Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Page 9
MlOrPíTAVr (.0 ÍITTIDAnamiTA T vn
DV. LAUGARDAGUR 24. MARS1984.
9
Fólkið tðk
völdln a£
flokkniuti
lagsins lítinn áhuga á að samkomu-
lag tækist. Það þjónaði hagsmunum
flokksins að óvissa ríkti og flokkur-
inn vildi magna upp óánægju og reiði
meðal launþega og gerði það núver-
andi ríkisstjórn erfitt fyrir. Þannig
átti stjómarandstaða Alþýðubanda-
lagsins og kröfur Alþýðusambands-
ins að renna í einn farveg og reiða til
höggs gegn verkalýðsfjandsamlegri
ríkisstjóm.
Vandinn var hins vegar sá að hinn
almenni launþegi var ekki í vígahug.
Tvennt réð þar mestu. Annars veg-
ar var hverjum manni ljóst að at-
vinnuhorfur voru og em ískyggilegar
eftir að svarta skýrslan um þorsk-
veiðar birtist. Hins vegar náöist
undraverður árangur í verðbólgu-
hjöðnun eftir fyrstu aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar og raunar svo mikill
Laug'ardags-
pistill
Ellert B. Schram
að stjórnarsinnum sjálfum kom sá
árangur á óvart.
Stemmningin í landinu var þvi sú
að bíða og sjá til og í þeim anda valdi
Alþýðusambandið þann kost að
ganga til samninga án átaka.
Þegar ljóst var að hverju stefndi
gerði forysta Alþýðubandalagsins
örvæntingarfulla tilraun til að
hleypa stöðunni upp. Forysta As-
mundar Stefánssonar hefur verið
gerð tortryggileg og hann jafnvel
borinn þeim sökum með breiðsíðu-
letri í Þjóðviljanum að sverjast í
fóstbræðralag með vinnuveitendum.
Samningamir voru sagðir einka-
mál Asmundar og Magnúsar Gunn-
arssonar, framkvæmdastjóra VSI.
Dagsbrún var æst upp til andstöðu á
síðustu stundu og samningarnir for-
smáðir í bak og fyrir.
Eftir að Bandalag opinberra
starfsmanna og Starfsmannafélag
Reykjavíkur samþykktu nýgerða
kjarasamninga í almennri atkvæða-
greiðslu nú í vikunni lá ljóst fyrir að
andstaða og uppreisn gegn samning-
unum átti ekki hljómgrunn meöal
launþega i landinu. Fordæmi Dags-
brúnar og leiðsögn flokksforystu Al-
þýðubandalagsins hefur ekki verið
fylgt. Dagsbrún hefur játað ósigur
sinn með nokkrum sárabótum og
skrifað undir samninga eins og aðrir.
Vissulega var það víða gert með
hangandi hendi og með litlum mun,
en alls staðar eftir málefnalega um-
f jöllun og raunsætt mat á stöðunni.
Ljóst er af þessari atburðarás að
launþegar hafa metið vígstöðuna svo
að meirí árangur náist ekki fram aö
sinni án átaka og því sé rétt að sætta
sig við samninga viö lítinn fögnuö.
Kjaramálunum hefur yerið teflt í
biöstöðu meðan sést hvort og hvemig
stjómvöld vilja ná tökum á erfiðu
efnahags- og atvinnuástandi.
Fórnir
Allir ábyrgir landsmenn fagna því
að friður hefur skapast á vinnumark-
aðnum. Menn fagna því einnig að
kjarasamningar munu einir sér ekki
kynda undir verðbólgu eða raska
þeim mikla árangrí sem náöst hefur
síðasta árið. Loksins eftir langa
mæðu getur þjóðin gert sér vonir um
aö verðbólguhjöðnunin geti orðiö
varanleg. Það er mikill sigur, jafn-
vel þótt hann hafi kostað fórnir. Þær
fómir era ekki minnstar af hálfu
launþega eins og kjarasamningamir
bera með sér.
