Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDÁGUR íí: APRtL 1984. Innanhússknattspyrna Firmakeppni Hauka fer fram 19., 20. og 21. apríl í Iþróttahúsi Hauka v/Flatahraun. Þátttaka tilkynnist í síma 53712. Dregið verður í riðla sunnudaginn 15. apríl kl. 15 að viöstöddum liðs- stjórum. Þátttökugjald kr. 1500. KNATTSPYRNUDEILD HAUKA. *-K-*c*+-fc**.*-fc-**-fc.fc*.fc-*c-K-fc-*-fc-k-k-k-k-k-K-k-k-k-K-Mc-Mc-k-k-Mc-Mc-k-Mc-K-Mc * $ Leigjum út | sali fyrir J fermingarveislur, brúdkaups- -jr veMur, afmœlisveislur, stúd- íf. entafagnadi og adrar uppá- # komur. * Leitid upplýsinga hjá 4. Gudmundi Erlendssyni í j símum 46244 og 73120. 4- Fangavarsla — sumarvinna Ráðgert er að ráða fólk til starfa við fangavörslu í fang- elsunum að Litla-Hrauni og í Reykjavík í um 3—4 mánuði frá 21. maí nk. vegna sumarleyfa. Umsóknir um þessi störf skulu berast dómsmálaráðu- neytinu, Arnarhvoli, fyrir 18. apríl nk. og skulu umsækjendur gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. * DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 6. aprfl 1984. '(•)Ímtu-|Jrfv Auðbrekku 12 - Kópa- vogi. UMBOÐSMENN ÓSKAST HAFNIR Upplýsingar hjá Magnúsi B. Einarssyni. Sími 92-6958. BREIODALSVÍK Uppiýsingar hjá Steinunni Arnardóttur, simi 97-5628. DJÚPIVOGUR Upplýsingar hjó Steinunni Jónsdóttur, simi 97-8916. Einnig eru allar upplýsingar á afgreiðslu DV Þver- holti 11, sími27022. Menning „Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður" Það er skemmst frá því að segja að krakkarnir í Firðinum færast mikið í fang með þessu verkefni. öll eru þau ólærð, óheflaður framsagnarmáti dyist ekki, né heldur viðvaningslegar hreyfingar, en — og það er stórt en — þau reyna samt af einlægni og ákafa aö skapa persónur og komast talsvert langt í viðleitni sinni, þó þau sum takist á við marga karaktera. Metnaðurinn er stór og árangurinn eftir því á- gætur. Leikstjórinn hefur látið stækka • nokkuö sviöiö fram í sal Hafnar- fjarðarbíós, til að fó þægilegri inn- komuleiðir og meira pláss. Miðað við aðstæður tel ég það fyrirkomulag rangt, plássið nýtist illa, lýsist ekki vel, og neyðir leikarana ómaklega mikið til gangs og hreyfinga, oft án tilgangs. Nær hefði verið að búa til eitthvert skjól aftast á sviðinu og hafa allar innkomur þaðan. Þá var líka kominn bakgrunnur til lýsingar, og skjól fyrir atburði sem annars eru á dreif. Ástæða er til að gagnrýna handleiðslu Karls, henni var víða ábótavant, einkum í raddbeitingu, sem mér heyrðist óþarfi því flestir höfðu leikendur þokkalega rödd. En fyrir bragðið fór forgörðum hluti af þýðingu Karls sem annars lét ekki illa í eyrum. En þrátt fyrir þessa meinbugi skemmti ég mér ágæta vel á sýningunni; svo margt hlálegt og kostulegt kemur fyrir blessaðan drenginn hann Yossarin og félaga hans, lækninn, Wasington Irving, prestinn huglausa, hjúkkuna, Nately og kærustuna hans, að ógleymdum Míló, Major Ma jor og Cathcart. Áhorfendur ættu því ekki að láta sig vanta á þessa sýningu áhuga- manna um leiklistarstarf í Firðinum. Ekki veitir þeim af hvatningu, hyggi þeir á hausti komanda á samfelldan rekstur í Bæjarbíói, eins og stendur ta. Ahuga- mannastarf er mikilvægt í mörgu tilliti, það kennir okkur til dæmis að sjá greinilega atvinnumenn þegar þeim bregður fýrir. Og það er gjöfull miðill fyrir samstarf, skemmtun og þroska þeirra sem að standa. Að því leyti er það rétt sem Ragnhildur Jónsdóttir, formaður þeirra, segir, leikstarfsemi, leikhúsrekstur eru gömul og góð ráð við „menningar- leysi”. I þeirri von aö það megi enn bæta okkur öll sem menn, gangi leik- hópnum í Firðinum vel. Þarftu að se/ja btt? Vantar þig bíi? SMÁ-AUGLÝSING f DV GETUR LEYST VANDANN. SMÁAUGLÝSINGADEILD - ÞVERHOLT111 - SÍMI27022. Bílar óskast Bflar til sölu Leikfólag Hafnarfjaröar: GREIN 22 eftir Joseph Heller. LeikstjóH og þýöandi: Karl Ágúst Úlfsson. Leikmynd: Ragnhildur Jónsdóttir. Tónlist: Jóhann Morávek. Sýningar í BœjarbfcSi - Hafnarfiröi. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur átt nokkuð langa en slitrótta sögu þessi tæpu fimmtíu ár sem liöin eru frá formlegri stofnun þess. Grun hef ég samt um að áhugi þeirra í Firðinum eigi sér dýpri rætur, lengra aftur, hvað um það, þar hefur alltaf sprott- ið upp hópur manna tilbúinn í slaginn langa og stranga; velja leikrit, finna stjórnanda og alla undirseta og sam- starfsmenn, æfa þrotlaust og þola blóð, svita og tár til þess eins að standa á fjölunum nokkur kvöld og miðla sjálfum sér. Munurinn er sá, að núna er þessi hópur kornungur, hugrakkur og er að fá leikhús fyrir starfið næsta vetur. Húrra fyrir þeim. Og þriöja frumsýning þeirra siöan á upprisu leit dagsins ljós á föstudag í síöustu viku. GREIN 22 er samin upp úr sam- nefndri skáldsögu, Catch-22 eftir Joseph Heller. Þessi saga var hans stóri róman, eini róman um áratuga skeið og endaði á hvíta tjaldinu og sviði. Þar segir af harmsögu ungs manns í seinna stríði, Yosarin heitir hann og er staðsettur í Miðjarðarhafinu miðju og flýgur þaðan árásarferðir til Evrópu. Sagan og ieikritið greinir frá baráttu hans gegn herskyldum sínum, félögum hans og andskotum í deildinra. Leiklist Páll Baldvin Baldvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.