Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 32
32
DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984.
Jóníiia Sigríður Guðjónsdóttir lést 1.
mars sl. Hún fæddist 13. nóvember
1908. Hún giftist Guðmundi Þórðarsyni
fyrrverandi póstmanni og rithöfundi
frá Jónsseli í Hrútafirði. Utför hennar
verður gerð frá kirkju Oháöa safnaðar-
ins á morgun föstudaginn 9. mars kl.
13.30.
Alfreð Björnsson skrifstofustjóri lést
29. febrúar sl. Hann fæddist 24. október
1929 á Hofsósi í Skagafirði. Foreldrar
hans voru Björn Björnsson og Steinunn
Agústsdóttir. Alfreð lauk námi í skipa-
smíði hjá Þorgeir & Ellert og vann þar
í nokkur ár. Hann hóf störf hjá Raf-
veitu Akraness 1964, fyrst sem inn-
heimtumaður og hin síöari ár sem
skrifstofustjóri. Eftirlifandi kona hans
er Sigrún Gísladóttir. Þau hjónin eign-
uöust tvær dætur. Utför Alfreös verður
gerö frá Akraneskirkju í dag kl. 14.30.
Margrét Olafsdóttir iést 2. mars sl.
Hún fæddist 15. nóvember 1895.
Margrét giftist Sigúrði Stefánssyni en
hann lést árið 1930. Þau hjónin eignuö-
ust eina dóttur. Iængst af starfaði
Margrét við afgreiðslustörf í verslun-
inni Dagsbrún. Utför hennar var gerð
frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30.
Sörli Hjálmarsson frá Gjögri lést 1.
mars sl. Hann fæddist aö Gjögri í
Arneshreppi í Strandasýslu 4. desem-
ber 1902, sonur hjónanna Lilju Þor-
bergsdóttur og Hjálmars Guömunds-
sonar. Arið 1937 hóf Sörli störf við síld-
arverksmiðjuna á Djúpavík og starf-
aði þar á sumrin til ársins 1951. Aöra
tíma ársins stundaði hann sjóinn. Árið
1960 fluttist Sörli til Reykjavíkur og
hóf störf hjá Ferskfiskeftirliti ríkisins
á sjávarafurðum og vann við það til 70
ára aldurs. Eftir það vann hann í Stál-
veri hf. í 6 ár. Eftirlifandi kona hans er
Guðbjörg Pétursdóttir. Eignuðust þau
átta börn. Utför Sörla verður gerö frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Hjörtur Fjeldsted forstjóri, Kringlu-
mýri 6 Akureyri, sem andaðist 4,
mars, verður jarðsunginn frá Akureyr-
arkirkju mánudaginn 12. mars kl.
13.30.
Þórunn Anna Lýðsdóttir, Hringbraut
87 Reykjavík, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni föstudaginn 9. mars kl.
13.30.
Kristján Haukur Magnússon, vélstjóri,
Hábergi 38 Reykjavík, lést í Borgar-
spítalanum þriðjudaginn 6. mars.
Sigurborg Eva Magnúsdóttir, Holts-
götu 28 Ytri-Njarðvík, lést á heimili
sínu aöfaranótt 4. mars.
Herborg Haligrimsdóttir lést aðfara-
nótt 7. mars í Borgarspítalanum.
Þorleifur Finnbogason er látinn.
Halidór Benediktsson, Langholtsvegi
52, er látinn.
Margrét Vigfúsdóttir, Dalbraut 27,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
föstudaginn 9. mars kl. 15.
Fundir
Aðalfundur
íþróttafélagsins Stjörnunnar í Garöabæ
veröur haldinn fimmtudaginn 15. mars kl.
20.30 í safnaröarheimilinu Kirkjuhvoli.
Kvenfélag Bústaðasóknar
Athugiö að fundinum sem vera átti
mánudaginn 12.mars er frestaö til
fimmtudags 15. mars í Safnaöarheimilinu kl.
20.30. Skemmtiatriði, mætiö vel og stund-
víslega.
Stjórnin.
Kvennadeild
Eyfirðingafélagsins
heldur aöalfund þriöjudaginn 13. mars kl.
20.30 á hótel Sögu, herb. 515.
Árshálíðir
Árshátíð Félags
einstæðra foreldra
verður haldin í Þórskaffi föstudaginn 9.
mars 1984. Borðhald hefst kl. 20.00, miðaverð
kr. 560. Hafið samband við Stellu á skrifstof-
unni í síma 11822, allra síðustu forvöð að til-
kynna þátttöku erþriðjudaginn6. mars 1984.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og innilega vináttu við fráfall eigin-
manns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengda-
sonar,
Gylfa Guðnasonar,
Holtsbúð 21,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við Eimskipafélagi íslands.
Ásdís Guðnadóttir,
Guðný Rut, Anna Rún og Guðrún Gylfadætur —
Guðlaug Gísladóttir, Guðni Gunnarsson,
Ragnheiður Guðnadóttir, Gunnar Guðnason,
Gísli Guðnason, Guðrún Pétursdóttir.