Ekki hefur það þó tekist átaka- og
þrautalaust og satt að segja hafa
mikil tiðindi gerst sem kunna að
valda straumhvörfum á hinum póli-
tíska vettvangi. Gerð þessara kjara-
samninga, aödragandi þeirra og af-
staða verkalýðsfélaga til þeirra hef-
ur staðfest þá staðreynd að völd
stjómmálaflokka fara þverrandi í
verkalýðshreyfingunni og er það
raunar í samræmi við þróun sem
gætir víðar, en hefur aldrei komið
jafnberlega í ljós og nú.
Flokkspólitísk áhrif
Engum blandast hugur um aö
áhrif Alþýðubandalagsins í verka-
lýðshreyfingunni hafa verið mikil og
sterk. Aðrir flokkar hafa þar einnig
haft mikil ítök, einkum Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðuflokkur, og sá síð-
amefndi sækir uppmna sinn bein-
línis í stéttabaráttu alþýöu og verka-
lýðs. Áður fyrr var Alþýöusamband-
ið og Alþýöuflokkur eitt og hið sama,
en eftir að skorið var á þá sambúð
hafa sósíalistar i nafni Sósíalista-
flokks og nú síðar Alþýðubandalags
haft tögl og hagldir í mörgum verka-
lýðsfélögum. Fyrir tveim til þrem
áratugum fóm iðulega fram harðvít-
ugar kosningar í einstökum félögum
þar sem stjórnmálaflokkamir tefldu
fram sínum mönnum og beittu kosn-
ingamaskínum og smölun flokks-
manna af miklu harðfylgi. Þá var
litiö á verkalýðsfélögin sem vígi
flokkanna og forystumenn í verka-
lýðshreyfingunni vom útverðir sinna
flokka, þar sem bæði flokkur og for-
ingi höfðu gagn hvor af öðmm og
héldust fast í hendur. Verkalýðsfé-
lögum var óspart beitt fyrir flokks-
vagna og feimnislaust gengu menn
fram fyrir skjöldu í nafni stéttar-
félaga sinna ef flokkurinn þurfti á að
halda.
Eftir því sem staða Alþýðubanda-
lagsins styrktist innan Alþýðusam-
bandsins og verkalýðshreyfing-
arinnar jukust áhrif flokksins á vett-
vangi stjórnmála og þjóðmála og það
stundum algjörlega án tillits til kjör-
fylgis í almennum þingkosningum. A
sjöunda áratugnum varö sú skoðun
mjög ríkjandi meðal stjórnmála-
manna að ekkert skikk gæti komist á
efnahags- og þjóðmál öðru vísi en að
eiga gott samstarf við Alþýðubanda-
lagið.
Á þessum forsendum hefur Al-
þýöubandalagið þrívegis tekiö þátt í
ríkisstjóm á siðustu þrettán árum og
innan Sjálfstæðisflokksins urðu þær
raddir mjög háværar sem töldu sam-
starf þessara tveggja flokka óhjá-
kvæmilegt ef tökum ætti að ná á
verðbólgu og efnahagsupplausn.
Ekki í vígahug
Þegar dró aö gerð kjarasamninga
í vetur hafði forysta Alþýðubanda-
Félagslegar úrbætur
Uthlaup Dagsbrúnar og Guð-
mundar J. Guðmundssonar má að
einhverju leyti rekja til sérstööu
Dagsbrúnarmanna og ekki síður erf-
iörar stöðu Guömundar innan félags-
ins. Hann verður ekki sakaður um
að hafa komið aftan að neinum, en
það mun þó ekki hafa veriö fyrr en
eftir að samningar voru undirritaðir
sem Guðmundur snerist efnislega
gegn þeim og lamdi í borðið. Þau
sinnaskipti verða ekki skilin öðruvísi
en svo að þingmaðurinn en ekki
verkalýðsforinginn Guðmundur J.
Guðmundsson hafi verið aö sinna
skyldum sínum gagnvart flokki en
ekki fagfélagi.
