Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1984, Page 39
DV. HAUG ARDAGUR24. "MA'RS 1984.'
39
Úrslitaleikurinn á Wembley á morgun:
Prófsteinn á
framtíð Liverpool
Úrslitaleikur Liverpool og Everton
í mjólkurbikarnum er prófsteinn á
þaö hvort Liverpool-veldið sé búiö að
lifa sitt besta skeið eða hvort því
tekst að rifa sig upp úr þeim öldudal
sem liðið hefur verið í.
Á síðasta laugardag missti liðið
forystu sina í 1. deildinni og eins og
Manchester United hefur leikið að
undanförnu þá er það óliklegt að liðið
muni gefa þumlung eftir það sem
eftir er keppnistímabils.
Joe Fagan framkvæmdastjóra
hefur ekki tekist aö halda áfram á
sömu braut og forverar hans, Bill
Shanky og Bob Paisley.
Liðið byrjaði að vísu af miklum
krafti en eftir áramót hafa hindranir
andstæðinganna farið að virka og
liðiö sýnir nú augljós veikleika-
merki.
Þau kaup sem Fagan gerði í
upphafi stjómartíöar sinnar hafa
alis ekki reynst vel. Mike Robinson
ætlar ekki að verða sá maður sem
Fagan sá í honum. Kaupin á Gary
Gillespie eru ráðgáta keppnistíma-
bilsins. Hvaö ætlaöi Fagan að gera
meö þennan stórkostlega leikmann á
meöan hann hefur besta miövarða-
par sem leikur á Englandi?
Nú er búið aö kaupa John Wark og
það er best að segja sem minnst um
þau kaup, en hlutverk hans mun
líklega verða svipað og hann gegndi
hjá Ipswich og það sama og Terry
McDermott gegndi er hann lék með
Liverpool, framliggjandi tengiliður.
Sjálfsagt fer Dalglish fram og
Robinson út, þaö er rökrétt ályktun.
En sem sagt, vinni Liverpool í dag
þá eiga þedr séns í United í titilbar-
áttunni, annars ekki.
Eins og sjónvarpsáhorfendur sáu
fyrir þremur vikum þá er Everton-
liöið að verða ansi sterkt. Það sem
háöi leikmönnum í fyrri hálfleiknum
var aö þeir trúðu ekki að þeir gætu
staðiö í Liverpool og allar sóknar-
aðgerðir liðsins miöuöust viö að spila
stutt, tilraun sem Liverpool-leik-
mönnum tókst alltaf að kæfa í
fæðingu.
I síðari hálfleik tvíefldust leik-
menn Everton-liðsins og þá urðu
leikmenn Liverpool að bakka, Ever-
ton kom fram, tók völdin og sleppti
þeim ekki. Jafntefli var sanngjörn
úrslit.
Everton-liðið stendur einnig vel að
vígi í hinni bikarkeppninni þar sem
liðið er nú komið i undanúrslit.
En á morgun er það mjólkurbikar-
keppnin sem er á dagskrá og vafa-
laust munu menn Howard Kendall
ekki gefa tommu eftir í baráttunni
um bikarinn, þeir vita að þeir geta
unnið nágrannana sem þeir hafa
staöiö í skugga af í tólf ár.
Andy Gray verður ekki með
Everton-liðinu í leiknum þar sem
hann lék með Wolves í fyrstu um-
ferðum keppninnar. Það ætti ekki að
koma mikið aö sök þar sem einvala
lið er á Goodison. Líklegt er að Andy
King komi inn í liðið og Adrian Heath
Alan Kennedy
— leikmaður-
inn eitilharði
hjá Liverpool.
verði færður upp við hUð Graeme
Sharp.
Því er líklegt að liðið veröi skipaö
svona:
Markvörður: Neville Southall.
Bakverðir: John Bailey (v),
Trevor Steven (h). Miðverðir:
Kevin RatcUffe (fyrirliði og Derek
Mountfield. Tengiliðir: Peter Reid,
Alan Irvine, Kevin Sheedy og Andy
King. Framverðir: Adrian Heath og
Graeme Sharp. Einnig getur verið
að Kevin Richardson leiki og þá
annaðhvort fyrir King eða Irvine.
