Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Side 16
16 Spurningin Hvað ert þú að gera til New York? Stefán Bjarnason yfirflugvélstjóri: Eg þarf að fara til Denver í flugþjálfun. Eg stoppa bara í N.Y. í eina nótt, en, vildi að ég gæti verið þar lengur. Ólafur Jónsson aðstoðarframkvæmda- stjóri: Eg er ekki að fara til N.Y. Eg er að fara til Pennsylvaniu að skoða fisk- réttaverksmiðju SIS. Hefði kosið aö fljúga beintþangað. Ásta Ríkharðsdóttir myndlistarnemi: Ég er í námi þar, búin að vera á annað ár. N.Y. getur verið heillandi, það fer eftir hverju maöur er aö sækjast eftir. Sólveig Bjarnadóttir kvikmynda- gerðarnemi: Eg er aö læra kvik- myndagerð þar, N.Y. er besti staöur- inn til þess. En það er erfitt aö búa' mannsæmandi lífi þar. Sæmundur Guðmundsson fisktæknir: Skipta um flugvél. Eg er á leið til Harrisburg. Eg ætla ekki að stoppa í N.Y. en ég hefði áhuga á því. Eg hef nú komið til N.Y., en ég get varla sagt að ég kunni vel við hana. Gunnar Ásgelrsson, forstjóri: Sofa þar, í þann stutta tíma sem ég stoppa þar. Ætla að fara til Florida að slappa af. Ég hef ekki gert það í mörg ár, maöur er alltaf á fleygiferð vegna við- skiptaferöanna. DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÖáRÍ984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hundamenn i borginni eru ófáanlegir til að hlýða lögum, segir bréfritari. Þessi litli lætur sér fátt um finnast þvi sennilegast er myndin tekin úti á landi. HUNDADAGAR í REYKJAVÍK Áðalheiður Jónsdóttir skrifar: Ymsir merkisatburðir hafa gerst í höfuðborginni í þessum fyrsta mánuði ársins: Kona nokkur er látin laus úr varðhaldi, vegna vinsamlegra tilmæla fjármálaráðherra. Tildrög fangelsis- vistarinnar voru þau að konan átti hund sem hún var með á heimili sínu þrátt fyrir hundabann í borginni og heldur en greiöa tilskilda fjársekt kaus hún aö sitja inni i nokkra daga og konan segist reyndar ætla að eiga sinn! hund af því að hana langi að eiga hund. Ráðuneytisstjórinn í dómsmálaráðu- neytinu virðist alveg niðurbeygöur yfir þessu öllu saman og gefur þá yfirlýs- ingu í f jölmiölum aö þaö sé ekki venja að lögunum sé framfylgt. Þetta hafi gerst fyrir hrein mistök. Vonandi færir hann þetta nú allt saman inn í möpp- urnarsínar. Fjármálaráöherra auglýsir sig sem hundamann í borginni og fær síðan kæru fyrir að brjóta lög. En Albert verður ekki svarafátt og segir að þetta sé reyndar 12 ára gömul tík sem hann ætli sér aö eiga svo lengi sem hún geti lifað og fremur en hlýða lögum muni hann fara úr landi með sína tik.. . Vilja nú ekki allir Islendingar vera svo; góðir að sameinast í bæn og óska þeim fararheilla og langra lifdaga þar úti? En borgarstjóri Reykjavíkur lætur hendur standa fram úr ermum eins og hans var von og vísa og hefur í hyggju að leyfa hundahald í borginni fyrst hundamenn með Albert í fararbroddi- eru ófáanlegir til að hlýða lögunum. Eftir valdatöku Davíðs í borgar- stjórn minnir mig að einhverjir hafi fundið upp á því að kalla Reykjavík Davíðsborg. Ef borgarstjóra tekst að lögleiða hundahald í Reykjavík gegn vilja mikils meirihluta borgarbúa sýnist mér liggja í augum uppi að rétt sé að sanna enn betur eignarrétt hans á borginni og kalla hana Hunda- Davíösborg. Og þannig virðist það nú eiga fyrir borginni okkar að ligg ja eftir valdatöku íhaldsins aö fara algjörlega í hundana og hreint og beint verða hundunumaöbráö. isima 86611 múli kl. 13 og 15 eða Varahlutir: Mikill verðmunur 6770-1755 skrifar: Mér finnst ekki stætt á öðru en að vekja athygli á lífsreynslu er ég varð fyrir í síðustu viku'. Mig vantaði kúplingsdisk í bifreið og fór í varahlutaverslun viðkom- andi umboðs og keypti hlutina fyrir kr. 7.026,00. Svo vildi til að annar viðskipta- vinur var við hlið mér og spuröi hverju það sætti að varahlutir hér væru oft allt að því þrefalt dýrari en í næstu verslun. Afgreiðslumaðurinn gat að