Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Qupperneq 3
DV. LAUGARDAGUR 7. APR1L1984. 3 Rykið skolað af rellunni Meö hækkandi sól og batnandi veðri breitt um landiö, út á annes og upp á fjölgar smáflugvélum á lofti. Einka- hálendi. Á malarflugbrautunum bíöur flugmenn draga litlu rellurnar sínar úr varasöm aurbleytan. flugskýlunum og skola af þeim rykið. -KMU/DV-mynd: E.J. Framundan eru flugferöir vítt og ASÍ VARAR VK> HÆKKUN SKATTA „Viö afgreiöslu fjárlaga gáfu ráöa- menn yfirlýsingar um aö fjárlagagerð- in stæöi á föstum grundvelli og ekki kæmi til frekara skattaálags á launa- fólk. Nú hóta ráöherrar aftur á móti stórfelldum skattahækkunum og miklum álögum á nauöþurftir. Fari þessi áform fram munu þau valda þungum búsifjum hjá láglaunafólki og sérstaklega fólki með þunga fram- færslu.” Þannig segir í ályktun sem sam- þykkt var á fundi miöstjórnar Alþýðu- sambands Islands á fimmtudag. I ályktuninni er á það bent aö í nýgerðum kjarasamningum hafi veriö stefnt að því aö viðhalda kaupmætti síöasta ársfjórðungs síöasta árs. En efnahagsstefna stjórnvalda ráöi úrslitum um endanlega niöurstööu og þaö sé grundvallarforsenda samning- anna að stjórnvöld hagi efnahags- stefnu sinni í samræmi viö þau markmiö sem sett voru viö samnings- gerðina. Varar miðstjórn ASI við að ef þau áform, sem nú eru uppi, koma til f ram- kvæmda séu forsendur samninganna brostnar og yrðu þau griðrof á ábyrgð stjórnvalda. OEF Akureyrarkirkja á sunnudag: Orgeltónleikar Harðar Áskelssonar Horöur Askelsson orgelleikari heldur orgeltónleika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Bruhns, Rheinberger, Reger, Guilain og Boellmann, sum þeirra vel þekkt, svo sem Gotneska svítan eftir Boell- mann og föstuforleikir Bachs. Höröur flutti flest verkanna á tónleikum í Kristskirkju fyrir nær fullri kirkju áheyrenda nú nýveriö. Höröur Askels- son er fæddur á Akureyri 1953 og nam þar fyrst orgelleik hjá Gígju Kjartans- dóttur og Jakob Tryggvasyni. Hann lauk B-prófi í orgelleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík hjá Marteini H. Friörikssyni áriö 1976 og A-prófi í kirkjutónlist viö Tónlistarháskóla Rínarlanda í Diisseldorf árið 1981, þar sem hann m.a. naut leiðsagnar Almut Rössler, eins kunnasta organista kvenþjóöarinnar. Hann er nú organisti Hallgrímskir kj u í Reyk ja vík. Tónleikamir á sunnudagskvöldið í Hörður Áskelsson orgelleikari. Akureyrarkirkju eru aðrir sjálfstæöu orgeltónleikar Harðar þar. LaTraviata — þrjár sýningar eftir Sýningar á óperunni La Traviata, sem hafa legið niöri í hálfan mánuð, meöan aöalsöngkonan Olöf Haröar- dóttir dvaldist í Svíþjóö, hefjast aö nýju annaö kvöld, en fer þó óöum fækk- andi. Sýningin annaö kvöld veröur sú þriöja síðasta á þessari vinsælu óperu að sinni. Onnur breyting, sem gerð hefur veriö á óperunni, er sú aö Auöur Bjamadóttir dansar nú sólódans í sýningunni en Auöi Bjarnadóttur þarf vart aö kynna fyrir landsmönnum. Auður er nú nýkomin heim. Tilboösverö Svalahuróir úr oregonpine meö ------ lœsingu, húnum og þéttilistum. Verö frá kr. 5.654- Útihurðir úr oregonpine. Verö írá kr. 6.390,- j Bílskúrshuröir, ll'l I |:|T| gluggar og gluggaíög. ^^1 Gildir til 1.05.84. TRÉSMIÐJAN MOSFELL H.F HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06 20 GIFTURÍK ÁR Á ÍSLANDI í tilefni 20 ára afmælis Trabants á íslandi verður ekinn afmælisskrúðakstur sunnudaginn 8. apríl kl. 13.00 frá Melavöllum við Rauðagerði. Trabant-eigendur, mætið inn í Rauðagerði kl. 12.30 og takið þátt í skrúðakstrinum. Ekið verður í halarófu upp á sýningarsvæði Auto '84 við Höfðabakka og þaðan niður á Lækjartorg þar sem verður stutt og hressileg afmælisuppákoma um þrjúleytið. Komið öll niður á Lækjartorg að samfagna afmælisbarninu og sjá gömlu góðu Trabantana inni á torginu fagna tuttugu gifturíkum árum á íslandi við lúðraþyt og söng. Sælgætisverksmiðjan Móna sem á líka stórafmæli — 25 ára — býður nærstöddum afmælisgestum upp á frábært, sérhannað Trabant-súkkulaði. Trabant er eini bíllinn sem fram- leiddur hefur verið úr súkkulaði á íslandi. N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.