Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 22
22 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR1984. Úrslit kunn í samkeppni um Stjómsýsluhús á ísafirði a n s I u r h I i ft YPstnrhlift Albína og Guðf inna Thordarson f engu 1. verðlaun Hérmá sjá verðlaunateikninguna afnýja stjórnsýsiuhúsinu á ísafirði. DV-mynd Valur Jónatansson. Frá Val Jónatanssyni, fréttarltara DV á Isafirði. A árunum 1972—76 var unniö að gerð aðalskipulags fyrir Isafjarðar- kaupstað. I þeirri tillögu er gert ráð fyrir verulegri stækkun miðbæjar- ins, m.a. með landfyllingu. I framhaldi af því kom fram sú hug- mynd að nokkrar opinberar stofnan- ir og almenn þjónustufyrirtæki á Isa- firöi sameinuöust um byggingu á myndarlegu húsi, stjómsýsluhúsi, í miöbænum fyrir starfsemi sína. Leitað var samstarfs við Arki- tektafélag Islands um tilhögun á samkeppni um hönnun stjómsýslu- húss á Isafirði. Dómnefnd var síðan skipuð í ágústmánuöi 1983. Tilnefnd- ir af útbjóðendum vom Brynjólfur Sigurðsson dósent, Reynir Jónasson bankastjóri, Vilhjálmur Hjálmars- son arkitekt. Tilnefndir af Arki- tektafélagi Islands vora Dagný Helgadóttir arkitekt og Manfreð Vil- hjálmsson arkitekt. Formaður nefndarinnar var Olafur Jensson framkvæmdastjóri. Skilafrestur tillagna rann út 20. des. 1983 og bárast alls 29 tillögur. Dómnefnd var sammála um að veita tillögu nr. 3 1. verðlaun, kr. 300 þús. Höfundar reyndust vera Albina Thordarson og Guðfinna Thordarson arkitektar. Nefndin taldi húsið hafa glæsilegt yfirbragð, séö frá Silfur- torgi og innan úr firði, og mælti með að þessi tillaga yrði valin til útfærslu og byggingar. 2. verölaun hlaut tilfaga nr. 24., höfundur Guðmundur Jónsson arki- tekt,200þús. kr. 3. verðlaun hlaut tillaga nr. 4. Höfundar Geirharður Þorsteinsson, Hróbjartur Hróbjartsson, Richard Olafur Briem, Sigríður Sigþórsdóttir og Þorsteinn Geirharðsson, kr. 100 þús. Tillögumar era nú til sýnis bæjar- búum í Menntaskólanum og er sýn- ingin opin frá kl. 20—22 á kvöldin. Ferðamálaráð efnir til samkeppni um: Slagorð sem minna á náttúruvemd Ferðamálaráð Islands mun í vor og sumar gera átak til að vekja athygli Islendinga og erlendra ferðamanna á mikilvægi þess að virða og vemda við- kvæma náttúru landsins. Vigdís Finn- bogadóttir verður vemdari baráttunn- ar. Átakið byggir á fjórum megin- þáttum: 1. Að vekja athygli á viðkvæmri nátt- úru landsins. 2. Að leiðbeina um góða umgengni. 3. Að vara við hvers konar náttúru- spjöllum. 4. Að tryggja að framfylgt verði lögum og reglum um umgengnishætti. Átakið hefst með samkeppni um slag- orð sem á_ einfaldan og skýran hátt eiga að minna á megintilgang átaks- ins. Textinn verður að vera hnitmiðað- ur og stuttur og auðvelt á að vera að snúa honum yfir á önnur tungumál. Samkeppnin stendur til 1. mars og Ferðamálaráð Islands hefur nú ákveðið að efía baráttuna fyrir bættri um- gengni um landið. / vor og sumar verður gert átak tíl qð vekja athygli á mikilvægi þess að virða og vernda viðkvæma náttúru landsins. Verður efnt tH samkeppni um slagorð sem minna eiga á tílgang átaksins. DV-mynd E.Ó. verða fyrstu verðlaun vikudvöl í París fyrir tvo á hóteli. önnur verðlaun veröa vikudvöl í Amsterdam og þriðju ferð til Akureyrar í viku, báöar fyrir tvo með gistingu á hóteli. Fyrir aðrar góðar hugmyndir borgar Ferðamála- ráð 5000 krónur. Tillögur skal senda undir dulnefni á skrifstofu Ferðamálaráðs, Laugavegi 3, 101 Reykjavík, merkt „Átak ’84”. Rétt nöfn eiga að fylgja í lokuðu um- slagi. Tillagan sem valin verður mun sjást víða, á skiltum, veggspjöldum og lím- miðum ásamt fleiri stöðum. Ferðamálaráð treystir á að þetta mikilvæga