Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 31
.M»i HAUflfl'=r<T Y HUOAnm.n7H<j vn DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Útsalaá auglýsingum Það vakti heilmikla athygli þegar auglýsingaverð á rás 2 var lœkkað um heU 20—45% í síöustu viku. Það er nefnUega ekkl á hver jum degi sem haldln er eins konar út- sala á auglýsingum hjá fjöl- miðlunum. Hins vegar er þetta ofur skiljanlegt þeim sem hlust- uðu á rásina síðastliðinn föstudag. Þá glumdu þar auglýsingar í sibylju þar sem auglýstur var afsláttur á augiýsingaveröi stöðvarinn- ar. Og því miður voru þetta nær einu auglýsingarnar i dagskránnl þann daginn. i eldri kantinum Framsóknarmenn l Reykjavík héldu sitt þorra- Jénasi fannst æskublómi Fram- sóknar fullgamaU. blót í síðustu viku. Jónas Guð- mundsson, stýrimaður og rit- höfundur með melru, var fenginn tll að halda ræðu á samkundunni. Var honum sagt að þarna yrði saman- kominn æskublómi f ramsókn- armanna og skyldi hann haga undirbúningi sinum með tll- lltitilþess. „En mér brá nú svolítið þegar ég var kominn upp í púlt og lelt yfir salinn,” sagði Jónas eftir blótið. „Þarna virtust nefnllega vera saman- komnlr nákomnir ættlngjar og nánlr vinir þorrans í Reykjavík.” Útrúlegt en... Þessa dagana standa þorrablótin sem hæst með til- heyrandi krásum i föstu og fljótandi forml. Því er ekki úr vegi að rif ja upp eftirfarandi sögu sem sögð er hafa gerst einhvers staðar fyrir norðan, og að sjálfsögðu á þorrablóti. Samkomuhúsið var troð- fullt af prúðbúnu fólki. Og stóra stundin rann upp, for- maður skemmtlnefndar steig fram á sviðið, hátíðlegur á svip. Hann ræsktl sig ofurlítið og hóf svo ræðu sina á þessum spakleguorðum: „Góðir gestir, í dag er Þær eru margvislegar kráslrnar sem boftift cr upp á þegar þorri er blitaftur. fyrsti dagur þorra um land allt.” • Is og eldur Halldór Ásgrimsson Halldór hélt fund í Keflavik. sjávarútvegsráðherra hélt á dögunum fund með áhuga- mönnum um sjávarútvegs- mál í Keflavik. Þar voru málin rædd af miklu kappi enda af mÖrgu að taka. Meðal annars var borln upp eftirfar- anditillaga: „Fundur haldlnn i Kefla- vik að tilhlutan sjávarút- vegsráðherra, Haiidórs .As- grimssonar, þann 19. janúar 1984, skorar á sjávarútvegs- ráðherra að beita sér fyrir hraðvirkri athugun á mögu- leikum tU þróunar stórvirkr- ar frystingar á loðnu og sjávarafla með nýtingu jarð- varma á Reykjanesi.” Þessi tUlaga hlaut ekki af- greiðsiu á fundinum enda virðlst ekkert áhlaupaverk að frysta loðnu með jarðvarma, svona við fyrstu sýn í öUu falli. Bjartsýni Hundrað maurar voru á bakinu á heljarstórum fU. Svo aUt i einu hristi fUlinn sig og niutiu og niu maurar ultu af honum og niður á jörð. Þelr létu sér ekki bregða en hróp- uðu hver í kapp við annan: "Kyrkt’ann, PaUi, kyrkt’- nnn 99 Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndahátíð—Áhættuþóknun: MED DAUDANN Á HÆLUNUM Áhœttuþóknun (Le Prix du danger) Frakkland, 1982. Handrit: Yves Boisset og Jean Curtelin, eftir skáldsögu Robert Scheckley. Leikstjóri: Yves Boisset. Aðalhlutverk: Górard Lanvin, Michel Piccoli, Marie-France Pisier, Andróa Ferréol, Bruno Cremer. Fyrsta skot þessarar myndar, spegilmynd af manni á sléttu vatni sem síöan gárast, hefur nokkuð tvíræða merkingu þegar upp er staðið. 1 fyrsta lagi vill leikstjórinn sýna okkur að maöurinn er ekki lengur maður heldur aöeins spegilmynd af manni í nálægri framtíð hins mikla sjónvarps. I öðru lagi, en það var nú kannski ekki ætlunin, sýnir þetta skot okkur að leikstjóranum mun ekki takast að gera persónur sínar áþreifanlegar. Þær eru ekki af holdi og blóði eins og persónur í góðum bíómyndum eiga aövera. CTV sjónvarpsstöðin er orðin af- skaplega vinsæl um alla Evrópu, einkum þó nýi þátturinn, Ahættu- þóknun. Hann felst í því að fimm sér- staklega valdir menn eru látnir elta einn um alla borgina. Lokatakmark fimmmenninganna er að drepa Hetjan í Áhættuþóknun á hér í höggi við götustráka sem vilja vama honum vegar. þennan eina og takist þeim það fá þeir vegleg verðlaun. Sá hundelti á hins vegar að reyna að sleppa og fær að launum eina milljón dala sleppi hann lifandi. öllu þessu er síöan sjónvarpaö beint til blóðþyrstra á- horfenda. Það er yfirlýst stefna leikstjórans að hann vilji gera myndir sem fái á- horfendur til að velta