Með allri viröingu fyrir lágum
launum Dagsbrúnarmanna og Sókn-
arfólks verður þó að segjast eins og
er aö það skýtur skökku við að þau
stéttarfélög, sem hafa láglaunafólk
einkum innan sinna vébanda, hafi
haft mest á móti þeim kjarasamn-
ingum sem gerðir hafa verið. Aldrei
áöur hefur verið gerð jafnáþreifan-
leg tilraun til að bæta hlut þeirra
verst settu. Það kann að vera að
grunnkaupshækkunin beri það ekki
með sér, en einmitt þau ákvæði sem
fela í sér félagslegar úrbætur koma
sérstaklega til móts við þarfir hinna
Iægstlaunuðu. Laun ein og sér verða
aldrei sniðin að fjölskylduhögum,
bamafjölda eða hjúskaparstööu og
þess vegna var sá kostur valinn að
f æra f jármagn til eftir öörum leiðum
sem eiga að bæta hag einstæðra for-
eldra og annarra sem við bág kjör
búa.
Andstaðan hverfandi
Sannleikurinn er þó sá að allt frá
fyrstu viöræðum hefur Alþýöusam-
bandsforystan haft náin samráð við
forystumenn einstakra verkalýðsfé-
laga og mun meiri en áður hefur tíök-
ast. I síðustu lotunni, bæði þegar
samningsdrög vom kynnt og síöan
borin upp, var andstaðan hverfandi.
Þegar einstök verkalýðsfélög tóku
afstöðu til samninganna fengu þeir
meirihluta stuðning. Dagsbrún ein,
ásamt Sókn og örfáum minni verka-
lýðsfélögum skárust úr leik.
Nú hefur Dagsbrún einnig samið á
grundvelli heildarsamninganna og
allt er þetta staðfesting á því að for-
ysta ASI hafi metið stöðuna rétt en
forysta Alþýðubandalagsins rangt.
Komist til manns
Sú staðreynd að kjarasamningar
hafa nú verið samþykktir af þorra ís-
lenskra launþega, þrátt fyrir opin-
bera andstöðu Alþýðubandalagsfor-
ystunnar, boðar tímamót innan
verkalýðshreyfingarinnar og á hin-
um pólitíska vettvangi. Kannski í
fyrsta skipti í sögunni hefur Alþýðu-
sambandiö tekið grundvallarafstöðu
tU þýðingarmUcUla kjaramála án
flokkslegra afskipta og jafnvel gegn
þeim. Hamagangur Þjóðviljans
gegn Asmundi Stefánssyni, Birni
ÞórhaUssyni og öðmm þeim sem
aðalábyrgö bera á samningunum er
til þess gerður að draga úr trausti
þeirra. Vera má að Alþýðubanda-
lagið vUji fórna Asmundi í flokksleg-
um skilningi í hefndarskyni fyrir
sjálfstæði hans. Vera má að kjara-
samningarnir séu frekar vöm en
sókn. Vera má að einhverjum finnist
að hér sé verið að kvitta fyrir kjara-
skerðinguna.
En svo undarlegt sem það kann að
hljóma mun sagan sýna aö þegar
verkalýðshreyfingin á hvað mest
undir högg að sækja hefur hún loks
komist til manns. Hún hefur tekiö
sjálfstæða ákvörðun. FóUcið, laun-
þegamir sjálfir, hefur ráðið ferðinni.
Asmundur Stefánsson og aðrir
verkalýðsforingjar hafa sýnilega
kallað yfir sig reiði flokksforystunn-
ar en þeir hafa fyrir vikið styrkt fag-
lega og félagslega stöðu sína innan
ASI.
GUdi kjarasamninganna felst
þess vegna ekki í þvi einu að þeir
em hófsamir og ábyrgir. Þeir
em uppgjör islenskrar alþýðu gegn
flokkspóUtískumafskiptum. Alþýðu-
bandalagið er tekið hér sem dæmi en
aðrir flokkar em undir sama hatti.
Þeir ráða ekki lengur ferðinni,
stjórna ekki, eiga ekki lengur heU
stéttarfélög.
Þetta er það langmerkilegasta
sem kjarasamningamir hafa leitt í
ljós. Sú þróun er tU góös.
EUert B. Schram.