Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 18
18 DV.'ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. Fórnarlamb flugvallaóstandsins, flugvól Flugfélags Norðurlands, liggur á maganum á Ólafsfirði. ° v'mV"dir JBH. Spjallað við f lugmann 1000 fetum yf ir Eyjafirði: Flughallir viö hliðina á ónothæfum brautum ,,Flugfélag Noröurlands tilkynnir brottför til Olafsfjarðar. Farþegar,. vinsamlega gangiö um borð.” Farþegi var aðeins einn fimmtu- daginn 2. febrúar, biaöamaður DV á Akureyri. Stuttri flugferðinni með Piper Aztec var auðvitað varið í spjall við flugmanninn, Gunnar Karlsson. Hann var fyrst spurður hvort alltaf væru svona fáir á þessari flugleið. „Ef Múlinn er lokaður, sem er ansi oft, getum við fengið þó nokkuö af farþegum. Annars eru yfirleitt fáir frá Akureyri til Olafsfjarðar enda er áætlunin Olafsfjörður — Reykjavík. Sú leið hefur gengiö þolanlega. Hún hefur verið nú í tvö ár og það eru fimm ferðir á viku. Fariö er frá Akureyri til Olafsfjaröar, þaðan til Reykjavíkur og aftur til baka sömu Ieið.” — Hvað er farið í mikla hæð á svona h'tilli vél? „Það er farið í svona 1.000 fet á leiöinni til Olafsfjarðar enda er þaö stutt flug, aðeins um 14 mínútur. Á leiöinni suður fer ég hins vegar í 8— 10 þúsund fet. Það er einhver smá- mótvindur þangaö núna svo æth ég verði ekki svona klukkutíma og fimm mínútur.” — Hvaða upplýsingar fáið þið um flugvöllinn í Olafsfirði áöur en haldið eraf stað? „Það er enginn þjálfaöur maður í Olafsfirði til að sjá um völlinn. Þannig er meö flesta þessa flugvelli sem við fljúgum til, fæstir umsjónar- mennimir hafa fengið námskeið. Oftast eru þetta aöeins glöggir menn. Það er búiö að nöldra síöustu 10 til 20 árin um aö fá þjálfaða menn á staöina. Eg er í öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna og síðasta verk mitt þar var að biöja um þjálfaðan aðflugsmann á Olafs- fjörð. Staðan í flugmálunum er þannig að hér eru byggðar halhr við hUðina á ónothæfum brautum. Þingmaðurinn sem útvegaöi fjármagniö getur þá bent á höUina en brautin er flöt og lætur Utið yfir sér. Hún er látin mæta afgangi. Stefnan ætti að vera að byrja að byggja brautir sem maöur gæti lent hættulaust á. Næst þyrfti að setja aðflugstæki tU að f jölga komum og brottförum á brautina og síðast aö bæta aöstöðuna fyrir farþega. Skýr- asta dæmiö er Siglufjörður. Þar er eitt flottasta flugskýU sem um getur á landinu við gjörsamlega ónothæfar aðstæður. Aðstæður eru þannig að þar þarf langa braut. Brautin þar er aUt of stutt.” — En hvemig er þá flugvöUurinn í Olafsfiröi? „Þar er kominn endi en vegurinn fram f jörðinn er ennþá miUi endans og flugbrautarinnar. Við vomm að láta okkur dreyma um að það yrði lokið við að ganga frá þessu í haust en þaö var ekki tU fjármagn. Þegar þessi lenging verður búin er það versta liöið, ef svo má segja. Að vísu er það þessi vegur við endann. Við höfum óskað eftir að hann verði fjarlægður eða sett á hann aðvörunarljós sem hægt væri að kveikja á þegar flugvélar nálgast.” — En hvað þyrfti í stuttu máli að gera tU að þið gætuö unnið við öraggari aöstæður? „Eg skrifaöi í haust skýrslu um alla þá veUi sem Flugfélag Norður- lands flýgur á. Það er óskalisti, ákaf- lega hógvær. Þar er fyrst og fremst kveðið á um lengingu brauta, upp í 1.000 metra hið minnsta. Þetta eru fyrst og fremst flugveUirnir á Olafs- firði og Siglufirði. Reyndar einnig Kópaskeri. Þar höfum við eitt stór- afrekið. Það var byrjað á nýrri braut á betri stað en þar sem sú fyrri var, en hún var 1.200 metrar. Sú gamla var að vísu vond en látið nægja að senda Twin Otter ef hún varð draUu- svað. Nýja brautin er hins vegar aðeins 800 metrar með loforði um lengingu, ef það verður þá efnt. Þannig era öll flugmál á Islandi skelfilega utangátta, þaö er ekki