Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Banvænar galdralækningar Tveir menn voru hengdir í þorp- inu Mogoboya í Suður-Afríku fyrir svartagaldur en þeir voru fundnir sekir um að hafa leitt eldingu í tvær ungar systur. önnur dó en hin lifði af þessar galdralækningar. Vitað er um fernt sem látið hefur lífið fyrir tilstilli galdralækna en boriö hefur á því að slíkir hafi gerst uppivöðslusamari upp á síðkastið. Kosningar áGrenada Patrick Emmanuel, utanríkis- ráðherra í bráöabirgðastjórn Granada, boðaöi í gær aö kosn- ingar yrðu haldnar á eyjunni í lok nóvember nk. Byrjað er á ráöstöf- unum til frjáls stjómmálalífs tU þess aö tryggja lýðræðislegar kosningar, Neyð vegna snjóþyngsla EBE hefur ákveðið að gefa 300 þúsund doUara til skyndihjálpar fátæku fólki í noröurhluta Grikk- lands, þar sem snjóþyngsU hafa valdið fólki þungum búsif jum. Þar var mikU snjókoma í desember og hefur valdið tjóni á hiíbýlum og öörum mannvirkjum. Dæmdurtil aflimunar Maður einn, sem rænt hafði leigubUstjóra í Karachi í Pakistan, var dæmdur þar til að afUmast, missa hægri hönd og vinstri fót. Hann hafði stungið leigubílstjórann hnífi og tekið bíl hans traustataki. Dóminum verður þó ekki fullnægt nema hann veröi staðfestur af hæstarétti múham- eðsmanna í Pakistan. Nokkrir sUkir dómar hafa verið kveðnir upp á síöustu fimm árum, siðan Mohammad Zia-Ul-Haq hers- höfðingi kom tU valda, en hæsth-éttur landsms hefur aldrei staðfest afUmanir. Fengukaf- bátívörpuna 1 Norskur togari fékk kafbát í vörpuna og er talið víst að hann hafi verið sovéskur. Enda var tog- arinn Vesturtindar við veiðar fyrir fiskirannsóknir innan 12 mílna landhelgi Sovétmanna með leyfi Sovétyfirvalda. NorðmennimU- urðu að höggva annan togvírinn tU aö losa sig úr vandræðunum eftir að Vesturtind- ur var dreginn æði hratt aftur á bak. Sjófugladauði viðFrakkland Einhver óþekktur vírussjúk- dómur er talinn hafa oröið um 10 þúsund sjófuglum að aldurtUa við Atlantshafsströnd Frakklands síðustu vikuna. Þúsundir deyjandi fugla hefur rekið á fjörur og sker La Rochelle. Eru það aðaUega máf- ar og lundar. Dýralæknar sem rannsaka dánarorsökina telja hugsanlega sömu vírusveikina hrjá þessa fugla og plagað hefur fugla við Irland upp á síðkastið. Búistviðgosi úrSt Helens EldfjaUið St. Helens í Banda- ríkjunum þykir iíklegt tU þess að gjósa á hverri stundu en það er ekki búist viö eins öflugu gosi núna og í maí 1980 þegar 57 manns fór- ust. Mælst hafa tíöir skjálftar í fjaUinu á undanförnum dögum. — Mest kvíða menn tjóni af flóð- um eða aurskriðum sem kunna að fylgja í kjölfar gossins. Sjórán og svik plága í verslunarsiglingum Gamaldags sjórán hafa færst í aukana í heiminum samkvæmt þvi sem fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að þetta sé orðið hið alvarlegasta vandamál í verslunarsiglingum. Sjóránin eru jafnt framin úti á opnu hafi sem inni í höfnum. Skýrslan var unnin fyrir ráðstefnu sem hófst í gær í Genf en þar er fjallað ThaUensk strandgæsla leitar um borð í . togbáti að vopnum sjóræningja en Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin styrktu um hríð thaUensk yfirvöld tU aðgerða gegn sjóræningjum. um sjórán og tryggingarsvik varðandi skipaskaða. I þeim hluta skýrslunnar sem gerður var opinber er ekki tekið fram hvaða svæði þar eru höfö í huga, þegar getið er þess að sjórán séu tíðari á ákveðn- um svæðum en annars staðar. Malaccasund miUi Indónesíu og Malaysíu kemur þó flestum í hug þar sem sjóræningjar á öflugum hraðbát- um hafa ráðist á kaupskip og olíuskip. Skýrslan er unnin á vegum versl- unar- og þróunarráös S.