Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Side 13
^©VÆíMMraBM0ft1!'Míís'{§k vitar halla undir flatt og vita ekkert hvaöan á sig stendur veðriö. Svo lengi er búið að heilaþvo okkur meö hóli um ágæti norrænna þjóöa og norrænnar samvinnu aö þeir veröa sem klumsa yfir ósköpunum. Gleymd er nú menningarhelgin, gleymdur er óttinn viö einhliöa erlendan áróöur. Menningarforystan sver að nýju hollustueiöa. Sex skulu sjónvarpsstundir vera í staö haf- skipa, afnotagjöld skulu uppgefast, norskur höfundarréttur hiö sama, vér skulum hafa þann sama besta rétt til gláps á sjónvarpsefni sem Norömenn sjálfir, hnöttinn viljum vér yfir oss hafa meöan hann heldur trúnað við yður en frið viö oss og vér og arfar vorir skulum horfa eftir mætti á skíðagöngur og gamal- mennaleikfimi ásamt umræöuþætti um trúmál í norskum afdölum. Miklir vinir vorir? En hvaö ber til aö þetta gerist? Líklega er ein meginorsökin sú, sem ég minntist á áöan, að búiö er aö heilaþvo okkur svo gjörsamlega með áróöri um ágæti hins norræna sam- starfs og norrænnar samvinnu aö engin glóra kemst aö hjá okkur þeg- ar hún er annars vegar. Nú má enginn ætla aö ég telji sam- skipti okkar viö grannþjóöir okkar á Norðurlöndum af hinu illa. Viö höf- um vissulega oft haft af þeim not, bæöií bráöoglengd. Hinu megum við aldrei gleyma að þær eru aðrar þjóðir, hafa annarra hagsmuna aö gæta og hafa oft á tíðum önnur viðhorf til mála. Einkum og sér í lagi geta hags- munir okkar og Norömanna rekist á. Þeir eru einhverjir skæðustu keppi- nautar okkar á viöskiptasviöinu og hafa oft beitt okkur þar ljótum hrekkjum. Þeir eru nú á góöri leið meö aö verða ríkasta og voldugasta þjóö Norðurlanda vegna olíuauðs síns og hvort sem okkur líkar betur eöa verr fylgir þaö ávallt slíkri upp- hefð að mikill vill mikiö og slíkar þjóöir sælast til áhrifa og vUja fjár- festa meö öðrum þjóöum. Þaö hlýtur því aö vera Norömönn- um sérstakt ánægjuefni aö íslenska ríkið skuli nú ætla aö taka sjónvarps- efni þeirra upp á sína arma og dreifa því yfir landslýðinn. Enda þótt taUö sé erfitt að finna leiöinlegra sjón- varpsefni í Vestur-Evrópu en Norö- menn senda út, og þaö sé þar aö auki leiðinlegasti hluti þess sem okkur stendur til boöa í fyrstunni, er engin trygging fyrir því að þar veröi ekki um bætt ef mikið er talið viö liggja aö hafa áhrif á skoðanamyndun íslensku þjóðarinnar. Viö eigum aö sinni samleið meö Norömönnum í utanríkismálum, en veöur eru válynd í þeim efnum og skyldi ekki einhverjum þykja þröngt fyrir dyrum í menningarhelginni ef Tréholtar kæmust til valda í Noregi? Vísir að öðru meira? Eins og áður er á drepiö í þessari grein er víst aö í framtíðinni opnast miklir möguleikar á sviöi fjarmiðl- unar. Sú kemur vafalaust tíö að við Islendingar getum horft á sjónvarps- dagskrár f jölmargra þjóöa og víkkaö þannig sjóndeildarhring okkar. Þá verður gaman aö lifa. En talsvert langt er í að svo verði, þar kemur til hnattstaða okkar og fámenni. Hins vegar er kannski stutt í það aö möguleikar opnist til þess aö ná sendingum frá Bretlandseyjum, þar sem sjónvarp er hvaö best í allri ver- öldinni. Móttaka og dreifing þess efn- is heföi vafalaust mætt einhverri pólitískri andstöðu hérlendis, enda vissulega innrás í menningarhelgi okkar ef ekki væri völ á