Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Smásprettur tekinn við Viðey. Á bátnum er ekkert hlifðargler. Allt gert til klukkustund að komast á. að loftmótstaðan verði sem minnst. siöastliðið vor sem hann tók aftur viö sér. Hann keypti bátinn. Og það er einmitt báturinn hraðskreiði, Signý. Svartur og glæsilegur bátur. ,,Eg er mjög ánægöur með þennan bát. Hann er geysilega skemmtilegur. Lengdin er 21 fet og í honum er 400 hestafla Corvettuvél, svokallaður inboard-outboard mótor.” Allt er gert til aö báturinn nái sem mestri ferð. Þannig hefur Gunnar ekkert hlífðargler á honum og þar með tekst honum að halda loftmótstöðunni í lágmarki. Það fer því óneitanlega vel á því að Gunnar skuli vera einn félaga í sport- bátaklúbbnum Snarfara. Báturinn hans ber nafnið að minnsta kosti með rentu. Um 240 félagar eru í Snarfara, þar af eru um 90 sem eiga báta. En hraðinn er ekki allt í sportinu. „Eg hef dundað mér við að veiða á sjó- stöng. Það er alveg með ólíkindum skemmtilegt og afslappandi að vagga á bátnum og dorga. Maður er laus við allt amstur og stress.” Gunnar sagði aö þá væri einnig sér- staklega gaman að sjá landið frá sjó, ,,og það þarf ekki að fara í löng ferða- lög til að vera í dásamlegu umhverfi á sjónum”. Til gamans má geta þess að gott veiðisvæði er við 9-baujuna á Faxaflóa og þangað eru trillur um eina og hálfa klukkustund að sigla. En Gunnar þeysir þangaö á um tíu mínútum. Sjóskíðasportið er eitt af því sem Gunnar hefur mikinn áhuga á að efla hér við land. Sjálfur ætlar hann út í þetta sport og hann segir að mikill fjöldi ungs fólks sýni sjóskiðunum aukinnáhuga. ,,Mig langar til að taka þátt í því að koma sjóskíðasportinu á það stig að þaö veröi keppnisgrein. Það sem okkur vantar fyrst og fremst er góður leið-* beinandi, helst erlendis frá.” Við spyrjum Gunnar hve oft hann skreppi út á sjó yf ir sumarið? „Það tímabil sem við getum stundað sjóinn er tiltölulega stutt og því verður að nota tímann vel. Eg reyni til dæmis að fara út um allar helgar á sumrin. Og þá skrepp ég oft á kvöldin þegar gott veður er. Er þá kannski svona um tvær klukkustundir.” Gunnar sagði að endingu að mörgum fyndist sem hann hefði of mikla báta- dellu, sérstaklega væri „sá nýi hrað- skreiði” einum um of. „Eg er oft spurður að þessu. En ég svara alltaf á sömu leiö. Að mér finnist það allt í góðu lagi, að hafa svona dellu. Menn eigi bara að viðurkenna það.” -JGH. Karl Eiríksson, fyrrum bóndi á Öxl í Breiðuvík BYRJAÐIA AÐ PRJÓNA LEPPA — 7 ára gamall — Síðan hef ur hann „oft tekið í lykkju” og lopapeysurnar skipta nú þúsundum Prjónaskapur Karls Eiríkssonar hófst fyrir 66 árum á bænum Ytri- Görðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hann var þá 7 ára aö aldri. ,,Eg byrjaði á því að prjóna leppa á mig,” segir hann um þessa frumraun sína í prjónaskapnum. Nú skipta peysumar sem hann hefur prjónað þúsundum. En prjónaskapurinn hefur ekki verið aðalstarfið. Hann er alinn upp í sveit og bústörfin heilluðu. Þaö var svo fyrir þremur árum sem hann hætti sem bóndi og flutti til Reykjavíkur, í Gilja- selið, ásamt konu sinni, önnu Olafs- dóttur. Þau búa þar í kjallaraíbúð hjá einni dóttur sinni. „Það fer ljómandi vel um okkur hér. Eg get ekki annað sagt.” Og það fer örugglega ljómandi vel um alla í íbúö- inni, svo þægilegt og hlýlegt andrúms- loftríkir. Tekið í lykkju Er við spuröum hve mörg börn þau Anna eigi getur hann ekki varist