Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 40
Eitt kort alstaðar. Austurstræti 7 Sími29700 Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI: Staðfestiraðfólk gerirsérgrein fyriraðstæðum „Það er meira aö segja meiri- hlutinn sem tekur afstöðu,” sagði Magnús Gunnarsson hjá VSI, inntur eftir áliti sínu á niðurstöðum skoöanakönnunar DV. ,,Eg lýsi yfir ánægju minni með þetta og tel þetta staðfesta, eftir að samkomulag náðist, að þjóðin geri sér grein fyrif aðstæðum. Fóik hefur samþykkt að i þetta sinn verði gerðar raunhæfar úrbætur fyrir þá lægst settu, það er raunhæfar kjarabætur sem skila sér til fólks en brenna ekki upp í verð- bólgubálinu. Hér hefur skynsemin verið látin ráöa, bæði hjá vinnuveitendum og launþegum. Þetta er sameiginieg niðurstaða og framlag beggja i þeirri baráttusemnúerviðaðetja.” -HÞ. Aðalheiður Bjamfreðs- dóttir,formadur Sóknar: Einmittþetta semréðgerð samninganna „Það er einmitt þetta sem réö gerö samninganna,” sagöi Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, innt eftir áliti sinu á niðurstööum skoöanakönnunarinnar. „Það var svona sem fólk mat stöðuna — og þá sérstaklega á formannaráðstefnunni þar sem úrslitaskrefið var stigið. Ekki það að maður sé svo óskaplega ánægöur. En með tilliti til stöðunnar voru þessir samningar raunhæfir.” __________________-hþ^ Bensfnmúr í Vesturbænum Ráðgert er að reisa 5 metra háan múr í Ananaustum, þar sem Vestur- gata endar, til að verja væntanlega bensinstöð sjógangi og grjótruðningi i stórstraumsflóði í harðri vestanátt. Verður þetta að öllum líkindum hið mesta mannvirki enda hart um það deilt í skipuiagsnefnd Reykjavíkur- borgar. -EIR. LUKKUDAGAR 8. mars: 11236 HARMÓNÍKA FRÁI.H. AO VEROMÆTI KR. 1500. Vinningshafar hringi í síma 20068 9709? AUGLÝSINGAR t/Ut-L„ SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111___ RITSTJÓRN SÍOUMÚLA 12-14 AKUREYR! skipagötu « AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 Stef na f jármálaráðherra út úr vandanum: Lætur gera þriggja ára fjáriagaáætlun — með spamað upp í götin að meginmarkmiði ,,Eg hef óskað eftir því við Magnús Pétursson hagsýslustjóra að nú þegar verði hafin gerð fjárlaga- áætlunar út kjörtímabilið. Þaö er í samræmi við yfirlýsingar mínar við gerö núgildandi fjárlaga. Við verðum að semja ríkissjóð út úr vandanum og stefna skipulega að því á nokkru tímabili að vinna okkur út úr honum,” segir Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra. „Þetta er nákvæmlega þaö sama og einstaklingur yrði að gera ef við honum blasti greiðsluþrot. Annað hvort að selja eignir eða semja um greiðslufrest og skapa svigrúm til þess aö gera betur. Ríkissjóöur er í þessari aðstöðu núna. Sá vandi sem við okkur blasir og er bæði uppsafnaður til margra ára og eins nýr vegna þess að ákveðin tregða er í sparnaði er vissulega mjög mikill. Fyrst er að gera sér fulla grein fyrir hver hann er og hvar hann er og þetta er nú að verða nokkuð ljóst. Síðan aö vinna bug á honum og það er verkefnið framund- an. Starfsnefnd vinnur nú aö tiUögum um tilfærslu innan fjárlaga vegna þeirra 340 milljóna sem ríkisstjómin samþykkti vegna kjarasamning- anna að mér fjarstöddum. Niður- staða úr þvi dæmi verður að liggja fyrir fyrst. Síðan verður þrýst á allan spamað sem hægt er en ég reikna með að vemlegum hluta vandans verði að dreifa niður til úr- lausnar út kjörtímabilið. Meðal