Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Selavinir spilla fisksölu Kanada á Bandaríkja- markaöi og víðar Stjómin í Ottawa neitar aö láta undan umhverfisverndarsinnum sem stööva vilja selveiðar og mun því hin árlega selveiöi Kanada- manna f ara fram eins og venjulega. „Þeir sem grípa til lyga og fjár- þvingana eru aumustu glæpamenn sem ég get hugsað mér og tilraunir þeirra núna til þess aö eyöilegg ja lifi- brauö kanadískra fiskimanna er enn einn glæpur þeirra,” sagði Pierre de Bane, sjávarútvegsráðherra Kanada,ígær. Þar höföaöi hann til herferðar selavina í Bandaríkjunum til þess aö koma í veg fyrir aö kanadískur fisk- ur seljist þar á markaönum á meðan seladrápunum er haldiö áfram. — Norðmenn sættu á sínum tíma svip- uöum ofsóknum gegn fiskútflutningi þeirra á Bandarikjamarkaö á meðan þeir ekki létu af hvalveiði. Okkur Islendingum var hótaö svipuöu vegna okkar hvalveiöi áöur. Dýraverndarsamtökin „Inter- national Fund for Animal Welfare” hafa sent milljónir bréfa til breskra og bandarískra neytenda og hvatt þá til þess aö sniðganga kanadískar fiskafurðir til að mótmæla selveiö- inni umdeildu. Breska verslunarkeðjan TESCO tilkynnti í síöasta mánuöi að hún mundi hætta aö hafa kanadískan fisk á boðstólum í sínum verslunum. — Fiskfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa fengið staflana af mótmælabréfum en ekkert aöhafst ennþá. Kanadamenn flytja árlega fisk á Bandaríkjamarkaö fyrir 240 milljón- ir dollara og lax á Bretlandsmarkaö fyrir um 30 milljónir. De Bane ráöherra sagöi aö sel- veiðunum yrði haldið áfram þetta ár sem áður en þó í minni mæli. Fyrir- tæki sem kaupa selskinn frá Ný- fundnalandi og Quebec segjast reiöu- búin til aö kaupa 60 þúsund skinn úr þessari vertíö. Hvít kópaskinn voru áður eftirsóttust en kópadrápin hættu í fyrra þegar EBE setti bann við innflutningi kópaskinna tii EBE- landa. Um 56 þúsund selir voru veiddir í fyrra á selvertíöinni en skinnaverð var þá miklu lægra en áður. Kanada- menn gera sér aöalvonimar um Japansmarkaö að þessu sinni fyrir selskinnin. Seiveiðimenn í isnum við Nýfundnaland en einn af Grænfriðungum reynir að verja kópinn með líkama sínum. Góð kosning Tsjernenkos Konstantín Tsjernenko, hinn nýi leiðtogi Sovétmanna greiðir hér atkvæði í kosningum til Æðstaráðsins. Tsjernenko sjálfur náði að sjálfsögðu glæsilegri kosningu og hefur nú fengið í hendurnar kjörbréf sem fulltrúi í Æðsta ráðinu. Tsjemenko var einn í kjöri í sínu kjördæmi sem er í Moskvu. Kosningaþátt- taka mun hafa verið 99,9% svo sem venja er í Sovétríkjunum og þakkaöi Tsjemenko „hrærðum huga” hina góðu kosningu. RÁÐIST Á SJUKRA- BÍL í EL SALVADOR Tveir stjómarhermenn í E1 Saivador standa yfir föllnum skæruliða í austur- hiuta landsins þar sem átök hafa verið mest undanfaraa daga. Stjórnarherinn í E1 Salvador sakar vinstrisinna skæruliöa um aö hafa af ráönum hug gert árás á sjúkrasveit Rauða krossins að störfum í austur- hluta landsins, sem logaö hefur í skær- um. — Tveir ungir Rauöa kross-starfs- menn voru drepnir í vélbyssukúlna- hríö. Þetta vom fyrstu Rauöa kross- mennimir sem fallið hafa í E1 Salva- dor síðan borgarastríðiö braust þar út fyrir f jórum árum. — Annar var 22 ára en hinn aðeins 16. Rauöi krossinn segir aö skotiö hafi verið á sjúkrabifreiö mannanna þar sem þeir óku eftir þjóövegi á leið til Arásin á sjúkrabílinn gefur nokkra hugmynd um grimmdina í þessu stríöi þar sem 42 þúsund hafa verið drepnir á undangengnum fjórum árum, flestir óbreyttir borgarar. þorpsins Guadelupe en þar haföi verið hart barist í fyrradag. Bifreiöinni var ekki meö blikkandi viðvörimarljósum og sirenuvæli. — Voru mennirnir á leiðinni aö sækja særöa til þorpsins. Ráðist á stórpóli- tíkus í Japan Ráöist var á fyrrverandi utanríkis- ráöherra Japans, Kiichi Miyazawa, þar sem hann var staddur á hótelher- bergi í Tokyo, og honum lúskraö meö öskubakka. Hinn 64 ára gamli Miyazawa var fluttur á sjúkrahús eftir árásina meö skuröi á enni og minniháttar meiösl á handlegg en tilræðismaðurinn reyndi aö skera sjálfan sig á háls eftir árásina. — Voru hans meiðsli hættu- legri, þegar báðir vora fluttir á sjúkra- hús. Miyazawa haföi hitt manninn aö máli á hótelinu, þangaö kvaddur til viðræöna viö leiðtoga búddatrúarsöfn- uðar sem töluverö ítök á í flokki frjáls- lyndra demókrata (stjórnarflokkurinn í Japanídag). Ráöherrann fyrrverandi er meðal þeirra sem sterklega þykja koma til greina í forsetaval flokksins sem verður næsta nóvember. Nái hann kjöri sem flokksleiðtogi er um leið öruggt að hann verður forsætisráö- herra. Miyazawa stýrir næststærsta flokks- arminum hjá frjálslyndum með 77 aö 394 þingmönnum flokksins á bak við sig. Læknafélagið lítið hrifið af bráðabirgðameðgöngu Breska læknafélagið hefur varaö lækna viö því aö það brjóti gegn siðareglum þess aö stuðla aö tækni- þungun kvenna til meögöngu fyrir bamlaus hjón. Var þetta gert kunn- ugt þegar í bígerð var stonun sér- staks fæðingarhælis í London fyrir slíkar bráöabirgöamæöur. Læknafélagið bendir á aö mikil vandkvæði séu á þessu, taugaálag- iö mikiö fyrir einstaklingana sem hlut eiga aö máli. Því telur félagiö þaö siðareglubrot ef læknar gefa sig aö þessum aögeröum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.