Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 4
DV. MIÐVKUDAGUR11. APRÍL1984. Þjóðaratkvæði um bjórínn yrði samþykkt á Alþingi Þingmenn munu væntanlega þurfa aö taka afstööu til þess innan skamms hvort leyfa eigi bruggun og sölu bjórs hér á landi eöa ekki eöa þá aö þeir veröa aö taka afstööu til þess hvort þeir vilji vísa þessu máli til úrskuröar þjóöarinnar í þjóðaratkvæöagreiöslu. Fyrir alþingi liggja nú tvö mál þessa efnis. Annars vegar er þingsályktunar- tillaga frá Magnúsi H. Magnússyni, varaþingmanni Alþýöuflokksins, Friðrik Sophussyni, Guðrúnu Helga- dóttur og Stefáni Benediktssyni, er lögö var fram í nóvember síöastliðnum og gerir ráð fyrir aö málinu verði skotiö til þjóöaratkvæöagreiöslu er fram fari samhliða næstu þing- kosningum. Hins vegar kom fram í síðustu viku frumvarp til laga um breytingu á áfengislöggjöfinni frá Jóni Magnússyni, varaþingmanni Sjálf- stæðisflokksins, og Jóni Baldvin Hannibalssyni, er gerir ráö fyrir aö bruggun og sala bjórs verði heimiluö frá næstu áramótum. Litlar líkur eru til þess aö frumvarpið komi til afgreiöslu á þessu þingi enda er þaö seint fram komið. Könnun sem DV hefur gert meöal þingmanna bendir einnig til þess aö frumvarpiö njóti ekki meirihluta- stuðnings og yröi aö minnsta kosti fellt íefrideild. Tillagan sefur enn í nefnd Þingsályktunartillagan hefur hins vegar komiö til fyrri umræöu í sameinuðu þingi og var vísaö til alls- herjamefndar. Þar liggur hún meö 40 öörum þingsályktunartillögum sem eru óafgreiddar frá nefndinni. Formaður nefndarinnar er OlafUr Þ. Þóröarson Framsóknarflokki sem hefur lýst sig andvígan því aö bruggun eða sala bjórs veröi heimiluö. Hann sendi þingsályktunartillöguna til umsagnar ýmissa aöila sem berjast gegn áfengisböli, svo sem áfengis- vamarráös, SÁÁ og Góötempl- arareglunnar. Engar umsagnir hafa enn borist og má búast viö aö þaö dragist nokkuö, jafnvel fram yfir þing- lok. I alisherjarnefnd eiga einnig sæti tveir af flutningsmönnum þings- ályktunartillögunnar, Stefán Bene- diktsson og Guðrún Helgadóttir, auk Þorsteins Pálssonar, Péturs Sigurössonar og Jóhönnu Sigurðar- dóttur, sem hafa lýst sig fylgjandi því aö bjórinn veröi leyföur. I nefndinni á einnig sæti Eggert Haukdal sem er óákveöinn í afstööu sinni. Stefán Bene- diktsson hefur mótmælt því aö tillagan væri send til umsagnar þessara aðila þar sem þeir hafi engan umsagnarrétt um hvort framkvæma eigi þjóöarat- kvæðagreiöslu í landinu. Stefán segist ætla aö reyna aö fá málið sent frá nefndinni í þessari viku án þess aö umsagnir hafi borist. Allar líkur benda því til að þingmenn veröi aö taka afstööu tií þings- ályktunartillögunnar. Samkvæmt könnun sem DV gerði meðal þingmanna yrði frumvarpiö fellt en þingsályktunartillagan samþykkt. Alls sögðust 17 þingmenn vera samþykkir frumvarpinu, 18 voru andvígir, 16 voru óákveönir eöa gáfu ekki upp afstööu sína en 9 þingmenn voru erlendis. Hins vegar sögöust 8 þeirra sem voru óákveönir heldur vera fylgjandi þjóöaratkvæðagreiöslu en lagabreyt- ingu. Meö því aö reyna aö ráöa í af- stööu þeirra þingmanna sem eru eriendis og ekki náöist til yröi niöur- staðan þannig að 26 þingmenn myndu greiða því atkvæði aö þjóðaratkvæða- greiösla færi fram um málið, 22 væru því andvígir en 12 óákveðnir. Þings- ályktunartillagan yröi því aö líkindum samþykkt ef hún kæmist til afgreiðslu á Alþingi fyrir þinglok. Skiptar skoðanir innan flokkanna Afstaöa þingmanna til bjórmálsins skiptist ekki eftir flokkum. Þingmenn Bandalags jafnaöarmanna eru þó allir samþykkir því að bjórjnn verði leyföur, þingmenn Kvennalistans eru óákveönir. Þeir þingmenn sem ætla má aö myndu greiða atkvæði meö því aö þjóöaratkvæðagreiösla um