Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. Láglaunakönnun Kjararannsóknamefndar: SÓKN OG FRAMSÓKN MEÐ LÆGSTU LAUNIN einstæðir foreldrar búa við lökust kjör Láglaunakönnun Kjararann- sóknamefndar, sem unnin er aö frumkvæði ríkisstjómarinnar, er nú á lokastigi og verða niöurstöður hennar kynntar í dag. Markmið könnunarinnar var að athuga kjör þeirra sem taldir em búa við lökust kjörin þannig að grípa megi til félagsiegra aðgerða í gegnum skatta- og tryggingakerfi til að bæta hag þeirra. Tilgangurinn var aö komast framhjá beinum launahækk- unum sem ekki myndu skila sér til þeinra sem verst eru staddir. Könnunin náði til 14 verkalýðs- félaga innan ASI og em niöurstööur hennar taldar endurspegla kjör þess fjóröungs vinnumarkaðarins sem lægst hefur launin. Meginniðurstaða könnunarinnar er aö einstæðir for- eldrar og bammargar fjölskyldur séu verst setti hópurinn í þjóðfélag- inu í dag. Taliö er brýnast að leysa vanda einstæðra foreldra sem hafa minnsta tekjumöguleika. I niðurstöðum könnunarinnar koma meðal annars fram tvenns konar tekjuútreikningar, annars vegar meðaltekjur sem eru allar launatekjur auk bamabóta, með- lags, allra tryggingabóta og leigu- tekna, en hins vegar meðalheimilis- tekjur sem em meöaltekjur að við- bættum tekjum maka. Meðalheim- ilistekjur þdrra sem könnunin náöi til vom á bilinu 29 þúsund á mánuði til 51 þúsund, en að meöaltali haföi þessi hópur 37 þúsund krónur í heim- ilistekjur á mánuði og er þá einungis miöað við þá gifta einstaklinga sem vom í fullri vinnu. Til samanburðar voru meðaltekjur þeirra einstæðra foreldra sem könnunin náði til tæpar 22 þúsund krónur ef aðeins er miðað við þá sem eru i fullri vinnu. Hins vegar var rúmur þriðjungur ein- stæðra mæðra aðeins í hlutastarfi og voru meðaltekjur þeirra tæpar 14.800 krónur. Könnun þessi er talin endurspegla kjör um 25 þús.manna hóps eöa um fjóröungs af vinnumarkaðL Þegar þessar niðurstööur lágu fýrir var reynt að meta hvaö sá hópur var stór sem hafði tekjur undir tilteknu fram- færslulágmarki. Þær athuganir benda til að undir þessu lágmarki sá 8 til 17% af þeim hópi sem könnunin nær til eða 2000 til 4500 manns en þetta eru ágiskanir sem ýmsir fyrir- varar em á. Hærri talan er við það miðuö aö lágmarksframfærsla sé 12 þúsund krónur á mánuði að viðbætt- um 20% fyrir fyrsta bam og 15% fyrir annað bam sem er á fram- færslu viðkomandi. Undir þessu marki lenda einkum einstæðir for- eldrar, en 18% þeirra hafa lægri meðaltekjur en 15 þúsund krónur. A meðfylgjandi töflu má sjá meðaltekjur og meðalheimilistekjur giftra í fullri vinnu, sundurliöaöar eftir þeim verkalýðsfélögum sem könnunin náði til. Eins og sjá má eru meðaltekjur lægstar hjá þeim verka- lýðsfélögum í Reykjavík þar sem konur eru í meirihluta, Sókn og Framsókn. Meðalheimilistekjur eru hins vegar lægstar hjá Dagsbrún og hlýtur það að stafa af lágum tekjum og lítilli atvinnuþátttöku maka. ÖEF MEÐALTEKJUR OG MEÐALHEIMILIS- TEKJUR GIFTRA í FULLRI VINNU meöal- moöal- huimilis- tekjur tekjur Iðja, Rvk. 17.649 31.801 Sókn 15.088 34.267 Verk. Norðfirð. 