Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Síða 5
Dv: LAUÖARDAGUR M. MAÉá 1984.
5
Stafnesið KE mun liklega hafa orðið fyrst allra vertiðarbáta til að fylla
kvóta sinn og er nu langt komið með tæplega 200 tonna viðbót af kvótum
tveggja annarra háta. DV-mynd H. Baldursson.
Stafnes KE kláraði kvótann um síðustu helgi
og veiðir nú fyrir aðra:
Vaggar svo við bryggj-
una í f imm mánuði
Netabáturinn Stafnes KE—130
kiáraði kvóta sína um síðustu helgi og
er líklega fyrsti báturinn til þess.
Báturinn er í eigu Fiskverkunar Hilm-
ars og Odds í Njarðvík sem einnig á
Vatnsnes KE. Aö sögn Hilmars
Magnússonar lagði Stafnesið þó ekki
árar í bát, heldur kláraði 90 tonna af-
gang af ufsakvóta Vatnsnessins nú í
vikunni í tveim róðrum. Að þvi loknu
samdist svo um að Stafnes fengi að
veiða 100 tonn af þorskkvóta Svein-
borgar GK frá Garðinum, en hún er nú
á djúprækjuveiöum.
„Staðan er sem sagt sú að á meðan
báturinn var að veiða ufsakvóta Vatns-
ness í vikunni varð hann að forðast
þorsk eins og heitan eldinn, þar sem
hann var búinn með þorskkvótann, en
nú verður hann aö forðast ufsa eins og
heitan eldinn því að hann er búinn með
ufsakvótann og fékk að láni þorsk-
kvóta,” sagði Hilmar.
Kvóti Stafness var allgóður, 320 tonn
af slægðum þorski, 88 tonn af ufsa, 35
af ýsu og innan við 30 af öðrum fiski.
En hvað tekur við þegar Stafnes
verður búið með 100 tonna viðbótina í
síðasta lagi eftir mánuð?
„Honum verður sjálfsagt lagt í röska
fimm mánuöi þar til við getum vonandi
byrjaö á síld í október. Hann er meö
gamla, slitna vél þannig að við
leggjum ekki á hana tog við djúprækju-
veiöar. Við lögðum honum reyndar í
tvo mánuði í fyrrasumar en nú verða
þeir a.m.k. fimm. Við reynum ef til vill
djúprækjuveiöar á Vatnsnesinu í
sumar því að það hefur ekki síldveiði-
leyfi í haust, en annars sýnist manni
djúprækjuveiðin ekki eins spennandi
nú og var fyrir verðfallið,” sagði
Hilmar.
Skipstjóri á Stafnesi og samstarfs-
maður Hilmars við vinnsluna er Oddur
Sæmundsson. Þeir félagar eru báðir
góðir laxveiöimenn svo að Hilmar var
spurður hvort þeir eyddu þá sumrinu í
að renna fyrir lax fy rst Stafnesiö mætti
ekki róa: „Eg hef bara ekki þorað að
fjárfesta í laxveiðileyfum í svona
óljósri stöðu. Eg sé til hvað Oddur ger-
ir.”
-GS.
Árni Gunnarsson f iskmatsmaður
um gagnrýni á punktakerfið:
ERUM EKKIAÐ
RÆNA SJÓMENN
— kerfið verður
aðeins
hjálpartæki tilað
samræma mat
áöllu landinu
„Enginn matsmaður meö ein-
hverja reynslu hefur ekki einhvern
timann verið kallaður þjófur. En að
undanfömu hafa brigslyrðin keyrt úr
hófi fram og nú eigum við að vera að
stórrýra kjör sjómanna með því að
meta eftir nýju punktakerfi.
En þetta punktakerfi er aðeins
hjálpartæki til þess að samræma
matsaðferðir um allt land. Skýtur
skökku við að sú viðleitni sé gagn-
rýnd eftir alla þá gagnrýni sem við
matsmenn höfum fengið fyrir að
meta misjafnlega eftir stöðum á
landinu,” sagöi Ami Gunnarsson,
matsmaður í Þorlákshöfn, í viðtali
viðDV.