í gærkvöldi_______ í gærkvöldi
Þegar englagríman fellur
Þeir mega eiga það Dallasbúar og
Suöurgafflar, hversu ómerkilegir,
viöbjóöslegir, kvikindislegir, leiðin-
legir og glataðir sem þeir kunna að
vera, aö á ýmsan hátt eru þeir til
eftirbreytni. Eg nefni eitt atriði:
Þeir eru nefnilega nægilega gáfaðir
og þroskaðir til aö horfa aldrei á
sjónvarp. Og þar með gera þeir
stólpagrín að okkur, sem slefum eða
tárumst yfir óförum þeirra.
Annars var þó nokkur reisn yfir
100. þættinum, sem sýndur var í gær-
kvöldi. Oþverraskapurinn hefur ekki
oft verið jafnóþverralegur og er
vandséð að úr öllum flækjunum verði
leyst áður en fólk þetta hverfur úr.
reynsluheimi okkar fyrir f ullt og allt.
Línan er líklega besta efni
sjónvarpsins, jafnvel betri en
Tommi og Jenni. Sá sem átti hug-
myndina að þessari einföldu fígúru
hlýtur að hafa brotið heilann lengi.
Enn eru menn að velta fyrir sér
ofsóknum Adolfs frænda og hans
nóta á hendur gyðingum Evrópu. I
fyrri hluta myndarinnar, sem sýnd
var í gærkvöldi, kvað við nokkuð
annan tón en venjulega. Hinir frelsis-
elskandi mannréttindavinir Vestur-
landa eru ekki með jafnhreina sam-
visku og margur vill vera láta.
Vonandi verður þessi mynd til þess
að menn sjái betur í gegnum engla-
grímuna sem vinir okkar setja upp á
tyliidögum. Guðlaugur Bergmundsson,
Tapað -fundið
Skólataska tapaðist
fyrir utan Hressingarskálann.
Brún Cavalvet skjalataska með „harmóníku-
göflum” tapaðist fyrir utan Hressingarskál-
ann. Taskan inniheldur mikil verömæti í
skólabókum og vasatölvu. Finnandi er vin-
samlegast beðinn að hringja í Rafn í síma
22930 á daginn eða 34029 á kvöldin.
Tilkynningar
Árshátíð Rangæingafélags-
ins
verður haldin í veitingahúsinu Artúni
laugardaginn 10. mars kl. 19.00. Miðasala er í
dag í versluninni Elfur, Laugavegi 38, milli
kl. 16 og 18.
Sögusnælda fyrir börn
Ot er komin ný sögusnælda fyrir börn:
,3agan af vaskafatinu og fleiri sögur fyrir
böm”, eftir Þórhall Þórhallsson. Tónlist
samdi Sigurður Rúnar Jónsson.
Hér eru á ferðinni liflegar og hressilegar
sögur sem höf undur les sjálf ur.
Snældan fæst í plötu- og bókabúðum og
kostar aðeins kr. 330,-
Flóamarkaður
Þriðji bekkur þroskaþjálfaskóla Islands
heldur flóamarkað laugardaginn 10. mars kl.
14 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, í kjallara.
Fullt af eigulegum fötum og hlutum.
Nefndin.
Hallgrímskirkja
Starf aldraöra. Opiö hús veröur í dag
fimmtudag kl. 14.30 í safnaöarsal kirkjunnar.
Heiörún Heiöarsdóttir og Hólmfríöur Arna-
dóttir leika samleik á fiðlu og píanó. Guörún
Þorsteinsdóttir les upp. Kaffiveitingar.
Safnaöarsystir.
10 ára afmæli
Karlakórsins Jökuls
I tilefni af 10 ára afmæli Karlakórsins Jökuls í
Austur-Skaftafellssýslu gangast þeir félagar
fyrir menningardögum í Félagsheimilinu
Sindrabæ dagana 9. og 10. þ.m.
Dagskrá veröur þannig:
Föstudaginn 9. mars hefst dagskrá meö
ávarpi formanns. Síðan syngja þeir karla-
kórsfélagar. Þá kemur fram blásarakvintett
úr Sinfóníuhljómsveit Islands. Loks syngja
Elín Sigurvinsdóttir og SigurÖur Bjömsson
einsöng og dúetta. Undirleikari verður Agnes
Löve.
Laugardaginn 10. mars hefst dagskrá meö
ávarpi eins kórfélagans. En aðaldagskrá
flytja félagar úr Háskólakórnum. Stjómandi
veröurÁmi Haröarson.
Kl. 22.00 hefst svo almennur dansleikur í
Sindrabæ. Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar
leikur.
HÚSNÆÐISMÁUN
NJÓTA FORGANGS
— segir Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra
„Ríkisstjómin var búin að ákveða að
húsnæðismálin hefðu sérstööu og nytu
forgangs og yrðu ekki skorin niður eins
og annað. Það verður því aö líta svo á
að það sem Alþingi samþykkir séu
staðreyndir og eftir því mun ég
vinna,” sagði Alexander Stefánsson fé-
lagsmálaráðherra er hann var spurður
hvort fjárlagagatið hefði einhver
áhrif á fjármögnun húsnæðislánakerf-
isins.