annars með því að skuldbreyta, fá lengd lán rikissjóös í Seðlabankan- um og víöar. Það verður skoöað mjög gaum- gæfilega hvort unnt sé að komast hjá hækkuðum álögum. Og ég sem er á móti öllum skattahækkunum get fuU- vissað fólk um að ég mun ekki leggja á nýja skatta til þess að leysa úr þessum vanda á einu ári,” segir Albert Guðmundsson. Ráðherrann gerir Alþingi grein fyrir stöðu þessara mála á fundi sameinaðs þings í dag klukkan 14. HERB RLR rannsakar Skoda-bingóin —sem Leiknir hélt í Sigtúni á dögunum Rannsóknarlögregla ríkisins hefur fengið til rannsóknar bingó-mál þau er upp komu í Sigtúni nýlega er maður einn vann tvær bifreiðir á sama spjaldið. Voru málsaðilar í fyrirheyrslum hjá RLR í gærdag. Eins og DV hefur greint frá gerðist það 5. febrúar sl. að Hörður Jónsson vann Skoda-bifreið í bingói er íþróttafélagið Leiknir efndi til í Sig- túni. Kvaðst Hörður hafa fengið spjaldiö gefins til minningar um vinninginn. Skömmu síðar mætti hann aftur á Leiknis-bingó í Sigtúni og vann þá aðra bifreið á sama spjald og hann hafði unnið hina fyrri á. Kvaðst hann, í viðtali við DV, hafa komið sér upp ákveönu kerfi sem hægt væri að nota í Sigtúni. Vinnings- möguleikar hans í bingóum þar væru þvímjögmiklir. Þetta eru ekki einu vinningamir sem Hörður, hefur unnið í bingóum á þessu ári því áður hafði hann unnið vinninga í Tónabæ og Templarahöll- inni, 9.000 krónur á öðrum staðnum og 15.000 krónur á hinum. -JSS. Tvær tilraunir voru gerðar i gær tii að koma flakinu af dæiuskipinu Sandey II á réttan kjöl. Béðar enduðu með þvi að togvir gaf sig. Hér sést hvar björgunarmenn vinna að þviað ganga fré þeim virnum sem slitn- aði i fyrri tiirauninni en fjær sést sá vir er siitnaði i siðari tiirauninni. Björgunaraðgerðum verður haldið éfram og vonast er tilað þær beri árangur einhvern næstu daga. DV-mynd EÓ Krístján Thorlacius um niðurstöðu skoðanakönnunar DV: Kemur ekki mjögáóvart „Þessi niðurstaða kemur mér ekki mjög á óvart. Hún er í samræmi við mat fulltrúa aöildarfélaga BSRB í samninganefndinni á afstöðu félags- manna,” sagði Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, um niðurstöðu skoð- anakönnunarinnar. „Reynsla okkar er h'ka sú að um 25 prósent mótatkvæði hafa komið fram í atkvæðagreiöslum um fyrri samninga.” — En ertu ánægður með niður- stööu skoðanakönnunarinnar? „Eg hef mælt með þessum samningi og hlýt að fagna því að þeir verði samþykktir miðað við aðstæður.” -JGH. Ótti við verkföll — segir Guðmundur I. „Eg er farinn að kikja ansi vel á skoöanakannanir, nema hjá Hag- vangi. Eg fer ekkert eftir Hagvangs- könnunum,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður og for- maður Dagsbrúnar, er DV leitaði álits á niðurstöðunum. „Það er ákaflega mikill munur á kjörum og aöstöðu fólks. Þaö sem ég held að spili meira og minna inn í er að fólk er aö velja á milli samning- anna og verkfalla. Fólk er kannski óánægt með samningana en er ekki tilbúið aö fara út í verkföll. Það er ótti í fólki viö vinnustöövanir, það er ótti viö verðbólgu, jafnvel óreiðu og stjórnleysi. Hins vegar er fólk sem býr við óskaplegt misrétti og ranglæti i launamálum. Það er á móti samningunum vegna þess að því finnst þeir ekki ganga nógu langt til móts víð sig. Þetta fólk býr við þröng kjör og vill fá leiðréttingu mála sinna,” sagði Guðmundur. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.