Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1984, Síða 3
DV. MIÐVKUDAGUR 8. FEBRUAR1984. 3 Verksamningar og f asteignakaup: REGLUR VANTAR UM ÚTREIKNING VERÐBÓTA fullyrt að kaupendur haf i í raun þurft að greiða 25 prósent vexti ofan á fulla verðtryggingu Engar reglur viröast vera til um hvernig reikna eigi veröbætur í viðskiptum manna þar sem kaup- verö er tengt visitölu verölags eöa byggingarkostnaðar. Seölabankinn telur sig ekki hafa lagaheimildir til að skipta sér af slíkum málum. „>ví er ekki hægt aö neita að all- víöa og í mjög mörgum tilvikum hefur risiö ágreiningur um hvemig reikna skuli veröbætur út. Staöreyndin er sú aö hér er um hundruö ágreiningsmála aö ræöa í þjóðfélaginu og ástæöan er ósköp einföld. Reglurnar eru sumpart óskýrar, sumpart alls ekki til og enginn viöurkenndur úrskuröaraðili hefur verið tiltækur til að skera hér úr nema þá dómstólarnir, en dóm- stólaleiðin er seinfarin eins og kunn- ugter.” Þetta sagði Ragnar Arnalds í þing- ræöu nýlega er hann beindi fyrir- spum til viöskiptaráöherra um hvort rikisstjómin vildi beita sér fyrir að skýrar reglur yröu settar um þetta efni. Ragnar rakti dæmi um hvemig veröbætur væra reiknaðar viö sölu á fasteignum eöa í verksamningum og sagði aö í raun þyrfti kaupandi oft aö greiða mjög háa vexti auk verð- tryggingar. ,,Fullyrt er aö í mjög mörgum til- vikum sé um aö ræða fulla verð- tryggingu meö 25 prósent vöxtum ofan á. Eg þarf ekki aö rekja hér hvílikum vandræöum þetta hefur valdið hjá mjög mörgum sem hafa verið að kaupa fasteignir á liðnum mánuðum og misserum. Þar er mörg sorgar- sagan sem ekki er ástæöa til að fjöl- yröa hér um. Kaupendur hafa leitað tU opin- berra aðila til að fá leiðréttingu mála sinna, til dæmis Seölabanka Islands, en í 41. grein laga númer 13 frá 1979 segir að Seölabankanum sé faUö aö setja reglur um verðtryggð viöskipti utan banka og lánastofnana. Hins vegar hefur fariö svo að Seölabank- inn hefur lýst því yfir að verðtryggð viöskipti um afhendingu eignar sem hækkar í veröi á afhendingar- tímanum í hlutfaUi við verðbreytingar flokkist ekki undir lánsviöskipti og þar meö ekki undir lög númer 13 frá 1979. Nú er að visu mikið vafamál hvort þetta er rétt lögskýring hjá seöla- bankamönnum, en þaö skiptir ekki öUu. Aöalatriöið er aö Seðlabankinn túlkar lögin á þennan veg og neitar að skipta sér af máUnu frekar,” sagöi Ragnar. I svari sínu sagöi viöskiptaráö- herra, Matthias Á. Mathiesen, aö hann myndi skoöa þetta mál í sambandi við væntanlega löggjöf um vaxtamáL I umræðunum á Alþingi tóku tveir aörir þingmenn tU máls, þeir Stefán Benediktsson og Kjartan Jóhanns- son. Stefán sagöi meöal annars: „Þegar við horfum upp á aö verk- samningar, líklega nánast allan síöastUöinn áratug, hafa verið geröir meö þeim hætti að þeir hafa leitt tU veröhækkunar umfram mæUngu á faUandi gengi getum viö í hendi okkar séö hvaöa afleiðingar þetta hefur haft fyrir íslenskan þjóöar- búskap. Eg leyfi mér að fullyrða að hér sé um mjög alvarlegan þátt í okkar veröbólguvandamáU að ræöa.” Stefán gagnrýndi Seðlabankann og sagöi aö hann og Alþingi yröu aö taka sér tak í þessum efnum. Hann sagöi að þessir aðilar heföu bragöist á vöku sinni. Kjartan Jóhannsson sagði aö dæmi sýndu aö seljandi fasteignar gæti búiö sér tU verðbólgugróða á kostnaö kaupandans meö þeim reglum sem fylgt heföi veriö. Nauösynlegt væri aö afia lagaheimUda tU aö setja skynsamlegar reglur umþessi mál. Þess má að lokum geta aö fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur er mál sem snýst um útreikning verðbóta. Þaö er mál