Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 3
DV. FÍMMTÚDAGUR 8. MARS1984.’ 3 Hallarby Iting í Haf namálastof nun: Ráðherrann fékk aldrei úttektina Samgönguráöherra hefur aldrei fengið sjálfa úttektina á Hafnamála- stofnun í hendur, aöeins útdrátt meö „gagnrýni og ábendingum”. DV skýröi frá úttektinni í janúar og aö þar væri fjallað um stórfelld stjórnunarvanda- mál í Hafnamálastofnun, æskileg skipti á stjórnendum og æskilega breytingu á hlutverki stofnunarinnar. Jón Baldvin Hannibalsson spuröi Matthías Bjamason sam- gönguráöherra um þaö á Alþingi á þriðjudag um hvaö úttektin eöa skýrslan f jaliaöi og óskaði eftir því aö ráöherrann legöi hana fram á þinginu. Sérstök ástæða væri til nýrra hafna- laga og þar meö um málefni Hafna- málastofnunar. Ráðherrann sagöi aö „engin formleg skýrsla heföi borist” á sitt borö, aðeins óundirritað blað meö „gagnrýni og ábendingum” sem forstöðumenn Hag- sýslustofnunar og Ríkisendurskoðunar heföu skýrt út. Þar væri ekkert að finna annað en þaö sem búast mætti viö um stofnanir almennt. Hann sagðist enga ástæðu sjá til þess að birta „óundirritaðaskýrslu”. Um tilvitnanir Jóns Baldvins i frétt DV frá í janúar sagði ráöherrann að blaöamennska af þessu tagi væri mjög viðsjárverö og í mörgum atriöum röng. „Þetta er i öllum meginatriöum röng frétt,” sagði ráðherrann. Magnús Pétursson hagsýslustjóri skýröi DV frá því í gær aö þeir Halldór Sigurðsson ríkisendurskoðandi hefðu einungis lagt fyrir ráðherrann útdrátt úr úttektinni og þá um þau atriði sem snertu mest framtíðaráform um Hafnamálastofnun. I útdrættinum væri ekki fjallað um ýmislegt það í for- tíö stofnunarinnar sem fram heföi komið viö gerö úttektarinnar. Hagsýslustjóri kvaö þetta eðlileg vinnubrögö aö sínu mati og þannig væri iðulega farið aö þegar úttektir væru kynntar ráðherrum. DV hefur fullar heimildir fyrir frétt- inni i blaðinu 26. janúar. Þar er ekkert ofsagt um það sem fram kom í um- ræddri úttekt á Hafnamálastofnun. Samgönguráöherra haföi hins vegar bersýnilega ekkií höndunum heimildir til þess að byggja á þann dóm sinn í fyrradag að fréttin hefði verið „í öllum meginatriðum röng”. -HERB. Framkvæmdastjómun Hafnamálastofnunar í mohm: Tillaga hjá ráðherra um hallarbyltingu Hjá samgÖng urábhcrra liggur UUaga um aö stjórnun Ilafnamála- stofnunur verðí stokkuö upp frá grunni. I henni fclst aö núvcrandi hafnamálastjóri, Aöalstcinn Júlíus- son, vcröi látinn vikja og Jafnvcl fldri yfirmcnn. TiUagan hdur legiö hjá ráöhcrra siöan i mai á siöasta árt Hún er frá tveim sérfræðingum sem könnuðu mál Hafnamála- stofnunar fyrir Rikisendurskoöun og Hagsýslustofnun fjármálaráöu- ncytisins. Samkvæmt heimfldum DV komu fram viö athugun tvhnenninganna margbrotnir og stórfcfldir mis- brestir i stjómun Hafnamála- stofnunar. Jafnframt aö samband st jómenda vrri ýmist beinlinis óvia- samlegt, mifli sumra þeirra, eöa tengt nánum vináttuböndum, mOU annarra, scm ncöi inn i samgðngu- ráöuncytið, svo aö cfUrUt þcss vrri nánast nafniö tómt. A siöasta Alþingi lagöi þáverandi samgönguráöherra fram frumvarp tU nýrra haínalaga. Þar