Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 37
eWl HAFIRO'í'Sr V HIT£f niMdrí , DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1964. yn 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ferðamidstöðin var með samkvœmi í Þórscafé á sunnudagskvöldið sem leið. Þar voru ýmis skemmtiatriði sem Þórscafé sér um en auk þess stjórnaði Guðlaugur T. Karlsson bingói og sgndi kvikmgndir frá Benidorm. Á þessutn mgndum sjást Can- Can dansstúlkur teggja fœturna og eins sést Guðlaugur T. Karlsson afhenda verð- launaferð til Benidorm tilþess heppna í bingóinu. (Ljósmgndir E.J.) Skapti Ólafsson, með „allt a fíoti alls staðar" og annað lag til, lyfti stemmningunni svo um munaði. „Hann er meira að segja miklu betri núna en hann var, "mátti heyra áhorfendur segja. Fundur er sett- ur í Bflgreina- sambandinu! „Og jörðin snýst og snýst og snýst og snýst. . ." söng Sigurður Ólafsson og hún hefur svo sannarlega snúist þvi hún Þuriður litla dóttir hans er nú orðin fyrrverandi söngkona. „ÞAÐ ER ALLT A FLOTIALLS STAÐAR” —og undir ték á öllum börunum í Broadway Þegar rokkhátíðin byrjaði í Broad- way vissu gestir nokkum veginn hvað var í vændum og sömu sögu má segja um bítlaæðið. En þegar „Manstu lagið” dagskráin byrjaði þar fyrir skömmu vissu fæstir hvað í vændum var og það var ef til vill þess vegna sem stemmningin náðist ekki strax upp. Gestum var svolítið kastað til í tíma og rúmi t.d. með því að byrja á nýlegum lögum í þjóðlagastil. Þar voru á ferð Gunnar Þórðarson og hljómsveit hans, Utlagamir. Hljóm- sveit Gunnars lék annars undir allt kvöldið og þaö svo svakalega vel að maður þekkti sum gömlu lögin ekki fyrir þau sömu, enda vanur göróttum undirleik í þeim sumum. Hægt og rólega óx stemmningin með hver jum nýjum söngvaranum frá fyrri tíð svo sem Harald G. Haralds, Ragga Bjarna, Sigurði Olafssyni og síðast en ekki síst Skapta Olafssyni. Jónas Jónasson RUVAK-maður fór á kostum loksins þegar draumar haps um popp- frama rættust á þessu kvöldi. Hann var þama heiðursgestur og reyndist betri en enginn. Þótt kynninum mistækist að halda einhverjum þræði eða samhengi í sýn- ingunni hélt hún áfram að verða skemmtilegri, maður tók bara atriöi fyrir atriði og hugsaði ekki um þráö. Omar Ragnarsson, sem staðið hefur allar kempur kvöldsins af sér í sviðs- ljósinu, setti svo punktinn aftan við með „Sveitaballi” sínu og spilaði þar út öllum trompum sinum. Ekki verður svo skilist við ánægju- legt kvöld án þess að minnast á matinn. Maður er yfirleitt kvíðinn yfir að maturinn sé ekki góður þegar maður er aðeins einn á meðal nokkur hundmð gesta og matur er öllum borinn á stuttum tíma. Einhvem veginn hafa þeir Broadway-bændur náð laginu á þessu svo maður naut matarins eins og maður hefði pantað hann sjálfur á litlum veitingastaö. -GS Ómar Ragnarsson á „skæslegu sveitaballi" við svo mikil tilþrifað kjólfatn- aður hans var að mestu fokinn út i veður og vind. DV-myndir EÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.