sjálfsögðu ekki svarað spumingunni en þetta varð til þess að ég brá mér inn í næstu varahluta- verslun og viti menn, þar keypti ég sams konar hlut, sennilega frá sömu verksmiðju en í ööruvísi umbúðum, og verðið var kr. 2.509,00. Umboðsverslunin ætlaði aö hirða af mér kr. 4.517,00 (næstum hálf lægstu mánaðarlaun) fyrir ekki neitt. Tekið skal fram að hluturinn var orðalaust endurgreiddur í fyrri versluninni. Mér er spum: Hvað er hér að gerast? Er þetta hægt? Á svona okur eða óhagkvæm innkaup rétt á sér? Á svona verslun að halda verslunar- leyfi? Fordæmi fyrir öfgahópa Erlingur Jóhannesson skrifar: Nú verður maður vitni að enn ein- um öfgunum, ráöist hefur verið að sjónvarpinu fyrir sýningar á Dave Allen-þáttunum. Ákærandinn segir þá vera særandi fyrir sig persónu- lega. Ef þessi vitleysa nær fram að ganga þá gefum við öfgahópum hættulegt fordæmi og skerðum mannréttindi. Eg er nú ágætlega trúaður, en þetta gaman í þáttunum er þaö barnslegt og saklaust að það getur varla verið hættulegt eða særandi. Ef einn einstaklingur getur knúið fram skoöun sína með kæru, því gætu þá ekki allir kært það sem þeim hentaði. Þá yrði allt gamanmál bannaö. Alla gagnrýni á opinberum vett- vangi yrði að banna og það yrði aö setja í lög aö bannað væri að hafa særandi og stór orð í fjölmiðlum. Þingmenn gætu verið í fullu starfi við að bera fram kærur vegna sær- andi ummæla. Eitthvað virðist ákærandi Dave Allen-þáttanna skammast sín fyrir kæruna, þar sem hann lætur ekki nafns sins getiö. Svona fordæmi má ekki gefa, því þá láta öfgahóparnir til sín taka. Það er um að gera að skoða bílinn irel áður en ákvörðun er tekin. Bréf- ritari talar um að bilasalar noti bila sem eru i sölu til eigin þarfa. En bila- salar segja að oft biðji menn þá um að fara heim á bílum þeirra. Bflar á bflasölum Einn forviða skrifar: Það hefur tíðkast hér sem annars staðar að þegar menn ætla að kaupa bíl eöa selja þá fari þeir til bílasala sem sér um kaup og sölu á notuðum bílum. Þessum mönnum verðum við að geta treyst í hvívetna. Meðal annars eigum við aö geta treyst þeim til aö þeir bílar sem viö skiljum eftir séu ekki lánaðir öðrum i snatt eða þá aö bílasalarnir sjálfir séu aö keyra á bílum okkar eins og þeir eigiþá. Það vill svo til að ég bý nálægt heimili eins af bílasölumönnum borgarinnar. Það sem hefur vakið furðu mína er að þessi bílasali hefur mjög oft komið heim til sin á hinum og þessum bilum, jafnt bílum utan af landsbyggðinni sem úr Reykjavik. Eg hef séð hann koma á pallbílum sem hann hefur notað vegna annarrar vinnu sem hann er í. Núna í ófærðinni hef ég tekiö eftir því að hann hefur komið heim á jeppa. Þetta hefur hneykslað mig mjög vegna þess að ég get ekki ímyndað mér að þeir sem hafa bílana sína á sölu hjá honum gefi honum leyfi til aö nota þá eins og honum sýnist í eigin þágu. Starfsmaður á bílasölu tjáði DV að oft kæmi fyrir að menn sem hefðu bíla í sölu bæðu starfsmenn að fara heim á bílum þeirra af ýmsum ástæöum, til dæmis ef ekki væri hægt aölæsaþeim. Smáfuglar: Varið ykkurá strompunum Fugla vinur hringdi: Mig langar til að vara þaö fólk við sem hefur kaminu í húsum sínum. Eg heyrði þegar lítill þröstur féll niður og gat því bjargaö honum. Ef ekki hefði komiö til þess hefði beðið hans hræði- legur dauðdagi. Við verðum að koma í veg fyrir að svona geti gerst, þessir litlu fuglar eiga betra skilið en að kafna í þröngum kamínum. Og mig langar til að nota tækifærið og minna alla á að nú eiga þessir litlu fuglar fáa aö og þurfa þess vegna á okkur að halda. Við getum öll séð af nokkrum krónum í fóður handa þessum litlu skinnum sem vekja gleði alls staðar sem þeir koma. Munið eftir smáfuglun- um og þá munu þeir muna eftir okkur í sumar. Smáfuglar, þið verðlð að passa ykkur á þessum strompi og öllum öðrum, því þið getið dottið ofan í þá og dáið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.