Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 14
DV,g^TVPAqilKP,M*raiæ*- 14 ?r BJOÐUM EINNIG: fiskréttahlaðborð fyrir hópa og samkvæmi, köld borð, smárt brauð og snittur. Verið velkomin. KVÖLDIN ÖLL FIMMTUDAGS-, FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD mi^ mmn LUKKUDAGAR VINNINGSNÚMER FRÁ 1. JANÚAR TIL 31. JANÚAR 1984 Vinningshafar hringi í síma 20068. 1.33555 11.56632 21.49611 2. 24015 12.12112 22. 5635 3. 33504 13.33760 23. 1895 4. 19889 14.18098 24.37669 5. 24075 15. 3783 25.22642 6.24187 16. 36925 26. 9992 7. 47086 17.31236 27. 4801 8.33422 18. 20149 28. 56967 9.59315 19.48942 29. 24306 10. 50940 20. 38705 30. 8869 31.56139 Vinningsnúmer LUKKUDAGA 1 . febrúar til 29. febrúar 1984. 1.46656 11.34160 21. 10474 2.43614 12.19489 22.20006 3. 16004 13. 460 23. 26556 4. 20282 14.58611 24.19447 5. 58380 15.39109 25.48104 6.18234 16. 22153 26. 5299 7. 58628 17. 346fi7 27. 1390 8. 36578 18. 1797 28.11308 9. 33325 19. 45994 29.15986 10.26049 20. 23986 Vinningar greiddir út 10. hvers mánaðar. AUGLÝSENDUR VINSAMLEG AST ATHUGIÐ ’egna siaukinnar eftirspurnar eftir auglýsingarými í DV verðum við að fara ákveðið fram á það við ykkur að panta og ski/a til okkar auglýsingum fyrr en nú er. LOKASKiL FYRIR STÆRRiA UGL ÝSiNGAR: Vegna mánudaga: FYRIR KL. 17 FIMIVITUDAGA Vegna þríðjudaga: FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA Vegna miðvikudaga: FYRIR KL. 17 MANUDAGA Vegna fimmtudaga: FYRIR KL. 17 ÞRIÐJUDAGA Vegna föstudaga: FYRIR KL. 17 MIÐVIKUDAGA Vegna Heigarbiaðs I: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna Heigarbiaðs II: (SEM ER EIIMA FJORLITABLAÐIÐ) FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA IMÆSTU VIKU A UNDAIM AUKALITIR ERU DAGBUNDNIR OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.30. A uglýsingadeild Síðumú/a 33 sími27022. Menning Menning Menning RÉTTARHÖLDIN A ÍSLENSKU Franz Kafka: Róttarhöldin. Skáldsaga. 293 bls. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983. Þýöendur: Ástráður Eysteinsson, Eysteinn Þorvaldsson. Aðalpersóna Réttarhaldanna,; Jósep K., lifir fyrir sjálfan sig án bollalegginga um rétt sinn til þess. Hann er ókvæntur og bamlaus, hefur meö skyndikonunni Elsu einu sinni í viku. All kvensamur en deilir til- finningum sínum ekki meö konum frekar en öömm. Hann er þrítugur aö aldri. Býr á gestaheimili og allt útlit fyrir aö nægi honum. I frænku sinni einni, innan viö tvítugt, er hann dálítiö skotinn, gengur meö mynd af henni í veskinu en þegar sagan hefst hefur hann ekki lagt rækt viö þau kynni lengi, né við önnur skyldmenni sín. Bankastarfsmaöur í ónefndri borg, þessi umtalaður, metnaðar- gjam og nákvæmur, vinnur langan vinnudag. Á von á stöðuhækkun. Eftir vinnu fer hann í gönguferð og síðan á skytning með kunningjum, á einhverri ölkránni. Nánari en þetta eru sambönd hans viö annaö fólk ekki nema vináttutengsl við banka- stjórann, yfirboöara hans. Formlegur, lítt persónulegur í fram- komu, drembilátur. Ojaröbundinn, ósnortinn, hvorki listunnandi né trú- maður og fákunnandi er hann um réttarfar í heimabyggð sinni. Meöfæddur eiginleiki, heilbrigð skynsemi er ljósiö í glóöarkeri Jóseps. Sá sem lifir eins og honum líst best fær alltaf fyrir ferðina hafi hann ekki buröi til aö giröa kringum sig og koma sér upp sinni eigin dyra- vörslu viö hliöin; hann sleppur a.m.k. ekki við sektarkennd og sjálfsréttlætingar. Og í Habsborgar- ríkinu gamla, heimkynni Kafka, þá ekki viö þær kröfur sem gerðar vom þar til einstaklingsins um rétta breytni gagnvart ríki, kirkju, heföum, ættingjum, almannasiö- ferði. „Sökin dregur yfirvöldin til sín og þá verður að senda okkar gæslu- menn á vettvang,” segir annar gæslumannanna í upphafi sögu sem komnir eru til að handtaka