23.928 43.529 Eining, Ak. 17.652 29.653 Dagsbrún 22.228 29.398 Framsókn 15.671 34.491 VR 23.735 39.961 starfsf.á veitingahúsum 20.870 41.425 Verk. Rangæingur 20.977 34.460 versl. og skrifst- fólk Akureyri 21.243 35.740 Verk. Vestmeyja 37.622 51.628 Iðja, Ak. 18.208 33.381 Snót, Vestm. 23.651 47.560 Baldur, ísaf. 21.167 35.926 Búnaðarbankaskákmótið: JOHANN ÞOKAST NÆR TITU —Alburt er heillum horff inn—á tapaða biðskák við Piu Cramling Bandariski stórmeistarinn Lev Alburt er gjörsamlega heillum horf- inn á Búnaðarbankaskákmótinu á Hótel Hofi. I gær tefldi hann við sænsku stúlkuna Piu Cramling og fór skák þeirra í bið en staða Alburts viröist vonlaus. Hann tefldi sína eftirlætisbyrjun, Aljekín-vörn, sem hann hefur teflt allar götur síðan hann var strákur á stuttbuxum í heimabæ sínum Odessa. Engu að síður fékk hann hartnær óteflandi stöðu eftir fáa leiki. „Vafalaust þúsundasta skákin, sem hann teflir með þessari bjTjun,” sagði stór- meistarinn Shamkovich. Pia tefldi hins vegar vel og hefur enn ekki tapaö skák á mótinu. I dag mætir hún Guömundi Sigur jónssyni. Jóhann Hjartarson vann Sævar Bjarnason í gær og á því mjög góða möguleika á að krækja sér í titil alþjóðlegs meistara. Hann hefur 4 1/2 v. og vænlega biðskák að auki en þarf 6 vinninga til þess að ná tak- markinu. Urslit í 8. umferðinni urðu annarsþessi: Pia Cramling — Alburt biðskák Jóhann—Sævar 1—0 Knezevic — Helgi 1/2 —1/2 Shamkovich — deFirmian 1/2 — 1/2 Jón L. — Margeir 1/2 —1/2 Jón Kr. — Guðmundur biðskák. Að loknum 8 umferðum af 11 hefur Bandaríkjamaður deFirmian forystu, með 5 v., en i 2.-3. sæti koma Jóhann og Helgi með 41/2 v. og biðskák. Pia Cramling hefur 4 v. og 2 biðskákir, 5. Margeir 4 og ein bið- skák, 6. Knezevic 4 v., 7.-8. Guð- mundur og Shamkovich 3 1/2 v. og biðskák, 9. Jón L. 33 v. og biðskák, 10.Sævar2v.,ll.Alburtl 1/2 v. og2 biðskákir, 12. Jón Kristinsson 11/2 v. og ein biðskák. Skák Helga og Knezevic var ör- stutt, aðeins 12 leikir og geröu báðir sig greinilega ánægða með jafntefli. Jón L. og Margeir sömdu því næst um jafntefli, tefldu svonefndan „Maroczy-binding” í Sikileyjarvöm og varð skákin 22 leikir. Þá höfðu orðið stórfelld uppskipti og blasti jafnteflið við. Miklar sviptingar urðu hins vegar í jafnteflisskák Shamkovich og deFirmian. Shamkovich fékk góða stööu og náði hótunum á kóngsvæng en á síðustu stundu tókst deFirmian að koma riddaranum í vömina og hafði sjálfur hættuleg