Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur IIU vllnil/lwlvmka Sameiginlegir hagsmunir eldra og ungs fólks Það er athyglisvert það sem dr. Pétur Blöndal segir í viðtalinu (hér til hliðar) sem DV hafði við hann um fast- eignamarkaðinn. Hann telur að hagsmunir ungs fólks og eldra fólks fari saman þegar útborgunarhlutfall yrði lækkaö. Með því aö lækka útborgunina yrði viðráöanlegra fyrir ungt fólk aö kaupa notaöar íbúðir og jafnvel þá að kaupa íbúðir af stærri gerðinni. Þessar íbúðir gæti unga fólkið hugsanlega keypt af því eldra sem oft á tíðum situr uppi með of stórar íbúðir eftir aö börnin eru flogin úr hreiðrinu. Eldra fólkið gæti í flestum tilvikum sætt sig við minna útborgunarhlutfall og eftirstöðvarnar lánaðar á verðtryggðum kjörum til margra ára. I mörgum tilfellum gæti hér verið um eins konar skiptimarkað að ræöa. Ungt fólk í litlum íbúðum gæti hreinlega skipt við eldra fólk í stærri íbúðum. Það má vera að þetta sé ekki eins einfalt og það lítur út. En það er ljóst aö nýting húsnæðis er fremur léleg miðað við t.d. nágrannalönd okkar. I fyrsta lagi búa Islendingar yfirleitt mjög rúmt, sem má sjálfsagt Upplýsingaseðill til samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátltak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskvidu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tacki. Nafn áskrifanda Heimili Sími rekja til áhrifa frá verðbólgutímabil- inu sem rikti í húsnæðismálunum í langan tíma; þegar skynsamlegast var að byggja sem stærst, verðbólgan sá um að éta upp lánin. Þetta hefttr leitt til þess að margir sem eru komnir yfir miðjan aldur sitja nú í íbúöum sem eru allt of stórar fyrir þeirra þarfir. Þetta má sjá í línuritinu sem hér fylgir að allir yfir 50 ára hafa að meðaltali 4—5 herbergja íbúðir. Og hópurinn 65—70 ára býr aö meöaltali í húsnæði sem er yfir 4 herbergi. Þessar tölur eru frá 1979 og má búast við að húsnæðið hafi fremur stækkað frá þeim tíma en minnkað. Og ef svo heldur áfram að eldra fólk á eftir aö eiga í erfiðleikum meö að losna við stóru íbúðirnar sínar má búast við að flestir á efri árum búi í íbúðum sem eru að meðaltali yfir 5 herbergi. Frímerki: MINNST ÞRJU STYKKIFYRIR PRENTAÐ MÁL Póstburðargjald fyrir prentað mál er nú 6 krónur og fyrir venjuleg bréf er gjaldiö 6,50 krónur. Þetta gjald hef ur haldist í nokkuð langan tíma og eru ástæðumar líklega þær að ástandið í efnahagsmálunum hefur tekið aðra stefnu en undanfarin ár í það minnsta hvaö varðar verðbólgu. En nú er svo komið aö þeir sem þurfa að klístra frimerkjum á umslög þurfa að sleikja eða bleyta minnst þrjú merki þegar venjulegt bréf er sent og minnst tvö merki þegar prentað mál er sent. Ástæðan fýrir þessu er að ekki eru fáanleg 6 króna eða 6,50 króna merki. Þau eru fyrir löngu uppseld. Nú eru fáanleg 2 kr., 4 kr., 5 kr., 1 kr. og 0,50 kr. Fyrir þá sem þurfa að senda mörg bréf getur þetta verið mikil og óþörf vinna. En þess ber þó að geta að sem betur fer eru flest stærri fyrirtæki með frímerkjavélar sem gera venjuleg frímerki ónauðsynleg. En til aö auðvelda þeim sem ekki hafa slíkar vélar í fórum sínum er aö sjálfsögðu best að hafa frímerki af stærðinni 6 krónur og 6,50 krónur. Rafn Júlíus- son hjá Pósti og síma upplýsti okkur um aö gerð yröi bragarbót í þessum málum. Nú 1. mars er gert ráð fyrir því að gefið verði út 6 króna frímerki og í byrjun maí er væntanlegt 6,50 króna frímerki. Rafn sagði að ástæðan fyrir þessum seinagangi væri m.a. sú að.ekki hefði veriö gert ráð fyrir að svo stöðugt ástand yröi á póstburðargjaldi eins og nú er þegar áætlunin var gerð. En áætlun yfir frimerkjaútgáfuna var gerð fyrir rúmu ári í buliandi verðbólgutíðar- fari og enginn gerði þá ráð fyrir að póstburðargjöldin héldust stööug stundinnilengur. -APH. I erindi sem Ingi Valur Jóhannsson, félagsfræðingur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, flutti á ráðstefnu öldrunar- ráðs Islands í október sl. um húsnæðis- mál aldraðra kemur fram að mikil þörf sé á að þeim málum verði gefinn meiri gaumur en verið hefur. Hann telur að auövelda verði fólki aö mæta breyttum þörfum í húsnæöismálum á efri árum með byggingu sérstakra íbúða eða þá aðstoða við breytingu á því húsnæði sem fyrir er. En þó ekki á þann veg að eldra fólki verði hrúgað saman á einn stað heldur með þeim hætti að eðlileg dreifing aldurshópa verði á hver jum stað. Hann bendir m.a. á að húsrými nýtist illa og algengt sé að miöaldra eða eldra fólk búi við mjög rúman húsakost. Og samkvæmt könnun er gerð