Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 30
30 DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984. Mest af því sem Guðfinna selur í Versluninni Díönu er aðfengið. Sumt er þó hennar eigin hönnun og saumaskapur, til dæmis samfestingurinn fyrir aftan hana. Það er byrjað smátt en stefnt hátt. Núna er Verslunin Díana í þessu litla húsi. Eitt lítið herbergi þar verður að nægja fyrst um sinn eða þar til flutt verður í iðngarðana. DV-myndir JBH. Starfshópur skilar áliti: Fíkniefnalaus Norðurlönd Starfshópur sem dómsmálaráðherra skipaði fyrir hálfum öörum mánuði tii að vinna að tiiliögum um aðgerðir gegn innflutningi og dreifingu fíkniefna hefurnúskiiaðáUti. Leggur hópurinn til að stofnuð verði sérstök deUd í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu til að samræma aögerðir lögreglu og toUyfirvalda í þessum efnum. Er þetta gert í framhaldi af þingsályktunartUlögu sem spratt af samstarfi norrænna dómsmálaráð- herra sem fundað hafa í tvígang með það fyrir augum að gera Norðurlönd að f íkniefnalausu svæöi. Að sögn Gísla Bjömssonar hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar horfir margt tU bóta í tiUögum starfshópsins. T.d. er gert ráð fyrir að fjölga hasshundum hér á landi og þá sérstaklega þeirri gerð sem þjálfuð er til fikniefnaleitar í skipum. Þeir þrír hundar sem fyrir eru hafa ekki þá þjálfun sem nauðsynleg er við slíkar aöstæður. Þá er gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna fíkniefna- deUdarinnar og fé tU tækjakaupa. -EIR. Sjúkleiki i tuskur I litlu húsi uppi í brekkunni fyrir ofan Kaupfélag Olafsfjarðar hefur verið komið upp verslun með fatnað og vefnaðarvöru. Verslunin Díana á ekki að vera þar lengi því eigandinn, Guð- finna Svavarsdóttir, bíður eftir aö komast í annaö og betra húsnæði í nýju iðngörðunum sem bærinn er að byggja. Þegar þangaö kemur er ætlunin að setja upp saumastofu. A því sviði er Guðfinna engrnn nýgræðingur. „Eg er búin aö stunda saumaskap í fjöldamörg ár og starfrækti litla saumastofu í kjallaranum heima hjá mér í 5 ár. Þetta gekk ekki þá svo ég hætti en nú er ég aö starta þessu aftur.” Hvaðkemur til? ,,Eg fór á námskeiöið Taktu þér tak hjá Iöntæknistofnun Islands. Þetta var í hittiðfyrra, við vorum þrjá daga á þriggja mánaöa fresti og höfðum mjög gott af. Eg var meö í kollinum að fá eitthvert verkefni við að sauma og ná markaði fyrir þá vöru. Saumavélarnar sem ég hef eru upp á ven juleg föt og ég hef verið í öllum mögulegum sauma- skap. Hingað til hefur þetta mest verið eftir pöntunum en lítið til að hafa á lager. Ut úr námskeiðinu kom að eina leiðin væri að setja upp verslun lika, ekki bara saumastofu. Eg setti hana því upp í október síðastliðnum. Hér eru alls konar efni til sölu og ég hef líka fatnað frá Kamabæ. Það hefur ekki verið tími til að setja mínar eigin vörur hér inn. Eg tek hins vegar sér- pantanir fyrir fólk í að sníöa og sauma.” Ertu sérstaklega lærð í sauma- skapnum? ,,Eg fór á sníðanámskeið fyrir 24 árum og eitt saumanámskeið. Það er allt og sumt. Að öðru leyti eru þetta meðfæddir hæfileikar, sjúkleiki í tuskur. Líklega er ég þó á vitlausum staö, ég heföi átt að verða tískuteikn- ari. Það hefði verið mest gaman aö því.” Hvemig hefur svo reksturinn á versluninni gengiö? ,,Hann hefur bara gengið vel það sem komið er. Eg fór hægt af stað, með eins lítið og ég mögulega gat og lág- markskostnað. Eg á ekki einu sinni peningakassa.” Er þetta fatnaður fyrir bæði karla og konur? „Já, ég er með á bæði kynin. Mig langaði til að leggja áherslu á karl- mannafatnað en þeir em voða tregir til að koma.” En hvernig ætlaröu svo að hafa þetta í iðngörðunum? „Eg