Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1984, Page 15
Dv'.1klbVl{{tÍÖXGÍJÍ{^?F'@BTRM!{rt984.r 15' Menning Menning ÍSLENSK SÖNG- KONA FÆR GÓDA GAGNRÝNI í ÞÝSKALANDI Sópransöngkonan Margrét Bóasdótt- ir, sem nú dvelst við nám í sönglist í Þýskalandi, hélt nýlega tónleika í Heidelberg á vegum tónlistar- og list- vinafélagsins þar í borg og hefur fengið fyrir þaö góða dóma gagn- rýnenda. Segir tónlistargagnrýnandi Rhein-Neckar-Zeitung, m.a. í um- fjöllun sinni: „Þaö er ekki falleg rödd sem skapar ljóðakvöld heldur þaö sem ljóðin hafa aö segja. Eitt ekta tár er betri ábending um velheppnaöa ljóöa- tónleika en margra mínútna lófatak ... I þessum anda buöu Margrét Bóas- dóttir og Ulrich Eisenlohr áheyrendum sínum upp á ljóðakvöld sem var í fyllsta máta rómantískt. Og sá sem vildi heyra boöskapinn gat líka skiliö hann.” Gagnrýnandinn segir einnig aö þetta hafi verið ljóöakvöld fyrir þá sem vit heföu á óg segir aö lokum um túlkun Margrétar á ljóðum Mahlers úr Des Knaben Wunderhom: „Sá sem kann að tjá svona mikiö háö, hann mun lifaaf.” Að ekki liggi aftur svo mikið á Tónleikar Tónlistarfólagsins í Austurbæjarbíói 18. febrúar. Flytjendur: William Parkor, barýtonsöngvari og William Huckaby, píanóleikari. Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: An die ferne Geliebte; Franz Schubert; An Silvia, An Schwag- er Kronos, An die Musik; Henri Duparc: La vie anterieure, Serenade florentine, Le manoir de Rosemondo, Chanson triste, Phidyió; Maurice Ravel: Histoires naturelles; Dominick Argento: Winter, The Andróe Expedition, Spring. Hvorki þarf aö kynna William Parker né William Huckaby fyrir íslenskum söngunnendum. Hingað Tónleikar Eyjólfur Melsted komu þeir og léku og sungu á tónleik- um Tónlistarfélagsins í april áttatíu og tvö. Síðan má segja aö menn hafa beðið þess meö óþreyju að heyra til þessara kappa aftur. Líkt og á fyrri tónleikum þeirra hér byrjuðu þeir á Beethoven, — nú á „An die feme Geliebte”. Á eftir fylgdu þrjár af perlum Schuberts. Ekki þarf aö taka fram aö báöir eru þeir vel heima í hinum germanska ljóösöng, en hafandi fyrri tónleika þeirra félaga í huga, þá hlakkaöi ég ekki síöur til þess aö heyra þá fara meö hina galUsku söngva. Henri Dupark samdi ekki mörg sönglög. Hann var haldinn gláku og hugarangur sem var fylgifiskur sjóndeprunnar lagöist svo þungt á hann aö hálffertugur hætti hann aö semja. En hann náöi að smíöa nokkrar perlur gaUísks ljóösöngs, en wagnerískur hugsunarháttur Utaöi hljómsveitarverk hans. Og fimm þess- ara perla söng Parker, þeirra á meðal Baudelaire ljóðiö ,,La vie anterieure” og ljóö Leconte de Lisle „Phidylé”. I aöra röndina var ég aö vonast eftir aö hann gaukaöi aö okkur hinu Baudelaire ljóðinu, sem Duparc samdi lag viö, ..L’invitation au voyage”, en viö eigum þaö bara til góöa þangaö tU næst. Túlkun Parkers var einkar næm, lagvísin frábær og ekki var meöferö textans síöri. Á það eins viö um söngva Ravels um fuglana, blessaöa, og raunar allt sem hann söng. Dominick Argento er nafn sem ég hef heyrt getiö, en ekki heyrt neitt eftir fyrr en nú. Söngvar hans, nýróman- tískir, falla vel að texta, og í textavali leitar hann víöa fanga. Argento er maöur línunnar. Lagið er í forgrunni og píanóröddin gjaman nær því aö vera önnur söngrödd en aö vera píanistisk í eöU sínu. Heldur þurfti aö heröa á tónleikun- um því aö WUUam Huckaby átti aö ná flugvél héöan skömmu eftir að þeim lauk. Sama sagan og síðast þegar hann lék hér. Leitt, en kannski eins gott, því guö má vita hvort áheyrendur hefðu sleppt þessum tveimur frábæm Ustamönnum fyrr en um síðir og víst er að næstu tónleika þeirra veröur beðið meö óþreyju. Og þá væri ráð að hefja tónleikana fyrr, ef herra Hucka- by skyldi enn einu sinni þurfa aö ná næstu vél í Keflavík. -EM. EV- SALURINN Ford Cortina station 1974. Ilp2*---- V Fiat 127 900 special 1982. Ford Mustang 1966. Fiat 127 900 cl 1977. Mercedes Benz dísil 1968. Fiat 131 Mirafiori 1980. Dodge Aspen 1979. Volkswagen Passat 1976. ÓDÝRIR BÍLAR. ÁIM ÚTBORGUNAR. Volkswagen Passat 1974. Munið EVkjörin. EV- SALURINN notodir bílor í eigu umbodssins VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Simi 79944 Chevrolet Concours 1977. Tuttugu s/ódum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.