Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 12
; lPyHffl^g1ÍDáfinR'8MMaHS’f9B4. ú'- Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastióriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Marklausar tölur játaðar Marklaus fjárlög eru ekki nýjung hér á landi. Arum saman hafa fjármálaráöherrar, ríkisstjórnir og stjórnar- meirihlutar á alþingi beitt ýmsum ráðum til aö falsa f jár- lögin. Tölur hafa verið togaöar út og suður til að ná ímynduðum jöfnuði. Bezt hefur hinum ómerkilegu stjórnmálamönnum gef- izt að taka ráðgerðan kostnað opinberra stofnana út úr fjárlögunum og setja í sérstaka lánsfjáráætlun. Öskhyggjan hefur verið leyst með því að taka sligandi lán í útlöndum. Ennfremur hafa pólitíkusarnir haft þann sið að skera niður lögbundnar fjárhæðir án þess að breyta lögunum, sem binda tölurnar. Síöan hafa lögbundnu upphæðirnari verið greiddar, þótt allt aörar og lægri standi í f járlögum. Þessi leið hefur oft leitt til vanskila ríkissjóðs í Seðla- bankanum. Með seðlaprentun hefur verið framleidd verð- bólga, einkaverðbólga íslenzkra stjórnmálamanna. En sú leið gengur ekki, þegar skera á verðbólguna niður í 10%. Stundum hefur vandinn leyst sig sjálfur. Aukin velta í þjóðfélaginu hefur fært ríkissjóði tekjur til að fylla í götin og greiða vanskilin við Seðlabankann. Enda dreymir menn núna um stórar göngur þorska frá Grænlandi. Fjárlög yfirstandandi árs eru mörkuð sömu óskhyggj- unni og fölsunarhneigðinni og f járlög fyrri ára. Munurinn er helzt sá, aö þau eru óvenju vitlaus, alveg eins og láns- f járáætlun ársins er sérlega heimskuleg. Hin nýjungin er, að mikiö af þessari vitleysu hefur ver- ið játað að frumkvæði fjármálaráðherra. Hann hefur sennilega séð fyrir, að í þetta sinn yrði ástandið þannig, aö ríkisstjórninni dygði ekki að loka augunum og biðjast fyrir. Hitt er svo fráleitt að láta eins og götin séu einhverjar nýjar stórfréttir. Að verulegu leyti eru þau atriði, sem embættismenn, fjármálaráðherra, ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn áttu auðveldlega að geta vitað. I f járlögum var ákveðið aö gera ráð fyrir sérstökum 350 milljón króna sparnaði í rekstri sjúkrahúsa, án þess að nokkur hefði hugmynd um, hvernig það mundi gerast. Menn hafa raunar ekki hugmynd um það enn. I fjárlögum var ákveðið að vanreikna kostnað við bæjarfógeta og sýslumenn um 150 milljónir. Þar var ákveðið aö vanreikna lögskyldar útflutningsbætur land- búnaöarafurða um 120 milljónir og lögskyld námslán um 100 milljónir. Ekki voru gerðar neinar lagabreytingar til að draga úr þessari lögskyldu til samræmis við f járlög. Ekki var einu sinni gert ráð fyrir, að ríkissjóður þyrfti að borga vexti af skuldum viö Seðlabankann. Stærstu götin eru í húsnæðismálunum og utan fjárlaga. Lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar, sem liggur fyrir alþingi, er full af ímynduðum tekjuliðum húsnæðislána- Iterfisins, sem frá upphafi var vitað, að ekki mundu standast. Ríkisskuldabréfin seljast ekki, atvinnuleysistrygg- ingasjóður hefur öðrum hnöppum að hneppa, lífeyrissjóð- irnir eru fjárvana. Á þessum og fleiri sviöum hafa veriö settar á blaö tölur, sem enga stoð eiga í raunveruleikan- um. Til bóta er, að stjórnmálamenn skuli játa töluverðan hluta þessara synda. Enn betra væri þó, að þeir hættu fölsunum og óskhyggju í fjárlögum og lánsfjáráætlun. Þá gætu þeir vænzt meira trausts hjá langþreyttri þjóð. Jónas Kristjánsson. Hvað varð um menningar- helgina? aö mikilla breytinga er aö vænta í al- þjóölegri fjölmiölun og raunar eru flestar þessar breytingar þegar komnar fram úti í hinum stóra beimi. Langt er síðan viö gátum hlustaö á útvarpsstöðvar fjarlægra þjóða og margir hafa nýtt sér þann möguleika og víkkaö meö því sjón- deildarhring sinn. Af tæknilegum ástæðum hefur reynst erfiðara aö koma sjónvarpsefni óhindraö milli landa en með tilkomu gervihnatta hefur það vandamál veriö leyst. Þaö er hins vegar viöurkennt aö áhrifa- máttur sjónvarps er margfaldur á viö útvarpið og því hafa einnig komiö upp pólitisk vandkvæöi í sambandi viö dreifingu