Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Qupperneq 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR1984. 11 „Aðalmenningar- stðð borgarinnar’ Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuð 1984, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrj- aðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 3,25% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. Fjármálaráðuneytið. — segir Skúli Halldórsson, tónskáld og skrif stof ustjóri, um SVR þarsemhannhefurunniðí50ár „Ég sýni svo gott fordæmi á öðrum sviðum að ég er stikkfri á þessu," segir Skúli Haiidórsson, skrifstofustjóri SVR, sem notar einkabíiinn i stað strætisvagnanna. Skúli HaUdórsson tónskáld á 50 ára starfsafmæli hjá Strætisvögnum Reykjavíkur þann 1. mars næstkom- andi. „Mér hefur fundist ágætt aö vera hér og ég hef haft mjög gott starf allan tím- ann,” sagöi Skúli í samtali við DV. „Þaö hefur nú ýmislegt gerst á þessum 50 árum. Á stríðsárunum var t .d. mikiö los á mannskapnum en ég sat fast' viö minn keip. Þaö sem geröi gæfu- muninn var að ég var í tónlistarskóla í 8 ár og haföi nóg aö gera í tónlistinni. Eg haföi heldur aldrei áhuga á aö stofna eigin fyrirtæki. Þaö er kannski ástæðan fyrir því, aö ég hef lafaö í sama starfinu í 50 ár.” Þegar Skúli kom til Strætisvagna Reykjavíkur hf. 1. mars 1934 varö fyrsta starf hans að gera upp viö vagn- stjórana eftir hverja vakt. Síðan var þaö bókhaldið og önnur skrifstofu- vinna. Ariö 1945 varö hann skrifstofu- stjóri fyrirtækisins og hefur veriö þaö síðan. — Hverjar eru skemmtilegustu minningar þínar á þessum langa starfsferli? „Þær eru margar skemmtilegar, en ætli sú skemmtilegasta sé ekki frá því þegar fyrsta skrifstofustúlkan kom til okkar. Þaö var mikil barátta um hana en ég náöi henni og hún er nú konan mínídag.” Þessi unga stúlka hét Steinunn G. Magnúsdóttir, og heitir enn. Henni tileinkaði Skúli svo Dómínóvalsinn þegar hún þurfti að hætta. — Það hefur aldrei flogiö aö þér aö hætta hjá Strætó? „Nei, mér hefur aldrei dottið í hug aö segja upp. En einu sinni datt okkur nokkrum í hug aö kaupa SVR. Þetta var 1947 eöa 48 og borgin vildi selja. Þaö varö þó aldrei neitt úr því því að borgin dró svo að sér höndina. ” Skúli fékk leyfi hjá borgarstjóra áriö 1970 til aö hafa píanó inni á skrifstofu sinni. „Þetta er gamait píanó sem móöir mín átti. Eg nota þaö eftir vinnutíma, æfi mig og kompónera. Eg er nýbúinn að skrifa sinfóníu, „Heimurinn okkar”, sem veröur frumflutt 17. maí í vor og ég vann mikið aö henni hér. Þetta er aðalmenningarstöð borgar- innar.” — Er örvandi umhverfi hjá strætó? „Já, mjög örvandi fyrir tónskáld- skap. Þess vegna eru verk mín svona góö, betri en annarra, vegna þess aö þeir vinna ekki hjá strætó. Það er sér- stök stemmning, sem fylgir strætó. Þar hittist fólk og þar er stemmningin og hún á eftir aö veröa meiri með stóru vögnunum.” — Ferðastu kannski sjálfur mikiö meöstrætó? ,,Ég geröi þaö í gamla daga en núna geri ég það ekki nema billinn bili. Þaö er skömm að því hve ég hef ferðast lítið meðstrætó.” — En ættir þú sem skrifstofustjóri SVR ekki að sýna gott fordæmi? „Auðvitað ætti ég aö selja bílinn. En ég sýni svo gott fordæmi á öörum sviðum að ég er stikkfrí á þessu,” sagöi Skúli Halldórsson tónskáld og skrifstofustjóri. Þau Skúli og Steinunn eiga tvö börn, uppkomin. -GB FROWIG - 160 DC — H, EIIMS FASA, léttbyggð og fullkomin hátióni - Tig - vél sem sýður ryðfrítt stál á full- kominn hátt. Þreplaus týristorstýring á startstraumi, suðustraumi, lokastraumi og gaseftirflæði. Ennfremur pinnasuðuvél með alla góðu eiginleika jafn- straumsvélanna. Verð án söluskatts. M/vagni kr. 39.955,- Án/vagns kr. 36.335,- 2 ára ábyrgð. J. HINRIKSSON HF. Súðavogi 4.104 R. S-84677 - 84559. BETRA VERÐ EN AÐUR HEFUR ÞEKKST NÝTÍSKU SÚFASETT • VERÐ FRÁ KR. 36.400,- (3JASÆTA0G 2 STÓLAR) MARKMIÐ OKKAR ER AÐ. SELJA BESTU HÚSGÖGNIIM TM-HUSGOGN SíSumúla 30 - Sími 86822 SíSumúla 4 - Sími 31900 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.