hægt að lýsa því með orðum. Sú þjón- usta sem Flugfélag Norðurlands og Ámarflug veita við þessar aðstæður er alveg á heimsmæUkvarða myndi ég telja.” Við voram búnir að fljúga í um 10 mínútur. Veðrið var mjög fallegt, kyrrt og bjart. Gunnar var spurður, áður en við beygðum fyrir Múlann, hve mikið hann vissi um flugbraut- ina. „Eg hef náttúrlega fengið þær upplýsingar frá þessum umboðs- manni okkar í Olafsfirði sem hann hefur kunnáttu til. Eg ræð svo í afganginn sjálfur. Það verður að byggja á eigin hyggjuviti í 50 prósent tUfeUa. Það getur enginn gefið upp bremsuskUyrðin nema bremsumæUr og þeir eru yfirleitt hvergi tU.” Við fórum í loftið á Utlu Piper Aztec véUnni frá Akureyri á slaginu 12. Við vorum komnir að flugskýUnu Olafsfirði 17 minútum semna. Þar biðu nokkrir farþegar eftir fari suður. Þar liggur flugvéUn frá Flug- félagi Norðurlands, sem varð fórnar- lamb flugvallaóstandsins sem Gunnar lýsti. Hann sagði við mig áður en hann sneri sér að aöfluginu: „Það þarf ekki að minnka útgjöld til vegamála nema um 10 prósent tU að auka út- gjöld til flugmála um 100 prósent. Og þetta eru þó einu heilsárssamgöng- umar hér á Iandi.” -JBH. Fáskrúðsfjörður: 3% eftirgjöf af opinberum gjöldum — fyrir þá sem standa ískilumíár Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúðsfirðl. Innheimta opinberra gjalda tU Búðahrepps var 70,2% um síðustu áramót. Nú er búið að ákveða lækk- un útsvarsálagningar í 10,5%. Fast- eignagjöld af íbúðum og lóðum veröa 1/2% og 1% af öðrum fasteignum. Holræsagjald verður 0,15%. Aðstöðu- gjald verður lagt á samkvæmt reglu- gerð. Þar sem útsvarsinnheimta var lé- leg á síðastliðnu ári var samþykkt tillaga í hreppsnefnd að öUum gjald- endum sem greiddu opinber gjöld tU Búöahrepps á gjalddaga samkvæmt útsendum álagningarseðlum 1984, eða innan tUskUins frests þar frá, verði veitt 3% eftirgjöf af gjöldun- um. Þetta verður gert upp á síöustu greiðslu í desember 1984. Nú er bara að standa i skUum. Það gæti komið sér vel í jólamánuðinum. -GB Búðardalur: Dagheimili fyrir sumarið Frá Önnu Flosadóttur, fréttaritara DVíBúðardal. Dagvistunarmál ungra bama í Búðardal hafa verið í algjörum ólestri. Ekkert dagheimUi er á staðn- um fyrir utan gæsluvöU, sem hefur verið rekinn 3 mánuði ár hvert á leik- veUi grunnskólans. MikUl þrýstingur hefur verið á hreppsnefndina frá foreldrum um að hún gerði eitthvað raunhæft tU úr- bóta. Nú virðist heldur vera aö rofa tU í þessu máli, þar sem auglýst hef- ur verið eftir forstöðumanni tU að starfa við væntanlegt dagheimUi. Einnig hafa verið samþykktar teikn- ingar að dagvistaraöstöðu, sem á aö rísa út frá félagsheimilinu og áætlað er að veröi komin upp í sumar. -GB Selfoss: Þorrablót, þorrablót... Sjálfstæðisfélög Selfoss halda þorra- blót 17. febrúar næstkomandi. Fyrir- hugað er að efla flokksstarfið með þessari nýjung, sem gefst vonandi vel. Sjálf stæðisfólk og gestir þeirra era vel- komnir. Miðaverð er 370 kr. á mann og þátttaka tilkynnist tU Bjöms Gísla- sonar í síma 1344, Þórdísar Jónsdóttur í síma 1308 og Elínar Amoldsdóttur í síma 2085. AUar tegundir af þorramat verða á boðstólum og fjöldi skemmtiatriða, aUt heimatilbúið. Arni Johnsen alþingis- maður ætlar að skemmta ef hann verður frískur. Það er einn gaUi hér á Selfossi að hér er ekkert samkomuhús. Klúbbar verða því að fara í félagsheimiU í nágrenninu tU að halda skemmtanir. En t.d. á Eskifirði og öllum nærUggjandi stöðum fyrir austan er félagsheimUi og þá geta aUir mætt í einu. Samkomuhús hér hefur veriö lengi í byggingu og verður það geysUesa stórt og flott þegar það verður fulUdárað. En Selfosskaupstaður er ungar að áram og við verðum að hafa það í minni að Róm var ekki byggð á einum degi. Regína/Selfossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.