er gert ráö fyrir ýmsum breytingum frá núver- andi fyrirkomulagi á stjóroun og vertaskipan. Meöal annars því aö hafnamálastjóri veröá skipaöur af ráöhcrra tU fimm ára í senn. TiUagan scm ráööerra befur undir höudum lýtur að þvi aö ýtt veröt á eftír samþykkt þessa frumvarps og f k jiðfariö vcrði yf inuannastööur aug- lýstar iausar og þeim ráöstafaö aö nýju. Jafnframt er lögö áhersla á brcytt hlutverk Hafnamála- stofnunar, scm veröi fremur skipulags- og eíUrlitastofnun en frainkvrmdastofnunemsognúer. TUdrög þdrrar athugunar sem IUR- sýskistofnun xtóöu fyrir muno dtki sist miklar og sifclldar kvartanir og á feUisdómar f rá fjöknörgum aöihim, jafnvcl Alþjóöabankanum, og stans- lausar kvartanir fyrirtækis þcss sem Frétt DVum„hallarbyltinguna"hjá Hafnamálastofnun sem birtist ibleðinu26. janúarsl. Skodabingóin í Sigtúni draga dilk á eftir sér: Gaf Herði ekki spjald — segir Sigmar Pétursson, eigandi Sigtúns . „Ungi maöurinn segir ósatt þegar hann segir að ég hafi gefið honum bingóspjaldið. Eg hitti hann ekki einu sinni að máli umrætt kvöld, hvað þá meira,” sagði Sigmar Pétursson, eigandi veitingahússins Sigtúns, vegna ummæla Harðar Jónssonar er vann tvær Skodabif- reiöar í bingói nýlega. Forsaga málsins er sú að í byrjun febrúar fór Hörður á bingó í Sigtúni. Það var íþróttafélagið Leiknir sem hélt bingóið. Þar vann Hörður Skoda- bifreið. Kvað hann Sigmar hafa gefið sér spjaldið, sem hann vann bílinn á til minningar. Sl. fimmtudag fór Hörður í annað sinn á Leiknisbingó. Hafði hann meðferðis spjaldið góða og vann á það aðra bifreið, einnig af Skoda- gerö. Kvaðst Hörður í samtali við DV hafa komið sér upp kerfi, sem hægt væri að nota þegar númerakúlurnar væru orðnar slitnar. „Það er ekki til neitt kerfi í þessum efnum,” sagði Sigmar. ..Skýringin á þessum tveim vinningum hlýtur emfaldlega aö vera heppni því að fyrra kvöldið kom Hörður mjög seint, eða kl. 11. Hann hafði því enga möguleiki á að velja sér spjöld, eins og hann segist gera, því að salan var löngu hafin og timi hans naumur. Hann getur ekki haft möguleika á að finna númer í „kerfið” á tveim mínútum. Að auki velur hann yfirleitt ekki spjöld neitt sérstaklega, heldur virðist taka þau sem hendi eru næst”. Sigmar kvað þaö vera á móti ölium leikreglum að menn færu með spjöldin með sér út úr húsinu, hvað þá að þeir kæmu með þau aftur á næsta bingó. Slíkt væri harðbannað. Hins vegar hefðu sjónarvottar sagt sér að Hörður hefði haft með sér spjöld út af seinna bingóinu þar sem hann vann Skoda nr. tvö. Slíkt væri algjörlega óheimilt. „Egharmaþað þegar menn virða ekki settar leikreglur og segja svo ósatt i þokkabót, en slíkt kemur sem betur fer mjög sjaldan fyrir,” sagði Sigmar. -JSS. ORUGGASTA OG BESTA VALIÐ MICRA ÖRYGGIÐ FELSTI: gæðum og endingu sem Nissan verksmiðjurnar einar geta tryggt. GULLTRYGGÐ ENDURSALA á verði sem er það langbesta sem nokkur keppinautanna getur boðið á bílum sem eiga að heita sambærilegir INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. IMIIII....................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.