ætla að setja þar upp þessa saumastofu og þá verð ég með smá- verslun til að geta selt mína eigin vöm. Þama verður ýmislegt framleitt, ég ætla til dæmis að hafa gardínuefni, rúmföt og yfirleitt sauma það sem fólkið vill. Eg fæ mér eins og skot eina manneskju til að sauma og er að vona að við getum unnið að minnsta kosti þr jár við þetta síðar.” Og þú færð þá að njóta þín í hönnun- inni.. . . „Marga kjólana er ég búin aö móta sjálf. Það er reyndar mesti spenningurinn þegar einhver kemur og segist vilja fá svona og svona og síöan að útfæra þessar hugmyndir. Það heldur oft fyrir mér vöku þegar ég er að hugsa um ný snið. -JBH/Akureyri. Framkvæmdastjóri Tímans söðlar um: AF TÍMANUM YFIR í THE COCKPIT-INN í LÚXEMBORG — Valgeir fer að brugga svartadauða Gisli Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Tímans, hefur gengið frá kaupum á veitingastaðnum The Cockpit-Inn í Lúxemborg af Valgeiri T. Sigurðssyni sem opnaöi veitinga- staðinn fyrir nokkrum ánun. Gísli tekur við rekstrinum þann 1. júlí í sumar og mun Valgeir starfa þar eitthvað áfram, eftir því sem Gísli óskar. „Mig hefur lengi langað til aö flytja til útlanda og oft verið nálægt því. Þegar ég var t.d. tæknistjóri á Sjónvarpinu stóðu mér til boða störf hjá sjónvarpsstöðvum á Norður- löndum. En nú stendur þetta heppi- lega af sér gagnvart fjölskyldunni og hún verður með mér í rekstrinum,” sagði Gísli, í viðtali viö DV. Gísli fyrirhugar að halda rekstrin- um áfram í mjög álíka mynd og hann er nú nema hvað í vor verður hann opnaöur út þannig að gestir geti notið veitinga undir berum himni. Veitingastaðurinn The Cockpit-Inn í Lúxemborg. Aðspurður hvort hann heföi nokkum tímann fengist við veitinga- rekstur áður svaraði Gísli: „Eg er einn af þessum Islendingum sem hafa gert allt. Einu sinni rak ég matvöruverslun þannig að ég er vanur matvælavinnslu og meðhöndl- un matvæla yfirleitt. ” Valgeir hyggst nú, ásamt banda- rískri konu sinni, einbeita sér að ráðningarskrifstofu þeirra hjóna fyrir flugáhafnir, auk þess sem hann hefur tekið á leigu bruggverksmiðju viö Moselá og ætlar þar að framleiða „svartadauöa” og selja i Bandaríkj- unum. Selfoss: Fyrsta gleraugnaverslunin Nýlega var opnuð gleraugnaverslun að Eyrarvegi 15 á Selfossi. Heitir hún Opticus og er eigandi hennar Elin Bjamadóttir, 24 ára. Elin kostaði innréttinguna í búð sína sjálf og er hún frá Kaupfélagi Amesinga, létt, í viðar- lit og nýtist vel. Mér er sagt að hér hafi ekki verið gleraugnaverslun fýrr. Er ég hissa á því í allri þeirri góðu þjónustu sem hér er. Það hefur verið venjan að læknar komi einu sinni í viku austur á Selfoss ásamt gleraugnasala. Elín hefur á boöstólum allar tegundir gleraugna og linsa. -Regína/Selfossi. Hamrahlíðarkórinn til Japan Þann 12. apríl nk. mun Sinfóníu- hljómsveitin flytja Sálmasinfóniu Stravinskís ásamt Harmahlíðar- kórnum, sem hér sést á æfingu, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Aö þessu sinni er slegið saman tveim kórum, annars vegar kór Menntaskól- ans við Hamrahlíð, sem skipaður er núverandi nemendum skólans, og hins- vegar Hamrahlíðarkómum, svo- nefndum, en hann er skipaður gömlum nemendum skólans. Að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur, stjórnanda kórsins, liggur það næst fyrir verkefna Hamrahliðarkórsins að taka þátt í tónlistarhátíö í Japan, en þangaö er kórnum boðið ásamt f jómm öörum evrópskum kórum. Sá hængur er á að kórinn verður að borga feröina til Japan sjálfur og er enn ekki séð hvernig farið verður að því, en mörg plön uppi, að sögn Þorgeröar. Það er vonandi að það gangi vel. -óbg/DV-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.