Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 8. MARS1984. Níðurstöður skoðanakönnunar DV: þykktir, en felldir í Dagsbrún og félögunum í Eyjum. Opinberir starfsmenn munu innan skamms AFGERANDIMEIRIHLUTI STYÐUR KJARASAMNINGANA Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi kjarasamningunum, sem gerðir hafa verið að undanfömu á vegum Alþýðusambands og Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Þetta eru niðurstööur skoðanakönn- unar, sem DV gerði um síöustu helgi. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur niðurstööum nýgeröra kjara- samninga Alþýöusambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja? Könnunin tók til 600 landsmanna. Þar af var helmingur á Reykjavíkur- svæðinu og því helmingur utan þess, og helmingur af hvoru kyni. Niður- stöður voru einkar afgerandi. Af heildinni sögöust 50,3% vera fylgjandi niöurstöðum kjarasamn- inganna. 20,5% voru andvíg, 24,2% óákveðin og 5% svöruðu ekki spum- ingunni. Þetta þýðir, aö 71,1% þeirra, sem tóku afstöðu, voru fylgjandi samningunum en 28,9% andvíg. Mikil umræða hefur staöið um þessa kjarasamninga, og atkvæða- greiðsla farið fram í mörgum tugum verkalýðsfélaga. I langflestum félög- um hafa samningarnir veriö sam- greiða atkvæði um samninga sína. Sumir þeirra, sem voru andvígir samningunum í könnuninni, töldu kauphækkunina hafa verið of mikla eins og fram kom í ummælum þeirra. Ætla má þó, aö langflestir andstæðingar samninganna telji kjarabæturnar hafa verið of litlar (Sjá nánar í klausunni um ummæli fólks). Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tóku afstöðu fylgdi samn- ingunum jafnt á höfuöborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Meirihlutinn var heldur meiri utan Reykjavíkur- svæðisins. Andstööu við samningana gætti öllu fremur meðal kvenna en karla. Meðal karla voru hlutföllin meö samningunum um það bil 3:1 en meðal kvenna um þaö bil 2:1, þegar aðeins er litið á þá, sem tóku afstöðu með eða móti. -HH Undirrítun kjarasamninga ASI og VSI. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Fylgjandi samningunum 302 eða 50,3% Andvígir 123 eða 20,5% Óákveðnir 145 eða 24,2% Vilja ekki svara 30 eða 5% Ef aðeins eru teknir þeir, sem verða niðurstöðurnar þessar: tóku afstöðu, Fylgjandi 71,1% Andvíg 28,9% Ummæli fólks íkönnuninni: ,,Eg er fylgjandi samningunum í aöalatriðum en fjarri því að vera ánægður,” sagöi karl á Austurlandi, þegar hann svaraði spumingunni í skoðanakönnun DV. „Eg er fylgjandi, því að ég er á móti verk-1 föllum,” sagði kona á Vesturlandi. „Eg er fylgjandi ASI-samningnum eins og hann er, en ég er á móti öllu sérkrafnabrölti, því að við þolum ekki meira,” sagði karl í Vestmanna- eyjum. „Held ekki að hægt sé að gera betur. Eg er ánægöur, ef láglauna- fólk fær eitthvað meira en hinir,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. ,^Eg er fylgjandi þessari tilraun, því að undanfarin ár hefur fólk verið að fá mestu krónuhækkanir sem um getur en um leið hefur kaupmáttur „FYLGJANDI, EN HRÓPA EKKIHÚRRA” þess aldrei rýmað hraðar. Eg tel skyldu mína að styðja við nýjar leiðir,” sagði kona á Reykjavíkur- svæðinu. „Þetta eru hóflegir samningar. Þjóðin hefur ekki efni á því að stíga stærra skref í einu,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Það er ekki hægt að fá meira eins og sakir standa,” sagði annar. „Það er ekki meira til skiptanna. Við höfum lifað of hátt,” sagði kona á Reykjavikursvæðinu. „Fylgjandi eins og staöan er,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Fylgjandi, en hrópa ekki húrra fyrir þeim,” sagði karl á Reyk javíkursvæðinu. „Illa farið með unglinga" „Andvígur. Það er auðvelt að ná verðbólgunni niður með því að skerða bara launin. Nú er vöruverð þegar farið aö hækka, áður en farið er að greiða út hækkun launanna,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu á hinn bóginn. „Eg er andvígur þessum samningum. Þeir koma þeim lægst launuöu ekki nægilega mikið til góða. Það hefði gjarnan mátt setja þak á prósentuhækk- anirnar, jafnvel fella þær niður á hærri laun en 25 þúsund,” sagði annar karl á Reykjavíkursvæðinu. „Þetta er smánarleg upphæð eftir alla kjaraskerðinguna,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Andvígur, en þó betra en ekki neitt,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. .