Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984.
7
Þegar um afborganir og staðgreiðsluafslátt er að ræða er kaupmönnum
heimiit að hafna viðtöku greiðslukorta.
Greiðslukort:
Heimilt að hafna
viðtöku korta
— í ákveðnum tilfellum
Neytendur Neytendur
„Verslanir hafa leyfi til aö neita aö
taka við greiðslukortum sem greiöslu,
t.d. þegar boðiö er upp á staðgreiðslu-
afslátt og einnig sem útborgun þegar
samið er upp á afborgunarskilmála,”
sagði Gunnar Bæringsson,
framkvæmdastjóri Kreditkorta sf.
En fram að þessu hefur nokkur
óvissa ríkt um það hvernig notkun
greiðslukorta eigi að vera undir slíkum
kringumstæðum. I samstarfssamningi
sem greiðslukortafélögin gera við
verslanir er kveðið svo á að sölu-
aðilar eigi að veita greiðslukorta-
höfum sömu viðskiptakjör, verð og
þjónustu og þau veita viöskiptavinum
sem greiða í reiöufé. Séð frá sjónarhóli
kaupmanna og greiðslukortafyrirtækj-
anna er hér átt við fyrst og fremst að
ekki beri að mismuna greiðslukorta-
höfum á þann veg að ekki sé lagt auka-
lega ofan á þær vörur sem þeir greiða
meðkortum.
Hins vegar sé kaupmönnum heim-
ilt að taka ekki við greiðslukortum
þegar boðið er upp á staðgreiðsluaf-
slátt. Aö greiða með greiðslukorti sé
ekki staðgreiösla heldur sé verið aö
lána korteigendum í 30—45 daga.
Þá hafa kaupmenn einnig rétt til að
hafna greiðslukortum þegar boðið er
upp á afborgunarskilmála. Þaö er ekki
taliö réttlátt að greiða útborgunina
með korti. Ef svo sé gert er verslunin
aö veita korthafa tvöfalt lán. Hann fær
greiðslufrest með því að nota kort og
einnig með því að kaupa vörur á
afborgunarskilmálum. Að sögn
Gunnars Bæringssonar er
kaupmönnum að sjálfsögðu heimilt að
taka við greiöslukortum í þessum til-
fellum ef þeir meta stöðuna þannig. En
þeim er eins og fyrr segir einnig heim-
ilt að taka ekki við kortum í
viöskiptum sem þessum.
-APH.
HAMARKSVERÐ
FISKFLAKA
Verðlagsstofnun vill koma því á
framfæri aö hámarksverð á ýsuflökum
er 70 kr. Þaö verð miðast viö flök án
þunnilda. Sama reglan gildir einnig
fyrir þorskflök en hámarksverð þeirra
er 63 krónur.
Nokkur brögð hafa verið aö því að
flök með þunnildum hafa veriö seld á
því hámarksverði sem á við flök. Það
er óheimilt að gera og er því hér með
komiö á framfæri.
-APH.
iUppÍýsingaseðifl
! tfl samanbuiðar á heimiliskostnaði
1 Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðattal heimiliskostnaðar
i fjolskyldu af sftmu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis-
I tæki.
* Nafn áskrifanda _________________
Heimili
I
I
l
l
i Sími
I---------------------
I Fjöldi heimilisfólks
] Kostnaður í febrúar 1984.
! Matur og hreinlætisvörur kr.
i Annaö kr.
Alls kr.
Jt
KJARAKAUP
POSTSENDUM
Verðkr.250,
Teg. 46
Verðkr. 250,
Teg.265 Verðkr.370,
Teg. 247
Verð kr. 450,
Teg.263 Verð kr. 370,
Teg. 550 Verð kr. 250,
Teg. 390 Verð kr. 250.
IVr. 5. Kr. 185,
UTIBUIÐ
LAUGAVEGI 95
II. HÆÐ,
SÍM114370.
Teg. 6300 —..
Verðkr. 350,- leður m/innleggi
Teg. D9 Verð kr. 350,
. .
Umboðog þjónusta
G. Þorsteinsson & Johnson