fyrir sér ýms- um þjóðfélagslegum vandamálum. Hér vill hann benda okkur á þær hættur sem gætu stafaö af ýmsum frjálsum sjónvarpsstöðvum ef viö gætum okkar ekki, hvemig þær geta orðið forheimskandi. Að sönnu er allt yfirmáta heimskulegt við CTV þar sem allir tala í innantómum slagorðum og þar sem tilgangurinn helgar meðalið. Og tilgangurinn er náttúrlega sá aö hala inn sem mesta peninga á óförum annarra. En eini maðurinn sem á að vera skynsamur, fellur líka í þá gryfju. Hann er engu betri en þær vélrænu leikbrúður sem hann er að fást við. Og þar viö fellur myndin. Ahættuþóknun er afskaplega hröð mynd og aðdáendur hasarmynda ættu því að fá eitthvað fyrir sinn snúö. Ekki spillir það heldur að leikendur standa sig flestir með af- brigðum vel enda þama saman- komnir nokkrir af bestu leikurum Frakka, gamla kempan Michel Piccoli og nýstirnið Gérard Lanvin. Guðlaugur Bergmundsson. Kvikmyndahátíð: — El Crack: SPÆNSKUR MARLOWEIHAM Heiti: El Crack. Leikstjóri: José-Luis Garci. Jose-Luis Garci er einn af þremur leikstjórum á kvikmyndahátíðinni sem fá sérstaka kynningu. Fjórar myndir hans eru sýndar meðan á há- tíðinni stendur. Garci er fertugur og starfaði sem gagnrýnandi áður en hann hóf kvikmyndgerö. Frá upphafi ferils síns hefur hann verið einlægur aðdáandi bandarískrar kvikmynda- geröar og kemur það vel í ljós í E1 Crack, sem er leynilögreglumynd í anda gömlu línunnar sem m.a. Dashiell Hammett og Raymond Chandler sköpuðu í bókum sínum. Germán Areta er einkalögreglu- maöur sem í byrjun myndarinnar er fengiö það verkefni að hafa uppi á dóttur verslunareiganda nokkurs sem hafði horfið fyrir þremur árum. Fljótlega kemur í ljós að faðirinn hefur aigan veginn hreinan skjöld í þessu máli og hafði á sínum tíma neytt dóttur sína til fóstureyöingar. En með því að grafa upp hvar stúlk- an'er niður komin virðist Areta koma við kaunin á háttsettum mönnun því hvað eftir annað er reynt að fá hann tilaðhætta viö rannsókn málsins, en Areta er þrjóskur og verður enn ákveðnari að komast til botns í málinu við hverja hótun. En glæpamennimir beita hörku og verða að bana dóttur vinkonu Areta sem honum hafði þótt sér- staklega vænt upp. Færist nú leik- urinn frá Madrid, þar sem atburða- rásin hafði farið fram, og til New York þar sem uppgjör Areta við glæpamennina verður og á það vel við þann anda sem svífur yfir mynd- E1 Crack er ágæt sakamálamynd af gamla skólanum þar sem aðal- hetjan, einkaleynilögreglumaðurinn er kaldur og töff, brosir aldrei og passar sig að sýna aldrei tilfinning- ar. Otrúleg nákvæmni við smáatriöin gera myndina að vísu of langa og verður atburðarásin öll hin rólegasta og kemur það nokkuð niður á spennunni í myndinni. En þegar deyfðin virðist yfirkeyra myndina verður alltaf eitthvaö til aö halda at- hygli áhorfandans vakandi. E1 Crack er sjálfsagt ekki meðal athyglisverð- ustu mynda Jose-Luis en hún er góöra gjalda verð og óöur leikstjór- ans til bandarískra sakamálamynda á fimmta áratugnum. Hilmar Karlsson. CAR RENTAL SERVICE - ® 75 FAST VERÐ - EKKERT KÍLÓMETRAGJALD SÖLUSKATTUR INNIFALINN Í VERÐI yXrjXS EBEI MITSUBISHI COLT MITSUBISHI CALANT MITSUBISHI CALANT STATION Leitið upplýsinga. bn.JÖ.I)EWV SMIÐJUVECI 44 D - KÓPAVOCI - ICELAND AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OG HELCARSIMI: 43 631 & 46 211 TELEX 2271 IÐN IS DEYFAR I EFTIRTALDA JEPPA: Einnig stýrisdemparar BRONCO SCOUT II BLAZER JEEP OG FLEIRI PÓSTSENDUM rr haberghf. SkeiCunni Sa — Sínií 8»47*88 Hefurþú tekið skemmtilega mynd í vetur? Væri þá ekki ráö aö senda hana í ljósmyndakeppni Vikunnar sem fer fram um þessar mundir. Myndin þarf að vera vetrarmynd, þaö er eina skilyröiö sem sett er. Fólk, landslag, börn, nánast hvað sem er kemur til greina. Verölaunin eru mjög spennandi: Polaroid autoprosessor 35 og slides filmur frá Polaroid sem má framkalla á 60 sekúndum. Þetta er heimsnýjung sem er að koma á markaðinn um þessar mundir. Filmurnar eru til hvort heldur svart/hvítar eða í lit. Auk þess verða veitt 50 aukaverðlaun, sem eru ókeypis framköllun og kópering á litfilmum frá Taktu þátt! Það er aldrei að vita hversu langt einmitt þín mynd nær. Skilafrestur er til 1. mars. Ljósmyndasamkeppni Vikunnar Pósthólf 533 121 Reykjavík Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.