Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson Gary Hart, öldungadeildarþmgmaður frá Colorado, hefur komiö gífurlega á óvart í forkosningum Demókrataflokksins og samtímis hefur hann gert aðstandendum skoðanakannana lífið leitt. Cranston, 60 prósent þeirra sem ætl- uðu að styðja Ernest Hollings, 50 pró- sent af líklegum kjósendum McGovems, 35 prósent frá Jesse Jackson, 19 prósent frá John Glenn og 14 prósent frá Walter Mondale. Eftir sigurinn í New Hampshire hefur ekkert lát veriö á sigurgöngu Harts og alls staöar hefur hann feng- iö meira fylgi en skoðanakannanir hafa gert ráð fyrir. En þrátt fyrir að hann hafi fengið óvæntan vind í segl- in væri óvarlegt að telja að hann væri að hrista Mondale af sér. Kosninga- sjóður Harts er ekki digur. Skuldir hans eru upp á 500 þúsund dollara þó reikna megi með að þær grynnki ört ef svo heldur sem horfir. Fram að þessu hefur hann nær algjörlega sniðgengið Suðurríkin í kosningabar- áttu sinni þar sem mjög þýðingar- miklar kosningar fara fram 13. mars í Flórída, Alabama og Georgíu. Eng- in skipulögð samtök standa á bak við baráttu hans þar og þar eru kjósend- urnir öðmvísi en hinir ungu, hvítu, vel menntuðu og vel stæðu kjósendur sem lögðu grunninn að sigri hans í New Hampshire. I Suðurrík junum eru fleiri k jósend- ur úr verkalýðssamtökimum, fleiri svartir, fleiri ihaldssamir, minna menntaöir kjósendur og ekki eins vel stæðir. Þar er höf uðvígi Jesse Jacksons og þar em þeir Walter Mondale og John Glenn enn sterkir fyrir. En sigur- ganga Harts að undanfömu hefur sýnt að hann nær til allra hópa kjós- enda þó í mismunandi ríkum mæli sé. Og bent hefur verið á að þegar frambjóðandi hefur á svo skömmum tíma fengið þvílíkan meöbyr og raunin er á með Hart þá þurfi enga kosningavél. En ljóst má vera að „risa-þriðjudagurinn” 13. mars eins og hann hefur verið kailaður verður afskaplega þýðingarmikill í kosn- ingaslag demókrata og kann að ráða úrslitum um hver frambjóöendanna verður hlutskarpastur. Debra Winger, vinsælasta leikkonan í Bandaríkjunum um þessar mundir: Nú er hún kyntákn, var áóur hermaöur Sigurganga Harts sýnir óvissu kosningaspánna —f ær alls staðar meira f ylgi en skoðanakannanir benda til Hún hefur verið hermaður í ísraelska hemum. Hún á að baki há- skólanám í þjóðfélagsfræði og glæpa- sögu. Nú er hún vinsælasta leikkonan í bandarískum kvikmyndum að því er stórblöðin Life og New York Times halda fram. Debra Winger vakti fyrst verulega athygli í kvikmyndinni „Urban Cow- boy” þar sem hún lék á móti John Travolta og síðan var hún útnefnd til óskarsverölauna fyrir leik sinn í „An officer and a gentleman”. Hún var á dögunum stödd í Berlín til að kynna nýjustu mynd sína er heitir „Terms of endearment”. Þá var hún dálítiö vonsvikin yfir skrif- um þýsku blaðanna um myndina sem töldu myndina of væmna. „Myndin er þvert á móti mjög raunsæisleg,” sagði Winger í blaða- viðtali. ,,Ef við tökum hlutverk dauð- ans í myndinni sem dæmi. Maður heldur til læknis einn góðan veður- dag til aö fá sprautu og fær þá að vita að maður þjáist af krabbameini. Þegar þetta er látið eiga sér stað í kvikmynd þá finnst fólki það væmið. En getið þið sagt mér hvernig þetta Debra Winger: „Ég leik ekki hlutverkin heldur virðist mér frekar sem persónan komi í mig, að ég verði hún.” gerist í raunveruleikanum ef ekki svona upp úr þurru ? ’ ’ Blaðamenn og gagnrýnendur hafa raunar áður sagt ýmislegt um Debru. Winger sem hún á erfitt með að skilja. Þannig hafa tíl dæmis tímarit- in Newsweek og Playboy útnefnt hana sem eins konar kyntákn þessa áratugar. „Fyrsta skiptið sem ég heyrði þetta þá hélt ég að mér hefði mis- heyrst. Eg heföi orðið miklu glað- ari ef ég hefði verið kölluö „karakterleikkona” í staðinn því að það er það sem ég reyni að vera. Þetta breytist kannski til batnaðar eftir hlutverk mitt sem Emma í „Terms of endearment”. Þó ekki væri nema vegna þess að hún er þriggja bama móðir, gengur eins og önd og er til fara eins og úttroðinn poki,”segirWinger. Ein þýðingarmesta ástæðan til þess að Debra Winger hefur orðið það kyntákn sem hún á svo erfitt með að sætta sig við er hin sérkenni- lega rödd hennar sem er í senn hás og kröftug (Steven Spielberg notaði hana þegar hann skapaöi rödd E.T.). „Guð minn góður. Eg fæddist með þessa rödd og það var óskemmtilegt að vera þegar sem lítil stelpa kölluö herra Winger í símanum. En það