því að brosa. „Þau eru fimmtán talsins, svo þú getur rétt ímyndað þér hvort maöur hafi ekki tekið í lykkju.” „Jú, mér hefur þótt gaman að prjóna. En núna geri ég þetta kannski frekar vegna þess að ég get ekkert annað.” Þessiorð erusögðaf lítillæti. — Hverkenndiþéraðprjóna? „Eg held að það hafi verið kona sem bjó hjá okkur og hélt talsvert upp á mig. Annars prjónuðum við öll systkinin.” Og því má bæta hér viö aö allir krakkar þeirra Karls og önnu kunna að prjóna, „þó aö synirnir fáist nú ekki mikið við það ennþá.” Um þaö hvort auðvelt hafi verið aö losna við peysurnar segir Karl að svo hafi verið. Ymsir hafi vUjað fá þær og í Olafsvík hafi margar f ariö. Peysan var hlý — Hefur veriö spurt eftir „peysunum hans Karls”? „Ekki held ég að ég hafi átt slíkt Reffilegur maður, Karl, í einni lopa- peysunni er hann hafði lokið við að prjóna. Hann prjónar mest fyrir þær hjá íslenskum heimilisiðnaði. Og flestar fara peysurnar til að hlýja Bandarikjamönnum. vörumerki. Eg minnist þess þó að ég hitti eitt sinn ungUng úr Olafsvík, sem kom sérstaklega tU min og þakkaöi mér fyrir peysuna sem hann var í „Hún er hlý,” sagði hann.” Flestar lopapeysumar sem Karl prjónar selur hann hjá Islenskum heimUisiðnaöi. Þaðan fara þær til Bandaríkjanna og hafa Ukt og aðrar íslenskar lopapeysur komiö sér vel í kuldunum sem þar hafa ríkt í vetur. — Aldreilentíþvíaðrekjaupp? „Jú, það hefur komið fyrir. Eg gleymi því tU dæmis ekki þegar ég kom Ætlunin var þrjár peysur á viku — Hvað ertu lengi með lopapeys- una? „Ja, ég er nú orðinn ansi seinn að prjóna. ÆtU ég prjóni ekki svona hálfa aðra peysu á viku. Meiningin var að prjóna þrjár peysur á viku en ég gafst uppáþví.” Viö spurðum hvort hann væri með lopann á prjónunum er hann horfði á sjónvarpið á kvöldin. Það reyndist vera. „Eg prjóna oft þegar ég horfi á sjónvarpið. Og einnig glugga ég oft í bækur um leið og ég prjóna.” Góö tónUst barst frá útvarpinu, rás 2, á meðan á þessari rabbstund okkar stóð. Ekki komst hann hjá því að segja örlítið um þessa nýju útvarpsstöð okkar. „Það er nú orðið svo að ég hlusta ein- gönguá rás2.Skiptiekkiyfir. Þaðeru Uka oft mjög skemmtileg lög hjá þeim.” Varla gátum við lokið við viðtaUð án þess að grennslast fyrir um hvar hann hefði lengst af búið. með þrjár peysur til þeirra hjá HUdu hf. Konumar fóru að skoða þær. „Nei, elsku vinur, þér hefur aldeUis orðið á í messunni,” sögðu þær og bentu mér á að önnur brugðningin væri hvít en hin mórauð. Svona eftir á get ég ekki annað en hlegið að þessu.” stafni. Stytti mér stundir með þessu. En ég hef reyndarprjónað mikið á vél. Kvenfélagið í sveitinni átti prjónavél sem var lánuð á miUi bæja. Eg fékk ' véUnaoft.” -JGH. Prjónavél í sveitinni „Eg ólst upp á bænum Ytri-Görðum í Staöarsveit á Snæfellsnesi. Þaöan flutti ég að Gröf í Breiðuvík og var þar til ársins 1941 er ég flutti að bænum öxl einnig í Breiðuvík. Og þar bjó ég þangaö tU ég fluttist til Reykjavíkur. Nú býr einn sona mrnna á öxl.” — En að lokum, Karl, þér hefur ekki dottið í hug að leita á náöir tækninnar ogfáþér prjónavél? „Ekki úr þessu. Eg prjóna nú fyrst og fremst tU aö hafa eitthvaö fyrir „Konurnar fóru að skoða peysurnar. „Nei, elsku vinur, þér hefur aldeilis orðið á i messunni," sögðu þær við mig og bentu mér á að önnur brugðn- ingin væri hvit en hin mórauð. Svona eftir á get ég ekki annað en hlegið að þéssu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.