Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR8. MARS1984. -■ 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Fólk styttir sér stundir við að iita i blöð meðan beðið er eftir íslensku treflunum i Moskvu. Börnin styðjast við húla-húla hringinn sinn. Frá íslenska sendiráðinu íMoskvu: íslenskir treflar valda biðröðum í Moskvu Himinninn var svartur, húsið úr timbri og Ijósmyndarinn með fílmuivélinni. Klikk. DV.-myndE.Ó. Bandarískir knattspyrnumenn, enn i leik. I bréfi, merkt nr. 53, sem utanríkis- ráðuneytinu hefur borist frá íslenska sendiráðinu í Moskvu, segir m.a. orð- rétt: ,,I janúarbyrjun flaug sú fiskisaga um alla Moskvuborg að íslensku ullar- treflarnir væru komnir í allar helstu stórverslanir í borginni. ös var og bið- raðir mynduðust við þau afgreiðslu- borð þar sem treflamir voru til sölu. Þessu hélt áfram fram eftir mánuðin- um, en nú er okkur sagt aö treflarnir munu að mestu ieyti vera uppseldir. ” Framleiðandi þessara biðraða- myndandi trefla, Alafoss hf. í Mosfells- sveit, hefur fullan hug á að stytta biðraðir í Moskvu og hefur í því skyni gert nýjan samning við Rússa um trefla- og peysusölu. Samkvæmt hon- um hafa Rússar skuldbundið sig til aö kaupa 1,5 milljónir trefla og 20 þúsund peysuráþessuári. Mun þetta vera mesta magn sem Rússar hafa pantað i einu lagi hjá verksmiöjunum í Mosfellssveitinni. -EIR. Jón Páll er að brenna af sér fituna og borðarekk- ert nema fisk ogprótín- ríka fœðu. Fallbyssur á knatt- spyrnuæfingum —fæ mér síðustu sígarettuna fyrir hvert skot, segir Zoltan Toth Bandariska knattspyrnufélagið Arrows hefur tekið upp nýja aðferð við þjálfun markvarða sinna. Fjárfest hefur verið i fallbyssu sem skýtur fót- boltum á 160 km hraða iátt að marki. Shep Messing, einn af markvörðum félagsins, segirþað likt og að horf- ast i augu við dauðann að æfa með fallbyssunni. Hann og Zoltan Toth skiptast á að skjóta hvor á annan en hafa fram að þessu ekkiþorað að stilla byssuna ámeira en 100 km hraða. „Ég erlogandihræddurihvert skipti, "segirZoltan Toth, „og er vanur að fá mér siðustu sigarettuna fyrir hvert skot." „Ekkert mál fyrir ión Pál” „Það muna eflaust margir eftir orðatiltæki, sem gekk hér fyrir nokkrum árum, sem hljóðaði þannig: „Ekkert mál fyrir Jón Pál”.. . Þessi setning varð fleyg eftir að kraftajötunninn Jón Páll Sigmarsson sagði þetta í íþróttaþætti í sjónvarpinu. Þá stóð hann þar með mörg hundruð kíló á lóðunum í kraft- lyftingamóti og brosti framan í áhorfendur sem göptu af undrun. Lítið hefur heyrst af Jóni Páli að undanförnu, en við rákumst þó á hann á dögunum í heilsuræktinni Orkulind í Brautarholti. Þar þandi hann vöðvana í allar átti á milli þess sem hann handlék lóðin með mörg- um kílóum á eins og ekkert væri. Jón Páll sagði okkur að hann væri aö mestu hættur að æfa og keppa i krafUyftingum Nú vari það vaxtar- ræktin sem hann legði alla áherslu á. Hann hefði alltaf haft áhuga á henni sem íþrótt og hann hefði tekið ákvörðun fyrir nokkru að keppa á Islandsmótinu í vaxtarrækt sem verður 25. mars nk. Hann sagðist nú æfa a.m.k. þrjá tíma á dag og það sjö sinnum í viku. Nú væri hann að brenna af sér fituna — borðaði bara fisk og prótínríka fæðu. Núna væri hann um 110 kg aö þyngd en hefði mest verið 130 kg. Jón Páll sagðist vera aö spila upp á það að taka þátt í vaxtarræktar- mótum erlendis í framtíðinni svo og aflraunamótum víða um heim. Hann tók þátt í einu slíku móti á Nýja Sjá- landi í vetur og varð þar í öðru sæti. Hann hefur nú fengið boð um að taka þátt í hálandaleikunum í Skotlandi í júní í sumar og einnig í keppni um titilinn „sterkasti maður Norður- landanna” sem verður í sumar. En nú eru það sem sé vöðvamir og utanáliggjandi æðar sem allt snýst um hjá þessum kraftakarli okkar, og af vöðvunum hefur hann þegar nóg eins og sjá má.. . -klp. HEIMSLJÓS 5 OOára? Samkvæmt niðurstöðum | skoðanakönnunar, sem gerð var af tímaritinu Psychology To- i day, eru 79% karlmanna á því að ' gaman væri að verða 500 ára. Að- elns helmingur kvenna er sömu skoðunar eða eins og ein þeirra sagði: — Hví ætti maður að vera að framlengja þessi leiðindi? Lélegt svefnlyf „Viski er ágætt svefnlyP’, segir Dean Martin, bandariskur söngvari m.m. „Það má vera að maður sofni ekki af þvi en aftur á móti sættir maður sig vel við að vera vakandi eftir að hafa tekið þaðinn.” Herra Martin er búinn að vera „þurr” í nín mánuði. Heston hótað Kvikmyndaleikarinn Charlton Heston kallar ekki allt ömmu sina á hvita tjaldinu. Aftur á móti ' hefur bann nú ráðið sér flokk líf- j varða vegna siendurtekinna i morðhótana sem hann hefur fengið jafnt simleiðis sem bréf- leiðis. Newman íneyö Paul Newman, oft nefndur maðurinn með bláu augun, er ! veikur fyrir hjarta. Læknál hafa fyrirskipað honum að taka það | rólega ef ekki eigi illa að fara. Vinir Newmans segja mann- inn sistritandi við að framleiða, stjóma og leika í kvikmyndum, auk þess sem hann stundi við-1 skiptalífið af miklum móð og sé ! ailtafíkappakstri. EltoníHöfn Elton John, nýkvæntur og al- sæU, heldur tónleika i Kaup- mannahöfn 4. maí nk. Með hon- nm í för verða þeir Nigei Olson, Dec Murray, David Johnstone og Fred Mandel. Flugmiðar fást hjá Fiug- leiðum í Lækjargötu. [Nomabrennal íS-Afríku Irigreglan i S-Afriku hefur j handtekið 12 þorpsbúa í Bophuth- atswana og gefið þeim aö sök að hafa staðið fyrir nomabrennu. Fóikið á að hafa tekið konu eina, j iæst hana inni í bii og kveikt siðan í öllu. Segir fólkið konuna hafa I borið ábyrgð á dauða ungs! drengs sem lést þegar eldingu laustniöuríhann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.