. 10.30. í gærkvöldi____________í gærkvöldi Bangí dag, bangígær ogbangí fyrragær Drúsar skjóta á stjómarherinn í Beirút..., bang, bang, í eina til þrjár minútur. Viö sjáum eina bununa enn skjálfandi upptöku frá hendi líf- hrædds kvikmyndatökumanns á hlaupum um götur Beirút. Upptakan segir ekkert fremur en upptakan frá í gær og fyrragær og þarfyrragær. Eg missi ekki móöinn og kveiki enn á fréttum. Stjómarherinn skýtur á Falankista. . . bang, bang, bang, i eina til þrjár mínútur. Enn sést ekk- ert annað en háifhrunin peria austursins, skothvellir kveða viö og sumsstaðar sjást reykjarstrókar. Og enn kveiki ég: Wazzan forsætis- ráðherra hrekst frá völdum viö hefö- bundnar undirtektir. . . bang, bang, bang í eina til þr jár minútur. Þessi ítarlegi fréttaflutningur af átökunum í Beirút veröur mér til- efni til samantektar á þróun mála þar og ástandinu nú. Niöurstaöan eftir samanlagt svo sem tveggja klukkustunda skothríð í fréttatíma sjónvarps frá því í haust verður aö sjálfsögöu skýr: Múhameöstrúar- menn skjóta á stjómarherinn, sem skýtur á kristna menn, sem svara meö skothríö á múhameðstrúar- menn. Franskar og bandariskar friöargæslusveitir setjast aö og skjóta ekki á neinn. Þá eru þær sprengdar í loft upp og í hefndar- skyni skjóta nýir friöarliðar á múhameðstrúarmenn og kristna menn til vara, sem svara með árás á stjómarherinn og hann svarar í sömu mynt, skýtur á kristna menn og múhameöstrúar. Staðan sem sagt óbreytt eöa öllu heldur þaö veit eng- inn hver hún er og hefur ekki vitað í margamánuöi. Því vil ég gera aö hógværri tillögu minni aö þessi þráskák veröi aö mestu flutt úr fréttatímanum yfir í kastljós á svo sem tveggja mánaöa fresti, nema aö raunveruleg tíðindi veröi á svæðinu. Islensk heimili búa við fremur krappan efnahag þessa dagana. Skammdegið liggur þungt á fólki og ófæröin er að verða þrúgandi. Vill fréttastofan vera svo væn að vægja þessum heimilum við ógnarástand- inu suöur í Líbanon, sem við fáum ekkert við ráðiö. -Gissur Sigurðsson. Tilkynningar Söngtónleikar í Norræna húsinu Nk. miðvikudagskvöld, 8. febrúar, mun Sigríður Gröndal sópran halda söngtónleika í Norræna húsinu og hefjast þeir kl. 20.30. Jónas Ingimundarson leikur með á pianó. Tónleikar þessir eru síðari hluti cinsöngvaraprófs úr söngdeild Tónlistar- skólans í Reykjavík. Á efnisskránni eru lög eftir Schubert, Hugo Wolf og Thea Musgrave og auk þess íslensk lög og aríur úr Fidelio eftir Beethoven og Don Pasquale eftir Doni- zetti. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Aðalfundur kvenfélags Karlakórs Reykjavíkur verður haldinn aö Freyjugötu 14, þriðju- daginn 7. febrúar kl. 20.30. Stjórnin. Stuðningsyfirlýsing Stjóm Féiags bókagerðarmanna fjallaði um þá vinnudeilu sem á sér staö í álverinu í Straumsvík á fundi sínum 31. janúar 1984. Stjómin lýsir yfir fullum stuðningi við starfsfólk álversins í kjaradeilunni og hvetur annaö verkafólk aö styöja starfsfólk álvers- ins. Þá fordæmir stjórn FBM þær ósanngjömu árásir sem fram hafa komiö á starfcfólk álversins í þessari vinnudeilu. Aðalfundur félags löggiltra endurskoðenda var nýlega haldinn að Hótel Sögu. I tengslum við aðalfundinn var haldinn ráðstefna þar sem fjallað var um reiknings- skila- og endurskoðunarmál. Má þar nefna erindi um meöferð gengismunar, leigukaup- samninga og kynningu á endurskoðunarhand- bók. Félagið hefur á undanfdrnum árum staðiö fyrir útgáfu ýmissa handbóka, m.a. um skattamál, reikningsskil og endurskoðun. Að gefnu tilefni vUl félagið undirstrika aö starfsheitiö endurskoðandi er lögverndað. Mikil misnotkun er á notkun þessa starfsheit- is og