Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984. / gærmorgun náðist samkomulag i deilu Eimskips og verkamanna við Sundahöfn. Munu fulltrúar þessara aðila hefja viðræður um sérkröfur og hafði fyrsti fundurinn verið boðaður kl. 10 í morgun. Meðfylgjandi mynd var tekin á fundi fulltrúa Eimskips og verkamanna i gærmorgun en þar gengust hinir fyrrnefndu inn á að hefja viðræður um sérkröfurnar. DV-mynd S Verkamenn hjá Eimskip í Sundahöf n: Vinnudeilan leyst —fulltrúar Eimskips og verkamanna taka upp viðræður Samkomulag náöist í deilu verka- manna viö Sundahöfn og Eimskips í gær. Hétu fulltrúar Eimskips verka- mönnum viöræöum um sérkröfur hinna síöarnefndu og var fyrsti f undurinn haldinn kl. 10 í morgun. Verkamennirnir höfðu sem kunnugt er lagt niður vinnu í fyrradag. Stóö til aö halda vinnustöðvuninni áfram eftir hádegi í gær ef Eimskip hafnaöi kröfu þeirra um viöræður vegna sérkrafna sem flestar snúast um aöbúnað og um sérkröfur öryggi á vinnustað. Um kl. tíu í gær- morgun komu trúnaöarmenn og fulltrúar Eimskips svo saman til fund- ar til að ræöa máliö. Hann stóö í tvær klukkustundir, en niðurstööur hans uröu þær aö viðræöur skyldu hafnar um sérkröfumar. Fyrsti fundurinn var boöaöur kl. tíu í morgun eins og áöur sagöi. , „Þeir áttuöu sig á því á fundinum að þaö er mál Eimskips en ekki Vinnu- veitendasambandsins aö semja viö okkur um sérkröfur,” sagði Jóhann Geirharðsson, aöaltrúnaöarmaöur verkamanna, viö DV eftir fundinn meö f ulltrúum Eimskips. Sem fyrr sagði snúast sérkröfumar einkum um bætt öryggi og aöbúnaö á vinnustaö. Fara verkamenn fram á aö fá tvo galla í skærum litum, öryggisskó skv. leiöbeiningum frá Vinnueftir- Utinu, einnig að líf- og slysatrygging veröi þrefölduö og aö veitt veröi viku- langt vetrarfri. -JSS. Kirkjulækur í Fljótshlíð: HUSBRUNINN EKKI VEGNA VANRÆKSLU RARIK-MANNA — er álit meirihluta Hæstaréttar — tveir dómarar ósammála „Afrýjendur, iönaöarráöherra vegna Rafmagnseftirlits ríkisins og Rafmagnsveitna ríkisins, og f jármála- ráöherra fyrir hönd ríkissjóðs, skulu vera sýknir af kröfum stefnda, Sam- vinnutrygginga g/t, í máli þessu.” Svo segir í dómsorði Hæstaréttar í skaðabótamáli sem spannst út af hús- bruna á bænum Kirkjulæk í Fljótshlíð í september áriö 1979. Ibúöarhús eyöilagöist ásamt innbúi. Samvinnutryggingar geröu tjónið upp en gerðu síöan endurkröfu á hendur Rafmagnsveitunum og Raf- magnseftirliti. Krafan var byggð á þeirri niöurstööu dómkvaddra sér- fræðinga að orsök brunans heföi verið sú aö rafmagnsloftlína heföi sigið niður á símalínu. Samvinnutryggingar unnu þaö mál í undirrétti. Hiö opinbera var þar dæmt til aö greiða 80 prósent tjónsins. I Hæstaréttardómnum, sem kveðinn var upp síðastliöinn föstudag, segir: „Leitt hefur verið í ljós að símalína sem tengd var húsinu Kirkjulæk I var spennuhafa af því aö rafmagnstaug aö Kirkjulæk n hafði lagst á hana. Eru svo yfirgnæfandi líkur til þess aö þetta hafi valdið því aö eldur kom upp í húsinu Kirkjulæk I, aö viö það veröur miöaö, enda ekkert sem bendir til aö eldsupptök hafi veriö önnur. Orsök þess að línurnar snertust var sú aö stag úr hornstaur, er bar uppi heimtaugina, hafði slitnað og staurinn hallast, en viö það haföi slaknað svo á heimtauginni aö hún snerti síma- línuna, sem lá neðar. Ekkert er fram komiö er sýni fram á aö stagi þessu né umbúnaöi staursins aö ööru leyti hafi veriö áfátt, né heldur aö starfs- mönnum Rafmagnsveitna ríkisins hafi verið tilkynnt um óhapp þetta eða þeir fengiö vitneskju