ööru efni til mótvægis. Þvi verður ekki hjá því komist aö leiða getum aö því að á bak viö samning menntamálaráðherra okkar viö Norömenn, sem mér finnst allrar gagnrýni verður út af fyrir sig, leynist þau klókindi að auðveld- ara reynist aö koma til okkar en ella sjónvarpsefni frá Bretlandseyjum og öörum Vestur-Evrópulöndum innan skammst. I þeirri trú skulu vopnin slíöruð í bili. £ „Nú má enginn ætla að ég telji samskipti okkar við grannþjóðir okkar á Norður- löndum af hinu illa.” þær bæöi af því aö þar stefna menn aö æ meiri samruna og samstarfi þjóöa. Ahrif eru þar líka gagnkvæm, þjóðirnar að vísu misstórar en þó allar nægilega sterkar til þess að gjalda líku líkt. Vegna hnattstööu Islands hefur veriö ljóst aö gagnkvæm samskipti á þessu sviði yrðu nokkrum erfiöleik- um háö, þótt enginn efist um að i framtíðinni getum við séö sjónvarps- dagskrár margra þjóöa og þar með kynnst viðhorfum þeirra. Þangaö til svo yröi hefur mörgum þótt ástæða til að sporna viö því að ein þjóö gæti hellt yfir okkur áróöri sínum og s jón- armiðum án takmarkana. Af þessum ástæöum meöal annars mótmæltu „Af tæknilegum ástæðum hefur reynst erfiðara að koma sjón- varpsefni óhindrað milli ianda, en með tiikomu gervihnatta hefur það vandamál verið leyst." margir hinu svokallaða Keflavikur- sjónvarpi á sínum tíma og töldu þaö óverjandi innrás í íslenska menning- arhelgi. Hvað sem líöur sannleiks- gildi þeirra orða urðu skoöanir þess- ara manna ofan á og Keflavíkurstöð- inni var gert aö skyldu að grafa pund sittí jörð. En nú ber nýrra við. Menntamála- ráðherra vor gerir samning við granna okkar, Norðmenn, um aö yfir okkur skuli hellt sjónvarpsefni þeirra alla daga vikunnar, aö manni skilst, og þvi meira aö segja dreift af islenska Rikisútvarpinu. Menningar- aö hvert ár sem námsmaðurinn gæti framlengt dvöl sína hér væri honum dýrmætt í fjárhagslegu tilliti sem ööru. I þessu sambandi er vert aö minnast þess aö talsverður hluti þeirra sem ljúka stúdentsprófi hér telur sér ekki fært af fjárhagslegum orsökum að hef ja nám i háskólanum fyrir sunnan. Þetta gildir t.d. um stóran hluta þeirra sem sækja nám sitt í öldungadeild MA. Þetta fólk er í langflestum tilvikum fjölskyldufólk. Þaö er búiö að koma sér fyrir hér, á maka í föstum störfum í bænum og börn í akureyrskum skólum. Þaö er því ekkert smámál fyrir þetta fólk aö rífa sig upp til aö flytja suður, svo aö einn meðlimur fjölskyldunnar geti stundaö nám í Háskóla Islands. Væri hér í bænum einhver aöstaöa til frekara náms aö loknu stúdentsprófi, er ég viss um að það yrði til aö fjölga þeim Akureyringum sem færu í háskólanám, bæöi úr hópi öldunga- deildarstúdenta og úr hópi þeirra stúdenta sem búa viö lítil efni og eiga fátæka foreldra. Hvers konar háskólanám? Nú er námsval akureyrskra og annarra norölenskra stúdenta mér vitanlega ekkert ööruvísi en t.d. námsval reykvískra stúdenta. Sé því fyrst og fremst tekið tillit til þeirra atriöa sem ég hef rakið hér aö framan, eru fyrri vangaveltur um háskólakennslu á Akureyri beinlínis rangar. Það væri illa af staö farið aö miöa sh'ka kennslu viö þröngt og mjög afmarkað sviö. Eftir sem áöur þyrfti þá þorri stúdenta héöan aö fara suður. Og þetta ylli líka óhag- ræði fyrir stúdenta annars staöar af landinu, sem gætu þá ekki