notað af mörgum án verðleika. Á fundinum var kjörin ný stjórn félagsins og er hún skipuð eftirtöldum aðUum: Þorvaldur K. Þorsteinsson formaður, Ema B. HaUdórsdóttir varaformaöur, Olafur V. Sigurbergsson ritari, Guðmundur Jóelsson gjaldkeri og Þorsteinn Haraldsson meðstjórn- andi. Skíðakennsla á Miklatúni kl. 20—22 í kvöld. Sá sem fékk ranga skíða- stafi á þriðjudagskvöldið sl. er beðinn að mæta og taka rétta stafi. Skrifstofa Al-Anon aðstandenda alcoholista, Traðarkotssundi 6. Opin kl. 10—12 aUa laugardaga, fundir alla daga vikunnar. Tapað -fundið Úr fannst í Vogahverfi Fundist hefur karlmannsúr í Vogahverfi. Upplýsingar í síma 30224. Svartur högni týndur Svartur högni, hvítur á trýni, bringu og f ótum með svarta höku og svartan blett á höfði, hefur tapast frá Smiöjustíg. Hann var með rautt hálsband. Ef einhver verður var við hann eða veit um öríög hans hafi hann vin- samlegast samband við Kattavinafélagið, sími 14594. Tregðaíáldeilu Tregöa er í samningaviöræðum vegna kjaradeilunnar í álverinu. Ekki hefur tekist að leysa ágreining um bón- us. Fundi lauk klukkan 20 i gærkvöldi. Sáttasemjari hefur boðað nýjan fund á morgun, miövikudag. -KMU Áframgóð loðnuveiði Mjög góð loðnuveiði er enn við suður- strönd landsins og frá miðnætti höföu aflast 11.700 tonn, samkvæmt upplýs- ingum hjá Loönunefnd. Loðnan veiðist nú meðfram allri suðurströndinni og er loðnu landað allt frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Veður á loönumiöunum er sæmilegt; vindur stendur af landi úr norövestri allhvass, þetta sjö til niu vindstig. Hiti er um frostmark. Búist er við að það lægi þegar líða fer á daginn og hæg- viðri haldist fram til fyrramáls er fer' að hvessa aftur úr norðvestri. Heildaraflinn á loönuvertiðinni til þessa er um sjötíu þúsund tonn. -SþS Gosiðlækkar — á kostnað annarra drykkjarvara Samkomulag hefur orðið í viðræöum fulltrúa fjármáiaráðuneytisins og Fé- lags islenskra iðnrekenda, sem DV hefur sagt frá í fréttum, um breytingar á reglum um gjöld á drykkjarvörum. Iðnrekendur höfðu farið fram á viðræðumar vegna þess að mjög hafði dregið úr sölu gosdrykkja að undan- fömu og var ofsköttun kennt um. Tvö- falt vörug jald hefur verið á gosdrykkj- um f ram að þessu, samtals 41 %, svo og 23,5% söluskattur. Iðnrekendur fóm fram á niðurfellingu vörugjaldanna en það hefði lækkað útsöluverð gös- drykkjarflösku um 30%. Fjármálaráðuneytið hefur nú fallist á að fella niður hluta vömgjaldanna og færa þau yfir á aðrar drykkjarvörur s.s. ávaxtasafa, kókómjólk og te. Hækka þessar vörar þvi í verði en kaff- ið stendur í stað. -EIR • Björn Hólmgeirsson, umboðsmað- ur Flugleiða á Húsavík, formaður starfshóps um ferðamál. DV-mynd Ingibjörg Magnúsdóttir. Ferðamálafélag Húsavíkur: Stofnfundur íkvöld A atvinnumálaráðstefnu á Húsavík í haust var meöal annars myndaður starfshópur um ferðamál. Hann hefur haldið nokkra fundi og í kvöld, þriðju-' dagskvöld, verður haldinn stofn- fundur Ferðamálafélags Húsavíkur og nágrennis í Félagsheimili Húsa- vikur kl. 20.30. Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs, kemur á fundinn. Formaður starfshópsins er Björn Hólmgeirsson, umboösmaður Flug- leiða á Húsavík. Aðspurður um til- gang félagsins sagði Björn: „Þetta era samtök hagsmunaaðila og ann- arra áhugamanna um feröamál. Markmið þessara samtaka er bætt þjónusta við ferðamenn og að gera Húsavík aö eftirsóttum áningarstað í fögru héraði.” Inglbjörg Magnúsdóttir Húsavik. Bella Ef Hjálmar kæmi nú allt í einu og fyndi þig hér, ættir þú að gleypa þessa eiturpillu á stundinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.