Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. 21 róttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Valsmenn hafa áhuga á að fá enskan þjálfara „Þjálfaramálið er forgangsverkef ni hjá okkur,” segir Grétar Haraldsson, f ormaður knattspymudeildar Vals—Youri llitchew úr myndinni — Við erum nú að vinna af kappi í því að fá þjálfara tll okkar og er það algjört forgangsverkefnl hjá okkur, sagðl Grétar Haraldsson, formaður Knattspyrnudeildar Vals, en Vals- menn eru nú þeir einu sem eftir eiga að ráða þjálfara í 1. deildarkeppninnl í knattspymu. Grétar sagði að Rússinn Youri Hitchew, fyrrum þjálfari Vals, væri nú út úr myndinni, þar sem það tekur of langan tima að fá þjálfara frá austan- tjaldslöndunum. — Það er enginn íslenskur þjálfari á lausu, þannig að við erum aö kanna málin erlendis, sagði Grétar. DV hefur frétt að Valsmenn séu nú að afla sér upplýsinga um þjálfara frá Englandi og kanna hvaöa þjálfara þar eru á lausu. Þeir eiga von á lista með nöfnum þjáifara um næstu helgi og þá fara þeir að afla sér nánarí upplýsing- arumþá menn. Valsmenn hafa mikinn hug á því að sá þjálfari sem þeir fá sé á góðum aldri — þannig að hann gæti jafnvel leikið með þeim, ef svo færi. -SOS Loksins stór- sigur Everton „Everton-liðið verður betra og betra með hverjum lelk. Þetta er fjórði leikurlnn sem ég hef séð Everton leika að undanfömu og liðlð verður erflður mótherji,” sagði Graham Turaer, stjóri Shrewsbury, eftir að hann hafði séð Everton sigra Gillingham 3—0 i gærkvöld í Kent í þriðja leik llðanna í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. t 5. umferð á Everton heimaleik við Shrewsbury. Hávaöarok var í Gillingham í gær- kvöld og Everton lék móti vindinum í fyrri hálfleiknum. Mikil spenna en erf itt fy rir leikmenn að sýna góðan leik vegna roksins. Everton reyndi að halda knettinum niðri á vellinum og gerði út um leikinn á tiu minútna kafla í fyrri háifleiknum. Skoraði þá öll mörkin, fyrst Kevin Sheedy á 27. mín, Ólympíuleikamir Vetrar-ólympíuleikamir hefjast í Sarajevo í dag. Þá verða sex leikir í ishokkey, meðal annars leika Banda- rikin gegn Kanada. Bandarikjamenn kærðu í gær nokkra leikmenn sem leika með Kanada og auk þess nokkra sem leika með öðrum þjóðum. Fimm leikmenn vora dæmdlr frá sem at- vinnumenn, tveir Kanadamenn, tvelr ttalir og einn Austurrikismaður, þar sem þeir hafa leikið í norður-amerisku deildinni í íshokkey sem atvinnumenn. Setning 14. vetrarielkanna verður á miðvikudag 8. febrúar. Þátttaka er miklu metrl en nokkm sinni áður á vetrarleikum. Menn em bjartsýnir á að þelr takist vel. Nú snjóar í Sarajevo og veðurútlit gott þannig að nægur snjór ætti að verða meðan leikamir standa yfir. Um tima var óttast að snjóleysi mundi setja strik í reikning- hin. -hsím. þá Adrian Heath á 34. mín. og Sheedy aftur á 37. mín. Andy Gray, sem nú var í byrjunarliði Everton, átti þátt í öllum mörkunum. I síðari hálfieik tóku leik- menn Everton lífinu með ró enda fyrri leikurinn í undanúrslitum við Aston Villa í Milk Cup á miðvikudag. Liver- pool og WalsaU leika á Anfield í kvöld í sömu keppni. Einn ieikur var i 3. deild í gærkvöld. Southend tapaöi heima fyrir Bolton 0—1. Sjöundi leikur Southend án sigurs. -hsim. Sheff. Wed. keypti íra Sheff. Wed. keypti í gær bakvörðinn Nigel Worthington frá Notts County fyrir 100 þúsund sterlingspund. Worthington er sterkur leikmaður, írsktir. Hefur verið tvö leiktimabil i Nottingham. Keyptur frá Ballymena fyrir tíu þúsund sterlingspund. -hsím. Guðrún Fema með verðlaunabikar IBR sem „iþróttamaðurReykjavikur”. DV-mynd S. Sundkonan þakk- aði heiðurinn! Guðrún Fema Ágústsdóttir náði góðum árangri á ÆgSsmótinu „íþróttamaður Reykjavikur 1983”, Guðrún Fema Ágústsdóttlr, Ægi, náðl ágætum árangri í 100 m bringusundi, þegar hún sigraði á 1:15,81 mín. á Sundmóti Ægis í Sundhöilinni