málefni njóti stuðnings þjóðarinnar allrar. „Þjóðin veröur að snúast gegn skemmdarverkum á eigin landi. Hún verður aö koma í veg fyrir, að hjól- barðar risti í sundur gróðurreiti og grastorfur, hún veröur að hafna því, aö vegir um hálendið verði varðaðir gler- og plasthrúgum og aðplastumbúðir og brúsar bregði annariegum lit á lyng og móa. Þjóðin verður að afneita þeirri ómenningu, að vegir og opin svæði séu raslatunnur og vegaskilti skotmörk,” segir í ávarpi frá Ferðamálaráði veena átaksins. -öb Fyrirliggjandi í birgðastöð KALDVALSAÐ Stál SPO 10.03- 12.03 Plötuþykktir frá 0.8 - 2 mm Plötustærðir 1000 x 2000 mm og 1250 x 2500 mm SINDRA STALHF Borgartúní 31 sími 27222 Helgi Jóhannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýn- ar, afhendir vinningshafanum, Gerði Hassing, verðlaunin fyrir nafngiftína. Samkeppni Samvinnuferða-Landsýnar: Sæluhús skulu þau heita Svo sem kunnugt er efndi ferðaskrif- stofan Samvinnuferðir-Landsýn til samkeppni um nafn á húsum sem viö- skiptavinir ferðaskrifstofunnar geta tekið á leigu í Hollandi — ekki einungis að sumarlagi heldur líka á veturna. Mikil þátttaka varð í þessari sam- keppni og bárust tillögur um þúsundir nafna. Fyrir valinu varð nafnið sæluhús. Um það orð segir í greinargerð dóm- nefndar: „I hugum fólks er þetta nafn tengt ferðalögum og gistingu, auk þess sem fyrri hlutinn minnir á sælu — sem vissulega fylgir vel heppnaöri dvöl í leiguhúsum Samvinnuferða-Landsýn- ar. Við álítum það tvímælalaust besta kostinn og leggjum til að húsin verði nefnd sæluhús.” Og dómnefndarmenn eru ekki einir um aö vera á þessari skoöun því að tugir tillagna bárust um þessa nafn- gift. Var dregið um hver skyldi hljóta verðlaunin og kom upp nafn frú Gerðar Hassing og hlýtur hún þriggja vikna dvöl í sæluhúsi fyrir sig og fjölskyldu sína á sumri komanda. Vona forráða- menn Samvinnuferða-Landsýnar að sú dvöl verði henni sannkölluð sæluvist. Samkeppni á meðal bama og unglinga — um gerð plakats sem stuðlar að andófi gegn eiturlyf jum Samkeppni um gerð plakats undir kjörorðinu „Andóf gegn eiturlyfjum” er nú í gangi á meöal barna og ungl- inga. Skilafrestur í samkeppninni er til I. mars næstkomandi og á aö senda hugmyndimar til JC Vík, Armúla 36 Reykjavík, sem stendur fyrir þessari samkeppni. Samkeppnin felst í þvi að senda mynd í þremur litum, en endanleg stærð myndarinnar verður 50X70 sentimetrar og verður hún að snúa lóö- rétt. Verkefnið var kynnt í sjónvarpsþætt- inum Stundinni okkar síðastliðinn sunnudag. Þá hefur kynningarbréf verið sent í skólana á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Besta verke&iið verður verðlaunað og mun verðlaunaafhend- ingin fara fram í Stundinni okkar þann II. mars næstkomandi. Verðlaunaplakatið verður síðan prentað og hengt upp víða í borginni, meðal annars í strætisvögnum SVR, dagana 26. mars til 16. apríl. Má geta þess að Strætisvagnar Reykjavíkur hafa gefiö eftir birtingarkostnaöinn. Með þessari samkeppni vill JC Vík koma af stað frekari umræðu á heimil- um og í skólum sem geta orðið til þess að sporna við eiturlyf javandanum. ________________________-JGH Lýsayfirstuðningi viðaðgerðir starfsmanna ÍSAL Framkvæmdastjórn Sambands byggingamanna lýsir eindregnum stuðningi við kjarabaráttu starfs- manna álversins í Straumsvík. Enn- fremur fordæmir hún ákvörðun ríki- stjómarinnar að leyfa ISAL að gerast aðili að samtökum íslenskra atvinnu- rekenda. Einnig hafa Alþýðusamband Islánds, Félag járniðnaðarmanna, Trésmiðafélag Reykjavíkur og Félag bókargerðarmanna sent verkfalls- mönnum stuðningsy firlýsingar. -öþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.