Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 34
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. 34 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Prjónaskapur og spíttbátar Febrúar er nú kominn á gott skriö og í því tilefni býður Dægradvölin landsmönnum öllum nær og fjær góöan daginn með orðunum „komiði sælir, félagar og vinir góðir.” Að þessu sinni fjöllum viö um prjónaskap og spittbátasportið, nokkuð sem fólk á auðvelt með að stytta sér stundir við þó ólík dægradvöl sé. Fyrst dembum við okkur upp í Breiðholt og ræðum við fyrrum bóndann, Karl Eiríksson. Hann er 73 ára að aldri og hefur prjónað þúsundir peysa í gegnum tíðina. Einstaklega viðkunnanlegur maöur, Karl. Við förum úr peysunum til hans Gunnars Gunnarssonar, sem rekur Auglýsingastofu Gunnars. Hann á hraðskreiðasta bát landsins. Signý heitir fleyið og kemst upp í um 130 kilómetra hraða. Við ljúkum þessu svo með því að láta punktinn okkar prjóna á öldunni með tilheyrandi tilþrifum. Já, hann gerir það ekki endasleppt, punkturinn sá. Texti: ión G. Hauksson Myndir: Gunnar V. Andrésson Rússneska skólaskipið sem kom til landsins síðasta sumar og tók á móti „kollega" sinum, Signýju, með vinsemd. Gunnr þeysti i kringum „það rússneska"með slikum látum að ölláhöfn skipsins varfarinað góna. Skemmtileg mynd af Gunnari. Hún er tekin á dögum ,,sjórallanna". En Gunnar tók þátt i báðum röllunum. Signý tvö, annar bátur Gunnars. Myndin er tekin árið 1979 og Gunnar er að Ieggja ihann. Draumurinn að sjá þriggja stafa tölu — rætt við Gunnar Gunnarsson auglýsingateiknara sem á hraðskreiðasta bát landsins „Draumurinn er að sjá þriggja stafa tölu í sumar og brjóta þar meö 100 mílna múrinn,” sagði Gunnar Gunnarsson auglýsingateiknari, er Dægradvölin rabbaði við hann um hraðbátinn hans, Signýju. Það er enginn smá spíttbátur. Hann er sá hraðskreiðasti hérlendis. Nær um 70 mílna hraða, sem gerir um 130 kíló- metra hraða á klukkustund. Til þess aö unnt sé að ná þessum hraða verður að vera gott í s jóinn. Spegilsléttur s jór. Gunnar Gunnarsson, 38 ára auglýsingateiknari. Hann rekur Auglýsingastofu Gunnars. DM-myndir GVA Og Gunnar er nokkuð viss um að hann nái þessu markmiði sínu. „A næstunni ætla ég að setja í hann sér-„ stakt „racing-drif” af gerðinni Stem- power, sem þolir vélina mun betur en þaðdrif semnúeríbátnum. Og ef mér tekst aö ná þessum hraða í sumar er meiningin að fara til útlanda íkeppni.” — Hvenær byrjaöi áhuginn á spítt- bátasportinu? „Ahuginn hefur verið fyrir hendi frá því ég var unglingur. En ég fór ekki í gang meö þetta fyrr en í sjórallinu sem var haldið sumarið 1978. Eg tók þátt í þeirri keppni á íslenskum báti, 22 feta. Þetta var ágætisbátur, yfit-byggöur. Um haustið seldi ég hann síðan og keypti mér þá 21 fets spíttara. Það var svokallaður „fletchfer”. Tiltölulega verklegur bátur og á honum fór ég í seinna sjórallið sumarið eftir. Eg átti hann síöan um veturinn en um vorið seldiéghann.” Eftir þetta varð smáhlé á sjó- sportinu hjá Gunnari. Og það var ekki fyrr en hann frétti af báti í Noregi Allt á útopnu á sundunum bláu. Báturinn nær um 130 kilómetra hraða á klukkustund i sléttum sjó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.