„Mat eftir nýja kerfinu er í fullu
samræmi við reglugerð sjávarút-
vegsráðuneytisins frá 1970. Eini
munurinn er að matsmaðurinn
skráir á blað ástand hvers einstaks
fisks í sýni og virðist besti 2. flokks
fiskurinn skv. gamla kerfinu meira
að segja hafa tilhneigingu til að fara
upp í 1. flokk með nýja kerfinu.
Þá vil ég benda á að öll umræða
um niðurstööu einstaka mats löngu
eftir á hlýtur að vera marklaus. Hún
verður að fara fram á þeim stað og
tíma þegar verið er að meta sýnið.
Allir starfandi fiskmatsmenn hafa
fengið tilsögn í notkun þessa nýja
kerfis sem ég álít stórt skref til sam-
ræmingar fyrir allt landið þegar það
verður tekið í notkun með allra sam-
þykki.
Því vísa ég á bug stóryrðum for-
svarsmanna sjómanna að hér sé um
nýtt kerfi að ræða sem rýri kjör
vertíðarsjómanna um allt að
helming. Bendi ég þeim á að beina
fremur kröftum sínum í þá átt að
bæta enn meðferð afla til að vinna að
nokkru upp hina miklu afla- og tekju-
rýmun sem við sjómönnum blasir
vegna aflatakmarkana,” sagði Arni
Gunnarsson að lokum. -GS.
Deilurnar um f iskmatsreglurnar:
PUNKTAKERFINU
VAR ÞJÓFSTARTAÐ
— erþó ekki
reglugerðarbrot
Orsök hinna harðvítugu deilna,
sem að undanförnu hafa átt sér staö
um starfsaöferðir við fiskmat,
virðist vera að hinu nýja punktakerfi
hafi verið þjófstartað. Bæði sjómenn
og útvegsmenn töldu að gamla kerfið
ætti að gilda út þetta verðtímabil og
aöeins ætti að meta eftir punktakerf-
inu til hliðsjónar. Þannig fengist
reynsla á hvort þaömæti í heild öðru-
vísi en gamla kerfið, en hið gamla
skyldi þó ráða. Sömu skoöunar er
sjávarútvegsráðherra og hefur hann
tekið af öll tvímæli þannig að gamla
kerfið er í gildi.
I byrjun febrúar ritaði Jónas
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Framleiðslueftirlits sjávarafurða,
öllum matsmönnum bréf þar sem
segir m.a.: .^ilins og ég sagði á
námskeiðunum fyrir fiskmatsmenn
var febrúarmánuður ætlaður til þess
að matsmenn æfðu sig í notkun mats-
kerfisins (punktakerfisins, — innsk.
DV) en í marsmánuði eiga allir að
hafa öðlast nægilega æfingu til þess
að beita nýju vinnubrögðunum við
alltmatá bolfiski.”
Það er mat flestra að Jónas hafi
ekki brotið reglugerðarákvæði með
þessu, þar sem nýja kerfið falli alveg
að reglugerð um fiskmat frá 1970.
Hinsvegar hafi sjómönnum og
útgerðarmönnum verið heitið því,
við fiskverðsákvörðun í byrjun
febrúar, að mati þessu skyldi ekki
beitt á verötímabilinu.
-GS.
ÍHEKIAHFI
BILASYNING
UM HELCINA - fNÝJUM CLÆSILECUM SÝNINCARSAL OKKAR
Laugardag frá kl. 10 - 5 — Sunnudag frá kl. 1 - 5
1984 ÁRCERDIRNAR FRÁ
ITSUBISHI
MITSUBISHI
MITSUBISHI
COLT - COLT TURBO
SPACE WACON
CALANT TURBO - CALANT STATION
LANCER - SAPPORO - TREDIA
PAJERO TURBO DIESEL - PAJERO SUPER WACON
L 300 SENDIBÍLL - L 300 MÍNI BUS
HEIMILISDEILDIN VERÐUR OPIN
SAMTÍMIS BÍLASÝNINGUNNI
[hIHEKLAHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240