var 1979 kom í Ijós að í aldurs- hópnum 60—70 ára voru 90 prósent sem bjuggu í eigin húsnæði. Hann telur að þessi tvö atriði séu grundvallar- atriði í húsnæöismálum aldraðra, þ.e. slæleg nýting húsnæðis og séreign þess. Ymis sveitarfélög og samtök hafa ráðist í það að byggja sérstakar íbúðir fyrir eldra fólk. En oft hefur reynst erfitt að fjármagna þessi fyrirtæki. Ingi Valursegir m.a. í lok erindisins: Það er í fyllsta máta eðlilegt að þar sem langflestir eiga húsnæði fyrir og jafnvel alveg skuldlaust þá verði fjár- mögnun sem mest höfð með þátttöku viðkomandi einstaklinga. Mikilvægt er að hjólin fari að snúast í þessu máli. Við Islendingar höfum byggt frekar stórar íbúðir og hér er húsnæði að meðaltali stærst ef borið er saman við aðrar Norðurlandaþjóðir. Eins og fram kemur á línuritinu yfir heimilis- stærð og herbergjafjölda eftir aldri hjóna þá er augljóst að flestir þeir sem komast á eftirlaunaaldur á næstu 5—10 árum búa mjög rúmt og nýta húsrými illa. Það er því mikil þörf á minni íbúðum. Eg tel að skynsamlegt væri að reyna aö finna íbúðum fyrir aldraöa stað á óbyggðum svæðum i eldri hverfum svo að eldri borgarar gætu fengið hentugra húsnæði án þess að flytja langar vegalengdir. Slíkt mundi einnig stuðla að eölilegri aldurssam- setningu hverfa og bæta nýtingu þjón- ustu sem er til staðar. Þaö eru að sjálfsögðu margar leiðir sem hægt er að velja i þessum málum. En væri það ekki spor í rétta átt ef fast- eignasalar reyndu að benda viðskipta- vinum sínum á þá staðreynd sem dr. Pétur Blöndai hefur bent á þ.e. aö hagsmunir eldra fólks og ungs fólks geti farið saman á fasteignamarkaöin- um ? Þaö þyrfti ekki neitt aukafjár- magn til þess að hrinda þessu í fram- kvæmd ef eldra fólkið gengi að því að minnka útborgunina. -aph. Misskilningur um moðsteikinguna Fjöldi heimilisfólks--- Kostnaöur í janúar 1984. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. í Hér á síöunni birtust fyrir skömmu tvær greinar um svokallaða moðsteik- ingu. Þar var m.a. greint frá því að hætta getur verið á því að gerla- myndun eigi sér stað vegna þess að hitastigið sem haft er við moðsteikingu sé ekki nægilega hátt til að drepa gerlana. Ulfar Eysteinsson matreiðslumaður og einn af eigendum veitingastaöarins Pottsins og pönnunnar hafði samband við okkur og sagði að svo virtist sem einhver misskilningur væri á feröinni á þessu fyrirbæri sem nefnt væri moðsteiking. Ulfar sagði að hann hefði upphaflega byrjað að nota orðið moðsteiking. Þaö væri þýðing á enska orðinu” Lowcook- ing”. Það væri ákveöin matreiðslu- aðferð sem tíðkast hefði um árabil i Bandaríkjunum og væru sértilgerðir ofnar notaðir til að steikja kjöt eftir þessari aðferð. I megindráttum fer steikingin þannig fram að kjötiö er steikt fyrst í 3—4 tíma við ca 80°C hita. Eftir það lækkar ofninn sjálfkrafa hitastigiö niöur um ca 10°C og eftir það geymist kjötið við það hitastig þar til það er boriö fram. I Bandaríkjunum er algengt að matreiðslumenn komi fyrir kjöti í þessum ofnum að kveldi þegar þeir hætta störfum og að morgni er þaö tilbúið til að bera það fram. Með þess- ari aðferö væri hægt að matreiða mjög safarikt og gómsætt kjöt. Ástæðan væri sú að safinn sem er í kjötinu er geymdur í örsmáum himnukúlum. Með því að halda hitastiginu í 80° C eyðileggjast ekki þessar safakúlur og kjötið verður af þeim sökum mun safa- ríkara en ella. Við aðrar matreiðslu- aðferðir er algengt að þessar safakúlur eyðileggist og kjötið verður ekki eins safaríkt. Einnig hefði moðsteiking í för með sér minni rafmagnskostnað. Ulfar kvaðst nota þessa steikingar- aðferð á sinum veitingastað. Reyndar væri hann ekki með sérhannaða ofna til þess en í megindráttum væri aðferðinsúsama. Til þess að vera algerlega öruggur um að gerlar fjölguöu sér ekki við moðsteikingu væri hægt að gera ákveðnar ráðstafanir. I fyrsta lagi væri hægt aö velta kjötinu upp úr ediki áður en það væri steikt og í öðru lagi væri það ráð að steikja það lauslega á pönnu áður en það er sett i ofninn. Meö þessu væri hægt að vera algjörlega viss um að gerlamyndun ætti ekki að eiga sér stað. En það er vert að benda á að hætta ætti ekki að vera fyrir hendi vegna þess að hitastigið er fyrir ofan þau hitamörk sem gerlar geta þrifist. Ulfar vildi einnig benda á að þegar þessi aðferð væri notuð væri ekki ráð- legt að nota salt sem krydd. Saltið hefur nefnilega það í för með sér að safakúlumar fyrmefndu springa og safinn þrýstist út úr kjötinu. -APH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.