Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR7. FEBRUAR1984.' „Pulsuparti"hjá 300 krökkum sem tóku þátt i frumsýningarhátið á Örkinni hans Nóa hjá ísiensku óperunni. Veislan var haldin á Hótel Borg. Slátur- félag Suðurlands gaf 600pulsur, Álfheimabakari gaf pulsubrauð, Bæjarins bestu gáfu þjónustu og meðlæti, Vifilfell gaf kók, Nói og Sirius gáfu sæl- gæti og Hótel Borg lánaði húsnæðið. Krakkarnir sáu sjálfir um skemmti- atriðin. D V-myndir Einar Ólason. Nýr bankastjóri Búnaðarbankans: Lárus Jónsson líklegastur? Niðurstööu um hver skipa muni bankastjórastööu Búnaðarbankans er líklega aö vænta á bankaráösfundi á hádegi í dag. Þrir menn hafa verið nefndir til stööunnar, Lárus Jónsson, þingmaöur Sjálfstæöisflokks, Jón Adolf Guöjónsson, aðstoðarbanka- stjóri Búnaöarbankans og sjálfstæöis- maöur, og sá þriöji er Sólon R. Sigurðs- son. Stefán Valgeirsson, formaöur bankaráös, sagöi aö fundur þess yrði haldinn aö afloknum fundi í stofnlána- deild landbúnaðar en þar eru 15 umsækjendur um stööu forstöðumanns og aö mati Stefáns Valgeirssonar „allir hæfir” en ,,um einn veröa banka- ráð, formaður Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags Islands aö ná sam- stöðu.” Stefán vildi ekki segja af eöa á hvort hann teldi að niðurstaða um bankastjórastööuna fengist i dag. Ástæðu þess að það væri jafnvel ólík- legt sagði hann óeiningu Sjálfstæðis- flokks. En talið er að séra Gunnar Gísla- son, annar fuiltrúi Sjálfstæðisflokks, styðji Jón Adolf Guðjónsson. Val Frið- jóns Þórðarsonar er óvíst en aö sögn Helga Seljan fulltrúa Alþýðubandalags í bankaráöi, munu sjálfstæðismenn lík- lega endanlega lúta flokksaga og styöja Lárus Jónsson þingmann sem flokksforystan styður. „Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks, er slyngur eins og ég hef alltaf sagt,” sagöi Helgi Seljan og bætti við að Þor- steinn Pálsson hefði sagt aö fulltrúar sins flokks i bankaráði myndu endan- lega lúta flokksaga. Sjálfur kvaðst Helgi Seljan bíða eftir því að sjálfstæöismenn gerðu upp hug sinn í þessu sambandi. Taldi hann þó eðlilegt að Jón Adolf Guðjónsson aðstoðarbankastjóri fengi stöðuna vegna starfsreynslu sinnar og vegna viöskiptavina bankans og starfsfólks. „En Jón Adolf er ekki þannig maður að hann fari að berjast um stöðu þessa,” sagði Helgi Seljan og bætti við að Lárus Jónsson væri mjög hæfur maður og „hæfari heldur en gerist og gengur um þá sem eru pólitískt skipaðir utan frá. Lárus Jónsson er formaður fjár- veitinganefndar Alþingis og fyrrver- andi framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norölendinga,” sagöi Helgi Seljan. Helgi sagöi jafnframt að honum þætti engu að síöur fráleitt að skipa í bankastjórastöðu úr röðum þing- manna í stað þess að velja í stöðuna úr röðum bankamanna. „Þetta hef ég margoft rætt á fundum og það er skoðun mín að flokksforystur eigi að láta fulltrúa sína innan bankaráðs sjálfráða í þessum efnum,” sagði Helgi Seljan. „Þetta rugl í blöðunum um flokks- pólitiskar stöðuveitingar sýnir að blaðamenn vita ekkert um pólitík,” sagði Stefán Valgeirsson, bankaráðs- formaður og þingmaður Framsóknar- flokks. „Pólitík er sóknin eftir valdi og ef menn eru við völd eiga þeir að beita þeim. Stefnumið ráðast af þeim sem stöðurnar skipa og flokkarnir eru eingöngu að nota það vald sem þjóðin hefur falið þeim. Alþingi kýs i banka- ráð og þar er hlutfallsstyrkur hinn sami og á þingi. Pólitískt vald banka- ráðs er fólgið i að skipa i stöður banka- stjóra, aöstoöarbankastjóra, aðalbók- ara og aðalféhirða og útibússtjóra,” sagði Stefán Valgeirsson. Friðjón Þórðarson, annar fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagðist ekki láta uppi fyrr en á fundi bankaráös i dag hvern hann styddi. „Jú