bjórinn færi fram eru: Frá Sjálfstæðisflokki, Birgir Isleifur Gunnarsson, Egill Jónsson, Geir Hallgrímsson, Eyjólfur Konráö Jónsson, Friðrik Sophusson, Gunnar G. Schram, Olafur G. Einars- son, Pálmi Jónsson, Pétur Sigurðsson, Ragnhildur Helgadóttir, Salome Þorkelsdóttir, Valdimar Indriöason og Þorsteinn Pálsson. Frá Framsóknar- flokki, Halldór Ásgrímsson, Ingvar Gíslason, Stefán Guömundsson og Steingrímur Hermannsson. Frá Alþýöubandalagi, Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Amalds. Frá Alþýðuflokki, Jóhanna Siguröardóttir og Jón Baldvin Hannibalsson, og allir þingmenn Bandalags jafnaöarmanna, Stefán Benediktsson, Guðmundur Einarsson, Kristín Kvaran og Kolbrún Jónsdóttir. Þeir sem hafa lýst sig andvíga eru sjálfstæöismennirnir Albert Guðmundsson, Ámi Johnsen, Matthías Bjarnason, Matthías Á. Mathiesen og Sverrir Hermannsson, framsóknar- mennirnir Alexander Stefánsson, Davíð Aðalsteinsson, Jón Helgason, Olafur Þ. Þóröarson, Páll Pétursson, Stefán Válgeirsson og Þórarinn Sigur- Karl Steinar Guðnason: Laun- þegum tiltjóns Guðrún Helga- dóttir: Bjórinn fæst um allan bæ Guðrún Agnars- dóttir: Ekki hags munir kvenna ogbarna Ragnhildur Helgadóttir: Þjóðin ákveði neyslu sína Karl Steinar Guönason, þingmaöur Alþýöuflokksins, lýsti sig andvígan því aö heimila sölu og bruggun bjórs hér á landi. „Eg hef kynnt mér hver hefur veriö reynslan af bjómum á öörum Noröur- löndum og hver áhrif hann hefur haft á kjör launafólks. Ég óttast aö hann kæmi aöeins til viðbótar þeirri áfengis- neyslu sem fyrir er og yrði til tjóns fyrir launþega í landinu.” „Ég sé enga skynsemi í því aö selja frekar sterk vín en veik þannig að þaö fer ekkert á milli mála hvar ég stend í þessu máli,” sagöi Guörún Helga- dóttir, þingmaöur Alþýöubanda- lagsins. „Ef fólk vill fá að kaupa bjór þá er nú þegar hægt aö kaupa hann úti um allan bæ. Þaö er því allt eins hægt að lögleiðaþetta.” Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Kvennalista, sagöi aö hún heföi ekki myndað sér skoöun þar sem máliö hefði ekki verið rætt í þingflokki þeirra og þær myndu standa aö sameiginlegu, áliti. ,dín viö tökum afstööu til mála eftir hagsmunum kvenna og barna og ég sé ekki að þetta frumvarp þjóni hags- munum þeirra,” sagöi Guörún Agnars- dóttir. ' „Eg var alltaf andvíg því aö sala og bruggun bjórs yröi leyfð,” sagöi Ragnhildur Helgadóttir menntamála- ráöherra. „En nú ætla ég aðhugsa mig um fram á síðustu mínútur. Eg er þeirrar skoöunar aö þessu ætti frekar að vísa til þjóöaratkvæöagreiöslu því þaö er þjóðarinnar að ákveöa neyslu sína.” — efþaðkæmi þartil afgreiðslu fyrirþinglok jónsson, alþýðuflokksmennirnir Karl Steinar Guönason og Kjartan Jóhanns- son, alþýðubandaiagsmennimir Garöar Sigurösson, Geir Gunnarsson, Guömundur J. Guömundsson, Helgi Seljan, Skúli Alexandersson, Stein- grímur J. Sigfússon og Svavar Gests- son. Aðrir þingmenn eru óákveðnari í af- stööusinni. -ÓEF. Pétur Sigurðsson: Fylgjandi frum- varpinu „Eg er fylgjandi frumvarpinu,” sagði Pétur Sigurösson, þingmaöur Sjálfstæöisflokksins, sem sjálfur hefur áður veriö flutningsmaöur aö frumvarpi þar sem lagt var til aö sala og bruggun bjórs yröi gefin frjáls. „Eg hef alltaf veriö þeirrar skoðunar aö þingmenn séu kjörnir til þess aö taka afstöðu til mála og þvi finnst mér frumvarpiö hreinlegra en þingsályktunartillagan. ” Halldór Ásgrímsson: Rýmka um hömlurnar „Eg er þeirrar skoöunar aö þaö eigi aö rýmka um þær hömlur sem eru á sölu og bruggun bjórs,” sagöi Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra. „Þaö er komin svo mikil tvöfeldni í þetta mál. Þaö er hægt að fá keyptan bjór á bjórstofum, þaö er hægt að flytja inn efni til bjórgerðar og