Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 7. FEBRUAR1984. 11 Þær eru hressar, konurnar sem tóku þátt i námskeiðinu sem Unnur Arn- grimsdóttir hélt á vegum Módeisamtakanna á Húsavík. D V-mynd Ingibjörg Magnusdóttir. Góðir gestir á Húsavík Hjónin Unnur Amgrímsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson heim- sóttu Húsavík fyrir stuttu og sagt var aö þau heföu lyft grettistaki meö dans- kennslu fyrir meölimi gömludansa- klúbbsins. Tæplega 200 manns tóku þátt í námskeiðinu. Hermann gleymdi ekki aö heim- sækja fólkið á Hvammi, Dvalarheimili aldraðra, og geröi því glaða stund. Utvarpsþáttur Hermanns „Eg man þá tíö, ” 6. febrúar, veröur meö óskalögum frá Húsavík. J.C. Húsavík annaöist undirbúning á námskeiði frá Módelsamtökunum sem Unnur segir aö sé fyrir ungar konur á öllum aldri og meðal annars til aö byggja upp sjálfstraust þeirra. „Viö erum mjög ánægðar,” sagði Inga Kristín Gunnarsdóttir, formaöur gömludansaklúbbsins, en hún sótti bæði námskeiöin og vann ómælt starf viö framkvæmd þeirra, Jíg heföi aldrei trúaö aö hægt væri að læra eins mikið á einnihelgi. Það má segja aö konumar hafi fengið nýtt andlit eftir námskeiöið. Eg sá eina húsmóður sem tók þátt í námskeiðinu hengja út þvott í morgun. Hún var himinsæl og alveg eins og klippt út úr tískubiaði.” 24 konur sóttu námskeiöiö. Þaö er um 1% bæjarbúa. Viö hin reynum svo aö hegöa okkur pent og prúömannlega til aö stinga ekki í stúf. Ingibjörg Magnúsdóttir Húsavík. Framtalsnefnd fer yfir skattskýrslur Tekjulágir eili- og örorkulífeyris- þegar munu nú eins og undanfarin ár fá afslátt af fasteignasköttum. I Reykjavik mun Framtalsnefnd Reykjavíkur yfirfara skattframtöl elli- og örorkulífeyrisþega og lækka álagöan fasteignaskatt, samkvæmt lögum. Lífeyrisþegar sem engar tekjur höföu á síðasta ári borga engan fast- eignaskatt. Þeir sem höföu lægri tekjur en 110.000 (hjón 170.000) fá 80 prósent afslátt. 50 prósent afslátt fá þeir sem höföu tekjur á bilinu 110.000 -130.000 (hjón 170.000-205.000). -Þó.G. „Gefandi starf en líka lýjandi" Úr kennarasætinu yfir i ellimálin: ,, Gliman við persónuleg mál manna er ekki óskaplega ólík, þrátt fyrir mismunandi aldursskeið," segir Þórir S. Guðbergsson. 'DV-mynd EÓ — segirÞórirS. Guðbergsson, nýráðinn eílimálafulltrúi Reykjavíkur- borgar Þórir S. Guðbergsson félagsráð- gjafi hefur veriö ráðinn ellimálafull- trúi Reykjavíkurborgar og tekur við því starfi um miðjan mars. „Hann er yfirmaður þeirrar deildar Félagsmálastofnunar sem fer meö málefni aldraðra,” sagði Þórir þegar hann var spurður hvað ellimálafulltrúinn geröi. Þórir sagöi aö deildin skiptist í tvo meginþætti. , jVnnars vegar er það sem snýr að þjónustu, ráögjöf og meöferð fyrir einstaklinga og hjón, 67 ára og eldri. Hins vegar er það uppbygging og skipulagning félags- og tómstunda- starfs fyrir aldraöa í Reykjavik.” Sem dæmi um þá þjónustu, sem fólk sækti til þessarar deildar Félagsmáiastofnunar, sagði Þórir aö væri aö fá útskýringar á trygginga- löggjöfinni og einnig kæmi fjöldi fólks til að heyra reglur sem gilda um afslátt af ársfjóröungsgjaldi símaogsjónvarps. — Notfæra menn sér þessa þjón- ustumikið? ,,Ef viö tökum bæði þá sem leita beint hingaö og þá sem leita í félags- starfiö þá gæti ég ímyndað mér aö þaö væru á milli 10 og 20% af ellilíf- eyrisþegum í Reykjavík.” Þórir hefur starfaö meö öldruöum í um 6 ár, og hann var spurður hvort þetta væri spennandi starf. „Þetta er verulega gefandi starf í aðra röndina þó að þaö sé líka lýjandi. Maöur fær geysilega mikið til baka í samskiptum sínum viö þennan aldurshóp sem hefur mikla reynslu.” — Nú varst þú lengi bama- kennari. Voru þaö ekki mikil umskipti aö fara svo aö starfa meö gamla fólkinu? „Jú. Þó aö mér finnist að gliman viö persónuleg mál manna sé ekki óskaplega ólik, þegar upp er staðið, þrátt fyrir mismunandi aldurs- skeið.” — Hefuröu eitthvað hugsað um þaö hvemig þaö verður aö vera gamall ellimálafuiltrúi, ef þú ílengist ístarfinu? „Nei. Ekki nema þaö aö Cicero sagði eitthvað í þá áttina, og lagði á þaö áherslu í bók sinni um ellina, aö lífemi fólks, áður en þaö verður gamalt, hefur feikilega mikið aö segja í sambandi viö undirbúning efri áranna, það skipti máli hvað maður gerir og hugsar,” sagöi Þórir S. Guðbergsson. Þórir er kvæntur Rúnu Gísladóttur kennara og myndlistarmanni og þau eigaþrjúböm. -GB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.