gleymist líka oft að ég breyti rödd minni oft viljandi eftir því hvert hlutverk mitt er. I „Terms of endear- ment” gerði ég hana dálítið meira brostna en venjulega vegna þess að mér fannst það hæfa hinu sérstæða eðli Emmu,” segir Debra Winger. „Annars hef ég eiginlega ekki neina sérstaka aðferð sem leikari. Eg leik ekki hlutverkin heldur virðist mér frekar sem persónan komi í mig, að ég verði hún. Shirley MacLaine, sem lék móður Emmu, varð stundum afskaplega þreytt á mér í leikhléunum vegna þessa. „Hver er það eiginlega sem ég er að tala við?” gat hún átt til að öskra á mig vegna þess að Emma var áfram „í mér”.” En Debra Winger lætur sér ekki nægja aö vera leikkona. Hún hefur einnig byrjað að framleiða myndir sjálf. „Eg hef byrjað á þessu vegna þess aö valdið yfir því hvaða kvikmyndir eru gerðar og hvemig þær eru gerð- ar er oft i röngum höndum. Fram- leiöandi á að framleiöa myndir en ekki að vera fjandmaður sem leikar- arnir þurfa að bindast samtökum gegn til að fá eitthvað gert af viti. Eg og aðrir sem eru sama sinnis hafa bara tekið upp hugmynd sem var þegar til á tímum Stanislavskijs, þess kunna leikhúsmanns: að leikari og framleiðandi eigi að vera eitt og hið sama,” segir Debra Winger sem nú á þátt i kvikmynd sem mun fjalla um Elísabetu Eberhardt, trúaða konu, sem í byrjun þessarar aldar lifði í löndum múhameðstrúarmanna klædd sem karlmaður og dó 28 ára gömul í flóði — í Sahara! Hin óvænta sigurganga Gary Hart öldungadeildarþingmanns frá Colorado í forkosningum Demó- krataflokksins aö undanförnu hefur ekki síst vakið athygli manna á því hversu lítið hefur verið að marka skoðanakannanir fyrir þessar kosn- ingar. Segja má að hinn glæsilegi sigur Gary Hart í New Hampshire hafi valdið þáttaskilum í kosningabarátt- unni. En samkvæmt síðustu skoöanakönnunum fyrir þessar kosn- ingar, raunar frá kosningadeginum sjálfum, þá átti Hart alls ekki að fara meö sigur af hólmi. I umræddri skoðanakönnun fékk Mondale 57 prósent atkvæða en Hart fékk aðeins sjö prósent! Ymislegt hefur veriö mjög ruglingslegt í því flóði skoöanakannana sem rignt hef- ur yfir bandaríska kjósendur að und- anförnu. Skoðanakönnunum virðist fjölga ár frá ári. Margir hafa litið niðurstöður þeirra nánast sem trúar- kenningar og svo þegar kjósendur fá loks að kveða upp dóm sinn vakna stjórnmálaskýrendur upp við illan draum og segja að úrslitin hafi kom- ið þeim alg jörlega í opna sk jöldu. Við nánari athugun kemur í ljós að skoöanakönnun sú sem áöur er getið náði yfir öll Bandaríkin og hafði því í, raun ekkert með New Hampshire að gera þótt hún hefði veriö notuð sem innlegg í umræðuna þar. Skoöana- kannanir í New Hampshire gáfu líka allt aðrar niöurstöður og af þeim má ráða hversu straumurinn var til Hart síðustu dagana fyrir kosning- amar. Hálfum mánuði fyrir kosning- amar sýndu niðurstööur skoðana- kannana Washington Post og ABC sjónvarpsstöðvarinnar að Mondale hefði 38 prósent fylgi en Hart 13 pró- sent. Einni viku fyrir kosningarnar, þ.e. dagana á eftir kosningunum í Walter Mondale hefur ástæðu tU að vera áhyggjufullur þessa dagana. Sigur hans er langt frá því að vera öruggur lengur og Gary Hart hefur fengið hann tUaðleggjastívörn. Iowa þar sem Hart náði óvænt 2. sæti meö 15 prósent á eftir Mondale sem hlaut 49 prósent, var Hart kominn upp í 24 prósent en Mondale hélt enn öruggri forystu með 38 prósent. Þremur dögum fyrir kosningar hafði forskot Mondales minnkað í sjö pró- sent og degi fyrir kosningar vom þeir jafnir með 30 prósent hvor. Urslit sjálfra kosninganna urðu þau að Hart vann glæsilegan sigur, hlaut 39 prósent atkvæða gegn 29 prósent- um Mondales. Svipað hefur aUs stað- ar annars staðar verið uppi á ten- ingnum. Hart hefur fengið mun meira fylgi en skoöanakannanir hafa gert ráð fyrir. Þeir er aö könnunum standa geta að einhverju leyti afsakað sig meö því aö Hart bæti við sig fylgi alveg fram á síðustu stundu og að óákveðnu k jósendumir hafi nær allir kosiðhann. Þannig sýna kannanir Los Angeles Times að fjórir af hverjum fimm kjósendum sem ákváðu sig síðustu vikuna fyrir kosningamar í New Hampshire kusu Hart þegar á hólm- inn var komið. Þegar upp var staðiö reyndust þetta vera 60 prósent af öUu fylgi Harts sem var 37702 atkvæði. Samkvæmt annarri athugun fékk Hart 83 prósent þeirra kjósenda sem höfðu ætlað sér að styðja Alan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.