sjónvarpsefnis. Vitaö er aö í stórum hluta heimsins — lík- lega langstærstum — veröur frjáls dreifing sjónvarpsefnis aldrei leyfð og annars staðar hafa menn viljaö fara varlega í sakirnar og látið ríkis- valdið hafa puttana í dreifingarmál- unum. Undanfarin ár hafa orðið nokkrar breytingar á þessum viöhorfum í Vestur-Evrópu. Stafa Þá er nýlokið rétt einni nafla- skoöun norrænna þjóöa og búiö aö vaska upp veisluglösin. Raunar ku þetta síöasta málþing málglaöra menningarvita noröursins hafa veriö óvenju tiiþrífalitiö og leiöinlegt, og er þá langt til jafnaö, enda allt í kring- um þaö aö gerast atburöir er vöktu mun meiri athygli en umræður manna um ágæti sitt og samlanda sinna. Ekki fór þó svo aö ekkert kæmi frá þessarí samkundu er okkur varöaöi og athygli vekti hérlendis enda þótt mjög sé á huldu hvort þeir atburöir geröust í þingsölum eða veislusölum. Þar á ég viö nýja sáttmála er menntamálaráöherra vor geröi við fulltrúa Noregskonungs á þinginu. Samningur þessi kom búandkörlum menntamálaráöherrans á Fróni aug- ljóslega í opna skjöldu svo aö gott mátti teljast ef þeir vissu almenni- lega hvaö þeir hétu í fyrstu viðtölun- um, sem við þá voru höfð, eftir að fregnir bárust til landsins um hinn nýjasáttmála. Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON Nýi sáttmáli Þaö hefur árum saman veriö ljóst Háskóli Akureyrar —er eftir nokkru að bíða? I grein þessari langar mig til að vekja máls á þeirri hugmynd sem viö og viö hefur skotið upp kollinum, að hefja beri sem fyrst einhvers konar háskólakennslu hér á Akur- eyri. Fram aö þessu hefur einkum verið gælt við þann kost að flytja hingaö norður einhverjar af- markaöar námsgreinar úr Háskóla Islands. Eg tel aöra möguleika einnig vera fyrir hendi og vil gjarnan sjá þá rædda á prenti. Þá hefur hugsanleg háskólakennsla hér nær eingöngu veriö rædd sem hluti „atvinnumálaúrbóta” bæjarins og fjóröungsins. En bæjarlíf er ekki bara atvinnufyrirtæki og „atvinnu- tækifæri” (eins og stjómmálamenn kalla störf fólks þessa dagana). Bæjarlif er líka fólkiö í þessum bæ, óskir þess, menning og líf. Menning og háskóli Eg hygg aö ekki þurfi aö fjölyrða um menningarlegt gildi þess aö hér værí eitthvert skólahald á háskóla- stigi. Allir bæjarbúar vita hvílík lyftistöng MA hefur veriö akur- eyrsku menningarlífi. Hafa margir bæjarbúar notið góðs af því í tímans rás. Háskóli yröi áreiöanlega ekki síðri aflgjafi. Um þaö væri hægt aö hafa mörg orö, en hér læt ég nægja að benda á aö akureyrskar og norö- lenskar bókmenntir og listir, saga og málfar gætu t.d. tvímælalaust notiö góðs af æöri kennslu og rannsóknum á þessum sviöum. ' GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON VERKAMAÐUR ANUREYRI Bætt aðstaða fyrir akureyrskt námsfólk Þeir Akureyringar sem þurfa aö sækja háskólanám sitt til Reykja- víkur eiga ekki sjö dagana sæla. Það vita þeir sem reynt hafa og einnig þeir sem eiga eöa hafa átt nána aöstandendur í þeirri aöstöðu. Ber þar margt til. Sennilega er þó efst í huga flestra aö við slíkan brottflutn- ing slitnar námsfólkið úr tengslum viö fjölskyldur sínar og vini, með öllum þeim tilfinningalega missi sem því fylgir, bæði fyrir námsfólkið sjálft, böm þess og ekki síður fyrir þá sem eftir sitja. Sárast er þó að þessi tengslarof eru oft endanleg. Akureyrskt menntafólk flytur sjaldnast aftur á vit heimaslóöa sinna aö námi loknu, heldur sest að í höfuöborginni. Astæöan er sá mikli aöstööumunur sem er á því aö starfa þar og hér, einkum á meðan hér vantar því nær alla æöri mennta- starfsemi, háskólakennslu og rann- sóknarstörf. En vandkvæði hins akureyrska námsmanns eru ekki aðeins tilfinn- ingalegs eðlis. Fjármálin eru honum líka erfiö. Þar má nefna húsnæöis- mál, fæöi og ýmsa þjónustu sem hann verður að greiða miklu hærra verði suöur í Reykjavík en hér í sínum heimabæ mitt á meöal ættingja og vina. Eg er þess fullviss £ „Allir bæjarbúar vita hvílík lyftistöng MA hefur verið akureyrsku menningarlífi. Háskóli yrði áreiðanlega ekki síðri aflgjafi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.