Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Side 10
DV. MIÐVIKUDAGUR11. APRIL1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón GuðmundurPétursson Tilmæli Ronalds Reagans Banda- rikjaforseta um samstööu ríkis- stjórnar og þings í utanríkisstefn- unni eru ólíkleg til þess aö falla í mjög frjósaman jaröveg á kosninga- ári þar sem utanríkismálin eru eitt af hitamálum kosninganna. I þessari ósk, sem kom fram í ræöu er Reagan hélt um utanríkisstefnu sína á föstudaginn, speglaðist aö nokkru sú armæöa sem aörir Banda- ríkjaforsetar hafa haft af frammí- gripum þingsins í ákvaröanir sem þeir telja sjálfir aö heppiiegast sé aö láta ríkisstjórnina eina um. I ræöunni gagnrýndi Reagan harðlega þingið fyrir aö trufla stefnu stjómar hans gagnvart Líbanon og fyrir að tvístíga og hika varðandi málefni Miö-Améríku og gaf þar tón- inn til þess aö kenna þingmönnum um þaö sem úrskeiðis hefur fariö í utanríkisstefnu hans. Þegar hann áréttaöi fyrri heit- strengingar um aö senda flota eða herlið til þess að tryggja olíusigling- ar um Persaflóa var hann fullt eins aö beina skeytinu aö Gary Hart, öldungadeildarþingmanni og for- setaframboðsefni demókrata. Hart hefur nefnilega sagt aö hann mundi ekki, ef hann yrði forseti, senda bandarískt herlið þangaö til þess að berjast fyrir annarra þjóöa olíu. I skoöanakönnunum hefur komiö í ljós aö gagnrýni á stefnu Banda- ríkjastjómar í utanrikismálum hefur ekki komið niöur á persónu- fylgi Reagans, en þingið á hinn bóginn nýtur lítils áiits meöal þjóðar- innar. — Þetta hafa talsmenn Reag- anstjómarinnar ef til vill haft á bak við eyrað þegar þeir um nokkra hríð hafa kennt þinginu um hrakför stefnu þeirra í Líbanon þar sem 264 bandarískir hermenn létu lifiö og stjóm Gemayels Libanonforseta rifti þeim samningum sem Bandaríkja- stjórn hafði haft milligöngu um að þeir gerðu viö Israel um brott- flutning israelska herliösins úr landi. Reagan rif jaði upp samkomulagiö sem stjóm hans náöi viö þingmeiri- hlutann í fyrra um aö halda úti bandarískri friöargæslusveit í Líbanon i eitt og hálft ár, en sagöi aö þeir bakþankar sem þingiö heföi síðan sýnt í öllu oröi og æöi heföu grafið undan stefnu stjómar hans þar eystra, spillt fyrir mála- miölunartilraunum hennar, örvað andstæðingana, sem fundu hikiö og REAGAN KENNIR MNGINU UM MIS- TÖK í UTANRÍK- ISSTEFNUNNI klofninginn, og hert þvermóösku Sýrlandsstjórnar. — Á hinn bóginn hafa stjómarandstæöingar Reagans kennt um mistökunum aö ekki hafi i upphafi veriö tekiö tillit til Sýrlands þegar samningarnir vom geröir milli Libanons og Israels. Og alla tíö hafa menn efast um gagnsemi þess aö hola bandarískum landgöngu- liöum niöur í skotbyrgi og skotgrafir við Beirút-flugvöllinn. Reagan sagöi ennfremur aö tvistig og hik í stefnunni varöandi efnahags- aðstoð til Mið-Ameríkuríkja, eins og lagt haföi veriö til af Kissinger- nefndinni, gæti „aöeins örvað óvini lýöræöisins sem staöráönir em í því aðþreytaokkur”. I ræöu sinni vakti Reagan einnig athygli á því aö á síöasta áratug heföi þingið hundraö sinnum eða oft- ar bmgöiö fæti fyrir utanríkisstefnu Washingtonstjórnarinnar eöa sett henni skorður. — „Því miöur viröast margir í þinginu halda aö þeir séu enn staddir í Víetnamtíðar- andanum meö það höfuðverkefni að halda uppi háværri, neikvæðri gagn- rýni en ekki aö vera ábyrgir meöstarfsmenn. . sagði