Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVKUDAGUR11. APRIL1984. Aksturfyrir ríkisspítala boðinnút — leigubflakostnað- urinn4,5 milijónir krónaífyrra Innkaupastofnun ríkisins hefur boöið út leigubílaakstur fyrir rikis- spítala. Þetta er í fyrsta sinn sexn slíkt er gert. „Þetta er einn liður í sparnaöi,” sagöi Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri fjármólasviös ríkis- spítalanna, í samtali viö DV. , JCostnaður ríkisspitalanna við leigubílaakstur í fyrra var um 4,5 milljónir króna,” sagöi Pétur. Utboðsgögn eru afhent á skrif- stofu Innkaupastofnunar aö Borg- artúni 7. Tilboð verða opnuö þar næstkomandi föstudag, 13. apríl. -KMU. Sá, BLAI fcnrnir Mikil óánægja þátttakenda í Lava loppet: „Framkvæmdin fyrir neðan allar hellur” — segir Max Habenicht, landsliðsmaður frá Austurríki Bæði innlendir og erlendir skiöa- menn, sem þátt tóku í Lava loppet ’84, munu vera fokreiöir forráöa- mönnum keppninnar um hvernig staöiö var aö framkvæmd hennar og sérstaklega því atriði aö ákveðiö var aö láta keppnina fara fram á laugar- deginum i mjög slæmu veöri í staö þess aö fresta henni fram á sunnu- dag sem möguleiki var á. Sá sem knúöi fram þaö aö keppnin skyidi haldin á laugardeginum var Ake Fredriksson frá Noregi en hann var fulltrúi F.I.S. eöa Alþjóða skíöa- sambandsins og að sögn eins af for- ráöamönnum skíöamála hér í borg- inni.... „taldi hann sig vera guö almáttugan á skíöum”. Skýringar þær sem hann gaf á því aö keppnin skyldi haldin á laugar- degi, í staö þess að fresta henni, voru þær annars vegar að einhverjir af erlendu keppendunum væru meö bókað flug á sunnudegi, skýríng sem ekki stenst aö mati Halldórs Matthiassonar, eins af þeim skiða- mönnum sem DV ræddi viö vegna þessa máls... „þetta er engin afsökun miöaö viö þaö aö auglýst var aö keppninni yrði frestaö fram á sunnudag ef veður yröi slæmt eins og raunar þurfti að gera í fyrra,” sagði Halldór. „Hin skýring hans um að veðurspá sunnudagsins hefði ekki verið nógu góð stenst ekki af þeim orsökum að veðrið heföi ekki getaö orðið verra en þaövar.” 9 vindstig og slydda slyddu mestan hluta keppninnar og gátu margir af keppendum því ekki lokið keppni og suma þurfti aö flytja á sleöum í mark... „Veðrið varsvo slæmt aö maður fauk upp brekk- umar,” sagöi Halldór. „Það átti aldrei aö byrja á keppninni á laugar- deginum enda var ekkert mótsveður tilþess.” DV náöi tali af þremur af erlendu keppendunum áður en þeir héldu utan, þeim Max Habenicht, og Josef Tomaschitz frá Austurríki og Sergio Miíazzi frá Italíu. Þeir sögöu aö þeir heföu viljaö ganga brautina daginn áöur en keppnin átti að vera eins og allir aðrir erlendu keppendaiuia en er þeir komu upp í Bláf jöll, þar sem keppnin var haldin, fundu þeir ekki brautina. Eingöngu hugsað um peninga „Framkvæmdin á keppninni var fyrir neðan allar hellur, mótshaldar- amir voru okkur ekki vinsamlegir og greinilegt aö þeir hugsuöu eingöngu um aö græöa á þessu peninga,” sagöi Max Habenicht, einn af landsliðs- mönnum Austurrikis, í samtali við DV en þeir sem stóöu aö keppninni voru Orval, Flugleiðir og Skíðasam- band Islands. Hann og félagi hans, Josef, sögöu ennfremur aö keppnin hefði verið síöur en svo góö landkynning fyrir okkur Islendinga, alia vega heföu margir Suöur-E vrópubúar sagt þeim aö þeir kæmu aldrei aftur hingaö til lands. Skiðamenn berjast á móti rokinu i Lava loppet. DV-mynd Loftur. Veðriö var um 9 vindstig meö -FRI. Bankastræti 7. Sími 29122 Aðalstræti 4. Sími 15005 Hafskip íhugar púðurflutninga Á fundi sem var haldinn í hafnar- stjóm Reykjavíkurborgar nýlega var lagt fram erindi Hafskips hf. varöandi flutning og geymslu á, „hættulegum flutningi.” Jónas Elíasson sem á sæti í hafnarstjórn tjáði DV aö hér væri um „reyklaust púður” að ræöa sem Haf- skip fyrirhugaði að milliflytja frá Evrópu til Ameríku og geyma hér. Um slíka flutninga og geymslu giltu alþjóö- legir staðlar og hefði hafnarstjórn falið hafnarstjóra að eiga viðræður viö slökkviliösstjóra og lögreglustjóra um máliö og leggja síöan tillögur sínar fyrir hafnarstjórn hiö fyrsta. Jón Hákon Magnússon sagöi að þetta erindi frá Hafskip væri bara forms- atriði. „Við erum að sækja í okkur veörið um milliflutninga milli Evrópu og Ameriku. Höfum við fengið fyrir- spurnir um púðurflutninga fyrir skot- veiðimenn í Bandaríkjunum og ætlum aö vera klárir i bátana ef samningar um slíkt skyldu nást. En enn sem komið er er þetta eingöngu á athugunarstigi og þessi beiðni lögð fyrir hafnarstjóm í því skyni,” sagöi Jón Hákon Magnússon. -HÞ. Schiesser0 euro-slip Eiður Guð johnsen meðtvo seðla með 12 réttum: .Ermefi ff""> ■ ilivv m og snaggara- legtkerfi" „Jú, það er rétt. Kerfiö gekk upp að þessu sinni. Þetta er súperkerfi, lítiö og snaggaraiegt,” sagöi Eiður Guöjohnsen, faðir knattspymu- mannsins Arnórs Guðjohnsen, en hann haföi tvo seðia meö tólf réttum í getraununum um heigina. Fleiri voru reyndar meö tólf rétta, því alls var 51 seöiil meö 12 rétta og hvorki meira né minna en 821 seöiil með 11 rétta. Tólf réttir gáfu 8.105 krónur og 11 réttir 215 krónur. Eiöur var meö 24 seðla með 11 réttumþessahelgi. — En hvemig stendur á þvi aö hann er með tvo seðla meö tólf réttum? „Þaö er kerfið. Þaö hefur þann möguleika aö fá fleiri en einn meö 12 réttum.” Eiður sagðist hafa „tippaö” alveg frá þvi Getraunirnar byrjuöu fyrir um fimmtán árum. „Þessa helgina „tgxpaöi” ég fýrir um fjögur til fimm þúsund krónur.” — Nú ert þú þekktur „tippari” og hefur oft unnið. Hvemig hefur gengiðívetur? „Það hefur eldci verið neitt sér- stakt hjá mér í vetur en i fyrra gekk mér mjög vel. Annars hef ég verið heppinn í Getraununum á síðustu árum, oft fengið vinninga.” -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.