þ. og er í henni lagt til að breytt verði reglum varð- andi bankalán og tryggingar á far- skipum og farmi þeirra, því að núgild- andi reglur bjóði heim svindli. Ráðstefnan mun standa í 11 daga, en til hennar er boðað aö beiðni þróunar- landa sem telja sig verða harðast úti vegna sjórána og farmsvika, því að þau reiði sig mest á skip við aUa aðflutninga. LAÐAR AÐ SÉR FISKA MEÐ RAF- BYLGJUM komið fiskunum tU þess að vera hreyfingarlausir á meðan þeir voru veiddir. Við tUraunir sínar komst hann að raun um að álar brugðu við ef send voru út bylgjutíðnin fimm högg á sek- úndu, karfar ef tíðnin var tíu á sek- úndu og geddur ef tíðnin var tuttugu á sekúndu. Bylgjusendingarnarhrófluðu ekki við öðrum fisktegundum en þeim sem Hickley miðaði tiðnina við. Hann ætlar að halda áfram rannsóknum sínum tU þess aö komast á snoðir um hvaða bylgjutíönir hæfa öörum tegundum fiska. Líffræðingur einn, sem rannsakar vatnalíf í vesturhluta Englands, segir blaöamönnum að hann hafi fundiö nýja aðferð til þess að egna fyrir fisk. Not- aði hann rafbylgjur. Segir hann þessa aöferð ræna menn skemmtuninni af sportveiði. Á 150 mínútum veiddi hann 169 geddur með þessari aðferð. Dr. Phil Hickley segir að með raf- bylgjunum trufUst heUastarfsemi fiska og þeir hafi synt að báti hans. Þar voru þeir síðan hreyfingarlaush- þar tU hann hafði háfað þá um borð. — Fyrri rafbylgjutilraunir við fiskveiðar höfðu Bauna óspart á Tjallann Franska blaðið ,,Le Monde”, sem venjulegast er með mjög alvöru- gefnu yfirbragði, sendir þessa dag- ana frá sér sand af „Hafnfirðinga- bröndurum” sem blaðiö heimfærir upp á Englendinga. Þessir Englendingabrandarar sýnast sprottnir upp úr því að ensku blööin voru á dögunum uppfuU af Frakkaskrítlum eftir að tveir enskir vörubUstjórar höfðu verið stöðvaöir og kyrrsettir af frönskum bændum í mótmælaaðgerðum í síöasta mánuði. „Veistu hvernig á að bjarga Englendingi frá drukknun? — Nei? — það var gott,” segir í kynningu á sérstakri brandarasamkeppni sem „Le Monde” hefur efnt tU. Fyrstu verðlaun eru f erð tU London en önnur verðlaun eru þrjár ferðir tU London. „Hver er munurinn á slysi og hörmungaratburði? — Það er slys ef skip fuUt af Englendingum sekkur. Það er hörmulegt ef þeir kunna að synda.” — Þannig hljóðar eitt dæmið um inntakið í þessum skrítlum. 30-50% AFSLÁTTUR Við viljum losa af lager 100 tepparúllur Nú er tækifærið að kaupa teppið á íbúðina, á stigaganginn, herbergið, skrifstofuna eða hvaða gólf sem er. Greiðsluskilmál- ^ ar, útborgun um 20% og eftirstöðvar á 8 mánuðum. Rýmum til ... . ■ ’ fyrir nýjum tegundum og gefum 30-50% afslátt af gamla verð- Jpfl W inu. Verð frá kr.: 140-550 m2 Missið ekki af þessu einstæða tækifæri til að eignast úrvalsteppi á alvöruafsláttarverði. armOi B ygginga vörur hf. REYKJAVÍKURVEGI 64 HAFNARFIRÐI, SÍMI 53140.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.