Reagan. Slík hnútuköst Bandaríkjaforseta í þingiö eru ekki ný bóla. 1973 yfirsteig þingið synjun Nixons á staöfestingu stjórnarskrárlagabreytingar um rétt forsetans til stríösreksturs. Sú breyting fól í sér aö þingið fékk þar íhlutunarrétt um ákvarðanir um að senda bandarískt herliö til ófriöar- svæða erlendis. — Á því lagaákvæöi byggöi þingiö einmitt afskipti sín af vem friöargæslusveitarinnar í Líbanon. Þíöustefna Nixons beið hnekki 1974 þegar þingiö samþykkti aö korn- sala og önnur vöruverslun viö Sovét- ríkin skyldi háö því að Sovét- borgumm, sem æsktu að flytja frá Sovétríkjunum, yröi leyft þaö (aöal- lega gyöingum). Sovétríkin aftóku meö öllu aö tengja þetta tvennt saman og skoðuöu sem freklega ihlutun í innanríkismál þeirra og ögrun við s jálf stæði þeirra. Þingiö spam einnig fæti viö utanríkisstefnu Fords forseta þegar þaö greiddi atkvæöi með því aö banna vopnasölu til Tyrklands eftir innrás Tyrkja á Kýpur. Carter mætti hatrammri andstööu í þinginu viö samninga stjórnar hans um Panamaskipaskurðinn og SALT- 2 samkomulagið. (Reagan varmeöal eindregnustu andstæðinga.) Gegn vilja Carters forseta samþykkti þingiö lög varðandi tengslin við Taiwan eftir aö Carter haföi tekiö upp eölilegt stjómmálasamband viö alþýöulýöveldiö Kína. Þau lög em í dag aðalásteytingarsteinn sambúöar Washington og Peking. Þessi skipting valdsins í stjóm- sýslunni í Bandaríkjunum veldur oft vandamálum fyrir erlend ríki í sam- skiptum viö Bandaríkin. Þau reka sig oft á það aö þau þurfa tvívegis að semja um sama atriðiö. Fyrst viö Washingtonstjómina og svo aftur viö þingiö. Sumir þeirra sem gagnrýna störf Bandaríkjaþings segja vandann liggja í því aö ýmsar umbætur og stjómarskrárbreytingar í gegnum tiöina hafi splundraö valdinu sem áöur hvíldi á höndum minni hóps nefndarformanna, en við þá haföi ríkisstjómin oft getaö náö samning- um um framgang þingmála og fram- kvæmd stefnunnar. Nú er flokksagi minni, fíknin í aökomastísjónvarps- fréttir meö sérstööu sinni meiri og , ýmislegt fleira þess valdandi aö framkvæmd utanríkisstefnunnar er komin í hendur einnar 535 manna nefndar, skipaðrar óháðum ein- staklingum — eins og George Shultz utanríkisráðherra kallaði það í vik- unni. En þar átti hann við 100 þing- menn öldungadeildar og 435 þing- menn fulltrúadeildar. NAKASONE ELUR AUPPGANGS- DRAUMUM FYRIR KYRRAHAFSRÍKIN MEÐ JAPAN Yasuhiro Nakasone forsætisráð- herra á sér draum. Nefnilega þann aö 21. öldin veröi guliöld Kyrrahafs- svæðisins þar sem ríki þess heims- þluta blómstri í bræöralagi viö Japan. — Hefur hann veriö óþreyt- andi í aö stefna aö þessu marki. Þær stundir hafa þó komið aö þreyttir erlendir diplómatar hafa stuniö því upp aö sennilega verði langt liðið á 21. öldina áöur en Japanir veröi taldir á að aflétta inn- flutningshöftum sem vernda eftir- sóknarverðan heimamarkaö þeirra fyrir útlendri framleiðslu. — Aðrir halda því þó fram að Japanir hafi þrátt fyrir allt opnað markaöinn meira fyrir innflutningi en nokkur heföi þorað að spá. Þaö kunni aö vera lítið sem sjáist marka fyrir slíku frá degi til dags en yfir lengri tíma litiö sé þaö þó allt í rétta átt. Raunar er Nakasone aö feta braut sem forverar hans höföu áöur, markaö en hann gerir þaö meö, meiri lúðraþyt og pomp og pragt í til- raun til þess aö ná því meö friöi sem Japan tókst ekki í stríöinu. Nefnilega að tryggja