Áætluð útlán byggingasjóös ríkisins
eru talin nema 1366 milljónum króna á
þessu ári. Alexander sagði að af þeim
liðum fjármögnunarinnar sem gert er
ráð fyrir í lánsfjáráætiun væri aðeins
óvissa um framlag Atvinnuleysis-
tryggingasjóös sem á aö skiia 115
milljónum meöskuldabréfakaupum.
,,En mín túlkun er sú að ef lánsfjár-
áætlun verður samþykkt eins og hún
hefur verið lögð fram, en atvinnuleys-
istryggingasjóður getur ekki látiö
þetta fjármagnaf hendi.þá verði ríkis-
sjóður aö greiöa það. Eg lít svo á að
ríkissjóður sé ábyrgur fyrir þessu,”
sagði félagsmálaráöherra.
ÖEF
Grindavíkurskákmótið:
Ingvar fer á kostum
Ingvar Asmundsson var stjama gær-
dagsins. Hann hafði hvítt gegn Elvari
Guðmundssyni, lagði skjótt út í
grimmilega kóngssókn meö manns-
fóm og ólátum og sigraði eftir stutta
viðureign en harða. Ingvar teflir mjög
vel og skemmtilega um þessar mundir
þó að æfingarleysið hafi valdið
nokkrum slæmum fingurbrjótum og
haft af honum tvo vinninga ef ekki
fleiri.
Jón L. Amason langaði mikið til þess
aö knésetja Knézevic en júgóslavneski
jafnteflismúrinn stóðst allar atlögur
Islendingsins og þeir urðu að lokum
ásáttir um að slíðra sverðin.
Helgi pakkaði Björgvin Jónssyni
mjög snyrtilega saman.
Larry Christiansen ætlaði sér stóran
hlut gegn McCambridge, fórnaði
peðum fyrir sókn en laut að lokum
sjálfur í lægra haldi. Gutman vann
Hauk og jafntefli gerðu þeir Lombardy
og Jóhann.
Eftir 8 umferðir er Jón L. euin efstur
með 6 v., Helgi, Gutman og Christian-
sen hafa 5 v. og aörir færri. Jón L. þarf
nú tvo vinninga úr síöustu þremur
skákunum til þess að ná stórmeistara-
áfanga — hann á eft.ir þá Elvar,
Gutman og Lombardy. I dag er
frídagur en svo verður teflt í striklotu
fram á sunnudag.
-BH.
Fossvogsskóli:
Lýðveldið 40ára
Nemendur Fossvogsskóla hafa nú
síðastliðna viku unnið sérstök verk-
efni um efnið „Lýðveldið 40 ára.”
Venjuleg stundaskrá og hópaskipan
hefur veriö brotin upp og allir nem-
endur skólans, um 400 6—12 ára
börn, hafa unnið saman að verk-
efninu.
Afrakstur þessarar vinnu verður
sýndur í skólanum sunnudaginn 11.
mars kl. 14—17.
íþróttir
Sundmót — SH
Sundfélag Hafnarf jaröar efnir til sundmóts
í Hafnarfiröi 18. mars. Keppnisgreinareru.
1. grein 100 m skriðsund karla
2. grein 50 m skriðsund kvenna
3. grein 100 m baksund karla
4. grein 100 m flugsund kvenna
5. grein 100 m brúigusund karla
6. grein 200mbringusundkvenna
7. grein 50 m skriðsund karla
8. grein 100 m skriðsund kvenna
9. grein 4 x 100 m skriösund karla
10. grein4xi00mfjórsundkvenna
Þátttökutilkynningar þurfa að berast til
Magnúsar B. Magnússonar, sími 50552, fyrir
lö.mars.
Auðunn
tapaði
gullúrí
Auðunn Gestsson blaðasali varð
fyrir því óláni í hádeginu í gær aö tapa
úrinu sínu. Hann telur líkiegast aö
hann hafi týnt því á Laugaveginum,
miili Hlemms og Lækjartorgs. Hugs-
anlegt er að hann hafi týnt því í eða við
prentsmiðju Arvakurs í Skeifunni.
Urið hans Auðuns er Pierpoint-gull-
úr og merkt honum. Urið fékk hann að
gjöf frá dagblaöinu Vísi á fertugs-
afmæli sínu. Finnandi er vinsamlegast
beðinn um að skila úrinu á afgreiöslu
DV. -KMU.
Vitni vantar
Þann 20. febrúar síðastliöinn varð
árekstur á mótum Miklubrautar og
Grensásvegar milli Land Rover bif-
reiðarog vörubíls.
Auglýst er eftir ákveönum manni
sem varð vitni að þessum árekstri. Þar
sem vörubílstjórinn varð ekki var við
áreksturinn og hélt áfram elti þessi
maður hann og stöðvaði hann stuttu
síðar.
Þessi maður er beðinn aö hafa
samband við lögregluna.
-SigA.
Bella
Þetta er viöskiptasamtal, sölu-
stjórinn hjá nýja viðskiptafyrir-
tækinu er orðinn hrifinn af mér.