flokksforystan hefur tilnefnt Lárus Jónsson sem full- trúa sinn en mitt val kemur í ljós á fundinum,” sagðiFriðjón. Eins og fyrr segir er talið líklegt að annaðhvort Lárus Jónsson eða Jón Adolf Guðjónsson hreppi hnossið en ólíklegt að Sólon R. Sigurðsson fái stöðuna að því er heimildir DV herma. Sólon R. Sigurösson er forstöðumaður gjaldeyrisdeildar Búnaðarbankans. -HÞ Skaftamálið: Málið nú til umsagnar hjá dómsmálaráðuneytinu „Málið er nú til lögboðinnar um- sagnar í dómsmálaráðuneytinu,” sagði Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknarí er DV spurði hann hvað Skaftamálinu liði en í dag eru 11 dagar frá því dómsrannsókn Sakadóms Reyk javíkur í málinu lauk. Bragi sagöi að dómsmálaráðuneytiö hefði fengið málið til umsagnar í síð- ustuviku. „Þaöerskyltskv.lögumað senda mál er varða kærur fyrir brot í opinberu starfi til umsagnar viðkom- andi ráðuneytis sem er dómsmála- ráðuneytið í þessu tilviki. ” — Hvenær reiknarðu með að ákvörðun verði tekin um það hvort ákært verður eða ekki? „Ég get ekkert um það sagt. En málið liggur þó fyrir til ákvörðunar þegar umsögn dómasmálaráðuneytis- ins kemur til okkar.” Til upprif junar má geta þess aö það var aöfaranótt 27. nóvember sem Skaftamálið hófst með því að þrír lög- regluþjónar handtóku Skafta í Þjóð- leikhúskjallaranum. Kæra Skafta gengur út á meint harðræði þeirra við handtökuna. Mál Skafta er annaö máliö frá því Rannsóknarlögregla rikisins var stofn- uð sem sérstök dómsrannsókn fer fram í. öhætt er að segja að fá mál hafa vakið jafnmikla athygli á síöustu árum. -JGH Forstjóri lceland Seafood um hugsanlegan vemdartoll á ríkissty rktan f isk til Bandaríkjanna: Ekki viss um að við gtæddum á því „Hverskonar hindranir á frjáls- um viðskiptum meö fisk geta skapað hættu. Ef vemdartollar yrðu t.d. settir á kanadískan og norskan fisk hér i Bandarikjunum hlyti hann að hækka í verði og það kynni að draga úr fiskneyslu almennt. Það yröi a.m.k. ekki til þess aö við gætum hækkaö okkar fisk. Svo er ég viss um að Kanadamenn myndi aðeins hækka ríkisstyrki sína til sjávarút- vegs síns um það sem áhrifum vemdartolla næmi, því að stjóm- völd þar hafa ásett sér að halda uppi atvinnu og byggð á Nýfundnalandi og Nova Scotia,” sagði Guðjón B. Olafsson, forstjóri Iceland Seafood i viðtali við DV. Tilefnið að spjallinu við Guðjón eru þær fréttir sem berast frá Bandaríkjunum þess efnis að þar- lendir sjómenn séu mjög óánægðir með að þurfa styrkjalaust að keppa við ríkisstyrktan innflutning á fiski frá Kanada og Noregi á heimamark- aöi sínum. Krefjast þeir þess að vemdartoll- ar verði settir á innfluttan fisk frá þessum löndum svo samkeppnin verði eðlileg. Opinber stofnun í Bandarikjunum er nú að rannsaka ríkisstyrki til útgeröar i þeim lönd- um, sem flytja fisk til Bandaríkj- anna. Guðjón sagði að stórir kaupendur skoðuðu fleira en bara verðið þegar þeir væm að kaupa fisk. Gæði, þjón- usta og stööugleiki framboös hefði verulega þýðingu og þessir þættir væru ein meginástæða fyrir vel- gengni íslenska fisksins í Bandaríkj- unum. _íjs :KANGOL ^ : Alpahúfur — - - ^ angóruhúfur — fjffö'V- túrbanar — angóruhattar — Pepe — derhúfur • filthattar • regnhattar | HATTA- OG GJAFABÚÐIN • _ _ _ _ Frakkastíg 13, sími 29560. FELL SUBABÖ umH ROOF VAN 4WD H,GHihiúeiðinaf minni stærð.nn. EÍnaSeíÆéöS«mhióium. ajtekalli.Þaðerlíkaallsekki to.ntegtaðlit»þageanum alla lióladtifna Sabara « W> »■»“"?'* kems, á .éf.um .iaa., snjóskaUa. Galáa þér smárimaal aá" Jkv8|dl vinnana og hann kemst ehmdraóm he l 9 ^ * ton„ slendar aal að viðskiptamenn Subarueiganaans AAft f van 4 WD kostareöeins Kr. 226.000.- INGVAR HELG ASOr ÍIMVI W ^„„,tsa|u,ion/Rauaagerai.s.m.33560^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.