Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 44
FRÉTTASKOTIÐ Hatir þú ábondingu oðo vitneskju um frótt — hringdu þá i sima 68- 78-58. Fyrir hvert fróttaskot. sem birtist eða er notað i D V, greiðast 1.000krónur og 3.000 krónur fyrir besta fróttaskotið ihverri viku. Fullrar nafnleyndar ergætt. Við tökum við fróttaskotum allan sólar- hringinn. OO 70 ITO SÍM/NNSEM 00~ w A LDREh SEFUR Hagstofustjóri um nafn- og nafnnúmers- breytingu Ástþórs Magnússonar: Hann hafði ekkert á saka- skrá sinni „I þessu tilviki tók maðurinn upp ættarnafn sem hann átti rétt á aö bera skv. gildandi starfsreglum okkar. Okk- ar reglur eru þannig að fyrsta og síð- asta nafn ráöa nafnnúmeri þannig að þegar maður tekur upp nafn til viöbót- ar, eins og í þessu tilviki, fær hann nýtt nafnnúmer þar sem millinafniö hefur ekki áhrif á númerið,” sagði Klemens Tryggvason hagstofustjóri í viðtali við DV í gær. Tiiefnið var að í frétt blaðs- ins í gær um g jaldþrota mann sem fékk ættarnafni bætt aftan við na&i sitt og þar með nýtt nafnnúmer var frá því greint að hann hefði fengið þessum breytingum framgengt eftir gjaldþrot sitt. Klemens sagði að Hagstofan færi mjög varlega í þessar sakir og ef minnsta tilefni væri til væri haft sam- band viö Sakaskrá. Þaö hefði verið gert í þessu tilviki og hefði Ástþór Magnússon (nú Wíum) reynst meö hreint sakavottoröþann 27. janúar ’84. Þá gat hann þess að slíkt væri til- kynnt mánaðarlega í Hagtíðindum, aðaliega til þess að allir, sem héldu tölvuvæddar skrár, gætu tekið breytt nöfn og nafnnúmer inn í þær. Ástþór Magnússon hefur ekki hlotiö neinn dóm og er því ekki á sakaskrá. En skv. því sem skiptaráöandi giskaði á aö þrotabúið vantaði upp í skuldir og greint var frá í DV í gær má hann vænta þess. Það kemur hins vegar ekki inn á sakaskrá fyrr en nokkru síðar. -GS. Sjómenn afli sér verkfalls- heimildar Framkvæmdastjóm Sjómannasam- bands Islands beinir því til félaga sinna að þeir afli sér verkfallsheimild- ar. Deilu sjómanna og útgerðarmanna hefur verið vísað til sáttasemjara. • Talsmenn sjómanna telja sig ekki geta unað við það að sjómenn hafi ekki mannsæmandi laun þegar jafnframt er horft upp á það að yfirmenn fái auknar kjarabætur. -JH LUKKUDA GAfí 7. apríl 34403 LEIKFANGAVIRKI FRÁ I.H. AÐ VERÐMÆTI KR. 1000. Vinningshafar hringi í síma 20068 Nú er tími til kominn að endurnýja Biazerinn! Nýir samningar um eignaraðild að járnblendiverksmiðjunni: Tryggð sala á fimmtíu þúsund- um tonna árlega „£g hef góðar fréttir aö færa Sumitomo kaupir 15% af hlutabréf- gert er ráð fyrir sérstökum ykkur,” sagði Sverrir Hermannsson um Elkems. Japanska fyrirtækið samningum viö Landsvirkjun um iðnaðarráðherra er hann boöaöi tekur að sér að tryggja sölu á 20 þús- hækkun á því þegar tiltekinni arð- og blaðamenn á sinn fund í gær til að und tonnum af framleiöslunni og eiginfjárstöðu verksmiðjunnar er greina frá nýgerðum samningum um Elkem tryggir sölu á 30 þúsund tonn- náð. eignaraðild að jámblendiverksmiöj- um. Þá er einnig gert ráð fyrir aukinni unniáGrundartanga. Núverandi hluthafalánum verður þátttöku járnblendifélagsins í „Það er ekki langt síðan talað var breytt i hlutafé. Einnig munu núver- markaðsmálum og að Elkem standi um að leggja þessa verksmiðju niður andi eigendur leggja fyrirtækinu til fyrir aukinni tækniþróunarvinnu og en eftir þessa samninga hvarflar það nýtt eigið fé að upphæö 120 milljón rannsóknarstarfsemi. ekkiaðneinum. norskar krónur, m.a. með yfirtöku Samningur þessi öðlast ekki gildi Samningurinn, sem undirritaður skulda sem nú eru með ábyrgð fyrr en hann hefur verið samþykktur var í gær af samningsaöilum, felur í eigenda. Ekki voru teknar neinar í stjómum viðkomandi hluthafa- sér að japanska fyrirtækiö ákvarðanir um hækkun orkuverðs en fyrirtækja. -APH Steingrímur Hermannsson forsætisréðherra kíkir inn i einn' sparneytinn. DV-myndGVA. Alþjóðlega bílasýningin, Auto 84, var opnuö í gærkvöldi. Þaö var Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra sem opnaöi sýninguna í fjar- veru Matthíasar Bjarnasonar sam- gönguráðherra að viðstöddum f jölda gesta, ráöherra og frammámanna í samgöngum og bílaiðnaöi. Þetta er þriðja alþjóölega bílasýn- ingin sem Bílgreinasambandið gengst fyrir og að þessu sinni nær sýningarsvæðið yfir 7000 fermetra í Húsgagnahöllinni og ÁG-húsinu sem stendur næst sýningahöllinni. Þarna eru um 130 nýir bílar, auk þess sem Fornbílaklúbbur Islands sýnir gamla bíla auk gamalla mynda. Sýningin veröur opin í dag, laug- ardag, frá klukkan 13 til 22 og sunnu- dag frá kl. 10 til 22. Virka daga verð- ur sýningin svo opin frá kl. 16—22. -JR Bændur í Barðastrandarhreppi: Vilja fjár- skipti í allri sýslunni — vegna riðuveikinnar Bændur í Barðastrandarhreppi i Vestur-Barðastrandarsýslu vilja fá fjárskipti í allri sýslunni vegna riöu- veikinnar sem hrjáð hefur þá á undan- fömum árum en síðasta riðuveikitil- fellið kom þar upp fyrir tveimur árum og hefur fé á nokkrum bæjum verið lógað. Fjárskiptin þýða aö öllu f é í sýslunni verði lógað og nýtt fé flutt inn í hana í staðinn. Ekki dugir aö lóga aðeins fénu í þessum eina hreppi, nauðsynlegt þykir aö lóga öllu fénu sem er innan sauðf járveikigirðingarinnar og spann- ar það alla sýsluna. Ofangreindar upplýsingar fékk DV hjá Kjartani Blöndal, framkvæmda- stjóra Sauðfjárveikinefndar, en nýlega var haldinn fundur í nefndinni þar sem þettamálvar rætt. Þessar hugmyndir bændanna í Barðastrandarhreppi hafa mætt and- stöðu bænda í öðrum hreppum í sýslunni en frekari fundir um málið munu vera áformaðir. -FRI Vínarferð áskrifenda DV: Þrír ódýrir kostiríboði Þrír kostir standa áskrifendum DV til boða í Vínarferðinni sem farin verður6.til 12.maí. Aður hefur verið skýrt frá því aö ferðin kosti 18.400 krónur miöað viö gistingu í lúxushóteli en einnig er hægt að velja ódýrara hótel og kostar ferðin þá 15.900 krónur. Þriðji kosturinn er svo sá að fá flug og bíl án hótels en þá er verðið aðeins frá 9.850 krónum. Ef fyrstu tveir kostirnir eru valdir er innifalin í verðinu skoöunarferð um Vínarborg og miði á Operuna. Or þessum þremur möguleikum geta áskrifendur DV valiö eftir því sem hverjum hentar. Odýrara hótelið er vinalegt hótel í eigu einnar f jölskyldu, vel í sveit sett og stutt í alla helstu við- burði Vínarborgar. Vínarborg er löngu kunn fyrir menningu og listir en ekki má gleyma öðrum lystisemdum sem borgin hefur upp á að bjóða eins og aðrar stór- borgir: bjórkrár, kaffihúsamenning og næturlíf að hvers manns óskum. Ferðaskrifstofan Atlantik sér um skipulagningu ferðarinnar og er tekiö við pöntunum þar í síma 28388. óm. SKIPHERRA LANDHELGISGÆSLliNNAR BOÐAR VERKFALL Á KAUPSKIPUNUM Skipstjórafélag Islands hefur boð- að vinnustöðvun á kaupskipaflotan- um síðar í þessum mánuði. Tilkynnti skipherra Landhelgisgæslunnar, Höskuldur Skarphéðinsson, sem jafnframt er formaður félagsins, þetta í gær en þá hafði verið gert stutt hlé á samningafundi VSI og Skipstjórafélagsins. Vinnuveitendasambandið hefur mótmælt afskiptum skipherra Gæsl- unnar af þessari verkfallsboöun og mun ætla að snúa sér til dómsmála- ráðuneytisins af þessu tilefni. Segir VSI að afskipti hans af þessu máli séu brot á lögum. Standi skýrt í þeim að starfsmenn Landhelgisgæslunnar megi ekki boöa verkfall né standa aö verkfallsboðun. Búiö var að ganga frá samningum við yfirmannafélög á kaupskipaflot- anum. Skipstjórafélagið hafði eitt félaga hafnað samningnum, en samningafundur stóð yfir í gærmorg- un. Var gert hádegishlé og átti fund- ur að hefjast aftur skömmu eftir há- degi. Til þess kom þó ekki því verk- fallsboðunin barst þá. Er verkfall boöað tvisvar sinnum í þrjá daga í þessum mánuöi — fyrst 16. til 18. apríl og svo aftur 24. til 27. apríl. Ef til verkfallsins kemur er þetta í fyrsta sinn í áratugi sem Skipstjóra- félag lslands boðar til verkfalls á kaupskipaflotanum. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.