um það meö öðrum hætti. Veröur bótaábyrgö eigi lögð á áfrýjendur vegna neins konar van- rækslu starfsmanna Rafmagnsveitn- anna aöþessuleyti.” Hæstiréttur taldi þaö ekki verða rakið til neins konar vanrækslu af hálfu Rafmagnsveitnanna aö straumur komst á símalínuna og eldur kom upp í húsinu aö Kirkjulæk I. Bæri því aö sýkna hiö opinbera af öllum kröfum Samvinnutrygginga. Dóminn kváöu upp hæstaréttar- dómararnir Þór Vilhjálmsson, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Þ. Torfason og Sigurgeir Jónsson og Björn Þ. Guðmundsson prófessor. Athygli vekur aö tveir þeirra, Magnús Þ. Torfa- son og Bjöm Þ. Guðmundsson, skiluðu sératkvæöi. Þeirra álit er aö elds- voðinn veröi rakinn til vanrækslu af hálfu starfsmanna Rafmagnsveitna ríkisins á nauðsynlegu viöhaldi raf- magnsheimtaugarinnar. Telja þeir aö staöfesta beri dóm undirréttar. -KMU. Samtökin 78: Hommarnauðga ekki karlmönnum Vegna fréttar í DV 2.mars sl. um aö karlmanni hafi veriö nauögað af öðrum karlmanni á skemmtistaðnum Safari benda Samtökin ’78 á þaö að þeir sem nauðga karlmanni séu yfir- leitt aldrei hommar. Það sem vaki fyrir þeim sem nauögar karlmanni sé fýrst og fremst að niöurlægja hann og svívirða. — sagði Konni kokkur á Lækjartorgi í gærmorgun „Þaö voru alls engin læti, en þeim mun meira húllumhæ og kæti,” sagöi Konni kokkur er viö hittum hann ásamt þúsundum krakka á Lækjar- torgi í gærmorgun. Hann stjórnaði því þegar kötturinn var sleginn úr tunn- unnií tilefni öskudagsins. Þaö voru Rauði kross Islands og DV sem stóðu fyrir þessari velheppnuöu samkomu. Hún hófst klukkan hálf- ellefu en þegar á tíunda tímanum voru krakkarnir byrjaðir aö streyma aö í tunnusláttinn. Eins og vera ber á öskudegi mættu mareir krakkar í skrautbúnineum sínum. Konni sagöi aö þau heföu líkst einna helst fígúrum sem hann heföi séð í sjónvarpinu. „En mikiö óskaplega voru þetta hressir krakkar,” bætti Konni við og fékk sér opal. Skemmtiatriði voru margs konar á hátíðinni. Um þau sáu krakkar úr öllum félagsmiðstöðvum í Reykjavík og Kópavogi. Allir voru vel með á nótunum og hengdu öskupoka í náung- ann. Viö skulum sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá hátíöinni. -JGH. Konnl kokkur mætti á slaginu hálfellefu og stjórnaði því þegar kötturinn var sleginn úr tunnunni. Konni hefur kokkað mikið um dagana. Eitt sinn er hann var tH sjós var hann kallaður eiturbrasari. „Þá hætti óg á sjónum og fór í land," sagði kappinn og fókk sér opal. Hann skildi kokkabúninginn eftir heima en mætti i staðinn i öskudagsbúningnum. Tunnukóngurinn sjálfur, Hróbjartur Róbertsson, 10 ára. Hann mætti i tunnukóngsfötum á Lækjartorgið. „Það varð svo mikiii æsingur er tunnan gaf sig að það var útilokað fyrir mig að ná kettinum," sagði þessi eldhressi tunnukóngur með bros á vör. ENGIN LÆTIEN MIKIÐ HÚLLUMHÆ OG KÆTI Krakkar úr öllum félagsmiðstöðvum i Reykjavík og Kópavogi sáu um skemmtiatriði á þessari vel heppnuðu öskudagshátið Rauða kross íslands og D V. Þúsundir krakka létu ánægju sína óspart i Ijósi. Hór er regnhlifarat- riði. En þess má geta að veðurguðirnir gáfu þokkalegasta veður, hlýindi með örlitilli vætu. DV-myndir: Einar Ólason. Ekki er annað að sjá en hann uni sér vel innan um stúlkurnar. Hann sagði ■ okkur að hann væri aðeins kominn tii ára sinna, en það breytti þvi ekki að öskudagurinn væri enn mikiii hátiðisdagur hjá sór. Eins og sjá má gefur hann Ijósmyndaranum okkar hýrt auga, ekkert siður en stúlkunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.