Liverpool-liðið verður að öUum
líkindum þannig skipað: Mark-
vöröur Bruce Grobbelaar. Bak-
verðir: Alan Kennedy (v) og Phil
Neal (h). Miðverðir: Alan Hansen og
Mark Lawrenson. Tengiliðir: Ronnie
Whelan, Sammy Lee, Craig John-
ston, Graeme Souness (fyrirliði).
Framverðir: Kenny DalgUsh og Ian
Rush. Möguleiki er að Steve Nicol
leiki og þá fyrir Whelan eða John-
ston. Einnig er smuga að DalgUsh
verði á miðjunni fyrir Johnston og
Robinson komi í liðiö eða jafnvel
David Hodgson.
-SigA.
Alan Kennedy
Liverpool
Leikferill Alan Kennedy hefur einkennst af miklum erfið-
leikum við að halda sér í liðinu. Hvað eftir annaö hefur
hann verið settur út og maður keyptur í staðinn en Kennedy
hefur komið jafnharðan inn aftur. Mikill baráttuknatt-
spyrnumaður þar á ferð.
Það sem Kennedy hefur afrekað helst eru tvö mikilvæg
mörk sem hann hefur skorað á leikferlinum.
Fyrst er að telja mark í úrslitum deildabikarsins áriö
1981, er hann kom Liverpool yfir 1—0 gegn West Ham. Þeir
jöfnuðu skömmu síðar en það er ekki málið.
Öllu mikilvægara var sigurmarkið sem hann gerði gegn
Real Madrid í Evrópukeppni félagsliða árið 1982.
Það er því ástæða fyrir leikmenn Everton að vera vei á
verði gegn þessum skemmtilega sóknarbakverði.
m.
\ :■'
•u, ■ ■ '
Keppuls- Deild MiikCup FACup Alls
tímabil Lið Deild leikir mörk leikir mörk leikir mörk leikir mörk
1973-74 Ncwcastlc 1 17+3 3 5+2 22+5 3
1974-75 Ncwcastle 1 28 4 2 34
1975-76 Ncwcastle 1 42 1 8 8 58 1
1976-77 Newcastle 1 42 2 3 3 48 2
1977-78 Newcastle 1 26 3 1 2 29 3
1978-79 Liverpool 1 37 3 2 39 3
1979-80 Llverpool 1 37 1 7 5 49 1
1986—81 Llvcrpool 1 19 2 7 1 1 27 3
1981-82 Livcrpool 1 32+2 2 5 3 40+2 2
1982-83 Llverpool 1 42 3 8 1 3 53 3
1983-84 Livcrpool 1 32 1 11 2 45 1
Alls:
1973-78 Newcastle 155+3 9 16 20+2 191+5 9
1978-84 Liverpool 199+2 12 40 2 14 253+2 13
Samtals:
1973-84 354+5 21 56 2 34+2 444+7 22
Liverpool keypti Kennedy á 300.000
pund árið 1978.
Hann hefur unnið reiðinnar
ósköp af verðlaunum. Varð Eng-
landsmeistari meö Liverpool ’79, ’80,
’82 og '83. Deildar/mjólkurbikar-
meistari ’81, ’82, og ’83. Evrópu-
meistari 1981. Hann lék í úrslitum
bikarkeppninnar árið 1974 en New-
castle tapaði þá fyrir Liverpool. I úr-
slit deildabikarsins komst hann
með Newcastle árið ’76 en liðið tap-
aði gegn Manchester City.
Kennedy hefur tvisvar verið valinn
í landsliðshóp Englendinga, fyrst
1979 og aftur ’83, en ekki leikið lands-
leik.
SigA.