gagnfæri. Frumkvæði Shamkovieh fjaraöi út og hann tók það til bragðs að þrá- leika. Skákin varð 38 leikir. Sigur Jóhanns var verðskuldaður. Sævar tefldi franska vöm en tókst ekki fyllilega að jafna taflið. I mið- taflinu skildi hann peð eftir í dauð- anum, hélt sig ná gagnfærum, en h'till riddaraleikur Jóhanns valdaði allt. Síöar féll skiptamunur í valinn og í 41. leik gafst Sævar upp. Skák Jóns Kristinssonar og Guð- mundar var í jafnvægi, þar til Guð- mundur töfraði fram htla brellu, Fyrirliggjandi í birgðastöð EFNIS- PIPUR SKF 280 OOO0 ooOO °OOo Fiölmareir sverleikar og pykktf SINDRA ;ir. STALHF sem gekk svo ekki er á reyndi. Jón fékk betri stöðu en í tímahrakinu lék hann af sér. Missti skiptamun og er skákin fór í bið er staða Guðmundar vænleg. Biðstaðan er svona: Svart: Guðmundur Sigurjónsson 8 H |i flf 71111 4 \±rt' ; g HH abcdefgh Hvítt: Jón Kristlnsson — Svartur lék biðleik. Skák Piu Cramling við Lev Alburt gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Pia Cramling Svart: Lev Alburt Aljekín-vöm. 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 g6 5. Bc4 dxe5?! Þetta er óvenjulegur leikur (og slæmur?), sem ekki er minnst á í mínum kokkabókum. Leikið var 5. — Rb6 í skákinni Jón L. — Alburt fyrr í mótinu. 6. dxe5 c6 7. Rc3! Be6 Auðvitað ekki 7. — Rxc3? ? vegna 8. Bxf7+ og drottningin fellur. 8. Rg5 Bg7 9. f4 Rd7 (?) 10. Bxd5! cxd511. Be3 Ekki 11. Rxd5? vegna 11. — Rxe5! Byr jun s varts hefur beðið skipbrot. 11. — Rb6 12. Rxe6 fxe6 13. Bd4 Rc4 14. b3 Ra3 15. 0-0 Hc8 16. Hf2 Da5 17. Dd3 b5 18. Hcl b4 19. Re2 Rb5 20. c3 bxc3 21. a4! Rxd4 22. Rxd4 Kd7 23. h4! Hc5 24. Hfc2 Hhc8 Borgartúni 31 sími 27222 Skák lón L. Ámason Stöðumyndin segir meira en mörg orð. Takið eftir biskupi svarts á g7. Hann er í hfstiðarfangelsi! Pia fer galvösk af staö með kónginn út á borðiö en 25. Kh2 er öruggara. 25. Kf2!?Db4 Einhver stakk upp á 25. — Hf8 26. Ke3 Hxf4 27. Kxf4 Bxe5+ 28. Kxe5 Dc7 mát, en hvítur þiggur ekki allar gjafirnar. 26. Ke3Bxe5? Hann varð að sitja í slæmu stöö- unni. Fórnin er vonlaus. 27. fxe5 Db8 28. Kf2 Dxc5 29. Hel Hf8+ 30. Rf3 Dh2 31. Dd4 Hc7 32. Hxc3 Hxc3 33. Dxc3 Dxh4+ 34. Kgl Hxf3 35. gxf3 d4 36. Dd2 Dg3+ 37. Kfl Dxf3+ 38. Df2 Dh3+ 39. Ke2 (?) Aftur fer hún með kónginn á flakk. Einfalt er 39. Kgl Dg4+ 40. Dg2, t.d. 40. - Dxg2 41. Kxg2 Kc6 42. K£3 Kd5 43. Hcl! og hvítur fær nýja drottningu. 39. — e5 40. DÍ3 Dh2+ 41. Kd3 Db2 42. Dd5+ Ke8 m m Hf '■■■ m. tm a 841 «>» # wá 3 b c d e f 9 Hvítur lék biðleik og hlýtur að vinna. Biðskákir verða tefldar í miðviku- dag. I dag kl. 17 hefst 9. umferð. Þá tefla: deFirmian — Jóhann, Helgi — Shamkovich, Guömundur — P>a» Alburt — Knezevic, Margeir — Jón Kr. og Sævar—Jón L.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.