Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Blaðsíða 7
7 DV. LAÚGARDAGUR 24. MARS1984. ' Slappað af yfir appelsíni og reyktóbaki. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands islands, og Björgvin Jónsson, útgerðarmaður hjá Glettingi i Þorlákshöfn. DV-mynd EÓ. Halldór Ásgrímsson á f undi um kvótakerfið: GETUM EKKIBÚIÐ VIÐ NÚVERANDI KERFINÆSTU ÁR —f iskurinn sóttur til ráðherra en ekki í sjóinn, sagði Sighvatur Björgvinsson „Viö getum ekki búiö viö núverandi kvótakerfi næstu ár. Þaö er byggt á reynslu þrjú ár aftur í tímann en nýir menn eru stöðugt að koma inn og þurfa aö fá tækifæri. Þaö væri hálfgert léns- skipulag ef þeir væru háðir veiöum ein- hvers annars árið 1980,” sagöi Halidór Asgrímsson sjávarútvegsráöherra á fundi meö nemendum í Sjómannaskól- anurn í fyrrakvöld. Hann sagöi að þaö yrði aö breyta þessu kerfi fyrir fram- tíöina og leitast viö aö draga sem mest úr sveiflum. Fulltrúar flestra stjórnmálaflokka voru á staönum. Sighvatur Björgvins- son (A) hafnaöi þeirri fiskveiöistefnu sem tekin var upp ’75 og menn styöjast enn viö, þ.e. að byggja upp stóra hrygningarstofna annars vegar og reyna aö ala upp einstaka árganga meö smáfiskafriðun hins vegar. Hann hafnaöi kvótakerfinu á þeim forsend- um að þaö drægi ekki úr kostnaöi viö fiskveiðar, þaö þjónaöi ekki byggða- sjónarmiöum né drægi þaö úr stærö flotans. I hnotskurn lýsti hann kerfinu þannig: „Hingaö til hafa menn í þess- um skóla gengið út frá því sem vísu aö fara út á sjó og fiska en nú blasir viö þeim biðstofuseta hjá Halldóri As- grímssyni því þangaö er f iskurinn sótt- urnú.” Skúli Alexandersson (G) hafnaöi kvótakerfinu og mælti með frekari út- færslu skrapdagakerfisins og þvi aö leggja flotanum í heild á ákveönum tímum. Valdimar Indriöason (D) var hlynntur kvótakerfinu en lýsti yfir áhyggjum sínum af stóraukinni rækju- veiöi þar sem rækjan væri þýðingar- mikil fæöa fyrirþorsk: „Afhverju hef- ur ekki sést fiskur í Isafjaröardjúpi síðan fariö var aö veiða rækjuna þar?” spuröi hann. Guöjón Kristjánsson, formaöur Farmanna- og fiskimannasambands- ins, varpaði fram þeirri spumingu hvort við værum fastir í stjómunar- kerfi sem hvorki leiddi af sér aukinn afla né arð. Vildi hann fremur rekja sveiflur í þorskveiöum hér við land á þessari öld til breytileika á náttúruleg- um skilyröum en til ofveiði. Geröi hann aö tillögu sinni að framvegis yrðu veiöar skipulagöar þrjú til fimm ár fram í tímann á þann hátt aö þegar vel áraöi yröu veiðar eitthvaö takmarkað- ar en frjálsræði aukiö þegar verr áraöi svo sveiflur yröu minni. Guöjón Ármann Eyjólfsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, lagöi til aö viö hæfum nú þegar veiðar á sem flest- um þeirra hafsvæöa sem ekki er búiö að skipta upp svo aö viö ættum þar nokkurn rétt þegar aö því kæmi. Nefndi hann t.d. Reykjaneshrygginn, langt til suðvesturs, og Dakar í Afríku. Meöai annarra sem stigu í pontu var Jónas Guömundsson, stýrimaður meö meiru. Vildi hann ekki líta á kvóta- kerfið né þau vísindi sem nú er byggt á sem neinn stórasannleika í málinu. „Eg óttast þaö fyrirkomulag aö ein- hverjir Æjatollar reki vegabréfaskrif- stofu fyrir þorskinn. Hafið er stórt, — fiskifræðinlítil.” -GS ENSKUNÁM FYRIR BÖRN OG UNGLINGA 8-18 ÁRA I KRISTALSAL HÓTEL LOFTLEIÐA SUNNUDAGINN 25. MARS KL. 2 E.H. Peter Penberthy skólastjóri mætir á fundinn. Verður til viðtals í skrifstofu okkar í dag, laugardag 24. mars, kl. 9—12 og 2—4. Jl: Útivist + kennsla, Tolroy Cornwall — Við- bót að eigin ósk______________________________________________ 11. júlí-18. júlí, 7 dagar fyrir Canford. 15. júlí-22. júlí, 11 dagar fyrir Uplands. Jl: Canford heimavist — Wimborne 18. júlí - 1. ágúst, 14 dagar. Kennsia - 18. júlí - 8. ágúst, 21 dagur. ferðir - 18. júlí - 15. eða 18. ágústf 28 eða 31 dagur. ^ónw - 1. ágúst - 15. eða 18. ágúst, 14 eða 17 dagar.fu,ltfæð1. skoðunar- leikir — gisting og Jl: Uplands gisting i heimahúsum — Poole 22. júlí-12. ágúst, 21 dagur. 22. júlí-19. ágúst, 28 dagar. 29. júlí-19. ágúst, 21 dagur. Kennsla — skoðunar- ferðir — leikir — íþróttir — gisting og fullt fæði. Jl: Útivist + kennsla, Skotland. Viðbót að eigin ósk Til Skotlands: Avimore: 18. ágúst-24. ágúst 18. ágúst-27. ágúst Edinborg: Heimferð: - 25. ágúst 25. ágúst - 28. ágúst 29. ágúst Verðlistar og bæklingar fyrirliggjandi. Ferðaskrífstofa Kjartans Helgasonar hf. Gnoðarvogur 44 Sími 86255. Sýning á siglinga- og fiskileitartækjum í verslun okkar að Skipholti 7 í dag frá kl. 14.00 — 18.00. Friörik A. Jónsson h.f. Skipholti 7 Reykjavík. Sími 14135 - 14340.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.