Sanaá Akureyri:
BJÓRFRAMLEIÐSLA
HAFIN AFTUR
Eftir tólf ára hlé hófst aftur bjór-
framleiðsla hjá Sana á Akureyri í gær-
morgun. Þessi framleiðsla er fyrst og
fremst í tilraunaskyni og hefur þrenns
konar tilgang. I fyrsta lagi að kynnast
hvemig Sanitas bjór smakkast, í öðru
lagi að senda á islenskan bjórmarkað
sem er Fríhöfnin, sendiráö og skip. Og
í þriðja lagi að athuga möguleika á út-
flutningi.
Gerjun bjórsins hófst fyrir tveimur
mánuðum og í gær var 8 þúsund lítrum
tappað á flöskur undir eftirliti toll-
varðar sem fylgdi framleiðslunni alla
leið inn í tollvörugeymslu.
Sanitas bjórinn er 5,2% sterkur.
-JBH/Akureyri.
Ragnar Tryggvason, framleiðslustjórí Sana á Akureyrí, hampar hér
bjórnum sem faríð er að framleiða norðan heiða eftir langt hlé.
DV-mynd JBH/Akureyri.
SJALLAKJALLARI
AÐ „ENSKUM PUB”
Ætlunin er aö opna ölkrá í enskum
pubstíl á Akureyri í vor, líklega í maí.
Kráin verður í kjallara Sjallans og
hefur hönnun staöiö yfir undanfarið.
Nú er beöið eftir tilboðum í innrétting-
ar.
Þegar breytingamar voru gerðar á
Sjallanum fyrir tveimur árum var
talað um að seinna kæmi í kjallaranum
staður eitthvað í þessum anda. Þama
verða sæti fyrir 60—70 manns. Hugs-
anlega verður hægt að stækka meö því
að opna upp á jarðhæð hússins. Þó
verður ekkert opið milli salanna í
Sjallanum og hins nýja staðar.
A þessum „enska pub” verður hægt
að kaupa léttan mat og drekka
„Islandsbjór”, þ.e.a.s. ölbollu. Að öðm
leyti er margt óráðiö með tilhögun,
enda undirbúningur í f ullum gangi.
-JBH/Akureyri.
Þannig kemur barinn til með að lita út i stórum dráttum. Myndin var tekin i
gær og „þá voru ýmsar innansleikjur eftir", eins og Gylfi orðaði það. M.a.
átti eftir að setja upp spegla á veggina en i dag mun allt eiga að vera
klappað og klárt. DV-mynd S.
„DRAUMURINN
AÐ RÆTAST”
— segirGylfi Guðmundsson semopnar
ölkrá á Hverf isgötunni f dag
„Þetta hefur verið mikið at, en nú er
draumurinn að rætast,” sagði Gylfi
Guðmundsson sem í dag opnar ölkrá
að Hverfisgötu 46 í Reyk javík.
Kráin verður í enskum stíl. Þar
verður hægt að fá mat að enskum sið,
þar á meðal pæ og fleira. Einnig verða
stærri réttir á boðstólum, svo sem
steikur ýmiss konar. Styrktur bjór
verður að sjálfsögðu fáanlegur ásamt
öðrum vínlegundum, „en uppskriftina
að bjórniun veit ég ekki einu sinni
sjálfur,” sagði Gylfi. „Hún er læst inni
í skáp hjá ölmeistara mínum.”
Gylfi kvaðst engar áhyggjur hafa af
því að aösókn yrði ekki næg að
staðnum sem hefur hlotið nafnið
veitingastaðurinn Hlóöir.
„Það sem fólk vill er að geta sest inn
á einhvern notalegan stað og fengið sér
mat og eitthvað að drekka með, án
þess að það sé eitthvert stórmál. Hér
er þaðhægt,” sagði Gylfi.
-JSS.
Leiðrétting
I skákpistli sem birtist í DV á
fimmtudag þar sem fjallaö var um
skák Guðmundar Sigurjónssonar og
Helga Olafssonar á skákmótinu í Nes-
kaupstaö, urðu þau mistök, að 10.
leikur svarts féll út. 10. leikur svarts
var ... d5, og biðst DV velvirðingar á
þessum mistökum.