ferða- menn, farmenn og flugáhafnir mega taka með sér bjór inn í landið. Þaö þarf að breyta þessari sýndarmennsku og leyfa sölu bjórs í áfengisverslunum.” j dag mælir Dagfari _____________I dag mælir Pagfari __________j dag mælir Dagfari Hin íslenska heimsfrægð Islendingar eru ákaflega stoltir af landi og þjóö og uppfullir af ættjarð- arrembu. Þeir syngja öxar við ána og troddu þér inn í tjaldið bjá mér til marks um föðurlandsást sína í bvert skipti sem tveir eða fleiri landar hitt- ast á erlendri grand. Island er nafli heimsins eins og sjá má af nýjustu viðleitni íslensku friðarhreyfingar- innar sem hefur tekið að sér að bjarga heiminum með góðu fordæmi. Þessi ættjarðarást birtist manni í hinum ýmsu myndum. Hinir ofur- mannlegu yfirburðir íslenskra meðalmanna yfir afreksfólki ann- arra þjóða era jafnan í fréttum í hvert skipti sem tslendingar bregða sér á milli landa og á það jafnt við hvort sem söngvari treður upp í privatsamkvæmi, fegurðardíslr dilla sér í bjútíkeppni eða íþróttamaður hleypur inn á keppnlsvölllnn. Allt ætlar um koll að keyra í ærandi fögn- uði viöstaddra og Islendingurinn er samstundis orðinn heimsfrægur í is- lensku fjölmiölunum. Þessi heimsfrægð á sér sögulega hefð. Hinar fornu hetjur landnáms- aldarinnar iögðu grunnlnn. Maöur les um það i Laxdælu, Egilssögn og öðrum íslandssögum, þegar íslensk- ir bændur tóku sig upp frá búi og buru, lögðust i viking og gerðust fóst- bræður kónga og keisara af svo miklu dálæti að borið var á þá gull og gersemi og gjafir fagurlegar þeg- ar þeir kvöddu vini sína, konungana, af íslensku lítUlæti. Og fór ekki Leif- ur heppni í vesturótt og fann Ame- riku eins og hún lagði sig án þess að hafa minnsta áhuga á að taka hana fram yfir gamla Frón? Svona var nú ættjarðarástin mikil hjá Leifi og vora þó engin Þórsmerkurljóð sungin i þeirri ferð. Og þannig var um fleiri kappa. AD- ir komu þeir aftur og enginn þeirra dó. Enn í dag era Islendlngar að gera garðinn frægan i henni veröld. Enn leggjast þeir i viking og verða heims- frægir eftir þvi sem manni er sagt. Enda þótt Dagfari sé ekki ýkjamikill áhugamaður um íþróttir fer ekki hjá því að hann reki augun í stórfréttir af heimsafrekum islcnskra íþrótta- kappa. Vmlst má þar lesa að þeir hafi skorað mörk eða þeir hafi ekki skorað mörk og ef þeir fá ekki að keppa þá er það ailt einhverjum þjálfurum að kenna, sem ekki hafa komið auga á snilid þeirra islensku vikinga sem verma varamanna- bekki fyrir misskilning. Nú er Ásgeir Sigurvinsson að slá i gegn í Þýskalandi sem merkja má af því, samkvæmt frásögn DV i gær, að tveir áhorfendur í heiðursstúkunni létu afar vinsamleg orð falla um „þennan númer tíu”. Þeir þekktu að visu ekki nafn hans enda hafa þessir ókunnu heiðursmenn ekki gert sér grein fyrir að íslenskur fréttamaður hleraði samtal þeirra tii sönnunar um heimsfrægð Ásgeirs. Af öðrum íþróttamanni, Einari Vilhjálmssyni, er það að frétta að hann kastaði spjótinu svo langt aö hann hélt sjálfur að það kæmi ekki niður aftur svo vitnað sé í ummæli kappans. Heimsfrægð þessa kasts barst að sjálfsögðu til íslenskra blaða sem nú teija nánast óþarfa að keppa í spjótkasti á ólympíuleikun- um, svo viss era þau um sigursæld hins íslenska víkings. Þannig eigum við tslcndingar heimsfræga iþróttakappa beggja vegna Atlantshafsins og þá er þess ógetiö að Mezzoforte hefur hlotið heimsfrægð á tslandi fyrir frammi- stöðu sina í Bretlandi. Nú siðast hef- ur sjálfur Bubbi Morthens ákveðið að leggjast i viking og höndla heims- frægðina í L.A. Þá mega nú hinir stóra fara að vara sig. Bubbi er nefnilega helmsfrægur á tsiandi áður en hann leggur af stað. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.