sótt nám sitt á viðkomandi sviöi annars staðar en á Akureyri. Og hverju værum viö bættari með því aö valda öörum sams konar óhagræöi og við sjálf höfumorðiðað þola? Nei, ég álít aöra leið heppilegri, skynsamlegri og gagnlegri fyrir okkur ÖU. Komist háskólakennsla í gang hér í bæ, veröur þegar í upphafi að miöa hana viö nokkra breidd og við notagildi fyrir sem flesta akur- eyrska námsmenn. Háskóli Akureyrar Eg álít aö framansögðu aö strax eigi aö hætta að hugsa um flutning háskólagreina eöa afmarkaöra sviöa úr Háskóla Islands hingaö norður. Þess í staö verði stofnaður Háskóli Akureyrar, sem ætlaö verði aö þjóna sem mestum hluta Norðurlands. Þar verði þegar í upphafi hafin kennsla í allmörgum og óskyldum greinum. Meiri áhersla veröi lögð á margar greinar en aö fullmennta. Hægt væri t.d. aö miöa viö þaö í upphafi aö hér geti gefist kostur á allt að 3 ára námi (samsvarandi t.d. BA-prófi), en þó mismunandi eftir greinum,— en síðan gengiö út frá því að framhald námsins geti farið fram í Háskóla Islands. Viö ákvörðun námsgreina veröi fariöeftir þrennu: I fyrsta lagi veröi fariö eftir „vin- sældum” greinanna, þ.e. aö líklegt sé aö þær komi sem flestum að notum. Dæmi um slíkar „vinsælar” greinar eru íslenskar bókmenntir, íslensk tunga, sagnfræði, enska, uppeldis-og kennslufræði (réttindanám og kennsluæfingar fyrir veröandi háskólamenntaða kennara), heimspekileg forspjallsvísindi („fílan” svonefnda), félagsfræði, læknisfræöi (1. árs), jarðfræöi, lög- fræöi (fyrri hluti), viðskiptafræöi (fyrrihluti) o.fl. I öðru lagi verði teknar meö náms- greinar sem falla sérstaklega vel aö akureyrskum staöháttum og at- vinnulífi. Dæmi um þaö væru grasa- fræði, útvegsfræði, efnafræði o.fl. I þriðja lagi er seiinilegt aö fyrst í stað veröi að taka nokkurt miö af því, hvort hér séu fáanlegir hæfir kennarar. Þeim þætti sé ég þó ekki ástæöu til aö hafa verulegar áhyggjur af. Hér í bænum eru nú þegar búsettir margir sem gætu tekiö að sér háskólakennslu og rann- sóknarstörf í hinum f jölbreytilegustu námsgreinum. Auk þess er enginn skaöi aö því aö hingað flytjist vel menntaö fólk, t.d. einhverjir þeirra Akureyringa sem lokið hafa háum menntagráöum og búa í Reykjavík. Aðrar deildir? Mér finnst einnig fyllilega athug- andi hvort ekki væri rétt aö Háskóli Akureyrar yrði nokkru víðtækari en Háskóli Islands. Til dæmis væri þegar í upphafi hægt að’stofna sér- staka deild við skólann sem veitti kennslu fyrir kennaranema, sam- bærilega því sem kennt er í Kennara- háskóla Islands í Reykjavík. Slíkum deildum mætti fjölga eftir því sem skólinn yxi og dafnaði. Þar hef ég t.d. í huga nám á háskólastigi (þar sem krafist er stúdentsprófs), sem stundað er í Reykjavík í sérstökum skólum utan Háskóla Islands, svo sem í Tækniskólanum, Hjúkrunar- skólanum o.fl. — eöa sem ekki er kennt hérlendis ennþá, svo sem blaðamennska eða fjölmiðlun, sérkennsla o.fl. Lokaorð Hér er þá komiö aö punktinum eftir efninu. I lokin vil ég aöeins koma á framfæri þeirri von minni aö þessi grein geti komið af staö ein- hverjum umræðum, opinberum eöa a.m.k. manna á meðal. Umræður eru til alls fyrstar, og ekki er víst að áldraumar séu einu draumamir sem geti gagnast lífi fólksins í þessum bæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.