í'ólk kemst ekki af með þessi laun,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Eg er ríkis- starfsmaður og ekki dús við samn- ingana. Ríkisstarfsmenn fá alltaf lægst,” sagöi kona á Reykjavíkur- svæðinu. „Þetta er of lítið. Það er auk þess illa farið með ungt fólk,” sagði enn önnur. „Finnst samningamir ganga of langt, ef eitthvað er,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Samning- amireru of linir. Við hefðum þurft að fá meira,” sagöi karl í Vestmanna- eyjum. „Þessi samningur er hneyksli,” sagöi karl á Suöureyri. „Andvíg. Mér finnst illa fariö með unglinga,” sagöi kona úti á landi. „Eg er óánægöur með, aö þeir skyldu fara yfir 4% mörkin,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Þetta em svikasamningar,” sagði karl á Vest- fjörðum. „Eg er óákveðin varðandi þessa samninga. Fólk í sveitum fylgist ekki eins meö þeim,” sagði kona á Suðurlandi. „Mér er alveg sama. Eg er hætt að vinna,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. „Eg veit ekki. Þetta er allt svo ruglingslegt,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. „Þessir samningar koma mér ekkert við, og ég hef enga skoöun á þeim,” sagði karl í sveit. „Eg veit ekkert um þesssa samninga,” sagði annar karl í sveit. „Það hefur engin umræða farið fram um þá hér,” sagði kona útiálandi. -HH. f dag mælir Pagfari___________ | dag mælir Dagfari ____________I dag mælir Dagfari Tölvurollan borgar ekki brúsann Búnaðarþingi er nýlega lokið, þessari eftirlifandi viðhöfn frá því að bændasamfélagið mátti sin nokkurs í landinu. Á sínum tima þóttu bænda- fulltrúar á Búnaðarþingi standa svo nærri nafla ríkisvaldsins, þeir sem ekki vora þegar á þingi, að ósvinna þótti að láta bændasamtökin sjálf standa undir kostnaði við þinghaldið. Þess vegna var ríkið látið borga Búnaðarþing athugasemdalaust í nokkra áratugi á meðan önnur sam- tök í Iandinu, eins og sjómanna- samtök og launþegasamtök, borguðu fyrir sig sjálf. Nú virðist hafa verið ýtt við samvisku bænda- fulltrúanna sem í þinghaldi sinu sögðu: ríkið, það er ég, því nú var í fyrsta sinn rætt um það af fulltrúun- um sjálfum að bændasamtökin ættu að borga kostnað við þingbaldið. Mun þá hverfa úr bókum ríkisins síð- asti votturinn um gamla hefð bxnda- samfélagsins sem taldi sig standa nær konunginum og guði en aðrar stéttir samfélagsins. Bændur hafa um nokkurt sinn tryggt sér eins konar afkomutrygg- ingu gagnvart kuldum, regni, snjó og flóðum, eða yfirleitt öllu því veður- fari sem er á íslandi. Stór hluti þing- manna sér um að í gangi séu ríkis- tryggingar gegn flestum þeim vanda, sem á bændum getur dunið, og gildir því ekki lengur gamla hetju- sögnin: Eg er bóndi og allt mitt á/undir sól og regni. Nú ætti fremur að standa: Eg er bóndi og allt mitt á/undir ríkiskassa. Stundum hefur verið fárast yfir skipulagi á afurða- söiu bænda. Hún er þó í sjálfu sér eðlileg og skynsamleg að því er nær til bændanna sjálfra. En þær bak- tryggingar, sem bændur hafa hjá ríkinu, eru bæðl fáránlegar og sam- hengislausar þegar horft er til annarra þegna þjóðfélagsins. Helst er hægt að líkja þessum bak- tryggingum við hagsmuni einstæðra foreldra sem fá nú tuttugu og sjö þúsund krónur á mánuði fyrir að eiga þrjú börn þar sem vantar annað foreldrið. Þar voru þó ekki snjór, regn og flóð að verki heldur persónu- leg óhöpp sem við verðlaunum sér- staklega vegna barnanna. Þetta er að því ieyti sambærilegt að ríkið hleypur í skarðið þegar einstakl- ingurinn hefur ekki lengur stjórn á lífi sinu og verður háður náttúruöflunum. Það hafa þó eigi orðið af því litlar sögur hvernig tslendingar börðust við náttúruöflin hér í eina tíð. En mestum tíðindum sætir þó þegar menn ákveða að borga sjálfir fyrlr næturgreiðann á Hótel Sögu, eða svo gott sem. Góð bú standa auðvitað undir greiðslum fyrir smávegis þinghald en í staðinn er þess ekki að vænta að frumvörp á Búnaðarþingi lendi sjálfkrafa á Alþingi eins og verið hefur. Þessi sjálfvirkni mála hverfur með aukinni sjálfvirkni i landbúnaði en stórt mál á þinginu var einmitt tölvu- búnaður við búskap. Það hefur aldrei staðið upp á íslenska bændur að fyigjast með tímanum en tölvu- búnaður við búskap er svo sérhæfður að Dagfari veit ekki hver þægindin kunna að verða. I mannfáum sveitum, þar sem erfitt er að fá mannskap í mikla smalamennsku, mundi heldur betur verða hagur að þvi ef hægt værl að smala með tölvu heima i stofu. Það yrði auðvitað að gera með einhverju því tækjamerki í kindinni sem setti hana á vcginn heim til f járhúsanna. Þá værl mikils- vert, ef bóndinn næði ekki heim fyrir mjaltir af þorrablótinu, að hann gæti með aðstoð lítillar vasatölvu látið mjólka kýrnar. Svona geta menn nú velt fyrir sér þægindum af tölvu- búskap en væntanlega á þessi tegund hans eitthvað í land. En það er margt fleira sem tölvu- búnaður getur gert, þótt minna sé um vert, og má þar nefna tölulegar upplýsingar um fóður, fengitima og burð en þar getur vélvæðing komið að góðu gagni. Tölvurollan veit þá ekkert af þessari hagræðingu heldur lendir hún öll til þæginda fyrir bónd- ann sem veit ekki alltaf tölu á fé sínu þótt rnikil fækkun eigi sér stað. TU munu þeir bændur sem munu eiga aUt að fimmtán hundruð fjár á fjalli eða meira, elnkum hinir hugumstóru í Húnavatnssýslum, en þar ræður stundum kapp meira en forsjá. Við hin verðum svo að borga eitthvað fyrir f jársafnið, einkum ef á að gefa það tU útlendinga þurfi þeir að éta frltt. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.