Ibúöavals hf. gegn ÞorgUs Axelssyni og gagnsök. Þorgils keypti íbúö af IbúöavaU en er ósáttur við hvernig fyrirtækið reiknaði sér verö- bætur. Fleiri einstaklingar, sem keyptu af Ibúðavali, bíöa dómsniöur- stöðu enda telja margir að hún veröi fordæmi. Dómari er Steingrímur Gautur Kristjánsson. Hann hefur fengiö sér tU aðstoðar tvo sérfræðinga, þá Þór Guðmundsson viöskiptafræöing og Guöjón Hansen tryggingastæröfræð- ing. Með mál Ibúðavals fer Othar örn Petersen. Lögmaöur Þorgils er Jón Einar Jakobsson. -KMU. Fréttabiaðið Feykir: Fagnar komu ísfilm hf. I fréttablaðinu Feyki, sem gefiö er út á Sauðárkróki, er fjaUað um stofnun nýja fyrirtækisins Isfilm hf. í leiöara nýlega. Segir í skrifum þessum að Is- lendingar standi nú á tímamótum i fjölmiölun og framundan sé spennandi kafli nýrrar tækni. Segir blaðið að þörf sé á því að Islendingar fari að fram- leiða efni fyrir myndbönd til aö vega upp á móti því flóöi af erlendu „mynd- bandarusU” sem hér sé dreift. Ennfremur segir orörétt í Feyki: „Þeir sem sjá ofsjónum yfir IsfUm hf. telja að þar sé komið fyrirtæki sem muni einoka markaðinn. Þeir sem þannig tala eru þó y firleitt sömu menn- irnir og verja einokun ríkisins tU út- varpsreksturs.” Segir blaöiö aö ef Isfilm hf. fari út í sjónvarpsrekstur þegar sUkt veröi leyfUegt fái Ríkisútvarpið verðugan keppinaut. Ríkisútvarpið muni þó ætíð standa skrefi framar vegna þess að það nái til alls landsins. Þá segir blaöiö að eflaust muni fleiri fara út í sjónvarpsrekstur og gerö sjónvarpsefnis. Veröi settar upp Utlar sjónvarpsstöövar úti um allt land sem dreifi efni i gegnum kapal.gætu þær haft samvinnu við stóra stöðvamar og keypt þaöan myndefni. Aö því muni koma aö s jónvarpskapall veröi kominn heim aö húsvegg hvers Islendings og í sjálfu sér sé það ekki meira fyrirtæki en aö leggja símastrengi um landið þvertogendUangt,segirFeykir. -HÞ. Gjald- heimta í Garðabæ Bæjarstjóm Garöabæjar hefur falið bæjarstjóra að leita samninga við f jár- málaráöuneytiö um sameiginlega gjaldheimtu i bænum. Hlutverk hennar yrði að taka á móti og innheimta þau gjöld sem inna á af höndum til ríkis og bæjar. Bæjarskrif- stofan innheimtir nú bæjargjöldin en skrifstofa bæjarfógeta í Hafnarfirði skatta til ríkisins. -HERB. DC-8 þotur Birkis Baldvinssonar á Findel-flugvelli í Lúxemborg. DV-mynd Valgeir Sigurösson. Þota Birkis tii bresks félags Birkir Baldvinsson, íslenski þotueig- andinn i Lúxemborg, er þessa dagana að ganga frá samningi við félag í Lond- on um kaupleigu á fyrstu þotu sinni, TF-BBA. Þotuna hyggst hiö breska félag nota í Nígeríu meðal annars. Hin DC-8 þota Birkis, TF-BBB, hefur verið í leigu hjá Cargolux frá því hún var keypt frá Japan AirUnes í október ásiðastliönuári. -KMU. VÖMDIie VAKTÞJONUSTA SÉRÞJÁLFAÐIR ÖRYGGISVERÐIR okkar vakta fyrirtæki, stofnanir, byggingalóðir, Ibúðahús, geymsluport ofl. allt eftir þörfum yöar. Ör- yggisveröirnir eru I stööugu talstöðvarsambandi við öryggismiöstöð okkar. SÉRSTÖK VERKEFNI, ss. peningaflutningar, daggæsia I stórversl- unum og önnur eftirlitsstörf vel og örugglega af hendi leyst. Fyllsta trúnaöar gætt. ÖRYGGISMIÐSTÖÐ OKKAR - hin eina á landinu — er búin tölvustýrö- um rafeindabúnaöi. Miöstööin starfar allan sólarhringinn og vaktar á „elektróniskan” hátt stofnanir og fyrirtæki um allt land. Hjálpar- beiönir næturvaröa og heimaliggjandi sjúklinga berast einnig til ör- yggismiöstöövarinnar á örfáum sekúndum. \\v// VARI - VAKTÞJONUSTA S:29399 — viöerum líka ódýrari „ÖRYGGI YÐAR ER SÉRGREIN OKKAR1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.