Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Tryggingar skipa á Persaflóa snarhækka Breskt kaupskip laskaöist og nokkrir úr áhöfninni særöust í loftárás Iraka á Persaflóanum en ein eldflaug hæfði skipið. — Er þetta þriðja verslunar- skipið sem fyrir skemmdum varð 1. mars, þegar Irakar gerðu loftárás á skipalest á leið til Irans. Irakar sögöust hafa sökkt sjö skipum en breska utanríkisráðuneytið telur sig vita um fjögur skip sem laskast hafi í þessari árás. 19 þúsund smálesta skipið Charming varð fyrir eldflaug og kom upp eldur í því svo aö áhöfnin, 14 menn, yfirgaf skipið. Enginn þeirra var hættulega særður. Skipiö er nú strandað um 40 mílurfrá BandarKhomeini. Iranskir byltingarvarðliðar gera stóráhlaup á íraka, eitt af sínum mörgu og mannfreku. £3 } t. . • .<■ .wmw' y Wto.4 * ^ W '* W ;'’: mJJbá Wmz AtetÁ&v. ... P Iranskt varðskip hafði tekið laskaða skipið í slef en varð að sleppa því þegar það sjálft lá undir árásum flugvéla Iraka. Með vissu hafa menn f réttir af því að 9 þúsund smálesta tyrknesku flutningaskipi var sökkt í þessum árásum og 16 þúsund lesta skip frá Ind- landi laskaðist. Tryggingar skipa í þessum slóðum hafa veröi. siglingum á snarhækkað í Frönsk varðskip taka hart á spönskum landhelgisbrjótum Sprottin er upp milliríkjadeila milli Frakklands og Spánar út af töku Mikil mótmæli hafa verið í Frakklandi að undanf örnu vegna frumvarps um að einkaskólar verði scttir undir aukið ríkiseftirlit. Myndin er frá mótmælafundi sem haldinn var í Versölum um síðustu helgi og er taliö að allt að 800 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Þetta var sjötti mótmælafunðurinn sem beint er gegn þessu frumvarpi frá áramótum og var þetta sá stærsti þeirra. tveggja spánskra togara í fiskveiðilög- söguEBEá Biscayaflóa. —NíuBaskar á togurunum slösuöust þegar franska varðskipið, sem reyndi að stöðva þá um 100 mílur undan Frakklandsströnd, skaut táragassprengjum um borö í þá. Spánn hefur krafist skýringa frönsku stjórnarinnar á atvikinu innan sólarhrings og þykir hætta á að málið eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðing- ar á sambúð þessara tveggja ná- grarina. Frönsk yfirvöld segja aö varðskipið hafi fyrst gefið togurunum fyrirmæli um aö stöðva en þegar þeir virtu það að vettugi var skotið viövörunar- skotum yfir stefni þeirra. Þegar varð- skipsmenn ætluöu um borð í togarana var táragassprengjum skotiö á togará- menn til þess að draga úr andspymu' þeirra. — Við það meiddust níu fiski- menn, þar af tveir alvarlega. Ein af útvarpsstöðvum Spánverja sagði að útgerðarmenn ihuguðu að sigla fiskveiðiflota Baska til Frakk- lands til að mótmæla töku togaranna. Utanríkisráðherra Spánar kallaöi franska sendiherrann í Madrid á sinn fund og las honum lesturinn, þar sem hann meðal annars sagöi að vöntun á veiðiheimild gæti engan veginn rétt- lætt árás með skotvopnum á fiskveiði- skip vinsamlegs grannríkis. Frönsk þyrla flutti særðu hásetana í land til læknismeöferðar. Talsmaður franska utanríkisráðu- neytisins sagði fjölmiðlum aö togar- amir tveir hefðu ekki haft veiði- heimildir og þama brotiö landhelgi. Annar togaranna hefur tólf sinnum verið aö ólöglegum veiðum síðan í byrjun desember og hinn tíu sinnum. Franska flotanum og strandgæsl- unni var sett fyrir að fylgja fast eftir veiðieftirliti og stöðvun landhelgis- brota og beita valdi ef erlend veiðiskip vildu ekki ansa kröfum um að fram- vísa veiðileyfum. Kolanámumenn í verk- fall í Bretlandi Leiðtogar 180 þúsund kolanámu- manna Bretlands koma saman í dag til þess að ræða hugsanlegt allsherjar- verkfall kolanámumanna eftir síðustu árekstrana við kolaráðið. Kolanámumenn hafa verið í yfir- vinnubanni síðustu fimm mánuði vegna deilu um laun og lokun nokkurra náma sem þykja óhagkvæmar í rekstri. — Lítill þrýstingur hefur hlotist af yfirvinnubanninu því aö nægar kolabirgðir eru í landinu. Boðuð hafa verið verkföll í kola- námum i Yorkshire og Skotlandi. Kolanámurnar eru ríkisreknar og hefur kolaráðiö uppi áætlanir um að loka nokkrum námum sem leiðir til atvinnumissis 20 þúsund kolanámu- manna. Karneval í Ríó de Janeiro Brasilíumenn héldu „karneval” sinn eða kjötkveðjuhátíð um síðustu helgi og var ekkert til sparað frekar en endranær. Þrátt fyrir gifurlega efna- hagsörðugleika Brasilíu og fjallháar utanlandsskuldir þykir ekki viðeigandi að spara á kjötkveðjuhátiðinni. Hún cr nefnilega líf og yndi fólksins í landinu. Blíðskaparveður var í Ríó de Janeiro meðan á hátíðinni stóð eins og sést á myndinni. 1 Feneyjum voru einnig mikil hátíðarhöld alla síðustu viku en þar voru veðurguðirnir ekki eins hugulsamir og snjóaði á hátíðargesti eins og sjá má. Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Gunnlaugur A. Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.