Jósep K. Upphafsorö bókarinnar virðast í fyrstu taka af öll tvímæli um sekt eða sakleysi hans: „„Einhver hlaut aö hafa rægt Jósep K., því aö morgun einn var hann handtekinn án þess aö hafa gert nokkuð af sér.” Þau hin frægu orö. En þessi saga er aö því leyti frábrugðin episkum aö í henni er enginn hlutlægur grundvöllur þaöan sem atburðarás hennar verði metin, hvaöeina er séö meö sjónum K., metið meö þeim hætti sem það áhrærir hann. Og sakleysi hans er aö eigin áliti óumdeilanlegt, sjálfsagt mál. Hann spyr um ákæmna en þaö er ekki mál gæslumannanna að gera grein fyrir henni, þeir þekkja hana ekki og hún snertir þá ekki, þeir eru gæslumenn. Réttarfarið sem J.K. á í útistöðum viö í sögunni og sem gengur af honum dauöum í lokin er sambreisk- ingur kirkju- og ríkisréttar, almenningsálits og samvisku hans sjálfs. Eftir þeim óræöu símum getur enginn maður lesið sig því aö þaö á sér ekki frekar en hin módemiska skáldsaga neinn hlutlæg- an skoðunargrundvöll. Þaö á sér meira að segja varla tilveru nema í átrúnaði, blekkingum og óheilindum þeirra sem tilheyra réttinum í þaö og þaö sinnið. Þar meö taldir sakborn- ingar sem reyna aö sanna sakleysi sitt. Rétt eins og hver annar maöur sem á í stríði við sjálfan sig er Jósep K. í senn sakborningur og dómari sjálfs sín. Fangelsispresturinn, sem dregiö hefur upp mynd fyrir hann af réttarfarinu, segir: „Hvers vegna skyldi ég vilja þér nokkuð? Dóm- stóllinn vill þér ekkert. Hann tekur viö þér þegar þú kemur og lætur þig lausan þegar þú ferö.” Eins og aörir er K. frjáls aöeins til athafna á ann- arra vegum. Fremur en nokkurs manns annars er frumkvæðið hans, en hann á sér ekki kostar völ um- fram að fylgja þeim slóöum sem hann sér fyrir sér, lesa sig áfram eftir þeim merkingum meöan einhverjar eru en ræöur þær fyrir sér af óhæði sem samfélaginu ekki líkar. Frá sjónarmiöi K. er réttarfariö meö endemum, málskjölum er stungiö undir stói, dómarar gangast upp viö hverskonar smjaöri, eru heiftræknir, réttarfar er lotulangt svo aö menn sligast undir biöinni eftir einhverskonar úrskuröi, hver og einn sem á vegi sakborins manns verður getur veriö starfsmaöur rétt- arins og réttarhald hvarvetna og ekki síst þegar sakborningur er þess ekki var að neitt slíkt fari fram. Og viröingaríeysi viö einkalíf er tak- Franz Kafka. Bókmenntir Þorsteinn Antonsson markalaust. Allir þessir annmarkar eru svo f jarstæöukenndir aö K. finnst hann ekki annað þurfa en mæta ábyrgum réttaraöilum augliti til auglitis og tala sjálfur máli heil- brigðrarskynsemi. Hann gerir sér ekki grein fyrir gildi þess aö eiga sér réttargæslu- menn frammi fyrir rétti sem honum þykir augljós della. Fyrir hvaö er hann ákæröur? Hann kemst aldrei að því. En hann skilur er yfir lýkur í hverju dómurin felst, að hann er dæmdur markleysa, af persónu- gervum tilgeröar, af þvílíkum sam- félagsháttum. Áöur hefur hann fengiö tækifæri til aö hlusta á fang- elsisprestinn reifa réttarhöldin og þá uppgötvað aö rétturinn starfar eftir öörum reglum en ábyrgrar afstöðu og sannleiksástar. „Maöur veröur ekki aö telja allt satt, maöur verður aðeins aö telja það nauösynlegt,” segir presturinn. K. er þá svo fjötr- aður oröinn af þönkum um réttar- höldin aö hann sinnir illa starfi sínu og er aö missa það. Efni sögunnar oröiö svo flókið og ópersónulegt aö lesandinn er í góöri aðstöðu til aö. skilja angist ráöþrota sakbornings. Þá hlýtur Jósep K. þá helfró sem táknsaga prestsins í dómkirkjunni er, samtal þeirra tveggja svo um efni og staðsetningu í skáldsögunni að þessi líkingarsaga prestsins hefur víst breytt lífi fleiri manna á þessari öld en nokkur önnur, að guöspjöll- unum undanskildum. Og umbun les- andans aö bókin er þar meö oröin goösögukynja, orðin að