á sunnu- dag. Guðrún Fema sigraðl einnig í 200 Hörkukeppni í 50 metra hlaupi á íslandsmótinu innanhúss í Baldurshága á laugardag. Jóhann Jóhannsson, ÍR, (nr. 290) kemur fyrstur í mark á 5,9 sek. Stefán Þór Stefánsson, ÍR — maður mótsins — varð annar á sama tima. Hann er lengst til hægri en milli þeirra er Einar Gunnarsson, UBK, sem varð þriðji á 6,0 sek., 17 ára og vakti mikla athygU eins og féiagi hans Sigurjón Valmundsson, sem varð þriðji í langstökki með 7,02 m. Atli best áður sex metra. DV-mynd Oskar. m fjórsundi á mótinu. Synti á 2:33,73 min. Guðrún Fema hlaut titilinn „iþróttamaður Reykjavikur” á föstu- dag. Akurnesingurinn Ingi Þór Jónsson var mjög sigursæU á mótinu. Sigraði í 400 m skriösundi á 4:20,89 mín. og þar varð Olafur Einarsson, Ægi, annar á 4:26,30 mín. 1100 m flugsundi sigraði Ingi Þór á 1:00,79 mín. en hörkukeppni var um annaö sætið. Olafur Einarsson annar á 1:05,72 min. og Jóhann Björns- son, Njarðvík. þriðji á 1:05,86 mín. I 100 m skriðsundi var skemmtileg keppni milli Inga Þórs, sem sigraði á 54,81 sek. og Eðvarðs Eðvarðssonar, Njarðvík, sem varð annar á 55,87 sek. I 100 m bringusundi sigraði Eðvarð á 1:09,16 mín. Amþór Ragnarsson, SH (Hafnarfirði), varð annar á 1:12,49 mín. og Þórður Oskarsson, Njarðvík, þriðji á 1:12,60 min. I 200 m flugsundi kvenna sigraði Anna Gunnarsdóttir, Ægi á 2:37,14 mín. Guðbjöm Bjarnadóttir, Selfossi, varð önnur á 2:41,03 mín. Unga stúlkan úr Þorlákshöfn, Bryndís Olafsdóttir, sigraöi í 200 m baksundi á 2:39,95 min. Kolbrún Gissurardóttir, Selfossi, varð önnurá2:48,79mín. -hsim. óttir íþróttir Iþróttir íþróttir Kristján Arason—kominn með 103 mörk. Kristján Ara með 103 mörk Kristján Arason, íþróttamaður ársins í Hafnarfirðl, skoraði fimm mörk í leiknum við KR i 1. deild handknattleikslns og er nú kominn með 103 mörk. Vantar þvi 32 mörk í markamet Sigurðar Sveinssonar, Þrótti. Litlar líkur að hann nái þvi i þelm tveimur leikjum sem eftir em. Markahæstu leik- menn em nú. Kristján Arason, FH 103/41 Páll Ólafsson, Þrótti 79/11 Sig. Gunnarsson, Vikingl 71/8 Hannes Leifsson, Stjömunni 63/15 Viggó Sigurðsson, Víkingi 61/12 Þorgils Óttar Mathiesen, FH 60 / -hsim. Einvígi ÍS ogVölsungs Spennandl einvigi er milli ÍS og Völsungs í blaki kvenna. Liðin mættust í Hagaskóla á Iaugardag og fóra háskólastúlkuraar með sigur af hólmi, 3—0. Húsavikurliðið átti ekk- ert svar við góðum ielk IS, sem vann 15—13, 15-11 og 15-11. Bæði Uðin hafa nú tapað tveimur leikjum. önnur úrsUt í kvennablakinu: Þróttur vann KA 3—0. KA vann Víking 3—0. Leikur Breiðabliks og Völsungs fór ekki f ram. -KMU Þrístökkvarinn með Skagfirðinga Guðmundur Sigurðsson, sem sigraði í þrí- stökki á Islandsmótinu í frjálsum íþróttum, keppir ekki með Umf. Eyfirðinga lengur. ílann skiptl um félag fyrir nokkm, þjálfar og keppir með Skagfirðingum og varð þvi islandsmeistari fyrlr UMSS. Þá féU því miður niður nafn FH, þegar rætt var um hve félög utan Reykjavikur stóðu sig vel. FH- ingar vora mjög slgursæUr á mótinu. -hsim. Motherwell í þriðju umferð MotherweU sigraði Quecns Park 3—0 í 2. umferð skosku blkarkeppninnar í gærkvöid. Andy Harrow skoraði öU þrjú mörkin. Af öðrum úrsUtum i gærkvöld má nefna að Hearts vann Partick 2—0, Morton vann East Stlrling 2—0, Dundee Utd. vann Ayr 1—0, Falkirk tapaði á heimaveUi fyrir Clyde 1—2 og Raith tapaði heima fyrir Dumbarton 1— 4. í 3. umferð gerðu St. Mirren og Meadow- bank jafntefll 2—2 eftir framlengingu. Þrenna Rossi — ílandsleik við Mexíkó Heimsmeistarar Italíu í knattspymunnt unnu stóran sigur á Mexikó, 5—0, í landsleik i knattspyrau í Rómaborg á laugardag. Paolo Rossi skoraði þrjú mörk í leiknum. Salvatore Bagni og Bruno Conti hin tvö. Þetta er stærsti sigur ítala frá því þeir urðu heimsmeistarar 1982. Áhorfendur 27.500. -hsim. íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.