Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Qupperneq 8
8
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR1984.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Fjölmennt lögreglulið fékk ekki þokað stórum trukkunum út af aðalvegum í Frakklandi, en nú hyggjast vörubíl-
stjórar færa sig með mótmælaaðgerðirnar á strætin í Paris.
Blöðrudreng-
urinn alvar-
lega veikur
á nýjan leik
Tólf ára drengur, sem sína lífstíð
hefur dvaliö í einangrun á sjúkrahúsi
— en fékk loks á dögunum að komast í
snertingu við foreldra sína — liggur nú
aftur alvarlega veikur. Hafa læknar
bamaspítala í Houston í Texas orðið að
tappa af lungum hans vatni og sömu-
leiðis vökva sem þyngdi að hjarta
honum.
Drengnum er gefiö súrefni en er með
fulla meövitund og þarf ekki að vera í
tengslum við öndunarvél.
Hann fæddist með svo alvarlega
ónæmisbæklun aö líkami hans gat ekki
framleitt frumur til varnar gegn sjúk-
dómum og því hefur hann alla daga
verið hafður í sérstakri
einangrunar„blöðru”. I október
síðasta var settur í hann beinmergur
úr systur hans, Katherine, en núna í
mánuðinum fékk hann innvortis
blæðingar, þegar líkami hans virtist
ætla að hafna mergnum. Tóku
læknarnir hann þá úr einangruninni til
að geta betur glímt við það vandamál.
Trukkamir til Parísar
Franskir vörubílstjórar höfnuðu
tilboðum samgönguráðuneytisins í
viðræðunum í gær, sem miöa áttu að
því aö binda enda á mótmælaaðgerðir
þeirra á aöalvegum Frakklands. Hóta
þeir nú að fara með trukka sína og
stífla aðalgötur Parísar.
Um 5000 trukkar eru við Alpafjalla-
bæinn Cluses en aðrir vörubílar eru
sagöir lagðir af staö í átt til Parísar.
Þar er ætlunin að leggja trukkunum á
aöalgötum og stífla alla umferð ef
samgöngumálaráðuneytiö getur ekki
sýnt fram á það með áþreifanlegum
hætti aö sáttatillögur þess virki raun-
hæft í framkvæmd.
Samgöngutruflunin er nú farin að
segja alvarlega til sín í efnahagslífinu.
Kjötflutningar frá aðallandbúnaöar-
héruöum Frakklands hafa legiö niðri í
nær viku og hafa valdið miklu tjóni.
Fiskimenn í Breton hafa ekki komið
afla sínum á markað í París og fram-
leiðsla bílaverksmiðja Peugeot og
Citroen er að stöðvast vegna skorts á
bílahlutum, sem ekki hafa borist.
Skíðaorlofsstaöir hafa þurft að fá
matföng flutt aö með þyrlum. Vörubíl-
stjórar, sem sitja fastir uppi í f jöllum,
hafa verið upp á súpugjafir lögregl-
unnar komnir.
Mótmæli bílstjóranna hófust eftir að
þriggja daga tafir höfðu orðið viö
landamærin við Italíu vegna hæga-
gangsaögerða tollþjóna beggja megin.
Frönsku tollþjónarnir hafa nú hætt
sínum aðgeröum, og vonir standa til
þess að um semjist hjá Itölunum
einnig.
Samgönguráðherrann bauö samtök-
um vörubílstjóra aö lagðar yröu 8
milljónir franka í viðlagasjóð til
aöstoðar bílstjórum sem sitja uppi
meö skemmda trukka eftir tilraunir
lögreglunnar til þess að draga þá af
vegunum. Hafði hann átta tillögur fram
aö færa aðrar til úrbóta í um-
kvörtunarefnum bílstjóranna en þeir
telja þær ekki ganga nógu langt.
G^.
Stórbingó verður haldið í Sigtúni fimmtudaginnl. mars. kl. 20.30
stundvíslega. Spilaðar verða 18 umferðir.
Meðal vinninga er Skoda-bifreið að verðmæti 139.000 kr.,
heimilistæki frá Heimilistækjum
sf. og matarkörfur frá Hólagarði, Straumnesi
og versluninni Víði.
Heildarverðmæti vinninga ca 240.000 kr.
Verð spjalds 150 kr.
STJÓRNANDI ER
HERMANN
GUNNARSSON
SÁ HEPPNI
Á SKODA?
*#
.*»i '
ii .«'•t
Á-.VÁV
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ LEIKNIR
tgr: ,