listaverki. „Dapurleg skoöun,” svarar K. til- greindum oröum fangelsisprestsins. „Lygin er gerð að heimsskipulagi.” En lesandinn skýtur inn í á þessum punkti frá eigin brjósti: Eöa lista- verki. Og lifiraf. Sagt hefur veriö aö ekkert sé eins skemmtilegt aflestrar og hugarspuni afburðamanns á sviði lista, þá sjáist það best sem er á einskis manns færi annars aö opinbera. Draumar þeir sem Kafka stundum skráöi í dag- bækur sínar eru seiðmagnaöastir af öflu sem hann ritaði. Sem betur fer eru rit Kafka af þessu tagi. Lífsstill hans var meö þeim ósköpum að ekki gekk saman meö honum og veruleik- anum, absúrd er slíkt taktleysi sem hans kallað. Og þar meö fylgdi að list hans, tjáning hans og formgerðir gátu með engu móti náö þeirri fyllingu sem til þurfti svo í senn væri falslaus lýsing og þó annað en brot. Gildir um skáldsögumar Réttar- höldin og Höllina. Slík verk ná áreiöanlega aldrei lokastigi án þess aö ónýtast um leið. Kafka var Tékki meöan sú þjóð var hluti af annarri, tilheyröi þýsku þjóöarbroti gyðinga og ritaöi á því máli. Hann kom sér ekki úr foreldra- húsum fyrr en örvænt var orðið um líf hans, heilsulítill ungur og dó um fertugt. Tvö misheppnuö ástarsam- bönd. „Mitt verk var erfiðara en nokkurs annars manns,” ritaði hann í dagbók sína. Nokkuö til í því sem sjá má af þessum kringumstæðum og metnaöarmáli hans. Hiö sama og rak Alexander mikla áfram í leit sinni aö heimsenda. Eins og hann vildi Kafka skyggnast fram af brúninni, hann vildi sjá hvaö lægi handan viö, hið ómennska sem menningu, sama hverri, er ætlað aö hlífa mönnum viö. Hann óttaðist ekki annaö meira en aö honum tækist þessi ásetningur og verk hans fengju þar meö mennskara svipmót en hæfði markmiðinu. List hlýtur þó alltaf aö vera túlkun manns á einhverju. Viö þvílíkt fáránlegt óyndi lifði hann löngum, hreytti svo úr sér sögum sínum, stuttum og löngum í einhverskonar uppreisn undirvitundar hans og innri manns gegn því sem skelin lagöi á hiö upprunalega í honum s jálfum. Betur aö sagan um Réttarhöldin hefði veriö fyrr á ferðinni 1 íslenskri þýðingu, miklu fyrr. Gildi hennar dvínar á svæðum þar sem einstaklingsfrelsi og umburðarlyndi færist í vöxt, hið stjórnmálalega þessarar bókar. Synd og fall þýöir lítið aö bollaleggja þegar Islendingar eru boönir, ekki frekar en fyrri daginn. Við höfum ekki haft yfir okkur kirkjurétt af því tagi sem lesinn veröur út úr Réttarhöldum Kafka, ríkisréttur nú til dags er snöggtum skárri, almenningsálitið kemst næst því að smella í þetta skó- far. Hæfir enn og þó frekar áður aö lesa þaö inn i bókina á íslensku máli. Stíll Kafka skilar sér skemmtilega vel viö íslenskun þeirra feðga Ást- ráöar Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar. Þaö er matsatriði en mér finnst stundum þeir séu of trúir setningaskipuninni, hætt viö slaka í margsamsettri setningu ef tvær for- setningar eru látna standa saman; svo títt sem þeir láta sér þaö lynda er þetta áberandi. ,,Að hafa faöirvoriö á reiöum höndum” er ambaga, sér- tekningin er auk þess stílbrot í texta sem er firrtur tengslum viö hvers- konar túlkanir á veruleikanum (bls. 216. Þýska Litanei, Isl. bæn). Annars er þýöing skáldsögunnar vafalítiö fullgUt framlag tU íslenskra bók- mennta, söm um merkingu og frum- gerösögunnar. Þaöbrot. EftirmáU er vandvirknislega unninn og greinargóöur. Bókin er mjög eiguleg að öUum frágangi. En nú höfum við landar gert það sem Kafka ekki vUdi þvi brenna átti handritið, því var lofað. Menningar- sjóöur, bókaútgáfa almennings fyrir milligöngu Alþingis, gefur út, viö höfum öll tekið á okkur sök vegna þessara örlagaríku brigöa. Eöa eríim við samt saklaus þótt viö höfum bókina undir höndum? Bókin geymir svariö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.