öruggan aðdrátt hráefna og matvöru en um leið stööugan út- f lutning j apanskrar f ramleiöslu. Skýrast kom þetta fram í heim- sókn Nakasone til Kína í síðasta mánuöi þar sem hann reyndi að má út stríösörin. Meö tveggja milljarða dollara lánveitingar upp á vasann ruddi Nakasone brautina fyrir heilu flokkana af japönskum tæknimönn- um sem aöstoða skulu Kínverja viö aö bæta afkomuna. Aö baki öllu lá auðvitað þetta sama markmiö. Aö tryggja hráefnis- og matvörukaup af Kínverjum og liöka fyrir sölu japanskrar framleiöslu og tækni til Kína, fjölmennasta ríkis veraldar, stærsta markaðar heims. Segja má aö frumlegri útgáfa samsvarandi markmiöa hafi legið á sínum tíma aö baki innrás Japana í Kína 1937. En Nakasone er sein- þreyttur á að árétta aö Japanir hafi um aldur og eilífð gefiö upp á bátinn alla yfirdrottnunardrauma. Segir hann sambúöina viö Kína byggöa á heilbrigðum sjálfshagsmunum beggja. Nakasone segir aö Japan muni aldrei reyna aö veröa sér úti um vopn á borð viö langfleygar spengju- þotur, flugmóöurskip eða annaö þvíumlíkt sem nota megi til þess aö fara með hemaði á hendur fjar- lægumríkjum. I móttökuræðunum tóku kínversku leiötogamir þetta trúanlegt og ræddu við Nakasone um fríðsama samfylgd inn í næstu öld. Þessi stefna Japans í vamar- málum, sem byggir á aðgeröaleysi og afskiptaleysi gagnvart öðrum löndum, fellur kannski ekki alveg inn í kramið hjá aðalbandamönnum þess ' í Washington þar sem menn vildu gjaman eiga vísan atkvæðamikinn hemaöarbandamann þama eystra til aö vernda siglingaleiðir í Austur- löndum fjær. Samt sem áöur hefur Nakasone stundum veriö kallaöur herskáasti forsætisráöherra Japans síöan í lok síöari heimsstyrjaldar fyrir metnaö hans viö aö tryggja sjálfstæðar varnir Japana. Þó hefur hann verið trúr grundvallarstefnunni, sem mörkuö var 1976, aö eyða ekki meiru til landvarna Japans en sem næmi einu prósenti af brúttóþjóðartekjum. — Erlendir hernaöarsérfræöingar halda því fram aö fyrir þá sök sé herbúnaöur Japans úreltur og gamaldags og Japan þess ekki umkomið aö verja hendur sínar ef til alvarlegs ófriöar kæmi. Herfræöingunum veröur starsýnt á þrjú aðalsundin í gegnum Japans- eyjar sem sovéski flotinn þyrfti að fara um til þess aö komast út á opið haf frá flotastöövum sínum í austurhluta Síberíu. Japanir hafa miöaö sínar varnir við þá kenningu aö brytist út styrjöld mundu Sovét- menn freista þess að ná Hokkaido, hinni nyrstu af eyjum Japans, á sitt vald og tryggja sér þannig siglinga- leið út á Kyrrahafið. Varnimar hafa því mjög einskorðast við að halda úti öflugum viðbúnaöi á Hokkaido. — Bandamennirnir í Washington heföu heldur kosiö aö þeim yrði dreift á fleiri eyjar og þá einkanlega aö flotinn yröi efldur til þess aö vernda mikilvægar siglingaleiöir á norö- austurhluta Kyrrahafsins. Annars er búist viö því aö útgjöld til vamarmála fari upp úr eina prósentinu á þessu ári vegna launa- hækkana borgaralegra starfsmanna vamarmálaráðuneytisins. Fyrir skömmu lét Nakasone berast út aö hann stefndi aö því að draga úr ýmsum refsiaðgerðum sem Japan tók upp gegn Sovétstjóminni með ýmsum vestrænum ríkjum eftir innrásina í Afganistan 1979. Fylgdi japanski forsætisráðherrann þeirri yfirlýsingu eftir með því aö senda háttsetta diplómata til Moskvu en þeir snem aftur án nokkurs sýnilegs árangurs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.